Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2003, Blaðsíða 12
12 Magasín Fimmtudagur 11. september 2003 Langá er veiðiá sumarsins Langá á Mýrum er fengsælasta laxveiðiáin í sumar og hefur gefið flesta laxana. Ingva Hrafni Jónssyni og hans sérfræðingum hefur tekist að gera Langá á Mýrum að topp- veiðiá. Þeir hafa nostrað við ána og þar er vatnsmiðlun sem hefur mik- ið af segja þegar ekki kemur deigur dropi úr lofti í margar vikur á sumri hverju. Maríulaxar á Mýrum „Ég hef farið í Langá tvisvar í sumar og það er mikið af fiski í henni vfða,“ sagði veiðimaður sem var á leiðinni í Langá í vikunni. Fleiri veiðimenn tala um mikla laxagengd í ánni. Annar veiðimað- ur sendi syni sína og dætur, sem voru nokkur talsins og ekki búin að veiða maríulaxinn sinn, á veiði- slóðir í Langá. Öll fengu þau maríu- laxinn sama dag. Langá á Mýrum var ekki líkleg til að fara á toppinn yfir bestu árnar fyrir fáum árum; hún var vissulega við toppinn en ekkert meira en það. Síðan eru liðin nokkur ár og óteljandi margar laxagöngur. Áin hefur gefið um 2.000 laxa núna. Næst á eftir er Þverá í Borgarfirði, síðan Laxá í Kjós og svo Eystri- Rangá og Ytri-Rangá, Norðurá og loks Vopnafjarðarárnar Selá og Hofsá. Margar ár komið á óvart Margar veiðiár hafa komið skemmtilega á óvart í sumar eins og Leirvogsá. Hún er með frábæra meðalveiði. Síðan er Haffjarðará að gefa mjög góða veiði því að stang- irnar eru ekki margar í henni og er- lendir veiðimenn sem hafa veitt í henni í sumar nota ekki einu sinni allar stangirnar sem þeir mega. Áin er veidd en það er gert vel. Gangur- inn hefur lfka verið góður í Straum- fjarðará þar sem veiðimaður lenti í merkilegri reynslu fýrir skömmu eins og kemur fram á agn.is. Þar segir frá því að veiðimaður nokkur sem var að egna fyrir lax hafi fengið „bylmingshögg á fluguna er hann kastaði henni neðst á veiðistaðinn sem kenndur er við Nýju brú. Nokkrum köstum seinna var svo aftur hrifsað í, en kappinn var með örsmáa rauða Frances. Nokkrum köstum seinna lenti flugan aðeins of utarlega og þar stökk á hana lítið laxaseiði og festi sig. Hugðist veiðimaður strippa lín- una inn og losa greyið snarlega af önglinum, en á leið sinni barst sílið spriklandi yfir legustaðinn þar sem harðskeyttur laxinn hafði tvívegis rifið í fluguna. Skipti nú engum togum að þriðja höggið kom nú á sílið sem spriklaði hjálparvana á flugunni! Eldd festi laxinn sig, en er sflið var dregið að landi var það al- gerlega í henglum, holrist upp frá gotrauf og upp að haus." Seiðinu fátækari Á vefsíðunni segir enn fremur að menn sjái yfirleitt ekki fullorðna laxa áreita laxaseiðin í ánni en hins vegar er alkunna að lax tekur oft straumflugur. -I „Bendir allt til að flóttatilraunir § sflisins sem hékk fast á flugunni ^ hafi ekki minnt laxinn á laxaseiði | heldur eitthvað allt annað og pirr- o andi. Allt um það, þá var áin einu e seiðinu fátækari vegna þessara I1 mistaka laxins." g.bender@simnet.is Á BÖKKUM FLJÓTSINS: Ágústa Steingrímsdóttir og Björn Breki með fallegan sjö punda hæng sem veiddur var í Laxá í Kjós. Rllt fyrir veiðimonninn Tilboð; Freestone-öndunarvöðlur. Freestone-vaðskór og sandhlíf. Verö 29.900 Tilboð: Norstream-fluguveiðisett, stöng, hjól, flotlína og undírlína. Verð 14.900 Gott úrvai af veiðigleraugum. Verð frá kr. 3500 ALLT FYRIR VEIÐIMANNINN Mörkin 6 • 108 Reykjavík • Símt (354) 568 7090 • Fax (354) 588 8122 r Sean Connery kmynd Ein stærsta kvikmyndastjarna heims er Skotinn Sean Connery. Hann er frægasti Bondinn, fær nóg að gera og þykir enn með kynþokkafyllstu karimönnum heims, þó svo að hann sé kominn vel yfir sjötugs- aldurinn. Hann er uppskriftin að alvöru Hollywoodstjörnu. í The League of Extraordinary Gentlemen leikur Connery leiðtoga hóps þar sem allir búa yfir einhverjum sérstökum hæfileika. Það er rétt að taka fram að myndin er byggð á þekktri teikni- myndasögu. Saman berjast þau gegn vonda manninum, The Fantom, og reyna að forða heiminum frá allsherjar stríðsöld. Sean Connery fæddist í Edinborg í Skotlandi árið 1930 og ólst upp í einu af verkamannahverfum borgarinnar. Leikferill hans hófst eins og uppeldi hans á mjög hógværan máta en fyrsta reynsla hans af feiklistinni var þegar hann lék smáhlutverk í leiklistarhópi. Síðan þá hefur hann stöðugt unnið sig upp á við og telja sumir að hann sé enn að bæta sig. í sjóherinn Skólaferill hans var stuttur. Hann hætti fljótlega til að geta framfleytt sér og yngri bróður sínum. Sestán ára gamall skráði hann sig í konunglega sjóherinn og eins og margir ungir menn í þeim félagsskap fékk hann sér táknræn húðflúr sem hann skartar enn stoltur í dag. Eitt er tileinkað foreldrum sínum, „Mamma og pabbi" og hitt föðurlandinu, „Skotland að eilífu". Hann var þrjú ár í hernum en löng barátta við magasár gerði það að verkum að hann þurfti að hætta. Hann sneri aftur til Edinborgar og tók að sér hin ýmsu störf. Hann notaði frítíma sinn til að rækta líkamann og var það sú iðja sem á endanum sneri honum aftur á leiklistarbrautina. Hann reyndi til að mynda fyrir sér í keppninni „Mr. (Jniverse" (keppnin sem Arnold Schwarzenegger og Dolph Lundgren urðu frægir fyrir) þar sem hann varð f 3. sæti. Hann gekk því næst til liðs við leiklistarhóp í Lundúnum þar sem hann fékk að spreyta sig á sviði reglulega. Hann hélt því áfram í nokkur ár þar til hann fékk hlutverk í BBC-sjónvarpsmyndinni Re- quiem for a Heavyweight og þótti standa sig vel. Því næst hélt hann í heim kvikmyndanna þar sem hann byrjaði í nokkrum smáhlutverkum. Fyrsta stóra myndin hans var Another Time, Another Place frá árinu 1958 þar sem hann lék gegn Lönu Turner. Persónan sem hann lék var reyndar myrt eftir aðeins 15 mínútur. Fyrsti Bondarinn Þannig hélt það áfram í nokkur ár. Hann lék í sjónvarpi og kvikmyndum á víxl og reyndi að koma sér á framfæri við hvert tækifæri. Árið 1962 las hann fyrir hlutverk sem átti eftir að reynast hans langstærsta á ferlinum. Persónan var James Bond og kvikmyndin Dr. No. Framleið- endurnir voru reyndar með allt aðra menn í huga fyrir hlutverkið en staðfesta hans gerði það að verkum að hann fékk á endanum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.