Dagblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 4
4 DAOiBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. SF.PTEMBER 1976. „Meginþungi hofnargjolda hvílir ó útgerðinni, fiskvinnslan þarf ## lítið að greiða — segir Gylfi Isaksson verkfrœðingur „Gert er ráð fyrir 25% hækkun hafnargjalda þegar gerðar eru spár fyrir hafnirnar," sagði Gylfi ísaks- son verkfræðingur sem mun flytja erindi um fjárhag hafna og gjaldskrár á þingi Hafnar- sambands sveitarfélaga. Gylfi sagði að afkoma hafna væri víðast hvar léleg og væri Reykjavíkurhöfn ekki undan- skilin. Sú höfn hefði ekki notið ríkisstyrkja um áratuga skeið og heldur ekki fengið innlend eða erlend lán. Væri nú svo komiö fyrir Reykjavíkurhöfn, að rekstrarafgangur væri svo lítill að ekki væri unnt að leggja í neinar framkvæmdir. Betri útkoma í ár en í fyrra Gylfi sagði að allt útlit væri fyrir að hafnirnar sýndu betri afkomu í ár en í fyrra. Réðu þar mestu 60% hækkun hafnar- gjalda sem kom til fram- kvæmda í vor. Gylfi sagði að slíkur vandi blasti nú við rekstri hafna á íslandi að það yrði að fara að velja um leiðir til að bjarga mörgum þeirra. Samkvæmt at- hugunum sem gerðar hafa verið á vegum Hafnarmála- skrifstofunnar virðist um tvo valkosti að ræða: Annars vegar að láta notendur hafnanna greiða hærri hafnargjöld, eða að ríkið borgaði með því að gera hafnirnir að landshöfnum. Sagði Gylfi að það væri pólitísk ákvörðun og myndi hann ekki fjalla um þá hlið málsins. Kvaðst hann fyrst og fremst ætla að fjalla um það, hvaða úrbætur hafnaryfirvöld gætu sjálf gert með því að fá hærri hafnargjöld. Fiskiskip greiða ámóta mikið og kaupskip Gylfi sagði að það væri nokkuð mikill misskilningur þegar menn teldu að fiskiskip greiddu mun minna til hafn- anna en kaupskip. Benti hann á það að fiskiskip greiddu 0,85% af afla- verðmæti til hafnanna. Hlut- fallið hefði verið lækkað úr einu prósenti og væru hafnar- menn almennt mjög óánægðir með það og teldu það spor aftur á bak. Þá greiða fiskiskip i heima- höfn 518 krónur á ári á hverja brúttórúmlest. , Benti Gylfi á það, að algengt væri að 1000 tonna togarar greiddu 1-2 milljónir króna ár- lega í hafnargjöld. Kaupskip greiða lesta- og bryggjugjöld. Verða þau að greiða ákveðið gjald fyrir hverja brúttórúmlest. Þannig greiddi 1000 tonna skip 4.800 krónur fyrir hvern sólarhring sem það væri í höfn. Lestar- gjald er aðeins greitt einu sinni hversu lengi sem skipin eru í höfn og eru það 9.600 krónur. Benti hann á það að útgerð fiskiskipa greiddi bæði skipa- gjöld og afíagjöld og væri því hlutur fiskvinnslunnar lítill í greiðslu hafnargjalda. Hafnargjöld fyrir kaupskip hafa lítil áhrif á afkomu hafna Gylfi sagði að hafnargjöld fyrir kaupskip væru lítill þáttur í tekjum hafna utan Reykjavikur. Væri það algengt að hafnargjöld fiskiskipa næmu 90-100% af tekjum hafnanna. Þessi gjöld hrykkju þó hvergi nærri til og væru hallinn á rekstri margra hafna mikill baggi á sveitar- sjóðunum. Mjög misjafnt væri hversu stórum upphæðum bæjar- félögin kysu að verja til hafnar- gerðar. Nefndi hann Ólafsvík sem dæmi um kauptún þar sem sveitarfélagið tæki mjög myndarlega þátt í rekstri hafnarinnar. -BA. Gófu heilamœlitœki Soroptimistaklúbburinn færði Borgarspitalanum I Reykjavlk nýlega að gjöf rannsóknartæki til mælingar á þrýstingi á heila, og er myndin að ofan tekin við það tækifæri. Mun tækið verða notað í sam- bandi við heilaskurðlækningar og er þessi aðferð mun öruggari, hættuminni og ná- kvæmari, en áður hefur tiðkazt. Kaupverð tækisins er um 800 þúsund kr., en aðflutningsgjöld fengust felld niður. Með þessari gjöf vill Sor- optimistaklúbburinn sýna hug sinn til hins veigamikla starfs, sem unnið er við heila- skurðlækningar á Borgar- spitalanum. Umboðið í Njarðvík vantar blaðbera í Innri- Njarðvík. Upplýsingar í síma 2865 hjá Guð- «"”» ®u®mundsdóttur. Málaskólinn Mímir Lifundi tungumálakennslu. Mikið um nýjungar. Kvöld- námskeið — síðdegisnámskeið. Samtalsflokkar hjá Eng- lendingum. Léttari þýzka. íslenzka fyrir útlendinga. Franska, spánska, ítalska. Norðurlandamálin. Hin vinsælu enskunámskeið barnanna. Unglingum hjálpað fyrir próf. Innritun í síma 10004 og 11109 kl. 1-7 e.h. Síðasta tœkifœri að • r ■ r x sja bruðar- skartið Undanfarnar vikur hefur Þjóð- minjasafnið sýnt brúðkaups- og brúðarskart í Bogasalnum. Sýningunni fer nú að ljúka og verður næsta helgi síðasta sýningarhelgin. Um helgina verður opið frá kl. 13.30—22, en áður hefur sýningin aðeins verið opin á safnstíma. t forsaluum hefur verið lítil sýning, íslenzkar útsaumsgerðir, og verður hún opin eitthvað fram eftir haustinu. Aðsókn að þessum sýningum hefur verið nokkuð góð miðað við að þær hafa ekki verið oþnar ulan venjulegs safnstíma. — A.Bj. Engin opinber gengisskráning fyrir íslenzku kr. erlendis „Gengisskráningin er ákveðin þannig að miðað er við markaðsgengi erlendis. Gengi á dollara er ákveðið og gengi annarra gjaldmiðla ákvarðað út frá þvi,“ sagði Sigurður örn Einarsson, skrif- stofustjóri Seðlabankans. Seðlabankinn hefur þvi fast- ar reglur um það hvernig islenzka krónan standi gagn- vart erlendum gjaldmiðli. En hvernig er þessu háttað erlendis? Hafa erlendir bankar gert sér ljóst hvernig dollar- inn eða pundið stendur gagnvart islenzku krónunni? Svarið var einfaldlega nei. Sigurður örn kvaðst ekki hafa nein gögn i höndunum um þá hvaða verð fengist fyrir islenzka hundrað krónu seðla erlendis. Gengisskráning fyrir íslenzkan gjaldmiðil virtist ein- faldlega ekki vera til. Gjaldmiðill okkar væri ekki tekinn með eins og gjaldmiðlar annarra þjóða, meira að segja Færeyinga. Sigurður sagði að það væri helzt að íslenzkur gjaldmiðill væri til umræðu I bönkum er- lendis, ef einhver ætlaði að fara fram á að honum yrði skipt. Þá risu vandkvæði, því á töflum í öllum bönkum sem fjalla uin stöðu gjaldmiðils viðkomandi lands gagnvart öðrum peningum, sést íslenzka krónan aldrei. Afföllin við sölu háð ákvörðun einstakra banka Sigurður sagði að bankar hefðu leyfi til þess að taka gjald, sem þeir sjálfir ákvæðu, fyrir að skipta seðlum. Virtist svo sem lítil takmörk væru fyrir því, hversu mikil afföll þeir færu fram á. Benti Sigurður á það að i Danmörku væri einna bezt að skipta isl. seðlum, en þar tapa menn um 15% við að fá danskar krónur. Er hann var spurður um Bandaríkin, sagði hann að þar væri ekkert fast verð á íslenzkum krónum, enda virtist enginn markaður vera þar fyrir þann gjaldmiðil. — BA Varadekk í hanskahólfi! PUNCTURE PIL0T UNDRAEFNIÐ — sem þeir bil- stjórar nota, sein vilja vera lausir > •■ A ii A i'lrtttéit i ■ »■%> /I iil.- I' ftt/tl I springi á bilnum. — Fyrirhafnar- laus skyndiviðgerð. Loftfylling og viðgerð i einmn brúsa. íslenzkur j leiðarvísir fáanlegur með | hverjum brúsa. Umboðsinenn um allt land Launakjör ísienzkra útvarps- og sjónvarpsmanna: Starfskjör og laun áberandi verst á öllum Norðurlöndunum — segir starfsmannafélag sœnska sjónvarpsins „Við styðjum heilshugar rétt- mætar kröfur íslenzkra starfs- bræðra okkar um betri laun og starfsskilyrði," segir í tilkynn- ingu frá Starfsmannafélagi sæ.iska útvarpsins, en i því eru um 4.000 félagsmenn. í tilkynn- ingunni segir að á þrem sam- vinnufundum norrænna starfs- manna við útvarps- og sjónvarps- stöðvar hafi ath.vglin í sívaxandi mæli beinzt að aðstæðum í sjón- varpi og útvarpi á íslandi og sé ljóst að starfsmenn þessara stofn- ana skipi allt of lágan sess í launa- stiganum samanborið við starfs- menn annarra norrænria stöðva. Þá segir einnig að starfskjörin séu einnig áberandi verst á ís- landi. Félagið tekur ekki afstöðu til þess hvort aðgerðir sjónvarps- manna samrýmist islenzkum lögum, en segir að það sé grund- vallarafstaða Starfsmannafélags sænska sjónvarpsins og út- varpsins að starfsmenn við út- varps- og sjónvarpsstöðvar eigi samkvæmt lögum og samningum að hafa rétt til að grípa til fag- legra aðgerða í kjaradeilum. Orðsending þessi er dagsett í gær, 22. sept., og ritar Hans Hern- born, formaður starfsmanna- félagsins undir hana. Kjör út- varps- og sjónvarpsmanna hér virðast því ekki lengur vera neitt einkamál okkar, heldur hafa þau vakið athvgli erlendis. eins og þessi orðsending ber með sér. — G.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.