Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2003, Blaðsíða 10
10 Magasín 4~ Fimmtudagur 11. september 2003 >t frá Finnlandi Fyrir börn 0-9 ára Stæröir 56-134 Vind- og vatnsheld, sterk og notaleg föt Húfur, lúffur, tvískiptir gallar, úlpur og kuldagallar FOBELDRAR OG SONUR: „Nefíð er frá mér en hökuskarðið komið úr föðurættinni," segir Matthiidur Ásmundsdóttir sem hér er ásamt manni sínum, Hjálmari Jens, og syninum unga. Magasín-mynd E.Ól. Hökuskarð kemur úr föðurættinni Þeim Matthildi Ásmundsdóttur og Hjálmari Jens Sigurðssyni fædd- ist myndarlegur sonur laugardags- kvöldið 30. ágúst sl. Hann var við fæðingu sautján merkur og 55,5 cm. „Hann er meira líkur mér en pabba sínum. Að minnsta kosti er nefið frá mér en hökuskarðið er komið úr föðurættinni," segir Matt- hildur um soninn sem er fyrsta barn þeirra Hauks. Fæðing og með- ganga gekk alveg eins og í sögu en þó þurfti litli snáðinn að koma inn á sjúkrahús nokkrum dögum eftir fæðingu vegna nýburagulu. Mál það fékk hins vegar góðan endi enda meðhöndlun lækna og hjúkr- unarfólks á Landspítaia háskóla- sjúkrahúsi alveg fyrsta flokks. Frjálsræðið er meira Þau eru bæði sjúkraþjálfarar og kynntust þegar þau voru við nám í Háskóla Islands. Að undanförnu hefur Matthildur starfað á Reykja- lundi en Haukur hefur starfað í Sjúkraþjálfun Garðabæjar. „Nú ætlum við hins vegar að breyta til og ætlum strax í næsta mánuði að „Varla annað sagt en við séum mjög samtaka í barneignum." flytja á mínar heimaslóðir austur á Hornaflrði. Þar vantar sjúkraþjálf- ara og nú fá Hornflrðingar tvo til starfa í einu,“ segir Matthildur. Bætir við að tilhlökkunarefni sé að flytja f heimasveitina sína - og sjálf þekki hún vel hve gott sé að al- ast þar upp. Frjálsræðið sé í öllu falli mun meira. Systurnar eru samfaka Austur á Hornafirði á litli snáð- inn ömmu og afa sem væntanlega munu fagna því mjög að fá lítið barnabarn. „Eg á tvær systur og eina stjúpsystur og það verður varla annað sagt en við séum mjög samtaka í barneignum. Þannig átti stjúpsystir mín barn í júní, önnur systir mín þann 15. júlí, ég núna í ágústíok og fjórða systirin er bókuð þann 27. september," segir Matt- hildur., Aðspurð þvertekur hún fyrir að það hafi á nokkurn hátt verið plan- að meðal systranna að eiga allar börn á þessum sama tíma. „Hins vegar er þetta alveg ofsalega gaman og foreldrar okkar áttu ekki til orð þegar þau vissu hvers kyns var með stelpurnar þeirra," segir Matthildur Ásmundsdóttir að síðustu. sigbogi@dv.is Laugavegi 72 Sími: 551 0231 GIFTINGIN Á HOFI: Svafa Sigurðardóttir og sr. Baldur Kristjánsson. „Þrjú ár síðan við kynntumst," segir hann. Gefin vom saman í Backaskog Slott á Skáni í Svíþjóð þann 7. júní í sumar þau Draumey Aradóttir og Lars Nyström, sem búsett eru í Lundi í Svf- þjóð. Þau biðja fyrir hjartans þakkir til vina og fjölskyldu sem komu og gerðu þennan stóra dag í þeirra lífi svo und- ursamlegan. Gefin vom saman í heilagt hjónaband í Kópavogskirkju þann 14. júní sl„ af séraÆgi Sigurgeirssyni, þau Tanya Dimitrova og Halldór Svavarsson. Þau em til heimilis í Kópavogi. (Ljósm.: Ljósmyndastofan Mynd í Hafnarfirði) Foreldrar vikunnar Brúðhjón vikunnar Þökkuðu fyrir svigrúmið „Það em um það bil þrjú ár síðan við kynntumst en það var á góugleði austur í Öræfum þar sem ég var veislustjóri. Síðan hafði þetta sam- band sinn gang og þróaðist og nú erum við gengin í hjónaband. Þá kom tæpast annað til greina en að athöfnin færi fram í Hofskirkju í Öræfum, enda á brúðurin ætt sína að rekja á þessar slóðir og telur þetta sína heimasveit," segir sr. Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Þor- lákshöfn. Allvænn mannfögnuður Þann 16. ágúst sl. voru hann og Svafa Sigurðardóttir dýralæknir gefin saman í heilagt hjónaband. Athöfnin fór fram í litlu sveitakirkjunni á Hofi en á eftir var fagnað í Hótel Freysnesi „með allvænum mannfögnuði", eins og brúðguminn kemst að orði. Baldur þjónar sem prestur í Þor- lákshöfn og nærliggjandi byggðum, jafnframt því sem hann er sveitar- stjómarmaður í Ölfusi. Svafa starfar hjá embætti héraðsdýralæknis á Suð- urlandi og sinnir einkum eftirlits- verkefnum, svo sem á sveitabæjum og í sláturhúsum. Saman eiga þau soninn Rúnar, sem er eins og hálfs árs, en fyrir á Bafdur fjögur börn, þar af þrjú á lífi. Með góðu fordæmi „Maður lærir af samferðamönnum sínum, orðfæri jafht sem annað," segir sr. Baldur og kímir. Þar á hann við boðskortið sem sent var út fyrir brúðkaupið en þar var gestum þakk- að fyrir „tilfmningalegt svigrúm" sem þeim hjónaleysunum hefði verið sýnt. Orðaiag þetta er alþekkt. Svona komst Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti íslands, að orði í viðtali við fjöl- miðla í upphafi tilhugalífs þeirra Dorrit Moussaieff. „Sóknarböm mín hafa umborið mig í óvígðri sambúð enda þótt gott sé að prestar gangi á undan með góðu fordæmi og séu giftir," segir Baldur. sigbogi@dv.is !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.