Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Blaðsíða 25
I>V Sport MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 25 f \ x > , T ENSKA ÚRVALSDEILDIN Úrslit: Wolves-Newcastle 1-1 1-0 Nathan Blake (27.), 1-1 Alan Shearer (31.). Charlton-Leeds 0-1 0-1 James Milner (9.). Aston Villa-Southanipton 1 -0 1-0 Dion Dublin (45.). Blackburn-Tottenham 1-0 1 -0 Vratislav Gresko (78.). Portsmouth-Leicester 0-2 0-1 Les Ferdinand (31.), 0-2 Marcus Bent (59.). Bolton-Everton 2-0 1-0 Per Frandsen (26.), 2-0 Youri Djorkaeff (46.). Arsenal-Fulham 0-0 Liverpool-Birmingham 3-1 0-1 Mikael Forssell (33.), 1-1 Steven Gerrard, víti (35.), 2-1 Flarry Kewell (69.), 3-1 Emile Heskey (78.). Man. City-Middlesbrough 0-1 0-1 Sun Jihai, sjálfsm. (30.). Chelsea-Manchester Utd 1-0 1 -0 Frank Lampard, víti (30.). Staðan: Chelsea 14 11 2 1 28-9 35 Arsenal 14 10 4 0 25-10 34 Man Utd 14 10 1 3 25-9 31 Fulham 14 6 4 4 24-18 22 Charlton 14 6 4 4 20-17 22 Liverp. 14 6 3 5 21-15 21 Newcast. 14 5 5 4 20-19 20 Birming. 14 5 5 3 12-14 20 Man City 14 5 3 6 22-19 18 Middles. 14 5 3 6 12-15 18 Bolton 14 4 6 4 13-19 18 South. 14 4 5 5 10-9 17 Leicester 14 4 3 7 22-22 15 Portsm. 14 4 3 7 17-20 15 Tottenh. 14 4 3 7 13-18 15 Blackb. 14 4 2 8 19-24 14 A. Villa 14 3 5 6 11-17 14 Everton 14 3 4 7 15-19 13 Wolves 14 2 5 7 9-27 11 Leeds 14 3 2 9 12-33 11 Farðu frá Thierry Henry náði ekki að fylgja eftir stórkostlegum leik í Mílanó í vikunni gegn Fulham. Henry og félagar fengu aragrúa færa í leiknum en öll skot þeirra strönduðu á hollenska markverðinum, Edwin Van Der Sar. Hér reynir Henry að ýta Steed Malbranque, leikmanni Fulham, frá sér en Fulham-menn límdu sig hreinlega á Frakkann snjalla í gær. Reuters Edwin van der Saar, markvörður Fulham, hélt stórstjörnum Arsenal í skefjum á Highbury í gær: Óvinnandi hollenskt víni Fagnað með tilþrifum Harry Kewell fagnar hér marki sinu fyrir Liverpool ileiknum gegn Birmingham á Anfield Road i gær með tilþrifum. Arsenal, sem fór mikinn gegn Inter í Meistaradeildinni í vikunni og vann 5-1, tapaði dýrmætum stigum í kapphlaupinu um Englandsmeistaratitilinn í gær þegar þeir fengu spútniklið Fulham í heimsókn á Highbury. Þrátt fyrir mikla orrahríð í 90 mínútur þá tókst þeim ekki að koma boltanum fram hjá Edwin Van Der Sar í marki Fulham en hann átti hreint ótrúlegan leik. Niðurstaðan varð því markalaust jafntefli enda voru leikmenn Fulham ekki líklegir til afreka í leiknum og sköpuðu sér fá færi. Eins og áður segir getur Fulham þakkað hollenska markverðinum Edwin Van Der Sar fyrir stigið og hann var himinlifandi í leikslok. „Það var brjálað að gera hjá mér en ég hafði bara gaman að því. Mér fannst besta markvarslan vera þegar ég tók bolta frá Bergkamp í upphafl sfðari hálfleiks. Ég þurfti að kasta mér snöggt niður og náði sem betur fer að koma hendi á boltann áður en hann fór fram hjá mér," sagði Van Der Sar og bætti við að þetta hefði verið góður tími til þess að mæta Skyttunum. „Ég veit það af eigin reynslu að þegar maður nær góðum úrslitum í Evrópukeppninni þá er maður ekki alltaf nægilega vel stemmdur í næsta leik í deildinni. Það gerðist með Manchester United eftir að þeir léku gegn Rangers og það gerðist aftur núna með Arsenal." Fyrirliði Fulham, Lee Clark, var ekki síður kátur í leikslok. „Þetta voru stórkostleg úrslit og við getum þakkað Edwin fyrir stigið því hann átti hreint ótrúlegan dag. Þessi leikur er ekki síðri frammistaða en þegar við sigruðum Man. Utd." Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hrósaði sínum mönnum fyrir að vera jákvæðir þótt úrslitin hafl valdið þeim vonbrigðum. „Ég er ekkert örvæntingarfullur. Ég er mjög ánægður með okkar leik því við gerðum allt mjög vel nema að skora. Við veltum okkur ekkert upp úr því þar sem við vitum að við getum vel skorað fullt af mörkum á hvaða degi sem er. Þessf leikur gat aldrei endað öðruvísi en með jafntefli. Þeir vörðust vel en sóttu ekkert og því gat ekki annað gerst en að við skoruðum eða ekkert yrði skorað. Ég get samt ekki annað en hrósað strákunum því þeir spiluðu góðan fótbolta og létu mótlætið ekki farar' taugarnar á sér." Liverpool í sjötta sætið Liverpool skellti sér í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í gær með góðum og sannfærandi sigri á Birmingham, 3-1, á Anfleld Road. Liverpool átti mun meira í leiknum og virðist heldur betur vera að vakna til lífsins eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Það skipti engu máli fyrirliðið þótt Finninn Mikael Forssell kæmi Birmingham yfir á 33. mínútu. Tveimur mínútum síðar jafnaði Steven Gerrard metin úr vítaspyrnu sem franski unglingurinn Florent Sinama-Pongolle fiskaði en þetta var fimmta vítaspyrnan sem Sinama- Pongolle fiskar í síðustu fimm leikjum. Gerard Houllier, knattspyrnustjóri Liverpool, hlýtur að hafa verið sáttur við sína menn og til að kóróna daginn þá komst Emile Heskey á blað fyrir Liverpool. henry@dv.is, oskar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.