Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2003, Blaðsíða 4
4 Magasín Fimmtudagur 11. september 2003 Undur veraidar Fljótareið á uppblásnum dúkkum Rússneskir áhugamenn um fljótareið eru farnir að keppa í því hver sé fljótastur niður ár á upp- blásnum dúkkum sem að öllu jöfnu eru ætlaðar til annars kon- ar reiðar. Fyrsta mótið í dúkkufljótareið fór fram í flúðum árinnar Vu- oksa, skammt frá St. Pétursborg, en áin er mikið notuð af kajakræðurum. Eftir keppnina sögðu kepp- endur að dúkkumar hefðu flotið dásamlega og að það væri gott að ná á þeim taki. Skilyrði fyrir þátt- töku var að allir keppendur, sem vom af báðum kynjum, væru með öryggishjálm og björgunar- belti, auk þess sem keppendur urðu að vera edrú. SigUrvegarinn heitir Alexander Korolev og sagð- ist hann hafa fengið dúkkuna að láni fyrir keppnina. Gaddavír kringum rúmið Þrjátíu og sex ára ftölsk kona hefur verið ákærð fyrir að setja gaddavír í kringum rúm barna sinna. Konan á yfir höfði sér dóm vegna níðingsháttar eftir að upp komst að hún girti börnin inni í orðsins fyllstu merkingu til að koma í veg fyrir að þau færu úr rúminu. Börnin, sem em fjögur og á aldrinum eins til sjö ára, vom leyst úr prísundinni eftir að ná- granni þeirra heyrði öskrin í þeim og gerði lögreglunni við- vart. Konan, sem býr í Róm ásamt börnum sínum, hafði skil- ið þau eftir í rúminu, umvafm gaddavír, á meðan hún brá sér í verslunarferð. Við heimkomuna var konan handtekin ásamt aldr- aðri móður sinni sem einnig bjó í íbúðinni. Talið er að mæðgurnar hafi notað þessa aðferð lengi til að geta brugðið sér af bæ þegar þeim hentaði. Trúður án landamæra Spænski lögfræðingurinn Al- varo Neil, sem er þrjátfu og sex ára, sagði upp starfi sínu fyrir tæpum tveimur ámm og seldi bílinn sinn til þess að geta hjólað um Suður-Ameríku í trúðsbún- ingi. Lögfræðingurinn fyrrver- andi hefur þegar hjólað um tíu lönd og lagt að baki meira en þrjátíu og eitt þúsund kílómetra. Hann hefur þegar hjólað um Brasilíu, Bólivíu, Argentínu, Chile, Perú, Ekvador, Kólumbíu, Venesúela, Paragvæ og Úrúgvæ. Á ferðalaginu hefur Neil boðið upp á ókeypis sýningar þar sem hann sýnir trúðalæti. Reiðhjólatrúðurinn, eins og Neil er kallaður, hefur vakið mikla athygli alls staðar þar sem hann fer og er sérstaklega vinsæll meðal barna. Neil segir að enn sem komið er skilji fjölskylda hans og vinir ekk- ert í uppátækinu en að þeir muni gera það þegar hann kemur heim úr ferðinni og sýni þeim myndir af hlæjandi börnum í Suður-Am- eríku. „Hláturinn er mín gjöf til barnanna og mótvægi við neyslusýkina sem tröllrfður heiminum í dag." Reiðhjólatrúðurinn nýtur stuðnings samtaka sem nefnast Trúðar án landamæra. Helgarblað DV Svarað fyrir sauðkindina DV brá sér í heimsókn til Jóhann esar Sigfússonar stórbónda á Gunn arsstöðum í Þistilfirði sem er ný kjörinn formaður Samtaka sauð fjárbænda. Jóhannes talar um fá tækt í sveitum. gleðina af búskapn um, úrræði til bjargar og erfiða lífs reynslu sína. Leyndardómar Taumagils Frásögn af gönguferð um Núps staðarskóga, Grænalón, Skeiðarár jökul og Skaftafellsfjöll með við komu í hinu dularfulla en und urfagra Taumagili. Myndir og írá sögn í Helgarblaði DV Frændur í 13 lið Er ekki erfitt að heita Shakespeare? DV hitti Nicholas Shakespeare rithöfund sem er gestur á bókmenntahátíð og er giftur fslenskri konu og hann reyndi að svara spurningunni um nafnið sem hann ber. Hvað er þetta í hausnum á þér? Nú eru að birtast í blöðum og sjónvarpi hinar árlegu fréttir af lúsaleit í grunnskólum því það lftur út fyrir að jietta sníkjudýr haldi tryggð við manninn á hverju sem dynur. DV kannar lífshætti lúsarinnar. Líkami Og sál Sund gefur gull í mund SUNDLAUGARVÖRÐURINN: „Fyrir utan hreyfinguna hef ég líka alltaf sagt að sundlaugar séu fjölsóttustu og vinsælustu fé- lagsmiðstöðvar landsins," segir Guðmundur Þ. Harðarson. Magasín-myndir: GVA Sundsprettur sem gerir gagn „Aðsókn í sundlaugar landsins hefur verið að aukast mikið síð- ustu ár eins og hér í Sundlaug Kópavogs. Mér þykir það einnig ánægjuleg breyting að æ fleiri koma í faugarnar til þess að synda og nýta þetta sem trimm. Fólk tekur rösklega á og syndir gjarnan um 500 til 1.000 metra. Áður fyrr, á meðan svonefnd 200 metra keppni var til staðar, lét fólk þá vegalengd duga - en hún er auð- vitað engan veginn nóg. Hressileg- ur sundsprettur þarf að vera lengri eigi hann að gera líkamanum gagn - og því gera flestir sér grein fyrir,“ segir Guðmundur Þ. Harðarson, forstöðumaður Sundlaugar Kópa- vogs. Fimm vegalengdir Ein glæsilegasta sundlaug lands- ins er í Kópavogi og þar er líka sitt- hvað gert til að auka áhuga al- mennings á þessari vinsælu íþrótt. Sundlaugin og sunddeild Breiða- bliks stóðu síðastliðinn sunnudag að Kópavogssundinu og var þátt- takan með ágætum, rétt eins og verið hefur í þau tíu skipti sem efnt er tO þessarar uppákomu. Keppt var í fimm vegalengdum, það er í 500 metrum, 1.000 m og 1.500 m, einnig í 4.000 metra Við- eyjarsundi og 8.000 metra Drang- eyjarsundi, sem er ámóta spölur og Grettir sterki Ásmundarson synti forðum daga þegar elds var þörf í Drangey. „Fólk kemur til að fá holla og góða hreyfingu. í Kópavogssundi síðustu ár hefur raunin verið sú að um 75% þátttakenda synda 1.500 metra eða þaðan af lengra. Þeir sem eru hins vegar ekki í góðri æf- ingu eru stoltir af að ná sínum 500 metrurn - og mega lfka vera það.“ Fjölsóttar félagsmiðstöðvar Guðmundur segist ánægður með þátttökuna á sunnudag en ekki síð- ur með að æ fleiri sækja nú í sund- ið almennt. „1993 var fysta árið sem ég starfaði hér og þá voru gest- ir hér yfir árið 236 þúsund en voru í fyrra 477 þúsund. Það hefur verið jöfn stígandi í þessu öll mín ár hér,“ segir Guðmundur. Hann telur ekki ofsagt að sund sé þjóðaríþrótt á íslandi. Ástæður þess séu sjálfsagt margar en ein sú veigamesta sé sjálfsagt sú að árið 1941 var sund gert að skyldugrein í skólum á Islandi. í framhaldinu voru á jarðhitasvæðum um allt land byggðar sundlaugar og í dag er varla til það byggðarlag að ekki sé þar sundlaug sem er íbúunum sannkallaður heilsubrunnur. „Fyrir utan hreyfinguna hef ég líka alltaf sagt að sundlaugar séu fjölsóttustu og vinsælustu félags- miðstöðvar Iandsins,“ bætir Guð- mundur við. „Hjá þungu fólki skapar hlaup óskaplega mikið álag á mjaðmir, hné og ökkla en það getur hins vegar synt eins og ekk- ert sé.“ Öðruvísi álag í hverri sundferð er vegalengdin sem fólk syndir ekki aðalatriði. Tímalengd áreynslunar skiptir mestu „og þá er ágætt að fólk syndi um 400-600 metra sem tekur svona um 20 til 30 mínútur," segir Guð- mundur. Hann bætir því við að syndi fólk 900 til 1.000 metra í hvert sinn sé ágætt að brjótá mynstrið stundum upp; synda kannski 3 x 300 metra, 2 x 500 metra eða 5 x 200 metra. „Það er ágætt að taka þetta í nokkrum lotum og pústa inn á milli. Þannig er hægt að ná víðtæk- ari þjálfunaráhrifum og öðruvísi álagi en ella,“ segir Guðmundur. Hann segir jafnframt að í raun sé sundið líkamsrækt sem henti mjög vel þeim sem glíma við offitu og geta til dæmis ekki hlaupið þyngd- ar sinnar vegna. „Hjá þungu fólki skapar hlaup óskaplega mikið álag á mjaðmir, hné og ökkla en það getur hins vegar synt eins og ekkert sé.“ Fyrirtaks fjölskylduíþrótt í sundlaugum landsins, þar á meðal í Kópavogi, er stærsti hóp- urgesta fólk sem er komið yfir þrí- tugt. „Meðan fólk er í skóla og að koma sér fyrir er eins og þetta sé ekki í tísku. En þegar aðeins er farið að hægjast um hjá fólki, hefðbund- inni skólagöngu lokið og það kom- ið með börn verður sundið aftur vinsælt, enda er þetta fyrirtaks fjöl- skylduíþrótt. Ekki dregur heldur úr aðsókn þegar fólk er komið á efri ár. Um 10-12% af okkar gestum eru einmitt eldri borgarar, t.d. koma þeir gjarnan í vatnsleikfimina á morgnana. Fólk sem á kannski erfitt með hreyfingar almennt en liðkast síðan allt í þyngdarleysinu f vatninu og nær þannig að halda sér ágætlega við,“ sagði Guðmundur Þ. Harðarson að síðustu. PRÝÐISGOTT í POTTUNUM: Mörgum finnst best af öllu að koma í sundlaug- arnar til þess að slaka á. Hins vegar hefur sú breyting orðið á síðustu árum að æ fieiri koma í laugarnar gagngert til að synda - og fá þannig holla og góða hreyfingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.