Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2003, Blaðsíða 8
8 Magasín + Fimmtudagur 11. september 2003 Opnuviðtalið Sigmundur Ernir að byrja með nýjan þátt, Maður á mann, á Skjá einum: SKÁLDIÐ: Sigmundur Ernir var ritstjóri DV um rúmlega um tveggja ára skeið eða fram á mitt líðandi sumar. „Þegar hins vegar sjónvarpsstöðvarnar byrjuðu að væla utan í mér að koma aftur og ég sá að ég gat sameinað skriftir og skjáinn - enn betur en í gamla daga - þá sló ég til.“ mikilvægt sé að styðja við lifandi skoðanaskipti í landinu. „Uppbyggileg og upplýsandi rök- ræða er einn af lykilþáttum lýðræð- isins. Þess vegna þurfa fjölmiðlar að halda úti eins mörgum kjafta- þáttum og nokkur getur í sig látið. Þeir einfaldlega næra þjóðarsál- ina,“ segir hann. Góð ár á DV í áraraðir var Sigmundur Ernir í framvarðarsveit fréttastofu Stöðvar 2 og helsti fréttaþulur þar. Hann gerðist ritstjóri DV á vormánuðum 2001 og starfaði þar til í sumar. Hann segist alltaf í ög með hafa saknað sjónvarpsins. „Sjónvarp er segull, ef maður hefur einu sinni sogast að því verð- ur varla aftur snúið. Mig hefur hins vegar alltaf dreymt um að geta sameinað þetta tvennt; að lifa sjón- varpslífi og skrifa jöfnum höndum. Kannski hef ég núna fyrst fundið jafnvægi milli skjásins og skrifta; það er ágætt að takmarka verkefni sín á einu sviði ef annað togar í mann." Hann segir árin á DV hafa verið góð - og hann beri afskaplega sterkar taugar tii blaðsins. „Það var yndislegt að millilenda þar síðustu tvö -árin á milli sjónvarpsskjánna. Stárfsfólkið stendur auðvitað upp úr. Það er ekki ónýtt að geta hlegið allan daginn og engjast framan við kaffivélina yfir sögum og uppátækj- um manna sem margir hafa orðið vitni að furðulegustu augnablikum samtímans. Þegar hins vegar sjón- varpsstöðvarnar byrjuðu að væla utan í mér að koma aftur og ég sá að ég gat sameinað skriftir og.skjá- inn - enn betur en í gamla daga - þá sló ég til." Veislusögur og Ijóð Sigmundur Ernir Rúnarsson er ekki einhamur maður. Auk þess að starfa við sjónvarpsþáttagerð fæst hann, eins og segir hér að framan, við ritstörf og er með mörg járn í eldinum. „Ég er að skrifa nokkrar bækur. Fyrir nú utan ljóðin er ég að vinna að því að safna veislusögum úr lífi landans til að fylla óvenjulega mat- reiðslubók. Þá er ég að klára sagna- safn, fullt af furðulegum stemning- um úr lífi manneskjunnar og síðast en ekki síst vinn ég hörðum hönd- um að því að skrifa heimildarsögu um líf þroskaheftra hér á landi. Það er nokkuð mikil átakasaga og á vonandi eftir að koma á óvart, enda er ég þar að svipta nokkuð þykkri hulu af lífi margra íslendinga sem „Kannski hef ég núna fyrst fundið jafnvægi milli skjásins og skrifta; það er ágætt að tak- marka verkefni sín á einu sviði ef annað tog- ar í mann.“ eru ekki dæmigerð viðtalsefni í kastljósum fjölmiðlanna. Ég veit ekkert hvenær þetta kemur út, út- gefandi minn ræður því, sá dásam- legi galdramaður sem JPV er. En ég hef nóg að skrifa." Pólitísk djörfung Annað verkefni, alls ótengt fjöl- miðlum, sem Sigmundur Ernir hef- ur haft rneð höndum á síðustu misserum, er forysta í nefnd sem vinnur að því að koma með hug- myndir og tillögur um framtíðar- uppbyggingu Eyjaijarðarsvæðisins. Hann segist hafa slegið til og tekið að sér þetta verkefni þegar honum var það falið af ráðherra enda þótt það áhugavert. Einnig haíi hann talið sér málið vera skylt - enda fæddur og uppalinn Akureyringur. „Ég hef alltaf lagt mig eftir því að kynnast eins miklu af fólki og að- stæðum og ég get komist yfir. Þegar ég var beðinn af ráðherra að leiða verkefnisstjórn um framtíðarupp- byggingu Eyjafjarðarsvæðisins sem stærsta vaxtarkjarnans utan höfuð- botgarsyæðisins þá sló ég til af þeirri einföldu ástæðu að mig lang- aði að kynnast betur lífinu í land- inu. í byggðamálum eru menn blessunarlega að ná áttum. Félags- leg áfallahjálp er að víkja fyrir póli- tískri djörfung. Menn eru loksins að sjá að Eyjafjarðarsvæðið er eini raunverulegi valkosturinn við Reykjavíkursvæðið," segir Sig- mundur. Fiðringur í litum Aðspurður vill Sigmundur ekki frá þvf greina hverjir verði viðmæl- endur hann í fyrsta þættinum sem er sem fyrr segir á sunnudagskvöld- ið. „Vitaskuld skúbbar maður ekki efni sínu í öðrum fjölmiðlum," seg- ir hann og hlær. Bætir hins vegar við að sjón- varpsfiðringurinn sé kominn. „og hann er ekki bara grár, hann er í öll- um litum. Þannig er sjónvarpið nú til dags," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson að síðustu. sigbogi@dv.is Á sunnudagskvöldið hefur göngu sfna á dagskrá Stöðvar 2 ný röð við- talsþátta sem er í umsjón Sig- mundar Ernis Rúnarssonar. Maður á mann er titillinn. „Ég fæ til mín gesti sem skarað hafa fram úr á sviði stjórnmála, viðskipta og lista. Geng nokkuð hart eftir þvf hvaða persónur þetta fólk hefur að geyma. Ég ætla að freista þess að sýna fólkið, sem er á bak við stærstu fyrirsagnir dagsins, í sínu rétta ljósi. Koma því sjálfu og áhorf- endum á óvart. Þættirnir verða ein- hvers konar blanda af yfirheyrslu, nærmynd og skemmtisögum," seg- ir Sigmundur í viðtali við DV- Magasín. Fleyti ekki kerlingar Þættirnir verða kl. tíu á sunnu- dagskvöldum í vetur. Spurður um „Þjóðmálaumræða verð- ur aldrei lifandi og skemmtileg nema við getum nálgast hana eftir ólíkum leiðum. Það er pláss fyrir alls konar þætti í sjónvarpi." yfirbragð þáttanna segist Sigmund- ur í spumingum ekki ætla að „... fleyta kerlingar, heldur spyrja jafnt þægilegra sem óþægilegra spurn- inga. Það er nóg af froðusnakki í samfélaginu þótt ég fari ekki að bæta um betur“. Fjölbreytni er lykilorð í lífinu, segir Sigmundur, og fjölmiðlar em engin undantekning. „Það er mikil- vægt að fólk hafi aðgang að marg- víslegu ljölmiðlaefni sem er sett fram með alla vega hætti, Þjóð- málaumræða verður aldrei lifandi og skemmtileg nema við getum nálgast hana eftir ólíkum leiðum. Það er pláss fyrir alls konar þætti í sjónvarpi, allt frá léttu spjalli til harðra yfirheyrslna." @Normal -millifyrirsogn:Flóran er litrík Þegar Sigmundur horfir yfxr ríf- lega tuttugu ára fjölmiðlaferil segir hann að sér þyki íslenskum fjöl- miðlum almennt takast vel upp. „En þeir gætu auðvitað gert betur með meiri skipulagningu, djörfung og fjármagni. íslensk fjölmiðlaflóra er afskaplega litrík og stenst sam- anburð við helstu nágrannalönd okkar." Hann bætir við að afskaplega SJÓNVARPSMAÐURINN: „Uppbyggileg og upplýsandi rökræða er einn af lykilþátt- um lýðræðisins. Þess vegna þurfa fjölmiðlar að halda úti eins mörgum kjaftaþáttum og nokkur getur í sig látið," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson hér £ viðtaíinu. 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.