Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 Viðskipti PGtta helst: ... Lítil viðskipti á VÞÍ# aðeins 231 m.kr. ... Bankavíxlar 70 m.kr. ... Hlutabréf 144 m.kr. ... Mest með bréf Marels, 19,5 m.kr. og gengið hækkar um 4,76% ... Eimskip 18 m.kr. ... Baugur lækkar um 2,4%, gengið aðeins 9,6 ... Nýherji lækkar um 6,3% ... Jökull hf. selur eignir upp á 277 m.kr. ... Hagnaður Olís eykst ;\úsujjjn oMíáhiMiin-'i íyfs'íu 'úbX JJJIJJJÍJ'ÚJ ÍU-JJJJ OLÍS Skeljungur ESSO Hagnaður e. skatta 163 211 234 Hagnaöur af reglulegri starfsemi 155 200 241 M 1 Rekstrartekjur 3.786 4.395 5.151 Rekstrargjöld 3.487 4.105 4.675 dff ^ f _ Heildareignir 6.886 7.463 12.087 Eiginfjárhlutfall 39% 43,7 44% s* EZ2 Hagnaður Olíuverzlunar íslands hf. fyrstu sex mánuði þessa árs nam 163 milljónum króna eftir skatta, samanborið viö 124 milljónir árið áður. Hagnaður af reglulegri starf- semi varð um 155 milljónir króna eftir skatta, samanborið við 89 millj- ónir í fyrra, sem er um 74% aukn- ing. Arðsemi eigin fjár var 13%. Rekstrartekjur Olís námu á tíma- bilinu 3,78 múljörðum, samanborið við 3,56 milljaröa á sama tíma síð- astliðið ár og hafa því hækkað um 6%. Hækkun rekstrartekna má einkum rekja til aukinnar sölu á eldsneyti sem nam rúmum 7% og verulega aukinnar sölu í öðrum vörum. Rekstrargjöld voru 3,45 milljarðar á móti 3,37 milijörðum í fyrra og hækkuðu þannig um 3%. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliöi var 299 milljónir en 187 milljónir fyrstu sex mánuði 1998,sem er 60% hækkun. Nýjar höfuðstöðvar Á árinu hefur verið unnið að byggingu nýrra höfuðstöðva fyrir félagið viö Sundagarða í Reykjavík og er áætlað að því verki ljúki nú í haust. Þá hefur verið unnið að bygg- ingu nýrrar þjónustustöðvar við Reykjanesbraut í Kópavogi, auk ým- issa smærri framkvæmda. Nam fjárfesting félagsins í varanlegum rekstrarfjármunum 282 milljónum króna fyrrihluta ársins samanborið við tæplega 100 miUjónir árið áður. Ef ekki koma til óvæntar breyt- ingar á ytri aðstæðum það sem eftir lifir ársins gera áætlanir félagsins ráð fyrir að heUdarafkoma ársins verði einnig vel viðunandi. -bmg Afkoma Krossaness versnar: milljónir króna Sjóvá-Almennar hf. Aukin tjón valda minni hagnaði Hagnaður Sjóvár-Almennra á fyrstu sex mánuðum ársins var 177 miUjónir króna samanborið við 219 miUjónir króna í fyrra. Helsta ástæða minni hagnaðar nú er aukning tjóna. Hins vegar hafa ið- gjaldatekjur aukist hjá fé- laginu í kjölfar vaxandi við- skipta og þá skilar fjárfest- ingarstefna fé- lagsins góðum arði. Á tímabU- inu hefur eigið fé hækkað um 8% og eiginfjár- hlutfaU í lok tímabilsins var 14,7%. Efnahagur félagsins er traustur verður notaður til að styðja við frekari markaðsupp- byggingu hjá félaginu. -bmg Tap 45 Rúmlega 45 miUjóna króna tap varð af rekstri Krossaness hf. fyrstu sex mánuði ársins. Þetta er mun verri afkoma en á sama tímabUi í fyrra þegar hagnaöurinn var rúm- lega 45 miUjónir króna. SambærUeg tala fyrir árið 1997 er 5,8 miUjónir króna í hagnað, 61,5 milljónir króna fyrir árið 1996 og 19,5 milljónir árið 1995. Tap af reglulegri starfsemi var því 13,7 miUjónir króna, samanbor- ið við 44,6 miUjónir króna hagnaö á sama tímabUi í fyrra. Önnur gjöld námu 31,4 milljónum króna, saman- borið við 600 þúsund króna tekjur áriö áður og er ástæða þessarar miklu hækkunar gjalda lækkun á hlutabréfaeign. Reksturinn í heild skUaði því tapi upp á 45,1 mUljón króna, samanborið við 45,3 miUjóna króna hagnað fyrstu sex mánuði ársins 1998. Eiginfjárstaða Krossaness hf. hef- ur styrkst jafnt og þétt síðustu árin og fjárhagslega stendur félagið mjög traustum fótum. Eigið fé þess nam 488,2 miUjónum króna í lok júní sl. og eiginfjárhlutfallið var 65,7%, samanborið við 59,9% á sama tíma árið 1998. Ræðst af markaðsaðstæðum „Það gefur augaleið að ég er ekki ánægður með þessa niðurstöðu. Skýringanna er auðvitað fyrst og fremst að leita í þeim aðstæðum sem ríktu á mörkuðum fyrir afurð- ir okkar, þ.e. þá miklu lækkun sem varð á afurðaverði og að verð á hrá- efni lækkaði ekki að sama skapi. Einnig erum við að taka á móti heldur minna hráefni nú en á sama tíma í fyrra,“ segir Jóhann Pétur Andersen, framkvæmdastjóri Krossaness hf. Hann bendir á að þessi niðurstaða eigi ekki að koma neinum á óvart enda er hún fyUi- lega í samræmi við afkomuviðvör- um sem félagið sendi frá sér í vor Jóhann Pétur segist ekki sjá nein ákveðin merki um umsnúning í rekstri á síðari hluta ársins. „Það er alveg ljóst að félagið á mikið undir því að úr rætist í markaðsmálum og sem betur fer hefur afurðaverð heldur verið að lagast þótt of snemmt sé að segja til um hversu varanleg eða mikU sú breyting verður,“ segir Jóhann Pétur. -bmg Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra. Símkerfi tengd með gagnaflutningskerfi Nýherji hefur sett upp Passport- gagnaflutningsbúnað frá Nortel Networks í höfuðstöðvum Flugfé- lags íslands í Reykjavík sem og á Akureyri. Búnaðurinn tengir sam- an tölvukerfin á báðum stöðum og símakerfi fyrirtækisins um ATM- gagnaflutningsnet Landssíma ís- lands. Flugfélag íslands er með Index-símstöð í Reykjavík og Nor- tel Meridian-símstöð á Akureyri. Eftir samtenginguna virka sím- stöðvarnar þannig að starfsmenn á Akureyri munu geta svarað í símann fyrir samstarfsmenn sína fyrir sunnan þegar álag þar er mikið og jafnframt er hægt að samnýta tölvukerfln á báðum stöð- lands þar sem notuð er sama flutn- ingsleið fyrir tal og gögn og eru því öll símtöl milli símstöðvanna í Reykjavík og Akureyri innan- hússsamtöl. ATM-net Landssímans er með hnúta víða um land sem gerir fyr- irtækjum kleift að byggja upp víð- net á hagkvæman hátt og auka um leið gæði upplýsingakerfa sinna. Allar spár benda til þess að síma-, internet- og gagnaumferð muni fara hraðvaxandi og þar með mun bandvíddarþörf almennt stór- aukast í náinni framtíð. -bmg Haraldur Leifsson hjá Nýherja, Sævar Freyr Þráinsson hjá Landssímanum og Eiður S. Eiðsson hjá Flugfélagi íslands. Minnkandi ahrif olíu Með þessu mun Flugfélagið geta bætt þjónustu við viðskiptavini sína með betri og skjótari símsvör- un. Passport-búnaðurinn notast við svokallaða Frame Relay-tengingu á ATM-neti Landssímans. Umtals- verður sparnaður felst í þessari uppsetningu fyrir Flugfélag ís- Skipamiðlunin Bátar & Kvóti Sími: S68 3130 111 I j* /UWVV.VIM Irv.K/ Minni afskipti stjómvalda, aukin samkeppni og hærri orkuskattar í Evrópu hafa gert þaö að verkum að áhrif olíuverðshækkanna undanfar- ið eru minni en ella. Það er einkum í evrulöndum þar sem áhrifin era minni. í desember á síðasta ári kost- aði tunnan 9,55 dollara en kostar nú 21 dollara. Hins vegar eru hækkan- ir á bensíni í Frakklandi, Þýska- landi og viðar á sama tíma afar litl- ar, jafnvel engar. En hvemig má þetta vera? Árið 1973 og 1979 skullu tvær ol- íukreppur á heimsbyggðinni þar sem verðbólga var mikil og heims- hagvöxtur minnkaði. Sumir hag- fræðingar segja að ástæðan fyrir minni áhrifum olíuverðshækkana nú sé vegna þess að á sínum tíma hafi viðbrögð við hækkunum verið röng en flestir eru á því að efna- hagslegt umhverfi sé annað nú en þá. Miðað við hækkanir á hráolíu er óhætt að segja að þriðji olíuskell- urinn hafi dunið yfir á þessu ári. En svo virðist sem efnahagslegar afleiðingar séu mun minni nú en þá. Skattar á bensín vora um 25% á áttunda áratugnum en víða í Evr- ópu, þ.m.t. á íslandi, eru skattar nú í kringum 80%. Ástæðan fyrir auð- veldari aðlögun núna er minna reglugerðafargan og aukin og skil- virkari samkeppni. Vissulega hef- ur olíuverðshækkun áhrif, t.d. á kaupmátt fólks, en hækkunin nú skekur ekki heimsbyggðina eins og hækkanir á áttunda áratugnum gerðu. -bmg Bílanaust skiptir um eigendur Matthías Helgason og fjölskylda hafa selt allt hlutafé í BOanausti hf. Bílanaust hefur verið stærsta bíla- varahlutaverslun landsins til margra ára. Fyrirtækið var stofiiað árið 1962. Áætluð velta Bílanausts á þessu ári er 1,1 milljarður. Meðal kaupenda er íslandsbanki F&M, Burðarás, Sjóvá og Filtertækni. Stefnt er að skráningu fyrirtækis- ins á hlutabréfamarkaði að lokinni ffekari uppbyggingu félagsins. íslenskir sjóðir standa sig Fortuna 1, sjóður Landsbankans sem er í vörslu Landsbréfa, var með 12,46% ávöxtun á tímabilinu janúar til júli. Það jafngildir 25,46% á ári. Reuter fréttastofan greindi frá þessu og sagði að þessi nýi al- þjóðlegi sjóður hefði staðið sig eink- ar vel. Eignir sjóðsins eru um 1.930 milljónir íslenskra króna. Hagnaður Heklu 114 milljónir Hagnaður Heklu hf. á fyrstu sex mánuðum þessa árs var 114,3 millj- ónir króna, en var 159,6 milljónir á sama tima í fyrra. Sala á fólksbfl- um hjá fyrirtækinu jókst um 25% frá því í fyrra en minni hagnaður er vegna aukinnar samkeppni. Markaðshlutdeild Heklu er nú 20,7% en var í fyrra 17,3% Microsoft hækkar Verð á hlutabréf- um í Microsoft hækkaði um 6,65% í fyrradag vegna ým- issa þátta. Morgun- kom FBA greindi frá. Nýr maður, Rick Beluzzo, hefur verið orðaður við Intemetdeild fyrirtækisins auk þess sem Sun Microsystems tapaði málsókn sinni á hendur Microsoft. Þá hækkaði JP Morgan hagnaðar- spá sina fyrir Microsoft. Mark- aðsvirði Microsoft jókst um 29,4 milljaiða dollara við þessa hækkun og þar með eykst auður ríkasta manns í heimi, Bill Gates, enn frek- ar. Afkoma Fóðurblöndunnar Hagnaður Fóðurblöndunnar var 46,6 milljónir króna fyrstu sex mán- uði ársins 1999 samanborið við 48,7 mflljóna króna hagnað fyrstu sex mánuði ársins 1998. Afkoman er því svipuð bæði árin. Milliuppgjör SP-fjarmögnunar Hagnaður SP-fjármögnunar var 45 milljónir króna fyrstu sex mán- uði ársins 1999, samanborið við 27,5 mifljóna hagnað fyrstu sex mánuði ársins 1998. Viðskiptalífið dregst saman Viðskiptalíf í Japan dróst saman um 0,1% í júli samanborið við mán- uðinn á undan. Á öðrum ársfjórð- ungi þessa árs var samdrátturinn 0,4% miðað við sama tíma í fyrra. Verðhjöðnun í Frakklandi Neylsuverðsvísitala í Frakklandi féll um 0,2% júlí. Miðað við núver- andi forsendur er búist við að verð- bólga í Frakklandi verði aðeins 0,4% á ári. Þetta er áhugavert, m.a. í ljósi þeirrar miklu hækkunar sem verið hefur á eldsneyti á árinu. Atvinnuleysi minnkar í Danmörku Atvinnleysi í Danmörku minnk- aði um 0,1% í júlí og er nú 5,5% þegar leiðrétt hefur verið fyrir árs- tíðabundnum sveiflum. Á sama tíma í fyrra var atvinnuleysi 6,5%. Heildarfjöldi atvinnulausra nú eru 153.100. -bmg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.