Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2001 33 Sport Gustar héldu vetrarleika ný- lega. í pollaflokki sigraði Guðný Birna Gudmundsdóttir á Litla- Rauð frá Svignaskarði, í bama- flokki Freyja Þorvaldsdóttir á Teklu frá Reykjavík, í unglinga- flokki Vala Dís Birgisdóttir á Kolgrími frá Hellnatúni, í ung- mennaflokki Sigridur Þorsteins- dóttir á Gusti frá Kópavogi, í kvennaflokki Birgitta D. Krist- insdóttir á Nótt frá Hlemmiskeiði, í karlaflokki Haraldur Gunnars- son á Geisla frá Akureyri og í heldri manna flokki Victor Ágústsson á Kyndli frá Bjarna- nesi. Nokkrir knapar hafa þegar verið valdir á ísmótið í Danmörku, sem verður haldið 31. mars. Fyrir Danmörk keppa: Jóhann Rúnar Skúlason á Snarpi frá Kjartans- stöðum, Þórður Púl ni Jónsson á Svip frá Katulabo, Anne Balslev á Hrammi frá Þóreyjarnúpi, Isa- belle Felsum á Garpi frá Hemlu, Lone Banke á Tinna frá Lækjar- dal, Höskuldur Þrdinsson á Vor- dísi frá Aðalbóli, Sigurður Ósk- arsson á Káti frá Stördal og Mette Logan á Austri frá Austurkoti. Fyrir Noreg keppa: Stian Pett- erson á Trúum frá Wethsinge, Eg- ill Þórarinsson á Spegli frá Kirkjubæ og Rune Svendsen á Skorra frá Hvítanesi. Fyrir Sví- þjóð keppa: Göran Montan á Þræði frá Hvítárholti, Reynir Örn Púlmason á Funa frá Hvítárholti, Alexandra Montan á Hlyni frá Blesastööum og Gurri Ágústsson á Rauðhettu frá Steinholti. Elsa Albertsdóttir sigraði í opnum flokki á töltmóti Neista í Reiðhöllinni Arnargerði á Blöndu- ósi og stýrði hún Kjarki. Keppend- ur voru 19. Finnur Björnsson sigraði í flokki áhugamanna á Loksins. Þútttaka ú fyrra vetrarmóti Fáks var mikil. í pollaflokki sigr- aði Eva María Þorvarðardóttir á Neista frá Bakka, í barnaflokki sigraði Sara Sigurbjörnsdóttir á Fógeta frá Oddhóli, í unglinga- flokki sigraði Signý Ásta Guð- mundsdóttir á Straumi frá Hofs- staðaseli, í ungmennaflokki sigr- aði Guöni S. Sigurðsson á Takti frá Stóra-Hofi, í kvennaflokki I sigraði Mirja Plischke á Hyl frá Stóra-Hofi, í kvennaflokki II sigr- aði Hallveig Fróðadóttir á Pardusi frá Hamarshjáleigu, i karlafokki I sigraði Auðunn Valdemarsson á Skunda frá Grenstanga og í karlaflokki II Ragnar Tómasson á Tinna frá Heiði. Sjö hestamannafélög á höfuð- borgarsvæðinu standa að æsku- lýðsmóti 11. mars í Reiðhöllinni í Reykjavík. Tilgangurinn með æskulýðsdeginum er aö sýna það sem er að gerast í hestamannafé- lögunum en þar er unnið mikið æskulýðs- og forvamarstarf. Þema dagsins er vímulaus æska. Æskulýðsdagurinn var fyrst haldinn árið 1996 í Reiðhöll Gusts en fljótlega braut umfang sýning- anna af sér öll bönd og var sýning- in flutt í Reiðhöllina í Reykjavík. Von er á heimsókn Spænska reið- skólans í Vín og Jóhanna Guörún, söngkonan unga, kemur og syng- ur. Ungmenni úr hestamannafé- lögunum eru með atriði, fimleika- flokkur úr Gerplu sýnir listir sín- ar og að lokum kemur íþróttaálf- urinn í heimsókn. Dagskráin byrj- ar kl. 14 en húsið opnar kl. 13 Öll börn fá gefins bol merktan æsku- lýðsdeginum i boði Búnaðarbank- ans í Grafarvogi, Emmessís býður upp á ís og yngstu börnunum er boðið upp á andlitsmálun. F T Nýstárlegar stóöhestasýningar Að sögn Ágústs Sigurðssonar, landsráðunautar I hrossarækt, eru ekki fyrirsjánlegar neinar breytingar á reglum eða öðru tilheyrandi dómkerfinu fyrir kynbótahross næsta sumar. Dómsstaðir verða þeir sömu og dómar á svipuðum tíma og undanfarin ár. Byrjað verður um 20. maí. Áætlað er þó að gera tilraun með skemmtilega nýj- ung þar sem boðið verður upp á stóðhestadóma á þremur stöðum í lok apríl. Það er i Skagafirði, Hellu og Reykjavík. Hæst dæmdu stóðhestunum verður boðið að koma á sýningu í Reið- höllinni í Reykjavík um mán- aðamótin apríl/maí þar sem þeir yrðu kynntir með nýstár- legum hætti en á þeirri sýningu verður nú lögð meiri áhersla á hrossarækt en verið hefur. Stærð sýninganna fer eftir þátt- töku en gert er ráð fyrir einum degi á hverjum stað. Fundarstaðir 19.2. Höfn - Hótel Vatnajökull 20.2. Egilsstaðir - Valaskjálf 21.2 Eyjafjörður - Hrafnagils- skóli 26.2. Mosfellsbær - Harðarból 27.2. Borgaríjörður - Hvanneyri 28.2. Sauðárkrókur - Ljósheimar 1.3. Blönduós 2.3. Ölfus - Ingólfshvolur Fundirnir hefjast kl. 20.30. -EJ Ágúst Sigurösson viö dómsstörf ásamt Víkingi Gunnarssyni og Jóni Vilmundarsyni. DV-mynd Eiríkur Jónsson „Ræðum það sem er efst á baugi“ segir Agúst Sigurðsson landsráðunautur í hrossarækt Síðastliðinn mánudag hófst fundaherferð aðila sem tengjast hestamennsku á víðum grund- velli. Þetta eru: Ágúst Sigurðs- son, landsráðunautur í hrossa- rækt, Ólafur H. Einarsson, for- maður Félags tamningamanna, Kristinn Guðnason, formaður Fé- lags hrossabænda, Hulda Gústafsdóttir, verkefnisstjóri átaks í hestamennsku og Jón A. Sigurbjörnsson, formaður Lands- sambands hestamannafélaga. „Fyrir ári var gerður samning- ur við ríkið um átaksverkefni, að koma gæðahugtakinu betur að í hestamennsku og hrossarækt," segir Ágúst Sigurðsson. „Hluti af þessu átaksverkefni er til dæmis Veraldarfengur - gagnagrunnur fyrir íslenska hrossarækt, markaðsmál og menntakerfi fyrir hestamennsku þar sem reiðkennsla er stiguð frá A-ö. Það er ekki búið að klára það mál, það er í vinnslu, verið að útfæra kennsluefni og þess háttar. Tilgangurinn með fundaferð- inni er að kynna stefnumótun sem við höfum verið að vinna að í þessu átaki fyrir hestageirann og einnig að ræða við hestamenn um það sem er efst á baugi í þeirra málum. Þetta hefur ekki verið gert með þessum hætti áður. Við Kristinn Guðnason höfum farið fundaferð um landið á sama tíma undanfar- in tvö ár en ákveðið var að bæta í flotann núna, meðal annars i tilefni af þessu átaksverkefni sem öll félögin standa saman að. Hulda Gústafsdóttir verður með aðalframsögnina en einnig verður stutt framsögn hjá hverj- um aðila. Þeir munu reifa það sem er efst á baugi hjá félögum sinum. Það var byrjað á Höfn í Horna- firði, svo var farið til Egilsstaða þá Akureyrar og þannig koll af kolli. Farið verður á átta staði um landið á tveimur vikum með smá hléi. „Getum flutt út ferskt sæöi“ „Það sem mig langar meðal annars að ræða við hestamenn er útflutningur á tækniteknu erfða- efni. Ég ætla að reyna aö varpa ljósi á það um hvað er að ræða - draga fram staðreyndir. Það er ný staða og við verðum að átta okkur á hverjir eru kostirnir og ógnanirnar. Það er ljóst að þetta eykur hróður íslenska hesta- kynsins því hér eru bestu hross- in og með þessu yrði aðgangur erlendra ræktenda greiðari að því besta. Hitt er annað að þetta getur haft vissar markaðslegar breytingar í for með sér. Það er ekkert sem bannar þetta og þetta er hægt miðað við fersksæðingar i dag en djúpfrysting er ekki möguleg enn sem komið er. Það þarf að ræða fleiri hluti, meðal annars hvernig við getum hagrætt, gert félagskerfið skil- virkara og hafið nýja sókn í markaðsmálum. Menn vilja gjarnan ræða það. Þess vegna forum við saman á þessa fundi. Ég vona að mæting verði góð. Það er ástæða fyrir menn að koma núna þegar allir forsvars- menn hestamennskunnar eru á einum stað. Mér hefur heyrst á mönnum að þeir ætli að mæta,“ segir Ágúst. Eiríkur Jónsson V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.