Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 16
30 heimili MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 Besta gólfefni sem völ er á? Korkur hefur margfalt einangrunargildi á við önnur gólfefni og eru þau þvi ávallf hlý og notaleg. v . Mýkt korksins fer vel með fæturna Ótrúlega slitsterkt, hentar vel á öll gólf s.s. stofur, barnaherbergi, eldhús, skrifstofur o.s.frv. - Hönnum gólfmynstur á stærri fleti ef óskað er. Ótrúlega margir lita- og samsetningamöguleikar. er 100% náttúruefni Þ.Þorgrímsson & Co. Ármúla 29-108 Reykjavfk 5.553 8640 - 568 6100 Börknum er flett af korkeikartrénu á níu ára fresti og þvf eru trén nýtt aftur og aftur án þess að fella þau. ( allt að 200 ár gefur tréð af sér kork, og 80 ára gamalt tré getur gefið af sér u.þ.b. 220 kg. af korki þegar börknum er flett af. Veldu kork á gólfið og leggðu nátturunni liðl Skeifunni 6 sími: 568 7733 www.epal.is Tripp Trapp bamastóll frá Stokke haimaðuraf Peter Opsvik. Verð 10.970 kr. Gott verð hagnýt hönnun og sérviska Eyjólfs Um árabil hafa verið á mark- aði erlendis ýmsar gerðir af plaströrum fyrir heitt og kalt vatn sem ætlað er að koma í stað röra úr stáli og öðrum efnum. Farið er að nota plast- efni á nokkrum stöðum á land- inu, m.a. í sambandi við hita- kerfi, og eins er farið að nota plaströr í skipum sem hönnuð hafa verið hér á landi. Magnús Snædal Svavarsson, byggingafulltrúi í Reykja- vík, segir að um langt árbil hafi plaströr verið leyfð í frálveitulagnir í húsum en minna hafi verið gert að því að nota plastlagnir við hitakerfi húsa. „Til þessa hefur slíkt ekki verið leyft i Reykjavík. Ástæðan er fyrst og fremst sú að menn hafa hingað til ekki getað sýnt okkur fram á endingartíma á þessum rörum en verið er að vinna að lausn þeirra mála. Erlendir staðlar gera ráð fyr- ir mun styttri upphitunartíma en tíðkast hérlendis og kaldara vatni. Því þurfum við að gæta okkar á að velja rétt rör sem eru rækilega próf- uð fyrir það álag sem er hér hjá okkur. Við erum t.d. að kynda hús hér allt árið á meðan ýmsar aðrar þjóðir eru að kynda kannski ein- göngu i fjóra mánuði á ári. Þá er heita vatnið í Reykjavík iðulega á bilinu 75 til 80 gráða heitt sem er meira en víðast þekkist í hitakerf- um húsa. Það sem tengist þessari umræðu líka er að plaströrin þurfa að vera með sérstakri súrefniskápu eða vöm til að koma í veg fyrir að þau dragi í gegnum sig súrefni sem veld- ur síðan tæringu í ofnakerfum hús- anna. Slíkt getur eyðilagt ofnana á mjög skömmum tíma. Við höfum því farið mjög gætilega í þessum efnum hér í Reykjavík þó við viljum vissulega að hægt sé að nota ný lagnaefni. Við þurfum líka að vera sannfærðir um að nýja efnið sé ekki verra en það sem við höfum áður verið að nota. Það getur þó auðvitað gerst að flutt séu inn óvönduð stál- rör, stál er framleitt eftir mismun- andi stöðlum og gæði þess getur því verið mismunandi. Eingöngu notuð stáirör í höfuðborginni í dag eru notuð svört stálrör í hitalagnir í Reykjavík. Þau hafa reynst vel en helsta vandamálið er að þau hafa viljað ryðga og tærast að utan. Það hefur orsakast af því að lekavatn hefur komist að rörun- um í gegnum útveggi, undir svala- dyrum og á slíkum stöðum. Það var algengt hér áður fyrr að lagt var t.d. undir svaladyr en það er alveg hætt núna. Þá er farið að nota „þunnveggja“ stálrör sem eru með nýjum sam- setningum, svokölluðum „Press Fittings". Þetta er efni sem við erum mjög spenntir fyrir að nái að blómstra. Þarna er um mun fmlegri rör að ræða með skemmtilegri sam- setningum en áður hefur tíðkast. í neysluvatnslögnum innanhúss í heitu og köldu vatni höfum við mest notað galvanhúðuð stálrör en þyrft- um að fara að taka upp nýjan efnis- flokk. Þar kemur plastið sterklega til greina ásamt ryðfríum rörum. Hins vegar eru eirrör ekki góð hér í Reykjavík, þau tærast fljótt vegna efnafræði vatnsins. Dæmi um nærri 70 ára endingu stálröra Það getur þó verið mjög mismun- andi á milli landshluta hvaða efni henta á hverjum stað. Vatnið getur t.d. verið mjög ólíkt að samsetn- ingu. Við erum þó að vonast til þess að lausn sé í sjónmáli varðandi plaströrin. Þar erum við að bíða eft- ir nýjum prófunum í sambandi við hitalagnirnar. Við erum í samstarfí við framleiðendur um að geröar séu prófanir sem sýni fram á endingu plaströranna. Ending í stálrörum getur verið mjög mikil. Ég veit um slík lagna- Ekki er enn farið að leyfa notkun plastlagna í hitakerfum húsa í Reykjavík en vonast er eftir breytingum á því innan tíðar. DV-mynd Teitur; Vatnslagnakerfi í húsum: Miklar breyt- ingar í sjónmáli - segir Magnús Snædal Svavarsson byggingafulltrúi og nefnir að m.a. sé beðið eftir niðurstöðum rannsókna á endingu plastlagna kerfi sem eru orðin tæplega 70 ára gömul. Það er því ótækt að taka upp efni sem endist kannski ekki nema örfá ár því þegar lagnakerfi byrja að leka þá veldur það yfir- leitt miklu tjóni.“ - Er orðið minna um að vatnslagnir séu múraðar inn í veggi húsa? „Það hefur verið mjög hæg breyting í þá átt. Það hefur mest verið þannig að stofn- lagnir hafa verið innmúraðar en styttri lagnir út frá þeim hafðar ut- análiggjandi. Slíkt hefur þó meira gilt varðandi íbúðarhúsnæði, en í atvinnuhúsnæði eru lagnir orðnar meira sýnilegar. í byggingareglu- gerð eru líka ákvæði er varða snertihættu hitalagna. Vatnið er svo heitt hjá okkur að ef t.d. böm grípa um stálrör þá geta þau hæg- lega- brennst illa. Reglugerðin gerir ráð fyrir því í dag að slík rör séu á einhvern hátt varin. Þá hefur það líka gerst að fólk brenni sig á krana- vatninu sjálfu. Því eru í reglugerð ákvæði um að reyna að tempra hita á stöðum eins og hótelum þar sem útlendingar koma gjarnan, í skól- um, leikskólum og víðar. Fólk hef- ur líka reynt að varast þetta með sjálfvirkum blöndunartækj- um. Ýmsilegt annað kemur þó til greina eins og að setja upp sér- staka varma- skipta þar sem hreint vatn er hit- að upp til kynd- .ingar og neyslu. Þeir eru hins veg- ar dýrir, hæði mikill stofn- og rekstrarkostnað- ur. Það eru þó til dæmi um að heilu hitaveitukerfín séu rekin með slík- um varmaskiptum, eins og á Sel- tjamarnesi. Þar er heita vatnið úr borholum svo salt að það myndi fljótt eyðileggja allar lagnir í húsum ef ekki væru notaðir varmaskipt- ar,“ segir Magnús Snædal Svavars- son byggingafulltrúi. Hann segir einnig að lagnir séu sífellt vaxandi áhersluþáttur í húsum. Þvi beri að stuðla að því að ending þeirra sé í samræmi við endingu á öðru inn- volsi húsanna. Þá telur Magnús að í sjónmáli séu miklar breytingar í þessum efnum, m.a. með tilkomu plastefna. -HKr. Magnús Sædal Svavarsson, bygg- ingarfulltrúi í Reykjavík. DV-mynd Pétur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.