Dagblaðið - 20.06.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 20.06.1977, Blaðsíða 13
13 DACiBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. JÚNl 1977. 0 fþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir D POrir Lárusson, formaður ÍR, afhendir Albert Guðmundssyni heiðurskross og fundarhamar ÍR. Ljós- mynd Ágúst Björnsson. ALBERT KJÖRINN , HEtÐURSFORMAÐUR IR —Tveir menn hafa gegnt því embætti áður, forsetarnir Sveinn Björnsson og Ásgeir Ásgeirsson Albert Guðmundsson hefur verið kjörinn heiðursformaður íþróttafélags Reykjavíkur. ÍR er eina Reykjavíkurfélagið, þar sem heiðursformaður er kjörinn og i hófi á Hótel Holti 17. júní til- kynnti formaður ÍR, Þórir Lárus- son, kjörið. Þar voru margir fyrr- verandi formenn ÍR staddir. Al- bert er þriðji heiðursformaður ÍR. Aður hafa gegnt því starfi Sveinn Björnsson, forseti, 1947 til 1952, og Asgeir Asgeirsson, for- seti, 1954 til 1972. Albert er „alinn" upp í IR — eins og Þórir Lárusson komst að orði — dvaldist og æfði að Kol- viðarhóli á sumrin sem drengur og tengdist fljótt félaginu, þó svo hann gæti sér orð sem íþrótta- maður með öðrum félögum. Hann var um skeið formaður IR með miklum árangri. I hófinu á 17. júní var Magnús Þorgeirsson kjörinn heiðursfélagi í ÍR — hlaut heiðurskross ÍR — en hann hefur alla tíð starfað mikið í félaginu. Var afar snjall fimleikamaður. Albert Guðmundsson þakkaði þann heiður og það traust, sem honum og eiginkonu hans var sýnt með kjörinu, þegar hann tók við krossi heiðursformanns IR og fundarhamri, sem á eru rituð nöfn forsetanna tveggja og nú Al- berts, frá Þóri Lárussyni. Hann sagðist mundu gera sitt bezta til að halda merki félagsins sem hæst — jafnframt því, sem hann óskaði öllum félagsmönnum tR til hamingju með 70 ára afmæli félagsins, sem er á þessu ári. Að lokum talaði Jakob Hafstein, fyrir hönd fyrrverandi formanna ÍR. Öskaði ÍR-ingum til hamingju með nýja heiðursformanninn og flutti snjalla ræðu eins og hans var von og vísa. Þrjú gullmörk og IA treysti stöðu sína! Akurnesingar sigruðu Vestmannaeyinga 3-0 ígær Akurnesingar unnu sinn fjórða sigur í fimmta heimaleik sínum í 1. deild íslandsmótsins gegn Vestmannaeyingum í gær. Það var öruggur sigur 3-0 og lið Akur- nesinga í heild sýndi betri leik en áður á grasvellinum á Skipa- skaga. Þetta var baráttuleikur — oft talsverð harka, enda leyfði dómarinn, Rafn Hjaltalín, alltof mikið — og notfærðu sér sumir leikmenn það út í yztu æsar. Akurnesingar hafa nú tveggja stiga forustu í 1. deild. Hafa hlotið 15 stig — þar af níu hér á Akranesi af tíu mögulegum. Aðeins tapað stigi til Vikinga. Lið ÍA byrjaði leikinn mjög vel í gær. Lék oft skínandi knattspyrnu og munaði þar StórsigurVíðis lll-deild, Garðskagavöllur, Viðir:ÍR 6:0. Það tók Víðispiltana ekki neina nokkrar mínútur, að skora fyrsta markið á móti ÍR-ingum, — en þá höfðu liðin heðið næstum heila klukkustund, eftir að dómari fengist til að da-ma — en eitthvað munu þau mál hafa farið úrskeiðis þar syðra á laugardag- inn. Nú og svo kom hvert markið á fa-tur öðru, — Gisli Eyjólfsson skoraði 3, Guðmundur Jens Knútsson 2, og Ingimundur Guðmundsson 1. ÍR-ingum tókst aldrei að svara fyrir sig, svo að lokatiilurnar urðu, 6:0. emm. mestu, að Karl Þórðarson sýndi alla sína gömlu góða takta. I fyrsta sinn í sumar, sem honum tekst virkilega vel upp í leikjun- um hér — og hann lék Vest- mannaeyinga oft grátt í leiknum. Á 14. mín. skoruðu Akurnes- ingar sitt fyrsta mark. Auka- spyrna var dæmd á Friðfinn, mið- vörð ÍBV, fyrir brot á Jón Gunn- laugsson milli vítateigs og hliðar- linu. Árni Sveinsson tók spyrn- una vel. Gaf inn í vítateiginn og Kristinn Björnsson skallaði í mark. Eftir markið jafnaðist leik- urinn nokkuð og meira sást til Vestmannaeyinga. Karl Þórðar- son fékk þó opið færi á 22. mín., en Sigurður Haraldsson, sem lék sinn fyrsta leik í marki IBV — íslandsmeistarinn i badminton — varði vel. Undir lok hálfleiksins sóttu Veslmannaeyingar talsvert. Á 37. min. komst Sigurlás Þor- leifsson í gott færi, en spyrnti knettinum rétt framhjá — og á 41. mín. átti Tómas Pálsson hörkuskot rétt utan vítateigs. Knötturinn straukst framhjá marki tA. I upphafi síðari hálfleiks var eins og Akurnesingar léku upp á að halda markinu, sem þeir höfðu yfir. Léku varnarleik og gáfu Vestmannaeyingum el'tir miðj- una. ÍBV sótti mun ineira, án þess þó að fá færi. Þannig gekk það framyfir miðjan hálfleikinn —en |>á fór leikurinn að lagast aftur hjá IA. Leikmenn gerðu sér grein fvrir. að slík leikaðferð var ekki vænleg til árangurs — og fóru að sækja. I einni sókninni á 68. mín. var dæmd aukaspyrna á ÍBV rétt utan vítateigs — ekki þó fyrir miðju marki. Árni Sveinsson tók spyrnuna — og knötturinn flaug efst í markhornið. Gullfallegt mark. Sigurður kom aðeins fingurgómunum á knöttinn — en gat ekki komið í veg fyrir markið. 2-0. Eftir rúma mínútu lá knöttur- inn aftur í marki ÍBV. Lang- spyrna fram og Karl Þórðarson spyrnti knettinum viðstöðulaust í mark ÍBV. Þrumunegling. Lokakaflann var leikurinn mjög harður. Mótbyrinn virtist fara í taugarnar á Eyjaskeggjum — og urðu sumir leikmenn liðsins grófir. Dómarinn leyfði allt of mikið. Ilann bókaði þó Einar Friðþjófsson, IBV — og einnig Björn Lárusson, tA, fyrir að gefa knöttinn nokkrum sinnum til markvarðar síns. Dæmdi meira að segja aukaspyrnu á Akurnesinga vegna þess — og það hef ég aldrei séð i knattspyrnu áður. I heild léku Akurnesingar góðan leik með Karl og Jónana þrjá, Þorbjiirnsson, markvörð, Alfreðsson og Gunnlaugsson sem máttarstólpa — en aðall liðsins var þó jafnræði leikmanna. Fram- lína tBV, Tómas, Sigurlás og Karl Sveinsson, virkaði sterk — þó ekki tækist framlínumönnunum að skora að þessu sinni. En hik- laust voru þeir beztu menn liðsins. - KP SÍÐASTA SPYRNAN SIGURMARK FH! —gegn Þör á Akureyri í 1. deild FH tryggði sér dýrmæt stig i 1. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu með góðum sigri gegn Þór á Akureyri á laugardag. En þó sigur FH hafi ef til vill verið verðskuldaður — tryggðu leik- menn FH sér sigur með síðustu spyrnunni í leiknum er Þórir Jónssonar, þjálfari FH sendi knöttinn i netið framhjá Samúel markverði Þórs. Leikmenn Þórs náðu sér aldrei á strik gegn FH — baráttu vantaði illilega í lióið. Og ef baráttuna vantar hjá Þór — þá hafa leikmenn lítið fram að færa. FH var mun meir með knöttinn — lék oft laglega með þá Ólaf Danivalsson og Janus Guðlaugs- son sem beztu menn. FH náði forustu í fyrri hálfleik — á 20. mínútu. Og hvílíkt mark! Pétur Sigurðsson hugðist senda til Samúels markvarðar — en tókst ekki betur en svo að hann sendi knöttinn mjög klaufalega yfir Samúel og í netið, 0-1. Þórsarar voru ósköp daprir — og leikurinn virtist þeim alveg tapaður þegar Árni Gunnarsson var rekinn af velli á 12. mínútu fyrir kjánaskap einberan — slá einn leikmanna FH. Þrátt fyrir það tókst Þór að skora úr skyndi- sókn. Sigþór Omarsson, hættuleg- asti framherji Þórs skoraði með þrumuskoti í þaknetið af stuttu en mjög þröngu færi. Eftir það sóttu leikmenn FH mjög stíft — oft laglegt spil en sóknarbrodd vantaði. Þó var Þór nærri að ná forustu á 35. mínútu — enn var Sigþór á ferðinni — skaut þrumu- skoti en í stöng. Síöan á síðustu mínútunni skoraði Þórir sigur- mark FH — og fögnuður leik- manna FH var mikill. Vonbrigði leikmanna Þórs að sama skapi mikil. Svo nærri að ná stigi aðeins 10. Lið Þórs er ákaflega slakt — eini ljósi punkturinn er oft skemmtileg' samvinna þeirra Jóns Lárussonar og Sigþórs Ömarsson. Sigurður Lárusson barðist vel á miðjunni — sem þó var veikasti hlekkurinn i liði Þórs. Leikinn dæmdi Grétar Norð- fjörð — dapur dómari og heldur var hann hliðhollur FH. Raunar á Grétar skilið marga mínusa fyrir frammistöðu sína. St.A. Athyglisverðir Grindvíkingar III-deild, Njarðvíkurvöllur, UMFN-UMFG, 1:2 (0:1) Grindvikingum hefur fram til þessa gengið illa að sigra Njarð- víkinga en brugðu nú út af vananum á laugardaginn þegar ungt og létt leikandi lið þeirra bar sigurorð af UMFN, undir stjórn Hauks Hafsteinssonar sem hefur veitt leikmönnum leiðsögn um nokkurt skeið. Ragnar Eðvarðsson skoraði fyrsta markið snemma i leiknum en Njarðvíkingum tókst að jafna í byrjun seinni hálfieiks með marki Ragnars Maríssonar. Grindvíkingar iétu samt engan bilbug á sér finna og spiluðu sig hvað eftir annað í gegnum UMFN-vörnina, þótt þeir næðu ekki að koma knettinum í markið fyrr en tveimur mínútum fyrir leiksiok, en þar var að verki Þorgeir Rúnarsson. emm NILFISK Afborgunarskilmálar FÖNIY HÁTÚN6A I vlllA SÍMI 24420 Raftækjaúrval — Næg bílastæði sterka rvksusan... # Styrkur og dæmalaus ending hins þýðgenga, stillanlega ogsparneytna mótors, staðsetning hans oghámarks orkunýting, vegna lágmarks loft- mótstöðu í stóru ryksíunni, j stóra. ódýra í pappírspokanum og nýju kónísku slöngunni, afbragðs sog- stykki og varan- legt efni, ál og stál. Svona er NILFISK: Vönduð og tæknilega ósvik- in, gerð til að vinna sitt verk fljótt og vel, ár eftir ár, með lág- marks truflunum og tilkostnaði Varanleg: til ódvrust. Nýr hljóc deyfir: Hljoðlatasta ryksugan

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.