Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 heimili r INSTABUS í stað hefðbundinna rofa: Tölvustýrð rafnotkun heimilanna - ætlað að spara orku og auka öryggi Ný viðbygging við Alþingishúsið verður með Instabus-stýringu á Ijósabúnaði. DV-mynd GVA Þróun á nýjum vörum og kerf- um fyrir rafmagn í húsum hef- ur tekið miklum framförum undanfarið. Fullyrt er að svokölluð BUS-kerfi séu mesta byltingin sem komið hefur fram á þessu sviði í áraraðir. Farið er að hanna slík stýri- kerfi fyrir lýsingu í húsum hér á landi, bæði atvinnu- og íbúð- arhúsnæði. Þar má m.a. nefna nýja viðbyggingu við Alþingis- húsið og er búnaðurinn þar hannaður af verkfræðifyrirtæk- inu Víkingi. Rafbúnaði stýrt með aðstoð tölvu BUS-kerfi er í raun búnaður þar sem rafbúnaði heimilisins er stýrt með aðstoð tölvu. Orðið BUS kemur einmitt úr tölvuheiminum og er notað um samskiptamáta alls sem er inni í tölv- unni. Þar tengist búnaðurinn innbyrð- is og fær svo rafmagn í gegnum sam- eiginlega snúru. í BUS-kerfum þarf þessi búnaður ekki nauðsynlega að tengjast við rafmagn heldur getur hann eins notað innrautt-ljós eða út- varpsbylgjur. Gömlu góðu „slökkvar- amir“ eða rofamir sem við fálmum eftir í myrkrinu til að kveikja ljós verða þar með úr sögunni. Jafnvel er hægt að fylgjast með lýsingu heimilis eða skrifstofu í gegnum síma. Instabus er þekktasta BUS-kerflð í dag. Það er í mikilli þróun og aukast möguleikar þess stöðugt. Það er raf- lagnakerfi þar sem aílar stofnlagnir að lömpum eða öðrum notend- mn sem nota rafmagn eru lagðar á hefð- bundinn hátt en kveikingar og stýringai' em lagðar á einum tölvu/insta- bus-streng. In- stabus er staðlað raf- lagnakerfl fyr- ir evrópskan markað þar sem ailir helstu raflagnaframleiðendumir vinna saman og má þekkja þennan búnað á skammstöfuninni E.I.B. Hægt er að kaupa raflagnaeöú eða stjómbúnað frá öllum stærstu framleiðendum, s.s. SIEMENS, GIRA, BUS-JAGER, BERKER, ABB og yflr 50 öðrum aðil- um. Með notkun á Instabus er m.a. verið að sækjast eftir ódýrari rekstrarkostn- aði þar sem ljós era þá aðeins kveikt með Instabus þegar þörf er á, ljós slökkna sjálfkrafa að hluta eða að öllu leyti, ef utanaðkomandi ljós er nægi- legt. Hægt er að tengja aðra rekstrar- þætti, s.s. hita og loftræstingu, inn á kerfið og minnka þannig rekstrar- kostnað á þeim. Með notkun þessa kerfis er hægt að komast af með minna raflagnakerfi en ella. Þar er ekki eingöngu verið að sækjast eftir flárhagslegum spamaði heldur er ekki síður verið að sækjast eftir auknu öryggi. Minna raflagnakerfi þýðir minni reykur ef um bruna yrði að ræða. í Evrópu er mikið lagt upp úr þessu þar sem nokkur slys hafa orðið þegar byggingar.hafa fýllst af reyk við minni háttar bruna. Tölva eða stjórnskjár til að stýra heilu húsi Hægt er að fylgjast með ástandi heillar byggingar eða hluta byggingar með litlu og meðfærilegu skjámynda- kerfi sem tengist Instabus þar sem ástand kemur upp á skjái, t.d. kveikt eða slökkt á skrifstofu, opinn eða lok- aður gluggi. Öryggisþætti byggingar er hægt að leysa með Instabus þar sem skynjari kveikir ljós á daginn eða gerir viðvart um óæskilegar ferðir á nætumar. Með Instabus er hægt að hafa flókna ljósa- stýringu, t.d. í fundarherbergjum eða ráðstefnusölum sem er auðvelt og ódýrt. Allar breytingar innanhúss eru auðveldar í framkvæmd og ekki þarf að leggja nýjar raflagnir ef veggir eru færðir eða felldir niður. Nokkrir af kostum Insta- bus - Sveigjanleg hönnun með óendan- legum möguleikum til breytinga eða stækkunar. - Stjómun á öllum búnaði frá einum stað. - Auðvelt og fljótlegt að fmna upp- tök bilana. - Mikill spamaður í orkunotkun með skynsamlegri nýtingu. - Fjölbreytt hönnun með fjölmörg- um úflitsmöguleikum. - Öraggt og hefur sannað skilvirkni sína. - Hægt að stjóma af hverjum not- anda og/eða úr einni móðurstöð. Instabus hefur verið reynt í ein 6-8 ár og era sífellt fleiri framleiðendur að bjóða efni og tækjabúnað sem hægt er að tengja við það. Það sem tryggir þró- unina á þessu sviði er að allir fram- leiðendur era búnir að samþykkja einn staðal og munu þróa hann í sam- einingu. Nú eru að koma símkerfi, aðgangs- kerfi og fullkomin þjófavamarkerfi viðurkennd af þýska VDS staðlinum sem er talinn sá öruggasti í heimi. Miklu fiármagni hefur verið varið í þróun Instabus og búast margir við að slík kerfi koma til með að verða mjög algeng í framtíðinni. hlýrstíU fyrir heimilið... á þœgilegu verði! Bordstofusett Sérlega glæsileg spænsk borðstofusett á frábæru verði. Verð stgr. kr. Sófaborð m/20 skúffum Kommóða Verð stgr.kr. þœgindifyrir þig. Stóllinn ehf. Mikið úrval af kommóðum \ Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-16 Smiðjuvegi 6 GulH°35 þœgindi fynr þig! Columbia Sófasett 3+1 + 1 na^g-jgÉtjT^L,*. ísá * ■ ’ Vandað ítalskt leðursófasett Glæsilegt og vandað sófasett á góðu verði Cartton Sófasett 3+1 + 1 Vandað ítalskt leðursófasett 225.000,- Verð stgr. kr. Hornsófi Glæsilegur hornsófi á sérlega hagstæðu verði. Litir: Hvitt, brúnt, grænt og blátt. Verð stgr. kr. 149.900,- Borð og stólar Sett úr harðviði, kirsuberjalitur. Verð stgr. kr. Borð + 4 stólar L/tid vid i**s‘ve Við erum einnig á Egilsstöðum, Miðvangi 5-7 S. 471 2954

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.