Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 2
16 heimili MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 IjV svefnherbergi og vinnuaðstaða i einu rými en niðri er stofa og opið inn í eldhús. Stærð íbúðarinnar fer ekki fyrir brjóstið á parinu. „Ég bjó í frekar stóru húsi og var náttúrlega lengi að venjast þessu en núna fmnst mér þetta bara mátulegt og kósí,“ segir Bettý. „Þegar við loks- ins fluttum inn áttaði ég mig á því að ég ætti eigin íbúð og það gerði mig mjög stolta. Svo fmnur maður líka til nánari tengsla við íbúð sem maður á sjálfur," segir Bettý enn fremur. „Við áttum alls ekki í neinum vandræðum með að koma innbúinu fyrir. Reyndar höfum við þurft að sanka að okkur húsgögnum smátt og smátt. Bæði höfum við fengið eitt- hvað frá foreldrunum og svo höfum við eitthvað keypt,“ segir Einar. Parið segir engin vandamál vera samfara verkaskiptingunni á heimil- inu. „Við skiptum þessu mjög jafnt á Ungt par að stofna heimili: Frelsi og jafnrétti Skjámi: Texta- símaforrit fyrir heyrnar- lausa - símasam- skipti í gegn- um heimilis- tölvuna Nú þegar tölvur eru komnar inn á flest heimili opnast ýmsir möguleikar fyrir þá sem sökum ýmissa sjúk- dóma geta ekki nýtt sér öll þægindi sem flestir telja sjálfsögð. Síminn er eitt þeirra tækja sem margir virðast hreinlega ekki geta verið án en heyrnarlausir hafa þó ekki getað nýtt sér. Til að auðvelda þeim síma- samskipti er hins vegar til fyrirbrigði sem kallað hefur verið Skjámi. „Það er allt annað líf að búa í eigin íbúð og vera sjálfs síns herra,“ segir Bettý Ragnarsdótt- ir en hún býr ásamt unnusta sínum, Einari Þór Hjaltasyni, í lítilii en notalegri íbúð í suður- hluta Hafnarfjarðar. Skjámi er textasímaforrit fyrir PC-tölvur sem ætlað er heyrnarlausum og er hægt að nálgast það ókeypis á heimasíðu Landsímans. Forritið gerir not- andanda þess kleift að nota tölv- una sína sem textasíma. Skjámi gerir heyrnarlausum kleift að vera í símasambandi við alla þá sem einnig hafa Skjáma og eru tengdir símakerf- inu. Forsenda þess að nota megi Skjáma er að tölvan sé tengd símalínu með mótaldi. Skjámi kemur til með að bæta verulega aðgengi heyrnarlausra að fyrir- tækjum og þjónustustofnunum. Einnig geta heyrnarlausir nú í fyrsta sinn hringt til kollega og vina á Norðurlöndum sem hafa textasíma. Forritið er einfalt í notkun og ekki þarf mikla tölvukunnáttu til að nota það. Notandinn getur gert sína eigin símaskrá og hringt með því að velja nafn úr henni. Einnig getur hann notað forritið sem símsvara er tekur við skilaboðum frá þeim sem hringja. Hægt er að senda SMS- skilaboð úr forritinu í GSM- síma. Betty Ragnarsdottir og tinar por Hjaltason segja enga erfiðleika fylgja húsverkunum þar sem þau deili störfum jafnt á milli sín. Hér eru þau saman í stofunni. DV-myndir S milli okkar og það fylgir þessu sáralítið nöldur," segir Bettý og minn- ist einungis smávægilegra dæma þar sem uppvaskið sat á hakanum. Einar og Bettý eru bæði við nám en láta það ekki hafa letjandi áhrif á íbúðarkaupin. „Maður verður bara að taka láh og vinna með og gera það sem maður getur. Við tökum bara eitt skref í einu og svo kemur þetta bara í ljós,“ segir Bettý. „Annars er það eina sem okkur vantar núna skójárn en við höfum fengið fjölmargar kvartanir frá gest- um vegna þess,“ segja Bettý og Einar. -jtr „Breiðbandið er klárlega framtíð- arfjarskiptanet heimsins. Hraði þess takmarkast við hraða ljóssins og það eina sem getur haldið aftur af því er sá búnaður sem notaður er í tengslum við það,“ segir Tryggvi Guðmundsson, deildartæknifræð- ingur Breiðbandsþjónustunnar. Nú þegar eru hátt í 25 þúsund heimili á landinu tengd breið- bandinu og er reiknað með að 6 þús- und bætist við á þessu ári. „Við erum enn á uppbyggingar- tímabili núna og rekum fyrst og fremst venjulega sjónvarpsmiðlun á breiðbandinu en við reiknum með að geta hafið miðlun á stafrænu sjónvarpi strax í vetur," segir Tryggvi. Að sögn Tryggva eru kostir staf- ræns sjónvarps ótvíræðir og hefur það 7-8 falda dreifingargetu á við venjulegar sjónvarpssendingar. „Núna erum við komin í samstarf við skandinavíska fyrirtækið Canal Digital sem er að byrja dreifingu á stafrænu efni á Norðurlöndunum en það er alveg nýtt í heiminum," segir Tryggvi. „Það sem er að gerast þarna er að sjónvarp og tölva eru að renna saman í eitt og strax í upphafi, þeg- ar við byrjum á stafrænum sending- um, munum við geta farið að koma með svokallað „pay per view“, eða þáttasölusjónvarp, á íslensku,“ seg- ir Tryggvi enn fremur. Þáttasölusjónvarp gengur út á það að fólk geti fundið sér ákveðið sjónvarpsefni, hvort sem um bíó- mynd, þátt eða íþróttaefni er að ræða, og pantað það gegnum breið- bandið inn á heimili sitt. Að sögn Að sögn Tryggva Guðmundssonar mun breiðbandið gegna lykilhlutverki í miðiun upplýsinga, tals og skemmtiefnis í framtíðinni. Tryggva munu þar fást kvikmyndir í svipuðum aldursflokki og mynd- bandaleigurnar geta boðið upp á. Aðspurður um hugsanleg tengsl breiðbandsins við veraldarvefinn segir Tryggvi einungis nokkra mán- uði í að opnist fyrir internetmögu- leika á breiðbandinu. „Með breið- bandinu verður intemettenging með öðru sniði en venjulega. Tölvan er nettengd allan tímann, svipað og í innanhússnetum fyrirtækja, og því þarf ekkert að hringja sig inn,“ segir Tryggvi. „Með breiðbandinu hefur Inter- netið gífurlega möguleika á að vaxa í hraða - það eina sem heldur aftur af hraðanum er hægvirkur búnaður á enda línunnar. Það má segja að ef breiðbandið verður einhvern tím- ann takmarkandi þá verður gaman að lifa,“ segir hann og brosir. „Símkerfið er barn síns tíma og hannað fyrir talflutning. Nú er svo komið að magn gagna er orðið meira en magn tals sem fer um sím- kerfið. Einhvern tímann í framtíð- inni, eftir 10-15 ár, mun símkerfið einfaldlega ekki duga lengur og það má búast við því að breiðbandið muni einnig taka smátt og smátt við hlutverki símkerfisins sem talmiðl- ara,“ segir Tryggvi. „Breiðbandið er ekki bara sjón- varpsdreifikerfi heldur allsherjar- miðlunarkerfi. Það er klárlega fram- tíðin og það er engin framtíö án breiðbands," segir Tryggvi. -jtr ' % yjr; t I egBBB* KNARRARVOGI 4 ■rngm , i'i./.y !■■■ , vKO. 7v:. t-'- @ ifg" '■>'"■ V S*U2&> ■ V . 568 6755 Bettý og Einar fluttu inn í febr- úar síðastliðnum en þar áður höfðu þau búið í foreldrahúsum. „Auðvitað eru það viðbrigði að þurfa að borga allt og gera allt sjálf- ur en þetta er það sem fylgir því að hafa eigin íbúð,“ segir Einar. „Við höfðum verið saman í meira en 3 ár og okkur fannst bara vera kominn timi til að vera út af fyrir okkur. Það er mikilvægt að geta verið sjálfstæður. Nú getur maður gert það sem maður vill og þarf ekki að spyrja neinn um leyfl,“ bætir Einar við. íbúðin er sérstök að því leyti að hún er á tveimur hæðum. Uppi er Einar Þór aö stilla græjurnar. Karlmannsverk en hann kemst þó ekki undan eldhússtörfunum. Bettý að laga til í skápunum. Símkerfið er barn síns tíma: Enain framtíð án breiðbands - á Ijóshraða inn í nýja öld

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.