Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2003, Blaðsíða 30
II * 30 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER2003 Síðast en ekki síst DV blaðamaður að skoða land og þjóð. Bifvélavirki fær gullplötu Hljómplötusala fyrir þessi jól fer vel af stað og eru útgefendur jafnt sem flytjendur afar sáttir. Átta plötur sem gefnar eru út í ár eru nú að nálg- I ^ . ast - eða komnar yfir - gull- plötumarkið sem eru 5.000 seld eintök. í gær var bifvélavirkjan- um á Akureyri, Óskari Péturssyni frá Álftagerði í Skagafirði, veitt gullplata fyrir Aldrei einn á ferð. Hún hefur þegar selst í 7.100 eintökum. Sú plata sem best hefur selst í ár eru Ferðalög þeirra KK og Magnúsar Eiríkssonar sem kom út í sumar en Óskar Pétursson er í öðru sæti. „Við erum mjög ánægðir með sölu íslenskra geisladiska, sem hefur aukist mjög merkjanlega frá í fyrra. Þessi aukning hefur greinilega verið á kostnað erlendrar tónlistar," segir Einar Bárðarson, talsmaður hljóm- plötuútgefanda. Alls koma út 170 ís- lenskar plötur fyrir þessi jól. Einar segir að salan muni vænt- anlega aukast stórum næstu daga; meðal annars í kjölfar útgáfu Plötu- tíðinda sem fyrir helgina var dreift á hvert heimili í landinu. Þá getur Ein- ar einnig tilleggs Hagkaupa, sem um helgina lækkuðu verð á geisladisk- um sem nemur álögðum virðisauka- skatti. Óskar Pétursson Tók ígær við gullplötu. Aldrei einn á ferð hefur nú þegar selst í 7.100 eintökum. Skák Hér eigast við tveir óþekktir spænskir skákmenn suður í sólinni f keppni taflfélaga á Spáni. Sóknin er einföld og skemmtileg og svo beið sólin úti! Hvítt: M. Navarro Cia (2337) Svart: C. Rodriguez Amezqueta (2056) Spánska deildakeppnin. Sanxenxo (1), 17.11.2003 Hvítur á leik! 30. Dg2 Hxc2 31. Dg7+ 1-0 Síðast en ekki síst • Knattspyrnuá- hugamönnum brá nokkuð í brún í gær þegar þeir stilltu inn á Boltann með Guðna Bergs á Sýn. Þátturinn gekk sinn vana- gang með Guðna ^ og Heimi Karls- son í brúnni en gestur þeirra að þessu sinni var Olafur Þórðarson, þjálfari Skagamanna í knattspyrnu. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema að á sama tíma og þátturinn stóð yfir var íslands- mótið f knatt- spyrnu innan- húss í gangi. Lið Skagamanna var þar þjálfaralaust í fjarveru Ólafs og tapaði í undanúrslitum fyrir Völs- ungi. • Árlegt íjölmiölamót í knatt- spymu var haldið í Fífunni í Kópa- vogi í gær. Þátttaka var ekki eins góð og oft áður enda fjölmiðlamenn vanari því að leikið sé á laugardög- um. Aðeins sjö lið mættu til leiks en t keppnin var góð og skemmtu menn sér hið besta. Það var Morgunblað- ið sem stóð að lokum uppi sem sig- urvegari eftir sigur á Stöð 2 í æsispennandi úr- slitaleik sem fór í framlengingu og vítaspyrnu- keppni. Fróði hafnaði í þriðja sæti eftir sigur á RÚVen RÚV komst í undanúr- sliti með því að ná naumu jafn- tefli við DV. Margir höfðu vonast eftir stjörnum prýddu liði frá Stöð 2, með menn eins og Guðna Bergs og Eyjólf Sverrisson innanborðs, en m ekki varð af því að þessu sinni... Almælisveisla Rás 2 20 ár Rás 2 hélt upp á tvítugsafmæli sitt með glæsibrag í útvarpshúsinu við Efstaleiti á laugardagskvöldið í beinni útsendingu hjá Gísla Mart- eini. Hátt í 200 manns fögnuðu þar í dýrlegum gleðskap enda ástæða til. Tuttugu ár í lífi útvarpsstöðvar er langur tími og þá sérstaklega þegar afmælisbarnið heldur heilsu og er síkátt í erli dagsins: „Það var skemmtilegt að geta fært útvarpið inn í sjónvarpið eins og við gerðum þarna á laugardags- kvöldið. Ég er viss um að Rás 2 á eft- ir að halda upp á þrítugsafmæli sitt af ekki minni krafti," segir Jóhann Hauksson, yfirmaður Rásar 2, sem í gær var reyndar staddur í plötubúð til að kaupa jólagjafir handa frænd- um sínum í útlöndum. Og að sjálf- sögðu keypti hann íslenskt: „Ég er að hugsa um eitthvað með I svörtum fötum. Mér er sagt að það sé ágætt,“ segir Jóhann sem er kannski ekki með allt á hreinu varðandi íslenska nútímatónlist en starfsmenn hans bæta það upp og vel það: „Það er einmitt eitt af því sem gerir Rás 2 að því sem hún er. Það er þetta eilífa grúsk hjá starfsmönnunum og kynning á íslenskum hljómsveitum sem skilað hafa miklu. Það er til dæmis Rás 2 að þakka að hljóm- sveitin Sigurrós var spiluð á 20 út- varpsstöðvum í Evrópu í upphafi ferils síns og slíkt hefur áhrif," segir Jóhann sem heldur afmælisveisl- unni áfram í dag. Hljóðfærum hefur verið stillt upp í hljóðveri rásarinnar og svo koma íslenskir tónlistarmenn í heimsókn einn af öðrum og taka í græjumar. Hver með sínum hætti eins og verið hefur aðalsmerki Rásar 2 frá upphafi. Til hamingju með daginn. Tæknimaður með tvaer HremnValdi- marsson tæknimaður hefur starfað á Rás 2 frá upphafi og átt sinn þátt Ítærum tóni rásarinnar. Hér með tvær I takinu I afmælisveislunni. Skytturnar þrjár Þessirhafa oft hitt imark á Ras 2: Þorgeir Ástvaidsson, fyrsti útvarpsstjóri Rásar2, Markús Örn Antonsson, æðstiyfirmað- ur hennar lengst afog Jakob Frimann Magnús- son, stuð-og stjórnmáiamaður. Utvarpsstjarna í heim- sókn Stefán Jón Hafstein, einhver skærasta útvars- stjarna Rásar 2 fyrr og síðar, lét sig ekki vanta íafmæiið. Hérmeð Markúsi Erni. • Eins og kunnugt er hef- ur Jón Ólafsson sagt skilið við ísland að sinni og er fluttur með allt sitt haf- urtask af landi brott. Til að tryggja að fólk gleymdi honum nú ekki bauð Jón til kveðjuveislu á Hótel Nor- dica á fimmtudagskvöldið í síðustu viku. Dyggustu starfsmenn hans, vinir og kunningjar voru boðnir til gleðinnar en þeir sem mættu á staðinn gripu í tómt. Jón var þá floginn út og engin varð veislan... • Mikla athygli vakti frétt hér á síðunni á laugardag um að Guðmundur heitinn Ingólfeson djasspfanisti væri sá maður sem í bili virðist hafa stöðvað áform íslenskrar erfðagreiningar um Krossgátan Lárétt: 1 fituskán,4 héla, 7 konungur, 8 spil, 10 ástundun, 12 húð, 13 glögg, 14 bráðlega, 15 sápulög, 16 bugt, 18 galsi, 21 fæðingu, 22 mynni,23 orku. Lóðrétt: 1 augnhár, 2 kærleikur,3 ragur,4 sam- svörun, 5 sveifla, 6 út- rými, 9 risi, 11 nirfill, 16 fölsk, 17 hljóðfæri, 19 eyri, 20 óværa. Lausn á krossgátu ’sá| oz ‘)\J 61 'oqp L l '?IJ 91 'soueu l1 j|gj} 6 '!?UJ 9 'gu s 'egæjseim p 'sne|>(jef>( £ 'ise z '?Jq l sye £z 'sojb zz 'IQJnq Lí jsjæ 81 'eo|j 91 'jn| s l 'uuas y i '>jsou £ l 'g°J Zl '!ug! 0 L 'eu? 8 '!l9fs z 'uJJJq Þ '>|?Jq L gagnagrunn á heilbrigðissviði. Þar gleymdist hins vegar að taka fram að Guðmundur er nú þekktastur fyrir að það var djasstríó hans sem lék gömul íslensk dægurlög inn á hljómplötu og disk undir nafninu Gling-gló. Guðmundur fékk Björk Guðmundsdótt- ur til að syngja lögin og var þetta skömmu áður en hún sló endanlega í gegn í út- löndum og varð heims- fræg. Plata Guðmundar og Bjarkar er nú orðin mikil „cult“-plata bæði hér á landi og ekki síður í útlöndum, þar sem aðdáendur Bjarkar sækjast ákaft eftir plötunni, enda stjarnan þeirra þar við annað heygarðshorn en á sínum eigin plötum, en syngur ekki síður vel. Hermt er að margir séu farnir að stunda það þegar þeir fara til útlanda að hafa jafnan í farteskinu eins og fimm eintök af Gling-gló plötu Guðmundar og Bjarkar, til að bjóða í skiptum fyrir greiða og þjónustu, og sagt er að í útlöndum opnist flestar dyr ef Gling-gló er í boði,.. Veðrið Allhvasst slödegis +1 Gola m Allhvasst síðdegis +4’ Nokkur vjndur N Gola Nokkur Indur Allhvasst síödegis +3 -2Gola £2>t Gola Gola Hvassviðri síðdegis c

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.