Dagblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 14
1-t Rœður nú öðrum heilt Brezki ráðherrann, John Profumo, sem neyddist til þess að segja af sér, þegar upp komst um samband hans við gleðikonuna Christine Keeler á sínum tíma, hefur fengið auka- starf. Hann er ráðinn við Capital útvarpsstöðina og er einm af fimm mönnum, sem gefa fólki i vandræðum góð ráð. Liggan tók ó móti „löggunni“ Þegar vinur okkar Peter Falk kom til Parísarborgar á dögunum tók lögregiuþjónn á móti honum á flugvellinum. Peter Falk — eða Columbo— hafði ekki gert neitt af sér. Lög- reglumaðurinn vildi aðeins hitta persónulega manninn, sem hafði gert hann heims- frægan, en lögregluþjónninn hét einmitt Columbo! Bergman til Þýzkalands Ingmar Bergman, hinn frægi leikstjóri Svía, ætlar sér nú að hafa fast aðsetur í Þýzkalandi. Hann heiðraði Svíþjóð raunar með nærveru sinni í sumar, en segist alls ekki geta búið eða unnið í „þannig“ landi. Heldur upp ó 60 óra starfsafmœli Fred Astaire hefur nýlega haldið upp á 77 ára afmæli sitt og eftir nokkra mánuði á hann 60 ára starfsafmæli. Hefði ótt að vera ó matarkúr Málverkið fræga af Mónu Lisu hinni dularfullu hefur nú enn á ný orðið umræðuefni manna á meðal. Japanskur næringarfræðingur hefur komið fram með þá kenningu að fyrirmyndin hafi einkenni mikillar blóðfitu. Hvítan I augum hennar er gulleit. Hún hefði átt að vera 1 ströngum matarkúr! HUN GETUR SVARAÐ FYRIR SIG Birgitte Bardot hefur lengi hjft orð á sér fyrir að geta svarað vel fyrir sig. Nýlega fékk hún biðilsbréf frá brasiliskum margmilljóna- mærinpi. 1 bréfinu lýsir milljóna- mæringurinn þvi að hann hafi hugsað sig vandlega um áður en hann lagði út biðilsbréfa- skriftirnar og hafi nú ákveðið að biðja ungfrúna að giftast sér. Hann segist eiga ótaldar milljónir Bandaríkjadala. Af eiginkonunni tilvonandi vilji hann fara fram á að hún hafi yndi af hljóðlátum kvöldum heima fyrir, hlusti á hann segja frá eða þegi með honum ef svo ber undir. Þar að auki fer hann fram á að um ævilangt hjóna- band verði að ræða. Bréfið sem Birgitte skrifaði milljónamæringnum var miklu styttra en biðilsbréfið. Það hljóðaði á þessa leið: Hlusta? Þegja? Ævilangt hjónaband? Þú skalt fá þér hund! DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1976. iiiiiiHtiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Hér er ég í fyrstu leðurfötunum í fyrsta raun- verulega hlutverkinu mínu í kvikmyndinni „The Big Trail“, sem var fjögurra milijón doll- ara mistök. Michael Wayne var ávöxtur af fyrsta hjónabandi mínu með Josephine Saenz. Sveitadrengurinn sem varð að haiðsoðnum kvikmyndaleikara Hann hefur verið goðsögn í kvik- myndaheiminum í meira en hólfa öld Hann ber þess stundum merki að aldurinn er að færast yfir hann. I lok erfiðs dags eftir miklar kvikmyndatökur má sjá þreytudrætti á andliti hans. En það varir ekki lengi. 50 ár hefur hann verið í sviðsljósinu, og hann hefur eflzt við hverja raun. 1907 var piltur einn í mið- vesturríkjum Bandarikjanna skírður Marion Michael Morri- son. Ekki hefur þetta nafn verið drengnum neinn fjötur um fót. t 25 ár hefur hann verið eitt msta aðdráttaraflið sem kvikmyndahús hafa haft upp á að bjóða. Fyrir þrettán árum lifði hann af mikla lungnaaðgerð og síðan hefur hann smám saman minnkað við sig vinnuna þannig að vinnutími hans nálgast nú vinnutíma venjulegs miðaldra manns. Nýjasta mynd hans, The Shootist, er um byssumann sem þjáist af krabbameini. Hann gerir út herferð gegn bófaflokki einum. Jón neitar öllum getgátum um að myndin sé eitthvað táknræn fyrir hann. „Mér fannst sagan fjári góð og hún hafði á mörgum áhuga- verðum persónum að skipa. Ein ungis þess vegna ákvað ég að gera myndina. Og ég er ekkert í þann veginn að hætta— langt frá því.“ Skapgerð hans er marg- breytileg, aðra stundina er hann hlýlegur og opinskár per- sónuleikij, hina stundina er hann innibyrgður og fáskipt- inn. Nú hættir honum til að skipta skapi, sérstaklega í lok, erfiðs vinnudags, en heima við er hann alltaf jafnljúfur og af- slappaður. Wayne er skilinn við þriðju konu sína, Pilar. Skilnaðurinn fór mjög vinsamlega fram og hann býr ennþá i húsi þeirra í Newport. Pilar hefur flutt í nýtt hús sem er nær klúbbnum þar sem hún spilar tennis. Heimil John Wayne er fullt af alls konar gripum sem minna á velferó hans í kvikmynda- heiminum. Honum virðist líða vel þarna og börn hans koma næstum um hverja helgi til að dveljast hjá honum. John Wayne er ekki einn af þeim sem lifir í fortíðinni en þó Hann hefur verið goðsögn i kvikmyndaheiminum i meira en 50 ár og i Hollywood er þessi kúrekahetja kölluð hertoginn. Hér á eftir fylgir frásögn hans ásamt myndum úr fjölskyldual- búminu. gaf hann sér tíma til að rifja upp gamlar minningar og fletta upp í gömlum myndaalbúmum. „Þau tvö ár, sem foreldrar mínir bjuggu á sendinni eyði- mörk í Kaliforníu reyndust hjónabandi þeirra ofviða,“ sagði Wayne. „Ekki er hægt að ímynda sér hve erfitt lífið þar var. Móðir min var sterkbyggð kona en lífið reyndist jafnvel henni of erfitt. Eftir að þau skildu stjórnaði hún aug- lýsingaherferð fyrir stjórn- málamann í smábæ einum.“ Þegar John Wayne var ungur maður, vakti hann aðallega at- hygli fyrir færni sína í amerísk- um fótbolta. Fólki hættir til að gleyma því að hann náði góðum námsárangri í Glendale High School og fékk styrk til náms í hinum fræga bandaríska skóla Yale þótt hann kysi heldur að fara í háskólann í Suður- Kaliforníu. Það var fótboltinn sem varö þess valdandi að hann fór í kvikmyndaiðnaðinn. Nokkrir úr liði því sem hann lék í, voru fengnir til að vera staðgengnlar frægra leikara í myndinni Brown At Harvard, og John' Wayne var staðgengill eins fremsta leikara þeirra daga, Francis X. Bushman jr. Næsta sumar tókst honum að fá vinnu sem burðarmaður hjá kvikmyndaverinu. Hann rogaðist með vélar og dót fyrir leikstjórann John Ford. Þar hófust ævilöng kynni þeirra og virðing þeirrahvors fyriröðrum. John Wayne var að störfum fyrir Ford þegar leikstjórinn Raoul Walsh, sem vann þá fyrir Fox Films, kom auga á hann og réð hann til að ieika aðalhlut- verkið í The Big Trail. Walsh og Ford voru Wayne að skapi, harðir í horn að taka og ekki með neitt fuður. Þeir voru menn sem komu hlutunum i verk, og vissu hvað veikleiki var en höfðu engan tima fyrir hann. Þótt myndin The Big Trail væri gjörsamlega misheppnuð þá missti John Wayne ekki áhugann á kvikmyndaleik og hann var kominn út á þá braut sem gerði hann að einum af beztu leikurum sem á lífi eru í lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.