Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Blaðsíða 32
Fréttaskot Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrirhvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. 550 5090 SKAFTAHLÍÐ 24 105 REYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMt 550 5000 9 Lffið á Stöð 2 er í lausu lofti eftir hræ- ingar undafarinna vikna og ekki síst eftir það reiðarslag sem fréttastofa stöðvarinn- ar vrð fyrir í síðustu skoðanakönnun. Með- al bjargráða sem menn sjá er ráðning Sólveigar Bergmann, fyrrum fréttastjóra Skjás eins. Má vera að hún taki við frétta- stjórastariinu af Karli Garðarssyni en með því ætlar Sigurður G. Guðjónsson forstjóri að fá ferskt blóð í frétt- irnar og svo kven- mann á frontinn sem geti keppt við Elínu Hirst um hylli áhorfenda. Mikill titringur mun annars vera meðal yfir- manna á Stöð 2 vegna yfir- vofandi eigendaskipta en nýir menn eru taldir líklegir til að vilja hreinsa rækilega til. Hún er engin svikamylla! * Jí 'Ao&i dollara Pemavinur Se Josephine Aba Ebu Langarað komast í samband við Islending. Leitar að sönnum vini. Josephine Aba Ebu býr í Gana þar sem hún stundar háskólanám. Josephine langar til að eignast pennavin á íslandi. Hún hefur lengi reynt en án árangurs. Því skrifaði hún DV bréf og lét þrjá dollara fylgja með ef það kæmi að gagni. Og svo sannarlega. Eins og sjá má á myndinni er Josephine geðþekk og stúlka sem allir gætu verið stoltir af að ast á við. Áhugasvið hennar spannar ákjós- anlegar víddir eins og hún greinir skilmerki- lega ffá í bréfi sínu til blaðsins: Heimilisfang: P.O. Box CC 1238, Oguaah Town, Central Region Ghana - West Africa. Tölvupóstur: josephine@mail2ghana.com Aldur: 27 ára. Hjúskaparstaða: Ógift. Tómstundir: Tónlist, sund, matreiðsla, ferðalög og skoðanaskipti. Áhugamál: Leit að sönnum vini. Ghana er á Atlantshafsströnd Afríku á milli Fflabeinsstrandarinnar og Togo. íbúar eru 18 milljónir og 800 þúsund talsins. Kven- fólk í töluverðum meirihluta en meðalaldur þeirra er aðeins 58,6 ár. Meðalaldur karl- rnanna í Ghana er þó lægri eða 55,8 ár. Josephine bíður eftir svari. Stórbrotin sjón Vindmyllurnaryrðu á stærð Vindmyllur í Gróttu „Það má skoða þetta með opnum huga en forðast þó að efna til gönu- hlaupa," segir Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, um hugmyndir um að setja upp vindmyllur f Gróttu. Nesið er nú sjálfu sér nægt með heitt vatn og ef vindmyllur gætu séð byggðinni fyrir rafmagni þyrfti ekki að kaupa annað en neysluvatn frá Reykjavík. „Þó tel ég að flestir Seltirningar myndu vilja stíga varlega til jarðar í þessu máli,“ segir bæjarstjórinn. Hitaveitan á Seltjarnarnesi hefur komið skemmtilega á óvart því með nýt- ingu hennar hefur bæjarstjórninni tekist að bjóða íbúum upp á allt annað verð fyrir heitt vatn en tíðkast í Reykjavík. Taxtinn mun vera um 80 prósent- um lægri en gerist annars staðar: „Það þýðir einfaldlega að fólk hér getur far- ið tvisvar í bað fýrir sama verð og Reykvfkingar greiða fyrir eina baðferð. Það munar um minna,“ segir Jónmundur og er ánægður með. „Hvað varðar vindmyllurnar þá hef ég ílogið yflr slík svæði í Hollandi og víðar og þetta set- ur mark sitt á landslagið. I því ljósi þyrfti að skoða málið.“ í Danmörku hafa sérstakir vindmyllugarðar verið settir upp og framleiða þeir umtalsverða orku fyrir nágrannabyggðir. Þeir eru fyrir löngu orðnir hluti 'af dönsku landslagi og ekki lengur umdeildir: „Grótta myndi henta vel fyrir vindmyllur því þar er stöðugt rok. Ég hef aldrei verið þar í logni,“ segir Seltirningur sem sér vindmyllur í hillingum. Glæsileg og vönduð frístundarhús Fallegu og hlýju Frístundarhúsin frá okkur eru réttu húsin við íslenskar aðstæður, reiknaðu dæmið til enda. Hugsaðu um kyndingarkostnað og viðhald, þú byggir væntalega ekki nemaeinu sinni slíkt hús. Lagfærum og byggjum við eldri hús, hentar vel þeim sem eiga hús í næsta nágrenni við okkur. Borgarhús ehf. Grímsnesi Símar. 894-3555 og 486-4418 • Vefsfða www.borgarhus.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.