Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 6
20 heimili MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 JjV Heimilishald á jarðskjálftasvæði: Herbergið ætlaði út í garð - segir Guðrún Elísa Guðmundsdóttir, íbúi í Hveragerði „Jarðskjálftarnir eru verstir á nóttunni og ég man eitt tilvik þar sem ég stökk upp úr sóf- anum eins og hermaður þegar skjálfti byrjaði," segir Guðrún Elísa Guðmundsdóttir, íbúi í jarðskjálftabænum Hveragerði. Guörún flutti fyrir 4 árum ásamt eiginmanni og börn- um úr Kópavoginum til Hveragerð- is og telur lífið þar vera góða til- breytingu þrátt fyrir smáhristing einstaka sinnum. „Þetta er mjög þægilegt og góð afslöppun miðað við borgarlífið. Jarðskjálftarnir gefa bara lifinu lit og við erum í rauninni hætt að kippa okkur upp við þetta núorðið. Við erum í einangrunarhúsi sem standast jarðskjálfta mjög vel en það fmnst vel fyrir jarðskjálftun- um og stundum hefur maður það á tilfinningunni að verið sé að tuska húsið til,“ segir Guðrún. Guðrún minnist eins atviks þar sem jarðskjálfti upp á 5,3 á Richter reið yfir Hveragerði og olli tals- verðum usla. „Við sáum herbergið fara út í næsta garð og til baka aftur og það var eins og húsið beyglaðist allt,“ segir Guðrún. Að sögn Guðrúnar hafa þau sloppið vel við skemmd- ir af völdum þeirra jarð- skjálfta sem skekið hafa heimilið. „í stærsta skjálftanum datt niður gardínu- kappi og það fór svolítið út úr skáp- unum hjá okkur en þetta hefur allt farið vel,“ segir Guðrún. Hún seg- ist ekki þurfa að gera neinar stór- vægilegar varúðarráð- stafanir í sambandi við jarð- skjálfta. „Við fest- um allar myndir með kenn- Hafliði Birgir ísólfsson og Guðrún Elísa Guðmundsdóttir ásamt börn- um sínum; Hrönn Ingibjörgu og Önnu Karen. aratyggjói og setjum festingar á hillusamstæðuna og það hefur haldið hingað til,“ segir Guðrún. Að sögn Guðrúnar vekja jarð- skjálftarnir viðbrögð hjá öllum í fjölskyldunni þó ekki fari mikið fyrir ótta. „Börnin hrukku við þegar skjálfti kom að næturlagi og raf- magnið fór og komu þá upp í til okkar en þau eru ekki voðalega hrædd við þetta. Heimiliskötturinn tekur þessu verst af öllum en þeg- ar hristingurinn byrjar þá tekur hann kipp og frýs svo alveg,“ segir Guðrún. Hún segir ijölskylduna vera hvergi bangna vegna yfirvofandi Suðurlandsskjálfta. „Ef hann kemur þá kemur hann. Við erum ekkert smeyk við þetta. Fólk talar líka um að Hver- gerðingar muni ekki fara mjög illa út úr honum þar sem við erum vön jarðskjálftunum og við öllu búin,“ bætir Guðrún við. -jtr Guðrún Elísa Guðmundsdóttir í Hveragerði kippir sér ekki upp við jarðskjálftana og segir þá gefa lífinu lit. DV-myndir Eva

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.