Dagblaðið - 20.06.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 20.06.1977, Blaðsíða 9
II \i;|M..U>l*> M \\l' 1>.\«; l 'H 20 MM I !I77 9 \ Óræktinni sagt stríð á hendur Það er víða handagangur í öskjunni i bæjarlandinu þessa dagana. Unglingavinnan er hafin og borgin fær snvrlilegri svip eftir að unglingarnir fara höndum um móabörð eða óhirt beð. Hér er gengið til verks af áhuga og ósérhiífni. DB-mynd Hörður. Hveragerði: Nýja hitaveitan að eyðileggjast — róttækra aðgerða þörf til að koma í veg fyrir það Nú er svo komið að nýja hita- veitan í Hveragerði, sem ekki er orðin fimm ára, er i hættu vegna mikillar kísilútfellingar, sem smátt og smátt hleðst inn í leiðslur með þeim afleiðingum að þær geta stíflazt. Þá verða Hvergerðingar að leggja í þann aukakostnað að hafa forhitara i húsum sínum til að fá hitaveituvatnið ekki inn á kerfi húsanna. Er út- felling svo mikil í forhiturun- um að algengt er að hreinsa þurfi þá tvisvar á ári, annars stíflast þeir, sem oft hefur kom- ið fyrir. Hitaveitan fær vatn úr tveim af átta holum Orkustofnunar í dalnum fyrir ofan plássið, en þar er háhitasvæði. t fyrstu var gufan aðeins skilin frá vatninu áður en það rann til bæjarins. Var útfelling þá svo mikil að siur í forhiturum mettuðust algerlega og stífluðust á aðeins fjórum mánuðum. Var siðan gripið til þess ráðs að leiða kalt vatn að gufu- sk'ljunni og hlanda því við heita vatnið til að lækka hlut- fall kisils i vatninu. Er kísilhlutfallið nú undir því hámarki sem annars staðar er taldið gilda, en þrátt fyrir það er útfellingin óeðlilega mikil og er m.a. farið að falla innan á leiðslur I götum, þó það sé eitthvað minnaen áður. Er blaðið ræddi þetta mál við Sigurð Pálsson, sveitarstjóra í Hveragerði, sagði hann ljóst að ekki yrði unnt að nota þetta vatn til frambúðar nema með einhverjum ráðstöfunum sem kæmu í veg fyrir eða drægju verulega úr útfellingunni. Orkustofnun hefur unnið skýrslu um þettá mál og þessa dagana er unnið af kappi við að finna einhverja lausn. Án þess að vilja fara út í nákvæmar tæknilegar skýringar nefndi hann hugmyndir sem borið hefði á góma. í fyrsta lagi að auka blöndun ferskvatns í hitaveituvatnið og lækka þannig enn kisilhlut- fallið. Vandinn við þá hugmynd væri hins vegar sá að ekki væri tiltækt nægilegt ferskvatn tii frambúðar nema með frekari öflun þess. Þá væri einnig hugsanlegt að leiða gufu í bæinn, þar sem forhitarar væru i öllum húsum, og loks mætti hugsa sér að leiða gufu til gróðurhúsanna og auka þá ferskvatnsblöndun á íbúðar- húsakerfið. Ekki vildi hann slá föstu hvort einhver þessara ieiða yrði valin, sérfræðingar Orkustofnunar ynnu að þessu nú. Það vefst fyrir mörgum Hvergerðingum að heita vatnið þar skuli ekki vera ódýrara en gengur og gerist annars staðar, en það er þó heldur innan við meðallag nú, enda talsvert liðið frá siðustu hækkun. Sigurður sagði eðlilegar skýringar á.því þar sem sömu mannvirki þyrfti við hita- veituna i Hveragerði og annars staðar og rekstrarkostnaður væri allur sambærilegur. -G.S. Bullaugnasvæðið leysir ekki vatnsskortinn: Sé meira dælt frá Bullaugum þomar lækurinn hans Skúla — Byggð framtíðarinnar mun þrengja svo að vatnasvæðinu að það verður ónýtanlegt Bullaugu heitir eitt af vatns- bólum nágrennis höfuðborg- arinnar sem sjá borgarbúum fyrir vatni. Dæluhúsin tvö, sem dæla vatni úr borholunum tveim, sem nú eru nýttar á svæðinu. standa á miðjum golfvelli Ciolfklúbbs Reykjavíkur ofan Grafarholts. Ur þessum tveimur borholum fá Reykvikingar 140 lítra vatns á sekúndu eða um 12000 tonn á hverjum sólarhring. Þriðja borholan er svoiítið frá dæluhúsunum mitt I dalverpinu sem golfvöllurinn er byggður í. Þar stendur stútur upp úr grassverði dalsins meó öllu ónotaður, þó 70 sekúndulítra vatnsmagn bulli þar undir niðri. Mætti nýta það með þvi að setja upp dælu og lögn er tengdist dæluhúsalögninni. „Notkun þriðju holunnar á Bullaugnasvæðinu er háð þvi að Skúli Pálsson í Laxalóni hætti starfsemi sinni með fiskirækt," sagði Þóroddur Th. Sigurðsson vatnsveitustjóri er hann sýndi blaðamanni DB staðhætti. „Yrði dæling aukin umfram það sem nú er frá Bullaugnasvæðinu, þá myndi lækurinn sem fiskræktar- stöðin að Laxalóni byggir á þorna," sagði Þóroddur. Þannig er umhorfs inni i annarri Iveggja dadustöðva sem slanda á miðjum golfvelli Golfklúhhs Reykjavíkur. Það eru húsin i Breiðholti I og hluti af Breiðholti II sem fá vatn það er frá Bullaugum kemur. Vafalaust mætti afla meira vatns á Bullaugnasvæðinu. en það þykir sýnt að þar verði aldrei tjaldað til frambúðar. Byggð mun teygja sig austur fyrir Bullaugna- svæðið og þá er það svæði ónýtt til neyzluvatnstöku. Dýpt borholanna á Bullaugnasvæðinu er 30 metrar. Holurnar eru í jarðsprungu sem liggur þvert yfir golfvallarsyæðið og má sjá merki sprungunnar í norðurkanti dal- verpisins og síðan liggur sprungan til norðurs og allt upp í Úlfarsfell. „Heiðmörkin verður alltaf framtiðarvatnsból okkar Re.vkvíkinga," sagði Þóroddur Th. vatnsveitustjóri. -ASt. Nýkomið — Nýkomið Höf um fengið spegla og borð á mjög hag- stæðu verði: M6kr. 4.173,- M 9 kr. 4.173.- M21 kr. 4.173.- C8 kr. 16.596,- C9 kr. 16.596,- H7kr. 5.690.- Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt Húsgagnadeild JIS Jón Loftsson hf. Hringbraut 121

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.