Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 19
AJV MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 heimili 33, Sævar Stefánsson sér um að mata vél sem setur hárin í burstana. Blindravinnustofan: Þar eru hárin sett í burstana - og líka sinnt ýmsum séróskum viðskiptavinanna Ivélasal Blindravinnustofunnar er tækjabúnaður sem setur hárin í bursta af ýmsum gerðum. Sævar Stefánsson var þar í óðaönn að raða hárlausum burstahausum úr plasti í sérstaka vél sem boraði holur sem hárunum var síðan þrykkt í. Þannig hafa sjálfvirkar vélar tekið við handverkinu sem áður tíðkaðist en er þó í sumum til- vikum notað enn. Vélin tekur burstahárin, sem eru ekki annað en plastþræðir, og vefur vír um hvert hárknyppi eða „lokk“ eins og það er kallað á fagmáli sem síðan er skotið í holurnar á burstahausnum. Þegar vélin hefur lokið við að „sauma“ í hvem bursta og bora um leið þann næsta fer burstinn til næsta manns sem sér um að „hefla“ burstahárin, hreinsa laus hár í burtu og snyrta tilbúinn burstann til pökkunar. Um þá vinnu sér Þórður Pétursson. Ein- staka sinnum kemur fyrir að sjálf- virku burstagerðarvélarnar slái feilpúst og eitt og eitt hárknippi eða lokk vanti í burstahausinn. Þá eru burstarnir teknir og sett- ir í hendur manns að nafni Rúnar Halldórsson. Hann yfirfer gallaða bursta snyrtir þá og neglir lokka í ef þess er þörf. Ómar Stef- ánsson framkvæmdastjóri segir að auk þess að vera með sjálfvirkar vél- ar við burstagerðina, hafi fyrir- tækið möguleika á að framleiða bursta af ýmsum gerðum sam- kvæmt séróskum viðskiptavina. Dró hann fram skilti sem jafn- framt var bursti því til sönnunar þar sem orðið „sérvinnsla“ var myndað með bursta- 1'"rum. -HKr. k Ómar Stefánsson framkvæmdastjóri með „burstaskilti" sem unnið er í handstýrðri burstagerðarvél. Þar má búa til bursta eftir ýmsum séróskum viðskiptavina. DV-myndir Hörður Trefjarílc teppi úr jurtarílcinu Teppatand kynnir til sögunnar góifefni þar sem kveður við nýjan tón í útliti, efnisvali og handbragði. „Teppi“ sem ofin eru úr trefjum kaktusa, kókostrjáa, þangs og fleiri jurta. Einnig ull og jafnvel pappir. Ekkert jafnast á við móður náttúru í framleiðslu gólfefna - mögulelkarnir eru fleiri en margan hefði grunað. Vefnaður Crucial Trading gæðir hvert teppi sinni sérstöku áferð og sál. Kynntu þér kostina þeir liggja Ijósir fyrir. Teppaland GÓLFEFNI ehf. Fákafeni 9 - Símar 588 1717 og 581 3577 UMBOÐSMENN UM ALLT LAND’ Síðumúla 13. Sími 588 5108 Þórður Pétursson heflar og snyrtir burstana sem þá eiga að vera tilbúnir til pökkunar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.