Dagblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 24
EmbœtHsmenn í gjaldeyrísnámu Opinberir embættismenn geta komizt yfir verulegan um- framgjaldeyri þegar þeir fara utan i embættiserindum og hefur blaðið áreiðanlegar heimildir fyrir að sumir þeirra notfæri sér það. Þetta er einfaldur leikur, þvi fái opinberir embættismenn ferðaheimild til að sækja fund eða ráðstefnu sem á t.d. að standa í þrja daga geti þeir ejn- faldlega farið fram á gjaldeyri fyrir viku til tiu daga þar sem þeir eru ekki krafðir um ferða- heimildirnar þegar gjaldeyrir- inn er afgreiddur. Framvisa þeir þá aðeins far- seðli, sem er stimplaður svo hann verði ekki notaður aftur til að fá út gjaldeyri. Dag- peningar opinberra embættis- manna eru nú sem svarar tiu þúsund krónum. Setjum svo að embættismaður fái heimild til að sækja tveggja daga fund, er reiknað með að þrir og hálfur dagur fari i ferðina, einn og hálfur dagur i komu og brottför. Þessi maður getur sótt um dagpeninga i tiu daga og fær þvi sem svarar 100 þúsund krónum i gjaldeyri. Miðað við að 35 þúsund krónum sé varið í embættisförinagetur maður- inn komið meó 65 þúsund krónur til baka i gjaldeyri og hefur hann greitt fyrir hann á réttu verði úr eigin vasa því ekki gefur hann upp nema 3,5 daga eyðslu á ferðareikningi sinum. Þar sem gengið á dollaran- enginn saman- burður gerður á ferðaheimildum og þeim dagafjölda, sem þeir sœkja um gjaldeyri fyrir um nú er 186.50 kr. en söluverð hans á svartamarkaði 230 til 250 krónur, eru þetta umtals- verð hlunnindi fyrir þá, sem notfæra sér þau. Það skal að lokum tekið fram að embættismennirnir þurfa ekki að dvelja erlendis þann daga- fjölda sem þeir gefa upp við gjaldeyrisumsóknina og far- miðarnir hljóða upp á, heldur geta þeir komið heim strax skv. ferðaheimildinni, og er ekkert eftirlit með þvi heldur. --O.S. Fyrstu nofn- birting i ávísano- keðjumálinu — Guðjón Styrkársson víkur sœti i Húsbyggingarsjóði Framsóknarfélaganna i Reykjavik Guðjón Styrkársson, hæstaréttarlögmaður, hefur vikið sæti úr stjórn Hús- byggingarsjóðs Framsóknar- félaganna í Reykjavík vegna tengsla við ávisanakeðju- málið, sem svo er nefnt. Guðjón óskaði þess skrif- lega aó varamaður sinn tæki sæti i stjórn Húsbyggingar- sjóðsins unz nafn sitt yrði hreinsað. Skýrir Guðjón frá þvi, að hann hafi skrifað sem frantseljandi aftan á 3 ávianir frá einum þeirra aðila, sem hann segir að talinn sé vera undir rann- sókn i ávisanakeðjumálinu, þ.e. Jóni Ragnarssyni veit- ingamanni I Valhöll. Segir Guðjón ennfremur að hann hafi verið bor- inn röngum sökum í sam- bandi við ávisanakeðjumálið og að hinar röngu sakar- giftir geti hugsanlega orðið til þess að skaða Fram- sóknarflokkinn. Telur Guðjón rétt að vikja sæti úr stjórn Húsbyggingarsjóðs- ins þar til nafn hans verði hreinsað. Tilkynning Guðjóns Styrkárssonar um þessa ákvörðun sina er jafnframt fyrsta nafnbirtingin úr ávisanakeðjumálinu, þar sem Jón Ragnarsson er einn hinna 15 reikningshafa sem rannsóknin tekur til en Guðjón Styrkársson fram- seljandi. Framseljendur ávisana, sem til rannsóknar eru hafa verið og verða að sjálfsögðu kvaddir fyrir rétt til þess að gera grein fyrir viðskiptum þeim, sem liggja til grundvallar útgáfu ávis- ananna. Jón Ragnarsson er erlendis um þessar mundir og náðist því ekki til hans. BS Nýjasta breiðgata höfuðborgarinnar Loksins, loksins kom að því að eitthvað var gert til úrbóta varðandi umferð til miðbæjarins frá: Langholts- og Laugarneshverfum. Sætúnið, sem liggurmeð sjónum neðanBorgartúns, er nú að verða að glæsilegri breiðgötu. Hefur gatan að< auki verið tengd Kringíumýrarbrautinni, svo greiðfært er til suðurs lika. Menn þykjast þó sjá einhverja stöðvun og hindrun i umferðinni við Hringtorgið á mótum Snorrabrautar. Menn gleðjast yfir þvi að umferðarbölið'Við Klúbbinn skuli nú úr sögunni, en fyrir framan þann veitingastað-hefur verið látið afskiptalaust árum saman mesta hneyksli umferðarmálai Reykjavik. DB-mynd Sveinn Þormóðsson. Hola 6 gefur gufu fíl að knýja 2 megavött ,Hola númer sex vió Kröflu hefur blásið að undanförnu og gefið af sér 20 kiló á sekúnduaf gufu og vatni,“ sagði Axel Björnsson eðlisfræðingur sem staddur var við Kröflu i morgun. Axel sagði að þessi 20 kiló við 10 kílóa mótþrýsting gætu framleitt um 2 megavött. Sagði hann að það væri töluvert minna en gert hefði verið ráð fyrir þegar reiknað var út hversu margar holur þyrfti til að knýja jarðgufustöðina. Hefði þá verið gert ráð fyrir 5—6 megavöttum. Aðspurður kvaðst hann ekki telja að frekari gufa fengist úr holu sex en nú er. Axel reiknaði með því að eftir um 2 vikur ætti að vera unnt að sjá hversu gufurikar hola sjö og átta væru. — BA. Sjónvarpskjaradeilan: Engar yfirlýsingar — fyrst víðrœður eru hafnar ,,Ég vil ekki tjá mig um þetta. Við urðum sammála um að gefa ekki út neinar yfirlýsingar fyrst byrjað er að tala við okkur.“ sagði Oddur Gústafs- son formaður starfsmanna- félags sjónvarpsins i morgun um kjaradeiluna í sjonvarpinu. Halndir voru þrír fundir með menntamálaráðherra Vilhjálmi Hjálmarssyni i gær. Sá siðasti kl. 4.30 og stóð hann á annan tima. Oddur sagðist búast við áframhaldandi viðræðum, þótt ekki hefði verið ákveðinn neinn timi. EVI Tekinn fyrir tollskjalafölsun — sem framkvœmd var með aðstoð starfsmanna follstjóroembœttisins Ura- og skartgripa- innflvtjandi var handtekinn miðvikudag i fyrri viku vegna fölsunar dagsetninga á inn- flutningsskjölum á árinu 1975. Leiddu falsaðar dagsetningar á afgreiðsluskjölum til þess, að vörugjald var ekki lagt á tvær viirusendingar. Nam þetta undanskot um 400 þúsundum króna. Tveir starfsmenn tollstjóra- embættisins i Reykjavik hafa látið af störfum vegna þessa máls. að minnsta kosti um stundarsakir. Rannsókn málsins er að mestu lokið hjá sakadómi Reykjavíkur. Vörugjald var lagt á i júli- mauuði 1975 og náði þá ekki til þeirrar vöru, sem innflutnings- skjöl voru afgreidd fvrir, þegar gjaldið var lagt á. Með aðstoð tveggja starfs- manna i tollinum tókst að láta lita svo út sem innflutnings- skjöl hefðu verið afgreidd fyrir þann tima og þau legið afgreidd hjá tollstjóraembættinu. Með þessum hætti komst inn- flytjandinn hjá þvi að greiða tilskilið vörugjald. Rannsókn málsins er, sem fyrr segir nærri lokið, og fer til rikissaksóknara sem tekur ákvörðun um kæru. BS fijálst, óháð daghlað FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER Faðir mis- þyrmdi dóttur sinni Sá fáheyrði atburður gerðist í gærkveldi að. faðir misþyrmdi svo uppkominni dóttur sinni, að flytja varð hana á slysadeild. Dóttirin var stödd á heimili föður síns, þegar eitthvað kastaðist í kekki milli þeira. Upphófst handa- lögmál og sló faðirinn stúlkuna í andlitið svo að fossblæddi. Lögreglan kom á staóinn^og ók strax með stúlkuna. á slysadeild. Faðirinn fékk að vera áfram i sinni ibúð og virðist brotið ekki hafa verið nægilega alvarlegt til að lögreglan tæki hann í sína vörzlu.* ' •BÁ.þ Eldur við Kennara- hóskólann Slökkviliðió var kvatt út um átta leytið í morgun að Kennaraháskólanum. Hafði fólk séð mikinn reyk leggja upp frá skólanum og hélt að hann væri að brenna. Þegar slökkviliðið kom á staðinn kom í ljós að húsvörður skólans hafði kveikt í rusli hjá rusla- geymslu skólans. Varðstjóri slökkviliðsins sagði í morgun að það væri í hæsta móti ólöglegt að kveikja í rusli á bersvæði. Er það meðal annars vegna hættu á því að neistar fjúki. í morgun var hins vegarlogn þannig að greiðlega gekk að slökkva í ruslinu. -BA. Akureyri: Ekið á 16 ára pilt í gærkveldi var ekið á pilt á gatnamótum Þórunnar- strætis og Hamarstígs á Akureyri. Pilturinn var á leið yfir gangbraut þegar bill kom aðvífandi og lenti á hinum gangandi vegfar- anda. Pilturinn brotnaði á fæti. — B.V Hlaupið í rénun „Það reikna flestir með því að hlaupið sé í rénun.,“ sagði Jón Valmundsson verkstjóri vega- gerðarinnar er við ræddum við hann í gær. Hiaupið i Skeiðará náði hámarki í fyrrinótt og mældist rennslið þá 4.500 rúm- metrar á sek. í gær var það komið, niður í 3.600 rúmmetrar á sek. Mannvirki hafa staðið sig með prýði. EVI Sigið við Grims- vötn 60 metrar „Það komu boð frá Helga Björnssyni jöklafræðingi í gær um að sigið á íshellunni við Grímsvötn væri 60 metrar," sagði Pétur Ingólfsson hjá Vega- gerðinni. Ilelgi er á snjóbíl á Vatnajöklimeð tveim öðrum. Veðrið var gott á jöklinum í gær. Sigið við Grímsvötn er breytilegt og getur farið niður í 100 m. Enn rennur mikið úr Grímsvötnum -EVI.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.