Dagblaðið - 20.06.1977, Page 4

Dagblaðið - 20.06.1977, Page 4
4 Sparisjóður Bolvíkinga léttir vel undir með húsbyggjendum: Lánar milljón tíl átta ára fyrir utan aðra fyrirgreiðslu — sterkur sjöður á sterkum stað, segir form. Landssambands sparisjöða Sparisjóður Bolungarvikur er riflegri við húsbyggjendur en lánastofnanir almennt á Reykjavíkursvæðinu, þótt íbúar á siðara svæðinu geti e.t.v. unnið það upp með því að fara í margar lánastofnanir. A aðalfundi sparisjóðsins, sem haldinn var í lok apríl sl„ var ákveðíð að hækka almenn húsalán úr 700 þúsundum i milljón. Eru þessi lán veitt til átta ára og eru þau fyrir utan alla aðra fyrirgreiðslu sem sparisjóðurinn kann að veita. Sparisjóðurinn annast einnig fyrirgreiðslu fyrir lífeyrissjóð Bolungarvíkur og þann 30. apríl. si. úthlutaði lífeyris- sjóðurinn 1,3 milljón króna lán- um að upphæð 34 millj. Blaðið hafði samband við Guðmund Guðmundsson, sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Hafnarfjarðar og formann Sambands íslenzkra sparisjóða, og spurði hann hvort einhver samræmd regla gilti hjá spari- sjóðunum um þess háttar lán. Sagði hann það ekki vera, slíkt ylti á fjármagni sjóðanna og lánaeftirspurn. A Reykja- víkursvæðinu, eða helzta uppbyggingarsvæði landsins, væri gífurleg eftirspurn eftir lánum sem þýddi heldur lægri lán í hvers hlut til að geta sinnt sem flestum. Annars sagði hann sparisjóðinn i Bolungar- vík sterkan sjóð á fjárhagslega sterkum stað og mjög vel rekinn. Því má bæta hér við að á aðalfundi sjóðsins kom fram að’innlánsaukning í fyrra nam 51% á meðan meðalinnláns- aukning lánastofnana í landinu nam um 33 prósentum. -G.S. Gatnakerfi Reykjavíkur nú 256,5 km — Holræsakerfið hins vegar 351 kflömetri að lengd Samanlögð lengd gatna og vega í gatnakerfi Reykjavíkur var í árslok 1976 samtals 256,5 kílómetrar. Þar af eru malbikaðar götur 224,8 km en malargötur voru 31.7 km. Af malargötunum eru 23.2 km bráðabirgðagötur sem eiga að leggjast niður samkvæmt aðalskipulagi. Malargötur, sem eftir er að malbika eru því ekki nema 8.5 km eða 3,3% af heildar- gatnakerfinu. Á árinu 1976 voru lagðir 5.1 km af nýjum malbikuðum götum í Reykjavík og malbikaðir 2,4 km af eldri götum. Alls voru því malbikaðir 7,5 km ' eða 74,082 fermetrar. í árslok 1976 var samanlögð lengd holræsa í holræsakerfi höfuðborgarinnar 351,2 km. Ilöfðu á því ári verið lögð ný holræsi, samtals tæplega 15 kílómetrar. Mikil vinna var lögð í undir- búning framkvæmdaí ár ognæstu ár. Má þar til nefn„ uppdrætti af nýjum áföngum i Seljahverfi Breiðholti III, i nýja miðbænum, nýju iðnaðarhverfi við Skeifuna og mörgum stöðum öðrum. -ASt. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. JUNt 1977. Fjórir nýir í móttökunef ndinni Það var mikill og fríður liðsafli sem tók við trúnaðarbréfi sendiherra Tyrklands á tslandi, hr. Erden Erner. Afhendingin fór fram á þriðjudaginn í Ráðherra- bústaðnum. Handhafar forseta- valds voru þarna mættir í fjar- veru forseta tslands og Ólafur Jóhannesson var viðstaddur í fjarveru utanríkisráðherra. Myndin af afhendingunni er því söguleg, þar sem „nýir“ menn voru I móttökunefndinni. Allt fór vel fram og síðdegis þáði sendi- herrann boð í Ráðherrabústaðn- um ásamt fleiri gestum. -Ljósm. Vigfús Sigurgeirsson. Ekið á hest íKjósinni Ekið var á sex vetra gamla meri rétt fyrir innan Kiðafell í Kjós um si. helgi. Var komið að merinni þar sem hún haltraði um og varð að aflífa hana þar strax á staðnum. ökumaður bifreiðarinnar sem ók á merina hefur forðað sér af staðnum, og er hans nú leitað af lögreglunni í Hafnarfirði. Biður lögreglan þá er kynnu að hafa orðið vitni að slysi þessu, senni- lega seinnipartinn á laugardag, að gefa sig fram sem fyrst. Eigand’ merarinnar _ var Jón_ Gislason bóndi að Hálsi f Kjós. -BH. Fyrstafirma- keppni Mjölnis Úra-og skartgripa- verzlun Magnúsar E. Baldvinssonar sigraði Þá hefur taflfélagið Mjölnir haldið sína fyrstu firmakeppni. Hún fór fram í Fellahelli' I Breiðholti og kepptu þar alls 50 fyrirtæki. Tefldar voru 10 um- ferðir eftir Monrad kerfi og bar Bragi Halldórsson menntaskóia- kennari sigur úr býtum, en hann tefldi fyrir úra- og skartgripa- verzlun Magnúsar É. Bald- vinssonar. í öðru- og þriðja sæti urðu fyrirtækin Rekstrarráðgjöf s/f og Samvinnubankinn. -DS. Hraunbœr Til sölu lítil 2ja herb. íbúð á 1. hæð. verð kr. 5,5 millj. Ibúðin er laus. Skipasund Til sölu 2ja herb. samþykkt kjallaraibúð við Skipasund. Alit sér. Laus fljótt. Eskihlíð Til sölu í smíðum 3ja herb. tbúð á 1. hæð i sambýlishúsi við Eskihlíð. Ibúðinni verður skilað fullbúinni án teppa. Dalsel Til sölu vönduð og rúmgóð 3ja herb. íbúð á 3ju hæð (efstu) við Dalsel. Dúfnahólar Til söiu vönduð 3ja herb. íbúð ásamt steyptri bllskúrsplötu. Dúfnahólar Til söiu mjög góð 4ra herb. íbúð, falíegt útsýni, skipti á góðri 2ja herb. ibúð gætu komið til greina. Mosgerði Til sölu 4ra hetb. nýstandsett íbúð á 1. hæð ásamt ca 40 fm bílskúr. Laus strax. Austurstræti 7 — Sfmi 20424 -14120 — Heima 42822 Hótún- Lyftuhús Til sölu 3ja herb. íbúð á 7. hæð. Vesturbœr- Drafnarstígur Til sölu 4ra herb. íbúð á 1. hæð, verð kr. 10,5 millj. Laus strax. Sumarbústaður Til sölu fallegur svo til nýr sumarbústaður á kjarrivöxnu eignarlandi í Grímsnesi. Vesturbœr- Pallaraðhús Til sölu ca 150 fm pallaraðhús i vesturbæ. Húsið er innréttað á mjög sérstakan og smekklegan hátt með gömlum furuviðum og hurðum. I húsinu geta verið 3 svefnherb. húsbóndaherb. o.fl. Arinn í stofu. Seltjarnarnes- Raðhús Til sölu vandað raðhús við Barðaströnd á 1. hæð er for- stofa og þvottaherb., á miðhæð eru 4 svefnherb. og bað, uppi er stofa, eldhús o.fl. I kjallara er ca 50 fm óinnréttað pláss. Innbyggður bílskúr á jarðhæð. Reynihvammur- Einbýlishús Til sölu ca 130 fm einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr og kjallara undir bílskúr. Arinn í stofu. Laus fljótt. Austurbœr- Góð íbúð Mjög góð 120 fm íbúð á 1. hæð 1 sambýlishúsi. Ibúðin er hol, saml. stofur, 2 stór svefnherb. gott bað og eldhús, rúmgott þvottaherb. inn af eldhúsi. Tvennar svalir. Laus strax. Iðnaðar- og verzlunarhúsnœði Til sölu verziunarhæð ca 267 fm ásamt ca 233 fm í kjallara á góðum stað í Reykjavík. 2ja ára leigusamningur fylgir. Góð fjárfesting: Höfum einnig til sölu 250 fm fokhelt iðnaðar- húsnæði við Skemmuveg, til- búið til afhendingar strax. Uppl. um þessar eignir ekki gefnar í síma. Iðnaðar- og verzlunarhúsnœði Til sölu 2x425 fm iðnaðar- og. verzlunarhúsnæði í smíðum. Getur verið afhent fokhelt, pússað að utan með frágengnu þaki, vélpússuðu gólfi og gróf- sléttaðri lóð eftir ca 3 mán. Teikning og allar nánari upplýsingar aðeins gefnar á skrifstofunni. Stykkishólmur- Einbýlishús Til sölu 6 herb. einbýlishús á góðum stað í Stykkishólmi. Verð 6 millj. Útborgun 3,5-4 millj. Höfum einnig til sölu góð einbýlishús á Hornafirði, Hveragerði og víðar úti á laadi. Hveragerði- Einbýli Hilfum kaupanda að góðu ein- býlishúsi í Hveragerði, skipti á 3ja herb. íbúð í Hafnarfirði kemur til greina. Austurstrœti 7 sími 20424-14120 Heima 42822 Sölustj. Sverrir Kristjánsson viðskfr. Kristján Þorsteinsson.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.