Dagblaðið - 19.04.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 19.04.1980, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. APRÍL 198f 37,2% munur á hæsta og lægsta verði í tuttugu og fímm matvöruverzlunum — Ekki bara stór lager heldur einnig lægri álagning sem veldur mismunandi vöruverði Verðlagsstofnun hefur sent frá sér verðkönnun sem gerð var á fimmtíu vörutegundum í tuttugu og fimm matvöruverzlunum á Stór-Reykja- víkursvæðinu. Gerð var könnun á hæsta og lægsta verði á hverri vörutegund. í Ijós kom að verðið var ákaflega mismunandi. í heidlina munaði 37,2% á hæsta og lægsta verði. Jóhannes Gunnarsson hjá kynningardeild Verðlagsstofn- unarinnar upplýsti að verðmis- munurinn stafaði ekki eingöngu af stórum lager, heldur gætti þess einnig að kaupmenn notfæra sér ekki allir hámarksálagningu. —Ástæðan fyrir því að nöfn verzlananna eru ekki tekin fram er sú að margar af vörutegundunum voru ekki til í öllum verzlunum. ■■if'Q: - _i*M ?•»:*»—><-' ZzZzzZ. C ’ # jHI! HHil Það er ekkert smávegis vandaverk aö kaupa inn til heimilisins I dag. Vöruúrval er griðarlega mikið I stðrverzlunum höfuðstaðarins, — og samkvæmt verðkönnun Verðlagsstofnunarinnar getur munað yfir 37% frá hæsta verði og lægsta. Það borgar sig þvi greinilega að athuga sinn gang vel. Frá aðalf undi Neytendasamtakanna: Verðbólgan aðal- óvinur neytenda Staða íslenzkra neytenda erfiðari en almennt gerist erlendis Aðalfundur Neytendasamtakanna var haldinn 12. apríl sl. í aðalstjórn voru kjörnir Gisli Jónsson, Jónas Bjarnason, Jón Magnússon og Úlfur Sigurmundsson. I varastjórn Árni Bergur Eiriksson, Jóhannes Gunnarsson og Sigríður Friðriks- dóltir. Aðalstjórnina skipa því: Reynir Ármannsson, póstfulltrúi, formaður; Jónas Bjarnason, efna- verkfræðingur, varaformaður; Gísli Jónsson prófessor, Jón Magnússon, lögfræðingur, Rafn Jónsson skrif- stofumaður, St< ,minn Jónsdóttir, húsmóðir, og Úlm.' Sigurmundsson, hagfræðingur. I varastjórn eiga sæti: Árni Bergur Eiríksson, fram- kvæmdastjóri, Dröfn Farestveit, hús- mæðrakennari, Ingunn Gísladóttir, fóstra, Jóhannes Gunnarsson, mjólkurfræðingur, Sigriður Friðriks- dóttir, skrifstofustúlka, Sigrún Gunnlaugsdóttir, kennari, og Sigurður P. Kristjánsson, tækni- fræðingur. Aðalfundinn sóttu m.a. ýmsir fulltrúar deilda úti á landsbyggðinni: Albert Geirsson, Skagafirði, Jónína Pálsdóttir, Stefanía Arnórsdóttir og Steinar Þorsteinsson frá Akurevri. Þorbjörg Björnsdóttir, Húsavik, Valj arður Jökulsson, An iur-Hún., Bjarni Skarphéðinsson, Borgarfirði og Lars H Andersen frá Akranesi . Ályktun samtakanna Á fundinum var samþykkt eftir- farandi ályktun: „Aðalfundur Neytendasam- takanna sem haldinn var 12.4 ’80 að Hótel Loftleiðum ályktar að skora á stjórnvöld að fylgja eftir þeim á- kvæðum stjórnarsáttmálans, sem fjalla um neytendamál. Staða íslenzkra neytenda er á margan hátt ákaflega erfið og mun verri en almennt gerist erlendis. Þetta byggist m.a. á mikilli verðbólgu, en auk þess á ófullnægjandi löggjöf á ýmsum sviðum. Auk þess má benda á að ýmsar nauðsynjavörur eru skatt- lagðar eins og um lúxusvörur væri að ræða og kosta í sumum tilvikum mörgum sinnum meira en gengur og gerist erlendis. Nauðsyn ber því til að endurskoða tollalöggjöfina auk annars. Nokkur skortur er á því að eðlileg gagnrýni sé viðhöfð innan stjórn- kerfisins á opinberar þjónustu- stofnanir og einkaleyfisstofnanir, sem hafa með höndum einkasölurétt á tilteknum vörum og þjónustu. Það er ósk Nevtendasamtakanna í þessu sambandi að þeimverði gefinn kostur á að veita umsögn um þær breytingar á reglugerðum og efnislegar breyting- ar á gjaldskrám opinberra þjónustustofnana, sem berast hlut- aðeigandi ráðuneyti til staðfestinga eða útgáfu. Ennfremur að leitað verði almennt umsagnar Neytenda- samtakanna um málefni þeirra stofnana annarra, sem fara með einkasölurétt. Merkingum á vörum er almennt mjög ábótavant, hér á landi og er nauðsynlegt að gera stórátak á því sviði. Ennfremur má benda á að eftirlit með innflutningi og sölu á matvælum er mjög lítið og eru dæmi um skemmd matvæli og algeng. Það er von samtakanna, að málefnum hins almenna neytanda verði í vaxandi mæli gaumur gefinn." -A.Bj. „Mér finnst alveg greinilegt,” sagði Jóhannes i viðtali við DB, ,,að fyrir neytendur skiptir mestu máli að ná verðbólgunni niður. Verðbólgan er höfuðóvinur neytenda.” Verðlagsstofnunin, sem tók til starfa I. nóv. sl., hyggst gera ýmsar kannir bæði á verði og vörum i náinni framtið. Slíkar kannanir, eins og voru reyndar framkvæmdar á vegum Verðlagsskrifstofunnar fyrir nokkrum árum, eru til mikilla hags- bóta fyrir neytendur. Er fólki bent á að skoða verðkannanirnar grannt og gefa gaum að verðlagi á vörum þegar' innkaup eru gerð. Gríðarlegir fjármunir fara í gegnum hendur neytenda i mat- og hreinlætisvörukaupum árlega. Þeir fjölmörgu sem senda okkur mánaðarlegar upplýsingar um hvað þeir eyða i mat og hreinlætisvörur eru allir á einu máli um að heimilis- bókhalð sé til mikils hagræðis — kannski ekki beint til sparnaðar en í það minnsta til fróðleiks. Ég tel aftur á móti að heimilisbókhald leiði til sparnaðar og umhugsunar í hvað menn eyða fjármunum sínum. — Mikil breyting hefur orðið á undan- förnum árum, i því tilliti að fólk virðist ekki lengur kynoka sér við að spyrjast fyrir um verð á vörum áður en þær eru keyptar. Áður fyrr mátti sjá viðskiptavini i stórverzlunum tína hugsunarlaust vörur sínar ofan i innkaupakörfuna. Nú er algengt að sjá fólk grandskoða hverja dósina á fætur annarri áður en einhver endar i innkaupakörfunni. -A.Bj. Samanburóur Verólaqsstofnunar á verólaql á Stór-Reykiavikursvaólnu. 50 vörutequndir■ Hæsta Lægsta Vörutegund _________ verð__________ verö Sykur. (Dansukker) 2 kq. 955 598 Flórsvkur (Dansukker) 1/2 kg. 356 230 Púéursvkur (Dansukker) 1/2 kq. lvs 378 190 Molasvkur, Sirkku 1 kg. 751 490 Pillsburv’s hveiti 5 lbs. 787 595 Pama hrismiöl 350 qr. 347 269 Kartöflumiöl 1 kq . 634 458 Rúgmiöl 2 kg. 814 390 River Rice hrísgrión 454 qr. 285 240 Solqrvn hafram'íöl 950 qr. 676 528 Kelloqs corn-flakes 250 qr. 794 613 Cheerios 198 qr. 493 422 Islenskt matarsalt 1 kq. 257 144 Royal lvftiduft 450 qr. 773 563 Golden Lye's Siróp 500 qr. 1522 880 Roval vanillubúðinqur 90 qr . 210 154 Maqqi sveppasúpa 65 qr. 230 188 Vilko sveskiuqrautur 185 qr. 485 339 Rúsinur Sunmaid 250 gr. 867 690 Hersev's Kókó 1 lbs. 2734 1871 Nesquick Kakómalt 800 gr. 2170 1792 Melroses te 40 qr. 359 298 Frón miólkurkex 400 qr. 475 329 Ritz saltkex, rauður 200 qr. 569 459 Jakobs tekex 200 qr. 357 250 Grænar baunir Ora 1/1 dós 629 515 Ora fiskbollur 1/1 dós 866 739 Ora rauðkál 1/2 dós 691 572 Tóma t sós a, Libbv ' s 340 qr. 414 351 Tómatsósa, Vals 480 qr. 696 451 Avaxtasafi, Egils 1 ltr. 958 859 Blandað aldinmauk, Vals 1/2 ko. alas 775 582 Kjúklingar 1 kq. 3060 1980 Nautahakk 1 kq. 4309 2950 Kindahakk 1 kg. 3400 1970 Mills kaviar 9 5 gr. 275 235 Gunnars majones 250 ml. 430 378 Egg 1 kg. 1495 1095 Sardínur i oliu K. Jónsson 106 qr. 499 298 Vim ræstiduft 297 qr. 316 178 Vex þvottaefni 3 kg. 2611 2250 C-ll þvottaefni 3 kg. 2736 2203 Hreinol uppþvottalögur 0,5 ltr. cfrænn 424 366 Pvol uppþvottalögur 2,2 ltr. 1361 1080 Plús mýkingarefni 1 ltr. 730 549 Ajax til WC 450 463 405 Lux sápa 90 gr. 211 180 Regin klósettpappír 1 rúlla 175 151 Serla WC pappir 2 rúllur 385 273 Samtals 46.849 34.140 Mismunur 12.709 eða 37,2%.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.