Dagblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 23
DAGBT-AÐIÐ. FTMMTUDAGTJR 23. SF.PTEMBKR 197fi m 23 Utvarp Sjórtvarp Útvarp i kvðld kl. 20.05: Leikritið: w ^vovi# • kvimmvo Var myrtur í heimsókn q prests- setrinu L Leikfélag Akureyrar sér um flutninginn ] Þarna eru norðlenzkir leikarar við upptöku á leikriti, þeir eru bæði frá Akureyri og Húsavík. Útvarpið í kvðld: Hercule Poirot. Síðar kom Miss Marple fram á sjónarsviðið og ótal margar aðrar persónur, sem síðar hafa orðið frægar. Agatha Christie skrifaði um sjötíu sögur og auk þess ótal leikrit. Kvikmyndir hafa verið gerðar eftir sögum hennar og Teikritum og margar hverjar verið sýndar hér á landi bæði 1 kvikmyndahúsum og í sjónvarpi. Er þar skemmst að minnast myndarinnar Morðið í Austur- landahraðlestinni sem sýnd var hér á landi vorið 1974. Er sú kvikmynd talin einhver sú bezta, sem gerð hefur verið eftir leikritum Agöthu Christie. Agatha var tvígift og eignaðist eina dóttur með fyrri manni sínum. Síðari maður hennar var Max Mallowan fornleifafræðingur. Agatha sagði einhverju sinni við blaða- mann að eiginmaðurinn yrði hrifnari af henni eftir því sem árin færðust yfir hana! Hún ferðaðist víða með manni sínum og urðu þau ferðalög vettvangur margra bóka hennar. Má t.d. nefna Morðið í Mesópótamíu, sem flutt var í útvarpinu árið 1957. Önnur leikrit Agöthu Christie sem flutt hafa verið í útvarpinu eru Vitni sak- sóknarans árið 1956, Tíu Titlir, negrastrákar var framhaldsleik- rit árið 1959, Viðsjál er astin 1963 og Músagildran sem flutt var í nóvember 1975. Músagildran er allra vinsælasta leikrit hennar en það hefur verið sýnt stanzlaust á leikhúsi einu í London síðan árið 1952. Leikritið var sýnt hjá Leií'.félagi Kópavogs 1959. Agatha Christie þótti nokkuó sérvitur og sagt er að hún hafi fundið sérvizku sinni útrás í tiltækjum Poirots og sér- kennum. Hún lézt hálfniræð 12. janúar sl. — A.Bj. Þessi mynd var tekin skömmu áður en Agatha Christie lézt. Eiginmaður hennar, sein er fornleifafræðingur, varð hrifnari af henni eftir þvi sem árin færðust vfir hana! V Höfundur Teikritsins sem flutt verður í útvarpinu í kvöld er Agatha Christie. Hún hét fullu nafni Agatha Mary Cla- rissa Miller og er fædd í Tor- qauay í Devon árið 1891. Hún lagði stund á tónlistarnám í París og var hjúkrunarkona að mennt. Lagði hún stund á hjúkrunarstörf í fyrri heims- styrjöldinni. Þegar hún var á þrítugsaldri byrjaði hún að skrifa sakamála- sögur og skóp þá hinn fræga LEIKRITIÐ ER EFTIR SJÁLFA DROTTNINGUNA I kvöld fáum við að heyra sakamálaleikrit I útvarpinu og hefst flutningurinn kl. 20.05. Er það „Morðið á prestssetr- inu“ eftir sjálfa drottningu sakamálasagnanna, Agöthu Christie. Þýðingin er eftir Áslaugu Arnadóttur, Leikfélag Akureyrar sér um flutning verksins og leikstjóri er Eyvindur Erlendsson. Við hringdum í Eyvind. — Hefur Leikfélag Akur- eyrar áður séð um leikritaflutn- ing í útvarpinu? „Já, við höfum gert það en auðvitað allt of sjaldan því við erum svo góð hérna fyrir norðan," sagði Eyvindur og var hinn ánægðasti með frammi- stöðu liðsmanna sinna. Eyvindur sagði að leikritið hefði verið tekið upp I litlu stúdiói í gamalli kirkju við Laxagötu þar sem karlakórinn hefur nú félagsheimili sitt. „Það er búið að loka gamla barnaskólanum vegna lélegs hljómburðar en þetta er ágætt þarna í kirkjunni. Þar hafa margir mætir klerkar predikað, — og nú síðast Leikfélagið." Með hlutverkin fara Marinó Þorsteinsson, Þórey Aðalsteins- dóttir, Þórhalla Þorsteinsdóttir, Aðalsteinn Bergdal, Guðmund- ur Gunnarsson, Kristjana Jóns- dóttir, Gestur E. Jónasson, Ingi- björg Aradóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Saga Jónsdóttir, Ey- vindur Erlendsson, Þórir Stein- grímsson og Friðjón Axfjörð Árnason. Morðið á prestssetrinu heitir Murder at the Vicarage á frum- málinu og gerist á prestssetri einhvers staðar á Englandi. Maður nokkur kemur í heim- sókn til prestsins en er myrtur meðan á heimsókninni stendur. Engu líkara en að margir hafi getað framið glæpinn. Log- reglan veit ekki hvað gera skal en Miss Marple kemur til skjal- anna og leysir málið á sinn al- kunna og snilldarlega hátt. Miss Marple er ein af frægu skáldsagnapersónunum sem Agatha Christie skóp. Hún er leikin af Þórhöllu Þorsteins- dóttur. — A.Bj. Hugtakið greind — Er rétt oð ganga út fró meðalmennskunni i skólakerfinu? „Við komum til með að fjalia um hugtakið greind,“ sagði Skafti Haróarson sem sér um þáttinn „í sjónmáli" með Stein- grími Ara Arasyni. Að venju verða vegfar- endur spurðir um hugtakið og þá ætla þeir félagar að tala við námsráðunautinn Reyni Bjarnason hjá menntamála- ráðuneytinu. Verður rætt um hvað i uppbyggingu skóla - kerfisins veitir fólki með sér- 'stakar námsgáfur tækifæri til þess að nýta gáfur sinar með þvi að fara hraðar í gegnum nám, og þá einnig hvað skóla- kerfið gerir fyrir þá sem eiea í erfiðleikum í námi. Þeir Skafti og Ari víkja að grein sem birtist I Morgun- blaðinu um vandamál þau sem þeir gáfuðu eiga við að etja og orðið hafa til þess erlendis að menn verða gripnir slíkum námsleiða að leitt hefur til af- brota. Miklar umræður hafa verið um gamla kerfið, sem skipaði i beztu og verstu bekki, og hvort það hvarf til meðalmennskunn- ar eins og sumir orða það og nú tiðkast i kerfinu, að skipa góð- urn og lélegum nemendum saman, sé ekki i raun og veru gallað. Skafti sagði að þeir ætluðu að reyna að fá einhvern sem er á öndverðum meiði við Reyni til umræðna. Vandinn væri hins vegar sá að þeir hjá mennta- málaráðuneytinu væru allir sammála nýja kerfinu. Það yrði að finna einhvern utan þess sem væri andvígur. EVI ........................ ./ Útvarpið í kvöld kl. 19.35: í sjónmóli Skafti Harðarson annar stjórnandi þáttarins „I sjónmáli". Það verður fjallað um hugtakið greind. Finnast ekki einhverjir á öndverðum meiði um hvernig skólakerfið er uppbyggt í dag?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.