Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 Fréttir DV Kristnin aldrei gamaldags Spyrja má, hvort sam- tíminn mótist af því að menn telji kraftaverkin fel- ast í takmarkalausum tæki- færum til að afla sér fjár og ekki þurfi að taka tillit til neins annars en eigin hags. Þetta sagði Björn Bjarnason kirkjumálaráðherra á að- ventusamkomu í Grensás- kirkju í gærkvöldi. Ekki þurfi að huga að neinu öðru en leiðum til að ná til sín sem mestu af veraldleg- um gæðum. „Hinn sígildi kristni boðskapur er aldrei gamaldags, nema menn hafni inntaki hans, leggi allt að jöfnu í ímyndaðri ver- öld, geri lítið úr hversdags- verkunum og þyki engu skipta að vera trúir yfir því, sem þeim er falið, gæta þess og rækta," sagði ráð- herrann í ræðu sinni. Skýrt og einfalt Jafnframt ræddi ráð- herrann um tengsl trúar og stjórnmála. Sagði bæði presta og stjórnmálamenn eiga töluvert undir því hvernig þeim tækist að ná til fólks með málfutningi sínum. Sá væri hins vegar ntunurinn að stjórnmála- menn störfuðu á þeim for- sendum að semja til að ná markmiðum sínum en prestar boðuðu kenningu, hreina og tæra. „Markmið í stjórnmálum þurfa að vera skýr og einföld," sagði Björn. Trúá tungu töm Stjórnmálamenn eru vinsælir sem aldrei fyrr á þessum tíma árs og fjöl- margir þeirra eru kvaddir til að flytja ávörp í kirkj- um landsins. Auk Björns var Guðni Ágústsson ræðumaður á samkomu í Grafarvogskirkju og Þórólf- ur Árnason borgarstjóri talaði í Bú- staðakirkju. Trúarlegar tilvitnanir hafa aukin- heldur verið stjórnmála- mönnum á tungu tamar undanfarin dægur. Má þar minna á Júdasariðrun sem Davíð Oddsson nefndi í umræð- um um Kaupþing og á Alþingi fyr- ir helgi vitn- aði Stein- grímur J. Sig- fússon í Lúk- asarguðs- spjall. Forseti íslands spyr í aöventuávarpi í Dómkirkjunni hvort mikil umræða um fá- tækt hafi engu skilað. Heit hafi verið gefin en ástandið batni ekki. Enn bíði fólk í röðum eftir mat og aðstoð. Við viljum ekki að íslensk jól séu tími ótta og örvænt- ingar, þrautargöngu og erfiðleika. Ólafur Ragnar Grímsson Fyrr- um töldum við ad matargjafir til fólks i neyd tiðkuðust bara i fjarlægum löndum, nú eru þær fastur liður hér á jólaföstu. borg eymdarinnar Hjálpræðisherinn, Mæðrastyrksnefnd og aðrir í líknarstarfi þurfi sífellt að sinna fleirum, nú þús- undum á ári hverju. „Ungar mæður standa í biðröð til að geta fengið poka með matar- gjöfum, karlmenn á góðum aldri leita bón- bjarga, aldraðir í einveru, umkomulausir, sjúklingar sem eiga ekki fyrir lyfjum.“ Hann segir umsvif hjálparstarfsins aukast ár frá ári. „Reykjavík er orðin borg eymd- arinnar hjá ærið mörgum. Ekki vegna þess að þau hafi brotið af sér, gerst sek um glæpi, heldur bara vegna atvinnu- leysis, veikinda, andlegs álags, barna- fjölda, örorku eða lágra launa sem duga ekki fyrir framfærslu fjölskyldunnar þótt enginn munaður sé þar á borð- um.“ . „Viljum við að ísland sé svona á okkar tímum? Auðvitað ekki. Samt er þetta veruleikinn. Og umfangið virð- ist meira nú en áður, fleiri leita ásjár, biðja um hjálp og kirkjan verður sí- fellt umsvifameiri á þessu sviði. Fyrr- um töldum við að matargjafir til fólks í neyð tíðkuðust bara í fjarlægum lönd- um, nú eru þær fastur liður hér á jóla- föstu.“ Ólafur vitnaði í Lúkasarguðspjallið og sagði að samhjálpin hefði ætíð verið kjarninn í kristinni trú, lögmálið um fórnina og hina útréttu hönd. kgb@dv.is „Hefur umræðan sem varð í fyrra engu þokað? Það eru senn aftur jól og við virðumst föst í sama fari, biðraðir eftir mat og aðstoð, mæður með börn, fjöldi fólks sem ber stolt í brjósti og vill bjarga sér sjálft en getur ekki." Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, f ávarpi á að- ventukvöldi í Dómkirkjunni í gærkvöldi. Hann segir að mitt í allsnægtum okkar tíma sé þetta skuggaveröld þúsunda hér á landi. „Það voru heit gefin í upphafi ársins, samtök launafólks tóku höndum saman, lögðu mikla vinnu í að greina vandann, fræðimenn sendu frá sér viðamiklar rannsóknir á vanda í velferð, kjörn- ir fulltrúar tóku til máls, bæði á Alþingi og í sveita- stjórnum, umræðan brýn í öllum miðlum," segir forsetinn og spyr: „Höfum við ekki lýðræðiskraft til að gera bet- ur? Hvaða hindranir standa í vegi? Hvers vegna tekst okkur ekki að ryðja þeim burt? Við viljum ekki að íslensk jól séu tími ótta og örvæntingar, þrautargöngu og erfiðleika." Þannig hefur forsetinn aftur umræðu um fá- tækt á íslandi og efast um að umræðan í fyrra hafi nokkru skilað. Hann segir íslendinga hafa verið gæfusama þjóð sem njóti nú meiri velsældar en flestir aðrir og að jólin séu hátíð gjafa sem áður voru aðeins til í draumum og að öryggi og farsæld séu svipmót byggða um allt land. „Samt eru of margir á meðal okkar sem eiga um sárt að binda, berjast í bökkum, hafa ekki fjármuni til að gleðja börn sín á jólum eða til að kaupa föt og var þó löngum hefðin sú að klæðast nýju þeg- ar jólin ganga í garð; hafa jafnvel ekki ráð á mat sem hæfir hátíðum, þurfa að leita á náðir þeirra sem aðstoð veita.“ Hann sagði að Hjálp- arstofnun kirkjunnar, Rauði krossinn, Ungar mæður standa í biðröð til að geta fengið poka með matar- gjöfum, karlmenn á góðum aldri leita bónbjarga, aldraðir í ein- veru, umkomulausir, sjúklingar sem eiga ekki fyrir lyfjum. Dómkirkjan Forsetinn flutti aðventuávarp í gærkvöldi þar sem hann lýsti áhyggjum affátækti landinu. Lögmaður undrast ummæli Davíðs Þórs Björgvinssonar um gagnagrunnsdóm Prófessorinn trúnaðarmaður ÍE og ríkisstjórnar Ragnar Aðalsteinsson lögmaður stúlku sem vann mál gegn ríkinu í Hæstarétti um að upplýsingar um föður hennar, Guðmund Ingólfsson píanóleikara, færu ekki í gagna- grunn á heilbrigðissviði, undrast að Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, skuli tjá sig um málið eins og hver annar sér- fræðingur. „Mér þykir það sérkenni- legt að fjölmiðlar tali við prófessor- inn eins og hann sé óháður háskóla- maður en geti þess ekki að hann var ráðgjafi íslenskrar erfðagreiningar þegar verið var að setja lögin og skrifaði 100 síðna álit með öðrum prófessorum sem ríkið lagði fram í málinu." Ragnar segir að Davíð Þór hafi líka verið trúnaðarmaður ríkis- stjórnarinnar og ráðgjafi hennar sem formaður starfrækslunefndar um gagnagrunninn. „Fjölmiðlar gæta þess ekki að prófessorinn var þátttakandi og ráðgjafi sent er að verja eigin niðurstöður og skoðanir. Þess vegna reynir hann að gera sem minnst úr dómi Hæstaréttar," segir Ragnar. Hann segir að nú þurfi að opna málið upp á nýtt á Álþingi og þá komi upp á yfirborðið ýmislegt, svo sem eins og samskipti Is- lenskrar erfðagreiningar og Persónuverndar. Ragnar segir einnig að það verði áhugavert að fylgjast með því hvernig Decode Genet- ics eigi eftir að láta banda- rfska fjármálaeftirlitið vita af þessari niðurstöðu Hæstaréttar íslands. Ragnar Aðalsteinsson Gagnrýnir lagaprófessor.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.