Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 12
RAFVÖRUR ÁRMÚLI 5 • RVK • SÍMI 568 6411 ljSlí heimili MIÐVIKUDAGUR 20. OKTOBER 1999 Ljóstæknifé- lag íslands Ljóstæknifélag íslands var stofnað árið 1954. Markraið félagsins er að stuðla að betri lýsingu og sjónskilyrð- um og veita almeima, hlutlausa fræðslu um allt er varðar lýsingu og sjónstarf. Félagið vinnur að þessu markmiði sínu með því að stuðla að flutningi erinda, umræðum, útgáfu rita, námskeiðum og sýningum eða með öðru móti er henta þykir. Félagar geta orðið allir þeir sem lýsa stuðningi sínum við markmið fé- lagsins. Umsóknir um inntöku í fé- lagið séu skriflegar og skal leggja þær fyrir félagsstjóm til samþykktar. Ef ágreiningur verður innan stjóm- arinnar um inntökubeiðni má leggja hana fyrir aðalfúnd og fái hún þar meirihluta atkvæða við almenna at- kvæðagreiðslu telst hún samþykkt. Úrsagnir þarf að tilkynna til félags- ins. Nafnbótinni „Heiðursfélagi Ljós- tæknifelags tslands" má sæma félaga eða aðra sem til þess hafa unnið, samkvæmt einróma samþykkt félags- sfjómar. Félagið er aðili að Alþjóðasamtök- unum CIE (Commission Intemationale de I’Éclairage) og LUX Europa. Tölvupóstur til félagsins - E-mail toLFt. - samt er oft verið að gera mistök í byggingu nýrra íbúða, segir Helgi Eiríksson Amerísk gæða framleiðsla 30-450 lítrar Umboðs- menn um land allt Lýsing á heimilum er hlutur sem sjaldnast er hugsað um við hönnun íbúðarhúsnæðis. Helgi Eiríksson, sem rekur fyr- irtækið Lumex á Skólavörðu- stíg, hefur einmitt oft rekið sig á vanda sem af þessu getur skapast. Helstu mistökin sem gerð eru varðandi lýsingu, sem þó mætti afstýra, eru í nýjum íbúðum. Fólk fer jafnvel ekki að huga að lýs- ingunni fyrr en eftir að það er flutt inn í húsið. Það er ákveðið að byggja hús með pípu- og raflögnum og þegar það er búið ákveður fólk að fara út í búð að kaupa ljós. Þá kemur það til mín og verður oft fyr- ir vonbrigðum vegna þess að ekki hefur verið hugsað um að hafa nógu margar rafmagnsdósir og þær kannski ekki heldur á réttum stöð- um. Þá er oft varðandi lagnirnar ekki nægjanlega hugsað um lofthæð og hvernig birta skilar sér inn um gluggana. Þetta eru þeir viðskipta- vinir sem mér finnst einna erfiðast að sinna. Maður er kannski að fara inn í nýtt hús sem kostað hefur mikla peninga og á að setja ein- hverja skemmtilega lýsingu á staði sem ekki er gert ráð fyrir slíku í upphafi. Það skiptir líka máli hvemig gólfefni er valið með tilliti til hvemig það endurkastar ljósinu sem kemur inn um gluggana. Það er líka betra að hafa fleiri ljósastæði en færri, þó þau séu ekki öll nýtt strax í upphafi. Fólk sem er í þessari stöðu reyn- ir oft að bjarga sér á einfaldan máta en úr þvi verður gjarnan mikið klúður. Fólk er kannski sjálft að koma fyrir raflögnum utan á falleg- um klæðningum eða bora í loft og fela lagnir á ólöglegan hátt. Þannig skapar fólk hættu og oftar en ekki gefst það upp í vandræðum sínum og setur bara upp „einhver ljós“. Þegar svo er komið erum við ekki að tala um raunverulega lýsingu heldur bara ljós sem allt eins gæti verið „rússnesk ljósakróna". Ég geri mikinn greinarmun á ljósi og lýs- ingu. Ljós er bara hráefni til að búa til lýsingu. Lampar og aðrir ljósgjaf- ar era rétt eins og annað byggingar- efni sem á eftir að koma fyrir. Teiknað með Ijósi Sérlýsingar í íbúðum hafa aukist mjög mikið. Þá er maður að nota ljós til að teikna með og nota sam- spil ljóss og skugga. Skuggar era líka mikilvægh. Lýsingin er falleg- ust þegar hún vinnur eins og sólar- ljósið með eðlilegum skuggum. Ljós- gjöfum hefur því fjölgað verulega inni á heimilinu til að skapa rétta andrúmsloftið, þó birtan hafi ekki endilega aukist að sama skapi. í dag era möguleikar mjög miklir til að búa til sérstakar lýsingar og skapa ákveðinn stíl inni á heimilinu. í stofu og öðram íverastöðum er mjög gott að hafa möguleika á að auka eða minnka ljósmagnið eftir því sem hentar hverju sinni. Þar hafa ljósdeyfar og ljósastýrikerfi komið að góðum notum og nýting þeirra hefur aukist mikið. Lýsing eins og best gerist íslendingar era mikið fyrir ljós. Sennilega er það skammdegið sem gerir þetta og maður lendir í því að hitta fólk með ljósadellu, rétt eins og aðrir eru með bíladellu. Þetta fólk hefur mikla ánægju af ljósinu sem slíku. Flestum líður okkur bet- ur þegar við höfum ljós í kringum okkur, sérstaklega á dimmum vetr- arkvöldum. Sumum líður best ef þeir fyOa íbúðina af kertum og það gildh líka varðandi önnur ljós. Á sama tíma er til fólk sem hreinlega líður illa ef það er með ljós nálægt sér. Maöur hefur séð á íslenskum heimilum örar og miklar breytingar í lýsingu. Fólk leggur greinilega mikið upp úr lýsingunni og ég er ekki viss um að slíkt þekkist í sama mæli annars staðar í heiminum. Við eram í raun með lýsingu á heimilum okkar eins og hún gerist allra best í heiminum í dag,“ segh Helgi Ehíksson. -HKr. Helgi Eiríksson segir islendinga vera í fremstu röð í heiminum varðandi hönnun á lýsingu. Lýsing og sálfræði Lýsing spilar mjög mikið inn á sálfræðiþátt fólks. Á undanförnum þrem árum hef ég einheitt mér mik- ið að þessum þætti. Ég hef reynt að komast að því hvernig fólki líður i íbúðum sínum og spilað hönnun lýsingarinnar í samræmi viö það. Ég reyni lika að skoða smekk fólks- ins í lita- og efnisvali og haga minni hönnunarvinnu eftir því. Ég hef t.d. komið inn í nýstandsett eldhús með mahóníinnréttingu, svartri borð- plötu og með mahónígólfefni og hvítu lofti. Þegar ég kom inn í þetta eldhús var algjört myrkur þó kveikt væri á öllum ljósum. Það var út af því að þarna vora notuð dökk efni og þar var ekkert endurkast. Kon- unni sem þama átti heima leið shax illa í þessu eldhúsi. Ég varð að láta rífa niður hluta af innrétting- unni til að ná fram ljósendurkasti og laga lýsinguna. Lýsing á íslenskum heimilum: Eins og best gerist í heiminum ir-iv Jy-:. m ..I : • ■ i i.:•

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.