Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2003, Blaðsíða 6
6 Magasín Fimmtudagur 11. september 2003 Árinu eldri , Ómar Þ. Ragnarsson fréttamaður verður 63 ára 16. september. Ungur byrjaði hann ferfl sem leikari og skemmtikraftur. Um 1970 gerðist hann fréttamaður í sjónvarpi og hefur með mörgum frétta sinna varpað upp einstæðum myndum af landi og þjóð. Arthur Björgvin Bollason, forstöðumaður Njáluset- ursins á Hvolsvelli, verður 53 ára 16. september. Hann er fjölmenntaður frá Þýskalandi, leiðsögumað- ur um landið í áraraðir. Hefitr síðustu ár starfað við að kynna perluna Njálu - en er nú að fara til nýrra starfa erlendis. ff -j r x % Jm ^mSr Jón Ársæll Þórðarson fréttamaður verður 53 ára 16. september. Hann er írá Seyðisfirði, sálfræðingur sem starfað hefur lengi við fjölmiðla. Hann hefur tfl fjölda ára verið á Stöð 2 og er þekktur fyrir einstaka pistla og svipmyndir úr sérstæðum kimum mannlífs og menningar. Guðný Sverrísdóttir, sveitarstjóri á Grenivík, verð- ur 51 árs 15. september. Hún er frá Lómatjörn, systir Valgerðar ráðherra, kjarnorkukona, stendur sfna plikt með prýði sem forystumaður Grenvíkinga og stjórnarformaður Landspítala. "v- J ■ : i Kj Hallgrímur Thorsteinsson útvarpsmaður verður 48 ára 14. september. Hann byrjaði ungur á RÚV en varð síðan brautryðjandi frjálsu útvarpsstöðvanna, er núna á Útvarp Sögu. Hann var einnig í fararbroddi þegar Netið var að ryðja sér tO rúms á Islandi. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður á Stöð 2, verður 44 ára 14. september. Hann lærði flug en byrj- aði ungur í blaðamennsku, var fyrst á Dagblaðinu, síðar DV en fór seinna á Stöð 2. Hann er þekktur fyr- ir fréttir af skattamálum og um vegagerð í landsins breiðu byggðum. £ Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Hagkaupa, verður 42 ára 12. september. Hann er af grónum Hafnarfjarðarættum og býr í Firðinum með fjöl- skyldu sinni. Hann starfaði lengi hjá SS en stýrir nú Hagkaupsveldinu mikla. Skólameistari en ekki skipstjóri Nafn: Jón Már Héðinsson. Aldur: Fimmtugur síðan 21. apr- íl síðastliðið vor. Maki: Rósa Líney Sigursveins- dóttir, sem er lyfjafræðingur frá HÍ og Master of Business Ad- ministration frá NPU, Chicago. BÖrn: Árný Guðrún nemi og Héðinn sjúkraþjálfari. Menntun: BA í íslensku og sögu og uppeldis- og kennslufræðum frá HÍ og Master of Business Ad- ministration frá NPU, Chicago. Starf: Skólameistari við Mennta- skólann á Akureyri. Tók við því starfi þann 1. ágúst síðastliðinn og er núna að vinna að undirbúningi skólastarfs vetrarins sem hefst í næstu viku. Bifreið: Grand Cherokee limited. Fallegasta kona sem þú hefur séð, utan maka: Fegurð er afstæð frá einum tíma til annars. Helstu áhugamál og hvað þú gerir í frístundum: Les nokkuð um þjóðmál, einnig er ég yfirþjálf- ari FIMMA. Syndi með Görpunum og æfi með Jónafélaginu. Uppáhaldsmatur: Saltfiskur, matreiddur af Friðriki Karlssyni á Friðriki V hér á Akureyri. Uppáhaldsdrykkur: Ég drekk mest af vatni. Fallegasti staður á Islandi: Látrabjarg, og þá sérstaklega að sigla undir bjargið. Eftirlætisstaður erlendis: Chicago, vegna þess hversu fjöl- þjóðleg hún er. Með hvaða liði heldur þú í íþróttum? Sundfélaginu Óðni á Akureyri. Meo hvaða bók ertu á nátt- borðinu? Good Work eftir Howard Gardner. Eftirlætisrithöfundur: Guð- mundur Böðvarsson, skáldið góða frá Kirkjubóli í Hvítársíðu. Eftirlætistónlistarmaður: Yous- sou N’Dour. Fylgjandi eða andvígur ríkis- Stjornmni: Ég er íylgjandi góðum verkum hennar. Hvaða þjóðþrífamálum á Is- landi er brýnast að bæta úr? Bæta aga í samfélaginu með því að hver taki til hjá sér og hætti að benda á aðra. Hvað get ég gert og hver er mín ábyrgð - við fullorðnu eigum ekki stöðugt að benda á unglingana. Hvað ætlaðir þú að gera þegar þú yrðir stór? Verða skipstjóri. Persónuleg markmið fyrir komandi manuði: Draga úr sæl- Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir blaðamaður verður 32 ára 11. september. Yngismær frá Eskifirði sem ung kom í bæinn. Víðlesin í bókmenntum. Stjörnublaða- maður á DV í áraraðir. Er núna að rita ævisögu Ruth- ar Reginalds söngkonu. Atli Rafn Sigurðarson leikari verður31 árs 16. sept- ember. Hann er einn af efnilegustu leikurum yngri kynslóðarinnar, starfar í Þjóðleikhúsinu og hefur nú verið falið að verða í hlutverki Lilla klifurmúsar í Dýr- unum í Hálsaskógi sem sýnt verður þar í vetur. Hin hliðin jón Már Héðinsson SKÓLAMEISTASI: ,Ætla að draga úr sælgætisáti svo ég geti valið hversu mikið ég æfi," segir Jón Már Héðinsson. gætisáti svo ég geti valið hversu mikið ég æfi. Hver eru þín ráð til að krydda hvunndaginn? Ákveða að morgni að hafa hann skemmtilegan. Lífsspeki: Að vera jákvæður og treysta fólki því hamingjan er heimafengin og verður ekki tínd í garði annarra. sigbogi@dv.is Leiðrétt Geir R. Andersen, blaðamaður á DV, varð 69 ára 8. september. Hann lauk námi frá VÍ 1956 og í hótelfræðum í Sviss 1959. Starfaði hjá Hótel KEA 1960 -1962. Yfirmaður (lugfarþegaþjónustu Loftleiða og síðar Flugleiða til 1980. Söðlaði þá um og gerðist auglýsinga- stjóri Vikunnar. Blaðamaður DV frá 1987. (Endurbirt vegna upplýsinga- brengsls f síðasta DV Magasíni.)____ DvSport Keppni orði í hverju

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.