Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2001 23 I>V Deildabikar úrslit A-riðiU Framarar geta þakkað fyrir sigur á Gróttu/KR á laugardaginn, 31-29. Heimastúlkur byrjuðu betur í leikn- um meðan gestimir voru að ná tök- um á vöminni. Þegar hún kom náðu þær að halda í við Fram en síðan bættu Framarar vömina og við það töpuðu gestimir þremur boltum í röð og nýttu heimastúlkur sér það vel og juku svo við forskot- ið sem var það orðið fimm mörk í hálfleik, 18-13. Nýtt lið kom inn á hjá Gróttu/KR eftir leikhlé, miklu meiri barátta var í leikmönnum og við það varð vörnin mun betri og náðu þær að minnka muninn jafnt og þétt og jöfnuðu leikinn, 22-22, þegar 18 mín- útur voru eftir. Um miðjan seinni hálfleik náðu Framstúlkur að skilja aðeins við Gróttu/KR. Svanhildur Þengilsdótt- ir varði þrjú skot í hávöm og upp úr því fengu Framarar hraðaupp- hlaup og náðu þriggja marka for- skoti. Eftir þennan leikkafla náðu Grótta/KR ekki að ógna sigri Fram- ara. Heimastúlkur geta ekki verið sáttar við leik sinn því þær hittu á slakan dag og sem betur fer fyrir þær var andstæðingurinn ekki betri en raun bar vitni því þá hefðu þær getað lent í enn meiri vandræðum með að innbyrða sigurinn. Eini Ijósi punkturinn hjá Fram voru stigin sem þær fengu fyrir sig- urinn. Grótta/KR áttu slakan fyrri hálfleik en náðu sér á strik i seinni hálfleik en það er alveg ljóst að það þarf meiri ógnun frá vinstri skyttu í liðinu. Baráttan kom hins vegar hjá Gróttu/KR í seinni hálfleik en hún þarf að vera fyrir hendi allan leik- inn til að leikir vinnist. Var hræddur viö leikinn „Við höfum verið með leikmenn í meiðslum og í veikindum. Einnig hefur verið tveggja vikna hlé þannig að við höfum ekki haldið dampinum eins og við höfum viljað. Þess vegna var ég hræddur við leik- inn og það kom á daginn. Eina já- kvæða við leikinn var að við náðum að klára hann og ná í stigin sem voru í boði. Við misstum sjónar á leiknum í smátíma en náðum áttum aftur sem betur fer, annars hefði getað farið illa,“ sagði Gústaf Adolf Bjömsson, þjálfari Fram, í samtali við DV-Sport eftir leikinn. -BB Haukar 15 14 1 374-271 28 Fram 16 11 5 421-352 22 ÍBV 15 11 4 333-312 22 Stjarnan 16 10 6 375-325 20 FH 16 8 8 388-363 16 Grótta/KR 16 8 8 364-345 16 Víkingur 16 8 8 344-326 16 Valur 16 6 10 297-345 12 KA/Þór 16 3 13 296-364 6 ÍR 16 0 16 200-390 0 Markahæstar: Marina Zoueva, Fram.......144/68 Harpa Melsteð, Haukum......93/48 Alla Gokorian, Gróttu/KR .. . .89/34 Kristín Guömundsdóttir, Vík. . 87/18 Ásdís Sigurðardóttir, KA/Þór . 87/23 Hafdís Hinriksdóttir, FH...83/48 Nina K. Björnsdóttir, Stjörn. .. 75/27 Jóna Björg Pálmadóttir, Gr./KR 73/16 Guðbjörg Guömannsdóttir, Vik. 71/6 Tamara Mandizch, iBV.......65/29 Attavilltar - Framkonur á tímabili en innbyrtu samt sigur á Gróttu/KR Fram-Grótta/KR 31-29 1-0, 2-0, 3-2, 5-3, 6-4, 7-5, 10-5, 12-8, 15-10,17-12,(18-13), 19-15, 21-17, 22-20, 22-22, 25-22, 28-24, 29-26, 31-29. Fram: Mörk/viti (skot/viti): Marina Zoueva 7/1 (11/2), Katrín Tómasdóttir 6/4 (7/4), Díana Guðjónsdóttir 4 (5), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 4 (5), Björk Tómasdóttir 4 (6), Hafdís Guðjónsdóttir 2 (4), Irena Svensson 2 (5), Svanhildur Þengilsdóttir 1 (1), Kristín Brynja Gústafsdóttir 1 (2). Mörk úr hraóaupphlaupum: 7 (Díana 2, Hafdís 2, Guörún 2, Svanhildur). Vitanýting: Skorað úr 5 af 6. Varin skot/viti (skot á sig): Hugrún Þorsteinsdóttir 13/2 (42/5, 31%). Brottvisanir: 6 mínútur. Grótta/KR: Mörk/viti (skot/viti): Jóna Björg Pálmadóttir 9/3 (15/4), Ragna Karen Sigurðardóttir 7 (7), Eva Þórðardóttir 6 (9), Ágústa Edda Björnsdóttir 4 (9/1), Eva Björk Hlöðversdóttir 3 (4). Mörk úr hraðaupphlaupum: 11 (Ragna Karen 4, Eva Þ. 3, Ágústa Edda 3, Jóna Björg). Vítanýting: Skorað úr 3 af 5. Varin skot/viti (skot á sig): Ása Ásgrímsdóttir 9 (39/4, 23%), Asa Rún Ingimarsdóttir 1/1 (2/2, 50%) Brottvisanir: 12 mínútur. Dómarar (1-10): Bjami Viggósson og Valgeir Ómarsson (4) Gœði leiks (1-10): 6 Áhorfendur: 40 Maöur leiksins: Ragna Karen Sigurðardóttir Gróttu/KR. Díana Guöjónsdóttir úr Fram smeygir sér inn úr vinstra horninu fram hjá Jónu Björgu Pálmadóttur hjá Gróttu/KR og skorar eitt fjögurra marka sinna í leiknum. DV-mynd Pjetur Fylkir-Tindastóll.............2-0 Bjöm Viðar Ásbjörnsson, Ólafur Ingi Skúlason. Víkingur-Tindastóll...........1-3 Boban Ristic - Þorsteinn Gestsson, Björn Ingi Óskarsson, Gunnar Bachman Ólafsson. FH-Stjaman....................6-1 Atli Viðar Bjömsson 3, Sigurður Jónsson, Björn Jakobsson, Baldur Bett - Rúnar PáU Sigmundsson. B-riðiU Keflavík-ÍR...................5-4 Jóhann B. Guömundsson, Hólmar Rúnarsson, Þórarinn Kristjánsson, Hjálmar Jónsson, sjálfsmark - Brynjólfur Bjarnason 3, Njöröur Steinarsson. ÍBV-Leiftur...................4-0 Gunnar Heiðar Þorvaldsson 2, Hlynur Stefánsson, Páll Almarsson. Valur-KA......................0-0 BreiðabUk-KR..................2-1 Kristján Brooks, Kristján Óli Sigurð- arson - Guðmundur Benediktsson. A-riðiU FH 4, ÍA 3, Fylkir 3, Tindastóll 3, Fram 1, Víkingur 1, Stjarnan 1, Grindavík 0. B-riðiU Keflavík 6, Breiðablik 4, KR 3, ÍR3, ÍBV 3, KA 2, Valur 1, Leiftur 0. -ósk/ÓÓJ ^ Þýski handboltinn: Olafur með sjö - Duranona skoraði níu mörk fyrir Nettelstedt Magdeburg, lið Alfreðs Gíslasonar og Ólafs Stefáns- sonar, vann góðan sigur gegn Lemgo á útiveili, 28-22, í átta liða úrslitum EHF-keppninn- ar á laugardaginn. Ólafur átti góðan leik, skoraði sjö mörk og var markahæstur leik- manna Magdeburg. • „Leikmenn Lemgo áttu ör- ugglega ekki sinn besta dag en við spiluðum vel. Þetta er bikar og við ættum að vera búnir að læra það að þar get- ur allt gerst. Við mætum ein- beittir í seinni leikinn, stað- ráðnir í því að klára dæmið," sagði Alfreð Gíslason eftir leikinn. Vömin hjá Magdeburg var frábær og markvörðurinn Henning Fritz varði eins og berserkur fyrir aftan hana. Seinni leikurinn á heimavelli Magdeburg verður erfiður fyrir Lemgo sem þarf að vinna upp sex marka forskot Magdeburg. Duranona skoraöi níu Julian Róbert Duranona var í miklum ham þegar lið hans, Nettelstedt, vann mikilvægan sigur á Solingen, 34-29, í þýsku 1. deildinni. Duranona Olafur Stefánsson skoraði níu mörk í leíknum og var gjörsamlega óstöðvandi ásamt félaga sínum, Markus Hochhaus, sem skoraði tíu mörk. Gústaf markahæstur Gústaf Bjarnason var markahæstur hjá Minden með sex mörk þegar liðið gerði jafntefli við Hameln á útivelli, 30-30. Leikmenn Minden voru klaufar að missa leikinn niður í jafnteíli því liðið var yfir, 29-26, þegar skammt var til leiksloka. Horst Bredemeier, þjáifari Minden, var ósáttur í leikslok. „Það er ekki hægt að segja annað en að við höfum kastað frá okkur sigrinum og tapað dýrmætu stigi,“ sagði Bredemeier eftir leikinn. -ósk Sport Blak: Heimaliðin töpuðu Það var leikið á Akureyri og á Norðfírði í 1. deild karla um helg- ina. Skemmst er að segja frá því að heimaliðin þurftu að játa sig sigruð í báðum viðureignum sín- um. Reykjavíkur-Þróttur skellti liði KA á Akureyri um helgina tvívegis og enduðu báðir leikimir 3-0 fyrir gestina sem sigla lygnan sjó í öðm sæti deildarinnar. Leik- irnir vom líka keimlíkir og bar þó mest á þeim Ólafi Heimi Guð- mundssyni, kantskelli Þróttar, en hann og Valur Guðjón Valsson uppspilari vom bestir í liði gest- anna en Jón Ólafur Valdimarsson kom á óvart með ágætum tilþrif- um inn á milli. Hjá KA vom það hins vegar gömlu brýnin, Sigurð- ur Arnar Ólafsson og Hafsteinn Jakobsson, sem að bám hitann og þungann af leik liðsins, auk út- lenda leikmannsins Shailen Ramdoo. KA-menn voru klaufar að krækja ekki í stig í seinni leiknum en þeir voru yfir í þriðju hrinuni lengi framan af og voru klaufar að innbyrða ekki stig en hrinan vannst með minnsta mun, 26-24. KA er sem stendur í neðsta sæti og á liðið í baráttu við Þrótt N. um að komast inn í úrslita- keppnina, en lið Þróttar N. tapaði einnig tvívegis á Norðfirði um helgina en báðir leikirnir enduðu 3:0 fyrir Stjörnuna sem færðist fyrir vikið í þriðja sæti deildar- innar. Leikmenn Stjörnunnar voru ívíð sterkari aðilinn í báð- um leikjunum. Lið Þróttar er sem stendur í fjóröa sætinu með 18 stig en KA kemur fast á eftir með 15 stig og ljóst að spennandi loka- umferðir em fram undan um það hvort liðið kemst í úrslitakeppn- ina. Eftir bókinni Víkingsstúlkur sóttu ekki gull í greipar íslands- og bikarmeistar- anna úr Þrótti í Neskaupstað, frekar en stöllur þeirra úr öðrum liðum hafa gert á leiktíðinni þar sem Þróttur skellti gestunum tvi- vegis, 3:0, með nokkuð afgerandi hætti. Með sigrunum á Víkings- stúlkum tryggðu Þróttarstúlkur sér deildarmeistaratitilinn en þær hafa unnið alla sína leiki í vetur og ekki tapað hrinu í þeim tíu leikjum sem þær hafa leikið. Þróttarstúlkur eiga eftir að leika tvo útileiki í deildinni og líklegt verður að telja að þær tapi þeim ekki sé mið tekið af gengi liðanna í vetur og hinna tveggja rúss- nesku leikmanna liðsins sem eru frábærir. Víkingsstúlkur þurfa nú að brynja sig fyrir undanúr- slitin í bikarkeppni BLÍ um næstu helgi. Þá fá þær nýkrýnda deildarmeistara í heimsókn í Vík- ina og þá er það allt eða ekkert. 1. deild karla í blaki Þróttur N.-Stjarnan ................8-3 (22-25, 22-25, 21-25) KA-Þróttur R........................0-3 (20-25, 16-25, 24-26) Þróttur N.-Stjarnan ................0-3 (18-25, 21-25, 18-25) KA-Þróttur R........................0-3 (16-25, 24-26, 20-25) ÍS 13 12 1 38-12 38 Þróttur R. 15 9 6 31-25 31 Stjarnan 13 6 7 23-24 23 Þróttur N. 14 4 10 18-34 18 KA 13 3 10 15-30 15 1. deild kvenna í blaki Þróttur N.-Víkingur.............3-0 (25-10, 25-23, 25-13) Þróttur N.-Víkingur.............3-0 (25-17, 25-13, 25-15) Þróttur N. 10 10 0 30-0 30 ÍS 10 7 3 23-14 23 Víkingur 10 3 7 12-25 12 KA 10 0 10 4-30 4 -GHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.