Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Blaðsíða 10
70 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER2003 Fréttir DV Kveikt var á kertum í gærkvöldi til að minnast þeirra sextíu manna sem látist hafa á Reykjanesbraut frá opnun hennar. Tíðni banaslysa þar hefur þrefaldast á síðustu árum. Ungur maður sem missti bróður sinn í slysi við Kúagerði segir slysið ekki líða úr huga sér þegar hann keyrir brautina og hann biðji þess að komast klakklaust á áfangastað. í gærkvöldi Tendrad á kert- um fyrir hvert mcwnslíf sem tapast hefur á Reykjanesbraut. D V mynd Hari hjartaö við „Á þessu árí hafa 6 einstaklingar látist íjafnmörgum slysum á Reykjanesbraut, og hafa banaslysin aldrei verið jafn tíð. Er hér um að ræða tæplega þríðjung allra dauða- slysa á íslandi í ár og á brautin sér enga hliðstæðu í vega- kerfinu" 30. nóvember 2000 mun aldrei líða Gunn- ari Oddssyni eða fjölskyldu hans úr minni. Það var þá sem þau misstu Benedikt, bróður Gunnars, í bílslysi við Kúagerði á Reykjanes- braut. Jeppabifreið Benedikts lenti í hörðum árekstri við fólksbíl sem kom úr gagnstæðri átt. I honum voru hjón á fimmtugsaldri sem létust. Fjögurra ára dóttir Benedikts, sem var með honum í bílnum hélt lífi. Hún fékk slæmt höfuðhögg og var flutt á gjörgæslu- deild, en komst fljótlega á bataveg. Aðstand- endur hennar þakka góðum bflstól að hún hélt lífi. Fjölskylda Gunnars kom saman í gærkvöldi til að minnast Benedikts, eins og hún hefur gert á hverju ári síðan hann lést. „Maður hefur alist upp við þessi allt of tíðu slys á Reykjanesbraut. Eg er alltaf smeykur og fæ sting í hjartað þegar ég heyri af slysum þarna, því það eru alltaf einhverjar líkur á að maður þekki viðkomandi. Ég þekki marga sem hafa lent þarna í slysum, bæði sem hafa látist og hina sem hafa slasast illa. Þeir vilja oft gleymast, þeir sem lifa af‘‘, segir Gunnar, og vísar til þeirra fjölmörgu sem lifðu slysin af en munu aldrei bíða þess bætur: „Ég er ekki reiður yfir því að brautin hafi ekki verið tvö- földið fyrr. Mér finnst þetta hafa gengið mjög hratt og vel. Svo hratt, að það er leitt að sjá að hlé verði gert á verkinu þegar 12 kflómetrar eru eftir". Hann segist hugsa um slysið í hvert skipti sem hann keyrir brautina. „Ég er alltaf með þetta í huga þegar ég keyri þarna. Það eina sem maður hugsar um er að komast klakklaust á áfangastað og vanda sig við akst- urinn. Ég held að það sé lykillinn að bættri umferðarmenningu yfir höfuð; að fara var- lega og vanda sig við aksturinn". Hópur Suðurnesjamanna lokaði Reykja- nesbrautinni nokkrum dögum eftir banaslysið og bflveltu þar sem sex manns slösuðust, undir yfirskriftinni „Þjóðbraut Banaslys á Reykjanesbraut hafa aldrei verið jafn tíð og I ár. dauðans1', og sögðust vera orðnir langþreytt- ir á seinagangi yfirvalda, tvöföldun brautar- innar þyldi enga bið. Tvöföldunin komst á dagskrá ráðamanna og í júní á næsta ári verður umferð hleypt á tvöfalda Reykjanesbraut að hluta, íjórum árum fyrr en upphaflega var gert Gunnar Oddsson Missti bróður sinn íslysi fyrirþremur árum. ráð fyrir. Eftir stendur 12 kílómetra vegarkafli. Um sama leiti var stofnaður áhugahópur um örugga Reykjanesbraut. Síðan brautin var tekin í notkun árið 1964 hafa sextíu manns lát- ist í umferðarslysum þar, en tfðni banaslysa á Reykjanesbraut hefur þrefaldast á síðustu árum. Til að minnast þeirra var í gærkvöldi tendrað á friðarkertum við Kúagerði - eitt fyr- ir hvern einstakling sem lést. Otendruð kerti táknuðu þau dauðsföll sem hægt væri að koma í veg fyrir með því að klára breikkun Reykjanesbrautar. Rannsóknir hafa sýnt að af þjóðvegum landsins er mesta umferðin og flestu slysin á Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi og Reykja- nesbraut. „Á þessu ári hafa 6 einstaklingar lát- ist í jafnmörgum slysum á Reykjanesbraut, og hafa banaslysin aldrei verið jafn tíð. Hér er um að ræða tæplega þriðjung allra dauðaslysa á íslandi f ár og að því leiti á brautin sér enga hliðstæðu í vegakerfmu. Auk þess hafa fjöl- margir slasast alvarlega og munu aldrei bíða þess bætur. Öll dauðaslys á þessu ári má rekja til einfaldrar Reykjanesbrautar þar sem bif- reiðar mætast úr gagnstæðri átt“, segir Stein- þór Jónsson, formaður áhugahópsins. „Seinni hluti tvöföldunar Reykjanesbraut- ar, 12 kflómetra kafli, hefur verið hannaður og er tilbúinn til útboðs. Verktakar gætu klárað allt verkið á rúmu ári sé þess óskað. Verkið er á vegaáætlun til 2010, en við teljum seinni áfanga verksins ekki tryggðán nema með ffek- ari stuðningi þingmanna", segir Steinþór. brynja@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.