Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2003, Blaðsíða 13
nery hlutverkið margfræga. Næsta Bond-mynd var From Russia with Love en það var ekki fyrr en sú þriðja kom út, Gold- finger, sem James Bond sló almennilega í gegn. Síðan þá hefur ekki verið litið til baka og er Connery hornsteinninn í því veldi sem Bond er í dag. Hann var þó orðinn þreyttur á persónunni eftir fjórðu myndina og vildi sýna fólki að hann gæti leikið önnur hlutverk líka og tók að sér til dæmis að leika skúrk, fyrrum stríðshetju og klikkað ljóðskáld. Árið 1964 lék hann meira að segja aðalhlutverkið í Marnie eftir Alfred Hitchcock. Nú segi ég aldrei Eftir sjöttu Bond-myndina fékk Connery nóg. Hann lék reyndar aftur James Bond í Never Say Never Again árið 1983 en sú mynd hefur ekki verið viðurkennd sem ein af Bond-myndunum. Connery lenti í það miklum vandræðum með framleiðendur myndarinnar að hann var endanlega fráhverfur persónunni. En það gilti einu. Sean Connery var þá þegar orðinn það stórt nafn að hann þurfti ekki lengur á Bond að halda. Þvert á móti tókst Connery það sem mörgum þykir erfitt: að vera þekktur fyrir fýrst og fremst eina persónu og geta aldrei að losað sig úr viðjum hennar þegar á að snúa sér að öðrum hlutverkum. Það að Sean Connery er þekktur fyrst og fremst fyrir það að vera leikari, ekki sem James Bond, ber mikinn vitnisburð um ótvíræða hæfileika hans. eirikurst&dv.is NÝTT BLAÐ Á NÆSTA SÖLUSTAÐ! Áskriftarsími: 5 1 5 5555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.