Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1999, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 7 dv Fréttir Gamli Þór brottrækur úr Húsavíkurhöfn: Ég er reiður, bitur og hissa - segir Arnar Sigurðsson sem hyggst sigla skipinu til Hafnarfjarðar Fríkirkjan í Reykjarík Sunnudaginn 29. ágúst verður Fríkirkjuhátíð í Skálholti. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 og fjölskyldudagskrá á eftir. Óháði söfnuðurinn og Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði taka einnig þátt og munu prestar safnaðanna þriggja annast messuhald. Organisti verður Kári Þormar og blandaður Fríkirkjukór leiðir sönginn. Fríkirkjufólk á öllum aldri er hvatt til þáttöku og ekki síst fjölskyldufólk sem vill samtengja holla skemmtun og kristilegt uppeldi. Hópferðabílar leggja af stað frá Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 12 og er fólk á einkabílum hvatt til að vera í samfloti með þeim. Komið verður til baka milli kl. 18 og 19. Allir hjartanlega velkomnir. Þátttaka tilkynnist í síma 552 7270 miili kl. 10 og 13 virka daga. DV, Aknreyri: „Ég er reiður, bitur og hissa og einnig mjög fúll út í bæjaryfirvöld vegna þess hvernig þau hafa tekið á þessu máli. Ég er reyndar ekki einn um það því margt fólk hér í bænum nær varla upp í nefið á sér fyrir reiði vegna þessa,“ segir Amar Sig- urðsson sem á og rekur Sjóferðir Amars á Húsavík. Það fyrirtæki hefur stundað hvalaskoðun frá Húsavík en einnig keypti Amar gamla varðskipið Þór af ríkinu og hefur breytt skipinu í fljótandi veit- ingastað og hótel. Þannig útbúinn hefur Þór legið við bryggju á Húsa- vík í sumar en Arnari var gert að fara með skipið þaðan fyrir 15. sept- ember og hann hyggst ekki koma til baka með það aftur. „Ég er að vinna í því að koma skipinu í burtu. Yfirvöld á Akureyri höfnuðu að taka við skipinu en í Hafnarfirði fékk ég strax jákvæð viðbrögð og það stefnir allt í að það fari þangað. Bæjaryfirvöld á Húsa- vík segjast ekki hafa bryggjupláss fyrir skipið sem ég tel rangt enda er búið að selja nánast öll flskiskip héðan að undanfornu. Staðreyndin er sú að bæjaryfirvöld sýna því eng- an skilning þegar einstaklingar eins Arnar Sigurðsson í brúnni á gamla Þór. Hann situr i skipherrastólnum þar sem landsþekktir skipherrar, s.s. Eiríkur Kristófersson og Guð- mundur Kjærnested, sátu þegar þeir glímdu við veiðiþjófa við út- færslu fiskveiðilögsögunnar. DV-mynd gk og ég era að reyna að byggja upp at- vinnustarfsemi. Þetta á ekki bara við um starfsemina varðandi Þór heldur hef ég einnig mætt andstöðu varðandi hvalaskoðunina með skip mitt, Moby Dick. Fyrri hluta sum- arsins var ég í vandræðum með að fá bryggjupláss fyrir skipið en það hafðist með látum. Mér var hafnað þegar ég vildi byggja á eigin kostn- að aðstöðu fyrir Moby Dick, en á sama tíma réðst bærinn í sams kon- ar framkvæmdir fyrir Norðursigl- ingu á kostnað bæjarbúa. Það virð- ist því ljóst að bæjaryfirvöld á Húsavík hafi valið sér „sitt“ hvala- skoðunarfyrirtæki," segir Arnar. Arnar segist þó ætla að reyna að þrauka áfram á Húsavík með hvala- skoðunina en gamli Þór á varla aft- urkvæmt til bæjarins. Þór er áreið- anlega eitt frægasta skip sem ís- lendingar hafa átt. Það varði land- helgi okkar í landhelgisstríðunum við Breta og Þjóðverja og landkunn- ir skipherrar, eins og Eiríkur Krist- ófersson og Guðmundur Kjærne- sted, hafa setið þar. við stýrið í brúnni. Skipið hefur verið mjög mikið endurnýjað, því breytt í glæsilegan veitinga- og gististað, en ýmsir hlutir þess, s.s. brúin og véla- ungis snætt góðan málsverð, heldur rúmið, hafa verið látnir halda sér. í leiðinni skoðað þetta merkilega Gestir um borð geta þvi ekki ein- skip. -gk Forsala aðgöngumiða í Hljómalind Verslunum Skífunnar og m&m ffo Smoking .. Band tOrtóníeika Laugardalshöll 28. ágúst 1999 kl. 21:00-01:00 Miðaverð: 2200 kr. í stæði 2500 kr. í stuku 20 ÁRA ALDURSTAKMARK Bein útsending á £M\ MZZAtlCSIÍ) 533 2200. SID / 1 'l Sigur Rós

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.