Dagblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 13
DAGBLAÐjri FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1976. 13 - - þróttir íþróttir jþróttir BERRI leikfimibolir Allar stœrðir fyrirliggjandi Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Hólagarði Breiðholti Simi 75020 Klapparstíg 44 Sími 11783 — 21 norskt met sett i frjólsum íþróttum í ór Loksins — eftir óteljandi til- raunir — stökk Norómaður yfir 2.20 metra í hástökki. Það skeði nýlega í leikvellinum í Molde og það var Leif Roar Falkum, sem vann það afrek — afrek, sem Norðmenn hafa svo lengi beðið eftir, skrifar Edvard Bræin í Dagbladet í Noregi. Fyrir tveim- ur árum stökk Leif Roar yfir 2.23 metra á sama leikvelli — en það var í aukatilraun og því ekki viðurkennt sem norskt met. Það var sem sagt gamlakempan Leif Roar Falkum, sem varð fyrst- ur til að ná þessum áfanga hjá Norðmönnum. Ekki ungi strákur- inn Terje Totland. Báðir — einkum þó Totland — hafa verið nálægt þessum áfanga, einkum í ár — svo náðist stökkið á litlu móti í þýðingarlítilli keppni An taugaspennu. Nú getum við búizt við, að norska metið færist mjög upp á við, segir Bærin enn- fremur. Þegar ákveðinn „múr“ hefur verið brotinn fylgja venju- lega á eftir stórbætt afrek. I öllu falli er 2.20 metrar ekki múr fyrir norska hástökkvara lengur. (islandsmet Jóns Þ. Ölafssonar, ÍR, í hástökki er 2.10 m— sett 1967. Innanhúss stökk Jón hæst 2.11 metra). „Norskt hástökk" er þar með komið i góðan félagsskap, þó stöðugt fleiri bætist i þann hóp hástökkvara sem stokkið hef ur yfir 2.20 m.Sá fyrsti í heimin- um til að stökkva þá hæð var Bandarikjamaðurinn John Thomas, þegar hann á úrtökumóti i Palo Alto í Kaliforniu fyrir Olympiuleikana i Róm 1960 náði hinum ótrúlega árangri 2.22,9 metrar. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar — Fosbury- stillinn leit dagsins ljós. Heims- met Dwight Stones, USA, er nú 2.32 metrar. Árið 1975 voru ekki færri en 43 hástökkvarar í heiminum, sem stukku 2.20 metra eða hærra — og í ár hefur 21 hástökkvari stokk ið yfir 2.23 metra og hærra. Hástökksmetin í hinum ýmsu löndum Evrópu eru: Belgia (2.23), Danmörk (2.25), Austur- Þýzkaland (2.24), Finnland (2.21), Frakkland (2,26), Grikk- land (2,22), Italía (2,23), Júgó- slavía (2,20), Holland (2,20),Pól- land (2.29 — Evrópumet), Rúmenia (2.20), Sovétrikin (2.28), Spánn (2.21), Svíþjóð (2.23) , Sviss(2.20), Tékkó- slóvakía (2.24), Ungverjaland (2.24) og Vestur-Þýzkaland (2.24) . Bretland, Island, Búlgaria, Portúgal, Luxemborg, Albania, Irland, Austurriki og Tyrkland eiga þvi ekki enn há- stökkvara af Evrópuþjóðum sem stokkió hafa yfir 2.20 metra. I allt eiga 29 lönd í heiminum landsmet sem er 2.20 m eða betra. Enef við snúum okkur að Norð- mönnuni aftur þá höfðu fyrir skömmu verið sett 21 norskt met í frjálsum íþróttum i sumar. 21 met i 13 greinum. Þau eru: 1500 m Lar Martin Kaupang 3:37.4 mín. — sett á Bislet 30. júni. Hástökk. Terje Totland 2.19 m I Österreidet 10/7, Leif Roar Falkum 2.19 m I Askim 15/8 og 2.20 m í Molde 31/8. Stangarstökk. Wilhelm Sorteberg 5.01 m í Los Angeles 21/3 og 5.05 í Turku 12/6. Kúluvarp. Knut Hjeltnes 19.77 m á Bislett 22/6. Kringlukast. Hjeltnes 64.38 m í Modesto, Kaliforniu, 22/5. KONUR 1500 m Grete Waitz 4:04.8 min. á Bislett 29/7. 3000 m Grete Waitz 8:45.4 mín. á Bislett 21/6 — jafnframt heimsmet, sem siðan hefur verið bætt verulega, Bragina, Sovét. 100 m. grinda- hlaup. Anne Karine Storsveen og Heidi Benserud 14.2 sek. Bislett 22/6 og Benserud 14.1 sek. Kaup- mannahöfn 17/7. 400 m grinda- hlaup. Anne Hemstad 61.9 sek. á Bislett 21/6. Hástökk. Astrid Tveit 1.83 m. Bislett 1/7 1.84 m. Moelv 3/7. Kringlukast. Gunnhild Hagen 46.70 m í Holmsbu 14/5. Spjótkast. Anne Gro Harby 55.88 á Bislett 21/6. Fimmtarþraut. Heidi Benserud 3999 I Joensuu 12. og 13. júni, og 4063 í Kaup- mannahöfn 17. og 18. júli. -hsím. Falkum stekkur 2.20 á móti í Molde og loks varó draumurinn að veruleika, stökk Norðmanns yfir 2.20. Loks rauf Norðmaður 2.20 metra múrinn í hústökkinu! Ali œtlar að rota Norton fyrir 12.lotu Muhammed Ali og Ken Nortor munu keppa á þriðjudaginn um heimsmeistaratitilinn. Eins og áður þegar Aii er viðriðinn hnefa- leikakeppni eru himinháar upphæðir, sem kapparnir fá. Ali fær rúmar 6 milljónir dollara fyrir keppnina — Norton rúma 1 milljón. Jafnvel getur upphæðin orðið meiri ef tala áhorfenda í kvikmyndahúsum, þar sem keppnin verður sýnd fer yfir ákveðið mark. Ali er eins og áður kokhraustur og hefur sagt að hann muni berja Norton niður áður en 12. lota hefjist í 15 Iotu keppni þeirra kappa. Þeir hafa tvívegis áður mætzt í hringnum — í fyrra skiptið kjálkabraut Norton meistarann mikla — sjálfan Muhammed AIi. Hann náði síðan fram hefndum í siðari keppninni. Norton hefur æft mjög vel á meðan Ali hefur úthrópað eigið ágæti. Þannig hefur orðið að senda tvo af æfingamön'num Nortons á sjúkrahús. Annar með brotin rifbein — hinn með illa skorna vör. 8 milljónir fyrir leik Sænska tennisstjarnan Björn Borg er i sumar hefur sigrað á hverju tennismótinu á fætur öðru mun leika við Adriano Panatta, Italann er einnig hefur staðið sig ágætlega. Hann sigraði i italska og franska meistaramótinu. Sigurvegarinn mun fá r milljónir islenzkra króna i verð- laun — ekki lftill peningur fyrir aðeins einn leik. Auðvitað að þvi tilskiidu að sigra. Iþróttir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.