Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2003, Blaðsíða 2
2 Magasín Fimmtudagur 11. september 2003 Viðtalið Sæunn Stefánsdóttir AÐSTOÐAHMAÐURINN: „Ég tel líka að heilbrigðiskerfið okkar sé alveg fyrsta flokks. Góður mælikvarði á gæði þjónustunnar er að þegar íslendingar sem staddir eru er- iendis veikjast er þeirra hugsun yfirleitt sú að komast heim sem fyrst," segir Sæunn Stefánsdóttir meðal annars hér í viðtaiinu. Fyrir fáum árum var raunin sú að afskaplega erfitt var að fá ungt fólk til starfa á vettvangi stjórnmálanna. Hér hefur hins vegar orðið breyting á síðustu árum. Ungu fólki sem hefur afskipti af stjórnmálum, og þar með mótun þjóðféiagsins, hefur fjölgað mikið. Úrslit kosninganna f vor sýna það ágætlega - þar sem fjöldi korn- ungra þingmanna náði kjöri. Tfm- inn mun síðan leiða í Ijós hvort þetta verður til þess að breyta áherslum stjórnmálaflokkanna. Óskandi er að svo verði - og að meira tillit verði tekið til hagsmuna unga fólksins sem skuldar náms- lánin sín, er nýbúið að stofna fjöl- skyldu og kaupa íbúð," segir Sæ- unn Stefánsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Grænhöfðaeyjar og Seyðis- fjörður Sæunn Stefánsdóttir er 25 ára að aldri, uppalin að mestu leyti í Vest- urbænum í Reykjavík. „Fram til sex ára aldurs bjó ég með foreldrum mínum á Seyðisfirði en síðan kom- um við í bæinn. Einnig vorum við í eitt og hálft ár samfleytt og nokkur sumur á Grænhöfðaeyjum þar sem faðir minn vann á vegum Þróunar- samvinnustofnunar íslands við að aðstoða eyjaskeggja við að byggja upp sjávarútveg þar í landi," segir Sæunn. „Áhugi fólks á veiferð- ar- og heilbrigðismálum er alltaf að aukast, ekki þá síst á hinum fyrir- byggjandi þætti. Raunar er fólk að vakna æ betur til vitundar um mikilvægi góðrar heilsu, þá ekki síst andlegrar." Aromatic 100% náttúruleg andlitsmeðferð frá Guinot Gjöf fylgir HRUND V e r s I u n & snyrtistofa Grænatún 1 • 200 Kópavogur • Sími 554 4025 Hraunbæ 102 110 Reykjavik Opíð virka daga kl, 8 til f9 Sfmi S87 9310 og íaugandaga kl. 9 til 16 Líkami: • Húðslípurs Etla Sortocare: • BólumBÖÍerð • Utableflameölerð • Haræðasfltatneðferö • Hrukkumeðíerð • Súrefntsmeðferð Etla Baché Sonocare: • Sogæðameöferð • Cellulite meðferð • Trimform + tíellrtudó 10x10 Foreldrar hennar eru þau Stefán Þórarinsson, stjórnarformaður Nýsis, og Kristrún Þórðardóttir sér- kennari. Sjálf er Sæunn um þessar mundir að ljúka B.S.-prófi í við- skiptafræði við Háskóla Islands. Segist sitja á kvöldin við að skrifa Iokaritgerð sína sem fjallar m.a. um áhrif uppsagna á starfsanda í fyrir- tækjum. „Þetta mál hefúr mikið verið í umræðunni en verið lítt rannsakað. Við uppsagnir er oft einvörðungu horft á hvaða sparnaði megi ná fram en menn gleyma að taka tillit til afleiðinga uppsagnanna. Styrk- leiki stjórnunar fyrirtækjanna ræð- ur því miklu um hve vel þau kom- ast frá því áfalli sem uppsagnir eru ævinlega," segir Sæunn. í pólitík á enginn neitt Eitt leiddi af öðru í þá átt að Sæ- unn hóf afskipti af stjórnmáium. Hún segist ung hafa verið farin að fylgjast með þjóðmálunum - og í Menntaskólanum í Reykjavík var hún forseti málfundafélagsins Framtíðarinnar. Ég hef alltaf haft hugsjónir félagshyggjunnar í brjóstinu," segir Sæunn og brosir. Þegar hún kom í Háskóla íslands var hún í framvarðasveit Röskvu ásamt Dagnýju Jónsdóttur sem var kjörin á þing í vor. „Meðan ég var í Röskvu fannst mér hins vegar ágætt að standa utan síjórnmálaflokkanna enda þótt ég sé nú farin að starfa innan Framsóknarflokksins. Sjálf hef ég vissulega áhuga á að halda áfram í stjórnmálum. f pólitík á hins vegar enginn neitt og ég verð einfaldlega að sjá hver þróunin verður," segir Sæunn. Breið samstaða Sem fyrr segir er Sæunn, sem er 25 ára að aldri, nú að ljúka námi í viðskiptafræði. Hún segir þann bakgrunn sinn hafa haft áhrif á þá skoðun sína að ýmsa rekstrar- ■o möguleika í heilbrigðismálum megi skoða - og jafnvel taka upp. Grunnhugsunin verði þó alltaf að ? vera sú að tryggja öllum íslending- '| um fyrsta flokks heilbrigðisþjón- g3 ustu, óháð stétt þeirra og stöðu. < Tækifærin eiga að vera jöfn. „Um 40% af öllum útgjöldum ríksins renna til heilbrigðismála og um þá þungu áherslu sem er lögð á þau mál tel ég vera nokkuð víðtæka samstöðu í þjóðfélaginu. Það er síðan stjórnvalda að tryggja að þessum fjármurmm sé ráðstafað á sem hagkvæmastan hátt. Ég tel iíka að heilbrigðiskerflð okkar sé alveg fyrsta flokks. Góður mælikvarði á gæði þjónustunnar er að þegar ís- lendingar sem staddir eru erlendis veikjast er þeirra hugsun yfirleitt sú að komast heim sem fyrst og undir læknishendur hér,“ segir hún. Pólitískur ráðgjafi Verkefni aðstoðarmanna ráð- herra eru afar fjölbreytt. Engin ákveðin starfslýsing er þó til; starfið mótast af samkomulagi og aðstæð- um hverju sinni. „Það er afar lærdómsríkt að starfa með Jóni Kristjánssyni. Hann er einstakur öðlingur og þekkir stjórnmálin í þaula. Fólk sem starfar á vettvangi heilbrigðismál- anna kann að meta hve gott að- gengi það hefur að honum og hve vel hann setur sig inn í mál þeirra. Það hef ég vel fundið," segir Sæ- unn. Verkefni sín sem aðstoðarmanns ráðherra segir hún meðal annars felast í því að sitja ýmsa fundi með ráðherra og vera honum til ráðgjaf- ar um ýmsa stefnumörkun, halda uppi tengslum við flokksmenn. Einnig að fylgjast með þvf hvernig landið liggur í stjórnmálunum hverju sinni og vera pólitískur ráð- gjafi." Vaknað til vitundar Fyrir Sæunni er lífíð ekki bara pólitíkin ein. Hún segir að mennt- un sín opni sér möguleika i ýmsar áttir. Sig fýsi að búa og starfa er- lendis um einhvern tíma og mennta sig meira. „Ég útiloka ekki neitt í því sambandi, tækifærin eru endalaus," segir Sæunn. Segist auk þess eiga mörg áhuga- mál, til dæmis íþróttir og hreyf- ingu. Þá hafi hún og unnusti henn- ar, Kjartan Haraldsson jarðfræð- ingur, einnig gaman af því að ganga til fjalla og skoða landið og náttúr- una. „Ég er ágætlega heilsuhraust. 7, 9, 13," segir Sæunn aðspurð - 0g hlær. „Sjálf tel ég að áhugi fólks á vel- ferðar- og heilbrigðismálum sé alltaf að aukast, ekki þá síst á hin- um fyrirbyggjandi þætti. Raunar er fólk að vakna æ betur til vitundar um mikilvægi góðrar heilsu, þá ekki síst andlegrar." sigbogi@dv.is Magasín Stmi: 550 5000 - ÍJtgefandi: Útgáfufélagið DV. - Abyrgðarmenn: Óli Björn Kárason og Jónas Haraldsson - UmsjónarmaÖun Stefán Kristjánsson. sk@magasin.is Blaðamaður Sigurður Bogi Sævarsson. sigbogi@dv.is - Auglýsingar: Katrtn Theódórsdóttir kata@dv.is og Ingibjörg Gísladóttir inga@dv.is - Prentun: Árvakur hf. Upplag: 80 þúsund eintök. - Dreifing: Póstdreifmg ehf. - Dreift ókeypis á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Akranesi og til áskrifenda DV úti um land

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.