Dagblaðið - 19.04.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 19.04.1980, Blaðsíða 7
I DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. APRIL 1980. Fylgzt með uppskurði á eyra í Borgarspítalanum: FÉLAGASAMTÖK HAFA KOM- ID TIL HJÁLPAR ÞEGAR RÍKIS- i VALDIÐ HEFUR BRUGDIZT -þannig erstór hluti tækjabún- aðarháls-, nef- ogeymadeildar upphaflega tilkominn Stóra klukkan á veggnum er rétt liðlega niu að morgni, þegar læknar og hjúkrunarkonur skurðdeildar- innar mætast í skiptiherberginu á fimmtu hæð. Hér er heilsast glað- lega, enn einn vinnudagur er runninn upp. Það er ekki á nokkrum manni að sjá að neitt óvenjulegt sé á seyði. Þetta er hið venjulega starf hjúkrunarstéttanna. Uppskurðir fyrir hádegi flesta daga vikunnar, sifellt bíða sjúklingar eftir að fá lausn á vandamálum sínum. í skiptiherberginu eru grímur með sótthreinsandi efni settar upp, yfir höfuðið draga menn plasthlíf líka baðhettu og siðan klæðast menn dauðhreinsuðum kyrtli. I skurðstofunni er sjúklingurinn fyrir og svæfingarlæknirinn og aðstoðarfólk hans komið í stellingar. Ung kona biður þess að svifa inn I draumalandið. Hún hefur skerta heyrn, sem stafar af skemmdri hljóð- himnu, sem skurðlæknirinn hyggst fjarlægja. Fyrir venjulega blaðasnápa, blaða- mann og blaðaljósmyndara, er athöfn þessi hlaðin dulúð og spennu. Myrkvað herbergið, skurðborðið þar sem sjúklingurinn liggur, hulinn gjörsamlega af fölgrænni yfir- breiðslu, nema hvað eyrað eitt gægist út úr, starfsfólk á þönum en á svo yfirmáta rólegan og yfirvegaðan hátt. Stuttar og lágværar fyrirskipanir, sumar á einhverju erlendu máli, sem ekki aðrir en heilbrigðisstéttirnar skilja. Hér lengur allt fyrir sig eins og það hafi verið æft þúsund sinnum. Aldrei virðist standa á neinu. Læknirinn bendir blaðamanni á aukaaugað á smásjánni góðu, sem Lionsklúbburinn Njörður gaf á sínum tíma. Hann gægist i smásjána og sér þar undraheim, sem fæstir fá, augum litið. Eyrað er einhver marg- flóknasti búnaður mannslíkamans. Og hér blasir við opið þar sem hljóð- himnan hefur verið, skemmd og til trafala fyrir konuna. Nú stendur fyrir næst að flytja vöðvahimnu úr skurðfleti til að hylja opið. Sú himna mun síðan mynda nýja hljóðhimnu og sjúklingurinn á að fá nýja og betri heym en fyrr. Handtök læknisins eru nánast ótrúleg þegar hann kemur skinnpjötlunum fyrir í þessu þrönga opi. Prjónarnir ganga fram og aftur, skinntutlurnar ganga fram og aftur þangað til þær eru búnar að loka. Eftir örfáar vikur eiga þær að vera búnar að mynda nýja og sterka hljóð- himnu og heyrn sjúklingsins þar með bjargað. Stefán Skaftason ásamt starfsliði sfnu i skurðaðgerðinni, búinn að opna eyrað og fjarlægja ónýta hljóðhimnuna. Nxst liggur fyrir að flytja nýja húðhluta til að grxða fyrir opið. Uppskurðurinn tók nærri tvo tíma, stundum stendur slík aðgerð mun lengur. Enginn af starfsliðinu virðist sérlega þreytulegur að aðgerðinni lokinni. En leikmaður í þessum efnum er bókstaflega búinn að vera. Öskugrár og óheilbrigður að sjá. Þó er eitthvað heillandi við að verða vitni að slíkum atburði. Hann sannar svo ekki verður um viKz' hvers mannlegur máttur fær áorkað. Það eru nefnilega ekki nema tveir áratugir síðan að farið var að gera uppskurði sem þessa, og enn fleygir lækna- vísindum fram. Hér er lögö lokahönd á uppskurðinn. Eftir nokkrar vikur á sjúklingurinn að öðlast fulla heyrn að nýju. Við hittum að máli Stefán Skafta- son, yfirlækni og Ólaf Fr. Bjarnason lækni og sérfræðing í háls-,nef-og eyrnalækningum. Þeir segja okkur að á háls-. nef-og eyrnadeild sé aðeins tiu ára gömul og hafi orðið til fyrir forgöngu Reykjavikurborgar. Þar vinna nú 5 læknar í fullu starfi, 2 sérmenntaðir tannlæknar í hluta- starfi sem sjá um andlitsbrot ásamt öðrum læknum, og auk þess er einn sérfræðingur í hlutastarfi, auk nokk- urra aðstoðarmanna. Vandinn er sá að hér eru aðeins 14—15 legupláss fyrir deildina. Sam- kvæmt stöðlum sem gilda í menningarlöndum allt í kringum okkur ættu leguplássin að vera rúmlega 40 talsins. Er þá spurningin sú hvort heilbrigðisyfirvöld mismuni ekki fólki? Læknarnir tveir telja að hér gæti orðið bragarbót á því legu- rúmum sé ekki rétt skipt eftir þörf- inni milli deilda. Læknamir segjast ekki hafa orðið varir við ýkja mikinn áhuga eða skilning heilbrigðisyfirvalda. Til dæmis séu tæki fiest hver gjafir frá l.ions-hreyfingunni og einstökum klúbbum hennar. Þarna eru t.d. þrjár rannsóknareiningar, allar þannig til komnar, að ekki sé minnz! á hina dýru smásjá, sem gerði heyrn- bætandi uppskurði mögulega hér á landi. Hér hafa yfirvöld brugð'/ , segja læknarnir, en hlutverk félaga- samtaka er að sjálfsögðu ekki það að leysa vandamál og verkefni hins opinbera. Þegar deildin tók til starfa voru langir biðlistar af fólki sem þurfti að gangast undir uppskurð. Á tiu árum hafa nær 1400 fengið heyrnbætandi aðgerðir, en enn þarf fólk að biða, einkum vegna skorts á legurými. Þá sögðu þeir læknarnir að enn væri ósamið um verðlagningu þjón- ustu göngudeildarinnar, sem starfað hefur undanfarin 4 ár, gagnvart Tryggingastofnun ríkisins. Þar virtist allt látið reka á reiðanum og því fengi sjúkrahúsið ekki nema hluta af greiðslum þeim sem sérfræðings- vinnan gæfi af sér. Stórar fúlgur færu þvi forgörðum í rekstri spitalans, sem endurgreiðast ættu af sjúkrasamlögum og Tryggingastofn- un. „Og enn eigum viðvon.á óvæntri utanaðkomandi hjálp,” sagði Stefán Skaftason, og átti þar við sölu Lions- manna á Rauðu fjöðrinni. „Sú fjár- öflun mun trúlega verða til þess að við getum gert ýmislegt af því sem nú er orðið mjög brýnt að gert verði”, sagði hann að lokum. -JBP. MMBIABIÐ frjálst, óháð daghlað Nú er réttí tíminn að panta SUMARHUS Þér getið valið um 4 stærðir. Þau eru afgreidd fokheld eða lengra komin. Auðveld í uppsetningu. Ef pantað er strax, getið þér fengið þau afhent í vor eða sumar. 43 m2 sýningarhús á staðnum. Hafið samband við sölumann og fáið nánari upplýsingar. Súðarvogi 3—5 sími 84599 m HUSASMIÐJAN HF. SÚÐARVOGI 3-5, 104 REYKJAVÍK SÍMJ: 84599 !

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.