Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 18
32 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 JLJ "V" fn%heimili Blindravinnu- stofan: Lífíð í pökk- * unardeild- inni Katrín Guðjónsdóttir var að pakka klútum í plastpoka af miklum móð. „Ég set þrjá klúta I pakka og þetta er fin vinna,“ sagði hún og áréttaði að þetta væru „klútar“ en ekki dúkar eins og blaðamaður hélt i fá- visku sinni. „Félagsskapurinn er líka svo góður,“ sagði hún og brosti. Kjartan Ásmundsson var að strikamerkja burstabök áður en þau voru send í vinnsluna, þar sem hárunum var þrykkt í. „Ég er búinn að vinna lengi á þessum stað. Það er mjög gaman að vera hér og gott andrúmsloft." Þorvaldur Skúli Hrafnkels- son var að strikamerkja um 500 gluggasköfur sem síðan voru settar 25 saman í pakkningar. „Ég held að þessar sköfur verði sendar í verslanir og síðan enda þær inni á heimilum." W- Ólafur Hafsteinn Einarsson vinnur við aö merkja rykmopp- ur. „Ég er búinn að vinna hér í eitt og hálft ár og mér líkar þetta mjög vel,“ sagði kappinn og hafði ekkert á móti því að DV fengi mynd af honum við vinn- una. Blindravinnustofan býður ýmsar vörur til heimilisnota: Allt frá panelburstum upp í gufuþvottavélar - vinnustaður Qölfatlaðra sem verður að standast harðar samkeppn- iskröfur markaoarins Blindravinnustofan í Reykjavík hóf starfsemi þann 12. október árið 1941 í leiguhúsnæði að Laugavegi 97. Sjö manns hófu þar störf við burstgerð, vél- prjón, tógvinnu og leikfanga- gerð. Starfsemin hefur dafnað vel og nú, 58 árum síðar, vinna um 29 manns á vinnu- stofunni, sem flutti á sjöunda áratugnum í húsnæði Blindra- félagsins sem byggt var að Hamrahlíð 17. Af þessum starfsmannafjölda eru 20 blindir eða sjónskertir einstak- lingar og með aðra fötlun. Markmið vinnustofunnar er að gefa blindum færi á störfum við iðnað og þjónustu sér til lífsfram- færis, auk þess að veita þjálfun og end- urhæfingu þeim er þurfa. Þó Blindra- vinnustofan hafi í gegnum árin gegnt lykilhlutverki í atvinnumálum blindra, þá hefur hún æ meir sinnt þörfum fjölfatlaðra á síðari árum. Framleitt af fötluðum á samkeppnishæfu verði Ómar Stefánsson framkvæmdastjóri segir að þrátt fyrir hin göfúgu mark- mið vinnustofunnar, þá verði hún að standa sig eins og hvert annað fyrir- tæki í ört harðnandi heimi viðskipt- anna. Fyrirtækjum sem bjóða innflutt- ar vörur í þessum geira hefur fiölgað mjög á síðustu árum og samkeppnin er hörð. Hann segir starfsemina hafa breyst talsvert í áranna rás. Upphaf- lega hafi blindir og sjónskertir í Blindrafélaginu (sem átti 60 ára af- mæli í sumar) stofnað fyrirtækið til að skapa sér vinnu. Þá var mest framleitt af handídregnum burstum, tágakörf- um og þvíumlíku. „Framleiðsla tágakarfanna var hætt hér fyrir tveim árum og sú starfsemi er öll komin niður í Blindravinafélag, sem var með körfugerð fyrir. Með vél- væðingu stórjókst framleiðslan hjá okkur og fiölbreytnin óx. Á áttunda áratugnum var hafin innflutningur á áhöldum og vörum til að breikka sölu- línu fyrirtækisins. Varðandi innflutn- inginn, þá er oft um það að ræða að flutt er inn laus vara í miklu magni sem skapar störf hjá okkur við pökkun í neytendaumbúðir. Það er samt oft erfitt að þjóna tveim- ur herrum - vera með hagnaðarsjónar- miðið að leiðarljósi og skapa fótluðum vinnu um leið. Þetta hefur þó gengið eins og aldur fyrirtækisins sýnir. Við hefðum þó ekki náð því að haldast á markaðnum nema með því aðeins að vera með vandaða vöru á samkeppnis- hæfu verði.“ Öll áhöld til ræstinga Ásgeir M. Ólafsson sér rnn þjónustu- og dreifingarmál Blindravinnustof- unnar. Hann segir að vinnustofan gefi sig út fyrir að vera með öll ræstiáhöld á boðstólum. Til að sinna því mark- miði hefur fyrirtækið aukið verulega innflutning á ýmiss konar ræstibúnaði til viðbótar eigin framleiðslu. Fyrir- tækið er með góða markaðshlutdeild í þessum geira og má þar t.d. nefna stóra viðskiptavini eins og all- ar verslanir Baugs hf. og ýmsar verslanir út um allt land. Dijúgur hluti starfseminnar er pökk- un á ræstivörum í neyt- endaumbúðir sem fluttar eru inn í stórum eining- um. Helstu nýjungar í þessari línu eru klútar úr örtrefiaefni tO ræstinga sem Gömlu góðu tré-panelburstarnir fást enn. Þeir eru handunnir af Kristjáni Tryggvasyni á Akureyri. Asgeir Ólafsson, þjónustu- og dreifingarstjóri, mundar gufuhreinsivél sem ætiuð er til heimilis- nota. gera þvottaefni óþörf og ræstivagnar af ýmsum stærðum og gerðum. Nú mega bakteríurnar vara sig Þá hefur vinnustofan einnig flutt inn rnn eins árs skeið mjög athyglis- verðar gufuhreinsivélar frá Ítalíu. Þær eru, eins og áðurnefndir klútar, í flokki vistvænna ræstivara þar sem engin sápa er notuð. Vélamar byggja á notkun á hreinu vatni sem hitað er upp og breytt í mjög fina gufu. Gufúnni, sem er yfir hundrað gráðu heit þegar hún kemur úr stútnum, er sprautað með þann flöt sem þrífa á. Hit- inn steindrepur allan gerlagróður og þrýsting- urinn gerir það að verk- um að hægt er að komast að óhreinindum við hinar erfiðustu aðstæður. Ás- geir segir að sjúkrahús hafi þegar séð gildi þessa búnaðar, en þar hefur einmitt verið vandinn að ná í sífellt sterkari sýkla- drepandi efni til þrifa, þar sem sýklar byggja smám saman upp ónæmi fyrir þvottaefnunum. Þarna eru einfaldlega engin þvottaefni notuð og vand- séð að sýklar og bakteríur myndi ónæmi fyrir bráð- drepandi hitanum. Þykja tækin því ekki síður hent- ug í kjöt- og fiskvinnslur og veitingahús eru líka farin að kaupa slíkan bún- að. Meira að segja salmon- ellur og hinar margfrægu campylo-bakteríur stein- drepast í úðanum frá gufuhreinsivélinni. Þessar merkilegu vélar eru líka til í minni útgáf- um sem ætlaðar eru til heimilisnota. Ekki er það eingöngu sótthreinsun sem hægt er að nota tæk- in í, því hvers konar þrif, svo sem á gardínum, tepp- um, tauáklæðum hús- gagna, skápum, salemum og nánast hveiju sem er kemur til greina, jafnt og vélarsalinn í heimilisbílnum. Þá er að sögn Ásgeirs lítið mál að hreinsa burt erfiða fitubletti. Vax og tyggjó er líka þvegið burt eins og ekkert sé. Þá er gufan sem úr tækinu kemur með það finum dropum og vatnsmagnið lít- ið sem notað er, að jafnvel er hægt að setjast í taustól strax eftir þvott án þess að blotna. Framleiða mikið af burstum á staðnum Stór hluti af þeim burstum sem Blindravinnustofan selur, er framleidd- ur af starfsmönnum fyrirtækisins. Þar er m.a. um að ræða gömlu góðu handunnu panelburstana úr tré, sem Kristján Tryggvason, blindur stfil- anleg- um þrýst- ingi maður á Akureyri, framleiðir, og bursta úr plasti og tré til ýmissa nota sem framleiddir eru af starfsmönnum í Reykjavík. Þar má nefria uppþvotta- bursta, eldhússópa og bílaþvottakústa. Ásgeir segir að kröfur matvælaiðn- aðarins um dauðhreinsun áhalda hafi að nokkru ýtt burstum með trébaki til hliðar. Þá hefúr fyrirtækið einnig sinnt ýmsum sérkröfum eins og hjá rækju- verksmiðjunum um bursta í sérstökum litum fyrir ákveðna þætti vinnslunnar. Hárin í burstunum eru svo líka af ýms- um sverleikum og úr hitaþolnum efn- um. -HKr. Jolee M. Crane er fædd í Bandaríkjunum og er hámennt- uð, með BA-próf í félagsfræði en starfar nú við pökkun í Blindra- vinnustofunni. „Ég flutti hingað til lands árið 1967 með mannin- um mínum og kunni enga ís- lensku,“ segir Jolee sem talar málið eins og innfædd. „Ég er frá New Jerseý en ólst upp í New York og kom hingað til lands 26 ára gömul. Mér líkar ágætlega hér á landi, annars væri ég ör- ugglega löngu farin. Það var svo- lítið skrítið að koma fyrst til landsins en húsin og annað voru samt mjög nútímaleg. Ég er búin að vinna hér á vinnustofunni í fiórtán ár en vinnan hefur mikið breyst síðan ég kom hér fyrst. Mér likar starfið ágætlega, þó það sé að vísu nokkuð einhæft. Þessi vinna er þannig ekki beint í samræmi við mína menntun. Það er samt nauðsynlegt að hafa eitthvað að gera, en mestu skipt- ir þó félagsskapurinn og það að vera með öðru fólki,“ sagði hin eldhressa Jolee, sem var önnum kafin við að pakka tauklemmum í neytendaumbúðir. Lífið í pökkun- ardeild- Hulda Berglind Gunnars- dóttir var að vinna við að loka umbúðum sem aðrir starfsmenn voru búir að pakka vöru,m í. Hulda sér um að plastpokarnir séu skilmerkilega bræddir aftur með þar til gerðri maskínu. „Vélin bræðir plastið en Hulda bræðir hjörtu okkar hinna,“ gall við í einum af vinnufélögunum um leið og blaðamaður smellti af henni mynd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.