Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 14
28 góði hirðirinn NytjamarkaSur Sorpu og líknarfélaga Hátúni 12, S: 562 7570 OpiS virka daga kl: 12-18 heimili MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 Heimilisdýrgripur Snorra Sturlusonar íþróttafréttamanns: Sjónvarpið og systkini þess - og afruglarinn jafnmikilvægur rafmagninu Umboðsmaður S. ÁRMANN MAGNÚSSON Skútuvogi 12, sími 568 7070 „Sjónvarpið er líklega það tæki heimilisins sem maður mest notar og mér finnst það alger- lega ómissandi," segir Snorri Sturluson, íþróttafréttamaður á Stöð 2, um það hvaða hlutur á heimili hans í Hafnarfirði sé í mestu dálæti. Sjónvarp Snorra, sem er 28 tommu Nokia tæki, er vett- vangur margra góðra stunda í hversdagslífi hans. „Ég nota það mest til að horfa á iþróttir og ýmsa dægrastyttingu en að sjálfsögðu horfi ég líka á uppbyggilegt efni eins og Discovery Channel og CNN,“ segir Snorri. Umrætt sjónvarpstæki er einung- is nokkurra mánaða gamalt en þar áður átti Snorri Luxor sjónvarp af árgerðinni 1980. „Ég er mjög fast- heldinn á sjónvarpstæki og lét mig lengi hafa það að missa af þeim at- riðum bíómynda sem gerðust í litilli birtu. í lokin var svo komið að strákarnir voru hættir að nenna að koma og horfa á bolta hjá mér því bæði liðin voru alltaf í grænu,“ seg- ir Snorri. „Maður tengist svona hlutum asnalegum tilfinningaböndum en þetta er allt annað líf,“ segir Snorri um nýja sjónvarpstækið. „GUdi þessa sjónvarps eykst auð- vitað eftir að hafa verið með lélegt sjónvarp í mörg ár, það opnast manni nýr heimur," segir Snorri ennfremur. „Sjónvarpið er bæði sameining- artákn og sundrungarafl á þessu heimili. Oftast situr fjölskyldan saman að því en það kemur líka fyr- ir að rifist er um hvort horfa eigi á meistaradeildina eða Beverly HUls, eða hvað það heitir," segir Snorri. „Yfirleitt er það ég sem lúffa og horfi þá bara á það seinna um kvöldið," bætir hann við. „Annars er það næsta verkefni á dagskrá að fjölga sjónvarpstækjum á heimilinu. Þetta tæki verður hér þar til það gefur upp öndina þó það kunni kannski að fá lítil systkini. Og mér finnst rétt að bæta við að ég hefði ekkert með sjónvarp að gera ef ég hefði ekki afruglara, hann er jafnmikUvægur og rafmagnsteng- ið,“ segir Snorri og glottir. -jtr r SSSS Einar SSS Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28, sími 562 2900 Aflmikill, sterkur, endist kynslóðir Fæst í gulu, rauðu, bláu, hvítu og stáli. Hebbi, bassaleikari skítamórals: Með gullplötuna í Hebbi með gullplötuna góðu og málverkið sitt í bakgrunni en undir því þykir honum gott að sitja og spila eða semja. gröfina Spútnikkbandið Skítamórall hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi síðustu misseri og hafa meðlimir þess vakið at- hygli fólks um land allt. Sam- fara því hefur vaknað almenn forvitni um lífsstíl popptónlist- argúrúanna. Hlotnaðist blaða- manni DV sá heiður á dögun- um að sækja Hebba, bassa- leikara Skítamórals, heim. Híbýli Hebba eru sérlega hlý- leg á hráslagalegum haust- dögum eins og nú eru svo algengir og er viðmót gestgjafans ekki síður vingjamlegt. Þrátt fyrir að Hebbi hafi búið í íbúðinni skamman tíma er þar á ferðinni fullbúið heimili með myndarlegu innbúi og nota- legri uppskipun húsgagna. Hebbi býr nú einn og virðist hann hafa komið sér upp vel heppnaðri pipar- sveinaíbúð. „Ég flutti hingað um mánaða- mótin ágúst-september en áður leigði ég með Adda Fannari og Ein- ari Ágústi," segir Herbert Viðars- son. Aðspurður sagðist hann ekki hafa flutt sérstaklega vegna ágangs yngismeyja en vissulega væri hann tilfinnanlegur. „Við vorum alveg hættir að fá frið þarna niður frá en hérna er ég alveg í friði,“ segir Hebbi um íbúðina nýju og verður staðsetningu hennar skilj- anlega haldið leyndri. „Annars hef ég bara gaman að þessu, þetta er það sem við höfum unnið að,“ segir Hebbi en hann læt- ur sér fátt um fmnast þó hann þurfi að skipta um GSM-númer mánaðar- lega. Inntur eftir uppáhaldsgrip heim- ilisins er hann ekki lengi að draga fram gullplötuna sem hljómsveitin fékk fyrir skífu sína „Nákvæm- lega“, enda djúpt snortinn yfir þeirri viöurkenningu sem í henni felst. „Þetta er gripur sem ég myndi jafnvel taka með mér í gröfina ef þannig bæri við,“ segir Hebbi enn fremur. Hebbi segir nýja plötu með Skita- móral ekki væntanlega á næstunni þar sem hljómsveitin sé að ná sér eftir sumarið um þessar mundir. „Það var mikið að gera við að fylgja eftir sumarplötunni og við höldum okkur núna við að spila á einkaböllum," segir Hebbi. Eins og er nýtur Hebbi þess að vera heima á kvöldin og segir þægi- legt að geta verið einn einstaka sinnum. En þrátt fyrir dýrð og frelsi piparsveinslífsins er Hebbi alltaf op- inn fyrir því að bæta hjúskapar- stöðu sína. „Ég er alltaf að leita mér að kven- manni,“ segir Hebbi að lokum og brosir. -jtr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.