Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 Sport T3V Njarðvíkvann KR í bikarnum Njarðvík vann KR, 99-83, í 32 liða úrslitum bikar-keppni KKÍ&Lýsingar í Njarövfk á laugardaginn. Sigur Njarðvíkinga var aldrei i hættu, þeir leiddu, 53-42, íhálHeikog 75-51 eftir þriðja leikhluta og það var aðeins undir lokin sem KR-ingar náðu að rétta sinn hlut. Brandon Woudstra (á myndinni hér að ofan) var stigahæstur hjá Njarðvík með 31 stig, Brenton Birmingham skoraði 24 stig og Friðrik Stefánsson skor- aði 11 stig. Skarphéðinn Ingason var með 27 stig fyrir KR, Chris Woods skoraði 23 stig og tók 18 fráköst og Magni Hafsteinsson skoraði 13 stig. Kef lavík í úrslit Hópbíla- bikar kvenna Keflavík tryggði sér sæti í úrslitaleik Hópbílabikars kvenna í körfuknattleik á laugardaginn þegar liðið bar sigurorð af ÍS, 68-41, í Keflavík í undanúrslitum. Erla Þorsteinsdóttir var atkvæðamest hjá Kefl- víkingum með 18 stig og 15 fráköst, Birna Valgarðs- dóttir og Erla Reynisdóttir skoruðu 11 stig hvor og Svava Ósk Stefánsdóttir skoraði 10 stig. Stella Rún Kristjánsdóttir skoraði 11 stig fyrir ÍS og Lovísa Guðmundsdóttir skoraði 10 stig. Keflavík mætir KR eða Grindavík í úrslitaleiknum T en þau lið mætast á morgun í DHL-höllinni. Ástralir unnu Davis-bikarinn Ástralir tyrggðu sér í gær Davis-bikarinn í tennis þegar þeir báru sigurorð af Spánverjum, 3-1, í Mel- v bourne í Ástralíu. Það var Mark Philippoussis sem tryggði Áströlum sigurinn í gær en hann vann Spánverjann Juan Carlos Ferrero í fimm settum. Áður hafði Lleyton Hewitt unnið Ferrero og Spánverjinn Carlos Moya unnið Philippoussis. Ástralarnir Wayne Arthurs og Todd Wood- bridge báru síðan sigurorð af Alex Corretja og Feliciano Lopez í tviliðaleik og því þurftu Lleyton Hewitt og Carlos Moya ekki að spila • síðasta einliðaleikinn. Þetta ^ var 28. sigur Ástrala í Davis- bikarnum en þeir unnu bikarinn síðast árið 1999. Völsungur frá Húsavík vann sinn fyrsta íslandsmeistaratitil í meistaraflokki þegar þeir lögðu Val í framlengdum úrslitaleik, 3-2, í íslandsmótinu innanhúss Völsungur frá Húsavík og Valur eru íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu árið 2003. Völsungur lagði Val, 3-2, í dramatískum úrslitaleik hjá körlunum en Valsstúlkur unnu stórsigur á Eyjastúlkum í úrslitaleik kvenna, 7-1. Völsungur vann stórsigur á Fram, 4-0, í 8-liða úrslitum og fylgdi þeim sigri eftir með góðum sigri á ÍA, 2-1, í undanúrslitum. Valsmenn lögðu aftur á móti Keflavík, 4-1, í 8-liða úrslitum og lenti svo í kröppum dansi gegn FH í undanúrslitum. Sá leikur endaði í vítakeppni þar sem Valsmenn höfðu að lokum sigur, 7-6. Úrslitaleikurinn var bráðfjörugur frá upphafi. Jóhann Hreiðarsson kom Valsmönnum yfir eftir tæpa mínútu með þrumufleyg sem endaði efsti í markhorni Húsvíkinga. Róbert Skarphéðinsson jafnaði síðan metin fyrir Völsunga með marki rétt fyrir leikhlé. Bæði lið fóru sér hægt í seinni hálfleik og allt stefndi í framlengingu þegar Sigurbjörn Hreiðarsson kom Valsmönnum yfir þegar aðeins rúm mínúta var eftir af leiknum. Það sættu Völsungar sig illa við og hófu að sækja af kappi. Þeir jöfnuðu síðan á dramatískan hátt þegar aðeins fimm sekúndur voru eftir af leiknum. Hermann Aðalgeirsson, markvörður Völsunga, fékk þá boltann á miðjum vallarhelmingi Valsara og hann þrumaði honum í bláhornið fram hjá Ólafi Þór Gunnarssyni, markverði Vals. Völsungar héldu uppteknum hætti í framlengingunni og það var áðurnefndur Hermann sem skoraði eina markið í framlengingunni með öðrum þrumufleyg og við honum áttu Valsmenn ekkert svar. Völsungar fögnuðu hreint ógurlega í leikslok og skal engan undra þar sem árangur þeirra var mjög óvæntur en þó fyllilega verðskuldaður. Hið unga lið Húsvíkinga tapaði fyrsta leik sínum í mótinu gegn FH en litu svo aldrei til baka og unnu titilinn. Létt hjá Valsstúlkum Úrslitaleikurinn í kvennaflokki var ekki eins spennandi og skemmtilegur en þar áttust við Valur og ÍBV. Valsstúlkur lögðu ÍA í undanúrslitum, 3-0, en ÍBV vann góðan sigur á KR, 2-1. Það var ljóst frá upphafi að Valsstúlkur ætluðu sér titilinn því þær réðu lögum og lofum á vellinum frá upphafsflauti leiksins. Mörkunum tók að rigna í Laugardalshöllinni og markvörður Eyjastúlkna var ekki öfundsverður af híutverki sínu. Sjö sinnum mátti hún gera sér það að góðu að hirða knöttinn úr netmöskvunum á meðan Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Vals, þurfti aðeins einu sinni að horfa á eftir boltanum fara fram hjá sér. Pála Marie Einarsdóttir og Laufey Ólafsdóttir voru öflugar í liði Vals með tvö mörk hvor. Dóra María Lárusdóttir, Dóra Stefánsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir settu svo sitt markið hvor. Elena Einisdóttir gerði eina mark ÍBV í leiknum. Sætur íslandsmeistaratitill hjá Valsstúlkum sem léku einkar vel á mótinu og unnu alla leiki sína nema einn þegar þær gerðu 2-2 jafntefli gegn KR í riðlakeppninni. henry@dv.is íslandsmeistarar Völsungar fögnuðu ógurlega eftir að Islandsmeistaratitillinn var í höfn og hér sést fyrirliði þeirra, Arngrímur Arnarsson, hefja bikarinn góða á loft. DV-mynd Pjetur Árni Gautur Arason, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu ákveður sig í dag hvort hann gangi til liðs við austurríska félagið Sturm Graz Stór og erfíð ákvörðun Landsliðsmarkvörður íslands í knattspyrnu, Árni Gautur Arason, mun ákveða sig f dag hvort hann ætli að ganga til liðs við austurríska félagið Sturm Graz. Árni var í Austumki um helgina þar sem hann ræddi við forráðamenn félagsins, fór í læknisskoðun og sá liðið spila er þeir gerðu jafntefli gegn Pasching, 2-2. Árni sagði í samtali við DV Sport í gær að ákvörðunin væri erfið en þó væru meiri líkur en minni að hann tæki tilboði austurríska félagsins. „Mér líst ágætlega á þetta alll saman. Liðið er með glæsilegan völl og allar aðstæður eru til fyrirmyndar. Mér líst ágætlega á liðið en það var mjög óheppið að ná ekki sigri í þessum leik sem ég sá gegn Pasching. Þeir hafa reyndar verið í vandræðum í deildinni en þeir segja mér hjá félaginu að þetta sé allt á réttri leið,“ sagði Árni og bætti við að læknisskoðunin hefði gengið vel en hann væri samt meiddur á öxl og gerði ráð fyrir að gangast undir aðgerð á öxlinni í Noregi á miðvikudag. Hann verður væntanlega ffá í 3-5 vikur í kjölfarið. Illa hefur gengið hjá Sturm Graz í vetur og félagið er enn í fallbaráttu. Það gerir ákvörðunina erfiðari en ella fyrir Árna sem er ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að leika í 2. deild í Austurríki. „Þetta er náttúrulega mjög stór ákvörðun og það hjálpar ekki að liðið sé í fallbaráttu. Við ætlum að skoða borgina í dag og melta málið en munum gefa þeirn svar á morgun [í dag, innsk. blm.] hvort ég taki tilboðinu. Það eru meiri líkur en minni að ég gangi að tilboðinu enda er ekki margt annað í spilunum hjá mér. Það er þó flest skárra en að sitja á bekknum hjá Rosenborg," sagði Árni en samningurinn sem Austurríkismennirnir ■ hafa boðið honum er til tveggja og hálfs árs. henry@dv.is r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.