Dagblaðið - 19.04.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 19.04.1980, Blaðsíða 24
Þoriákshafnartogarí kyrrsettur í höfn —vegna deilna um réttindi vélstjóra Vélstjórafélag íslands kyrrsetti Þorlákshafnartogarann Þorlák í höfn si. miðvikudagskvöld, vegna deilna um réttindi 1. vélstjóra skipsins. Ingólfur Ingólfsson, for- maður Vélstjórafélags islands, sagði í gær að 1. vélstjóri togarans hefði ekki haft réttindi heldur starfað á undanþágu en 2. vélstjóri væri réttindamaður. „Þeir hjá útgerðarfélagi togarans, Meitlinum, höfðu ekki orðið við kröfum okkar um breytingar á stöðum milli manna en báðum þessum mönnum var sagt upp störfum með eðlilegum fyrirvara. Fyrsti vélstjóri hafði og fengið undanþágu á óeðlilegum forsendum því þar var greint frá meiri réttindum en hann hafði í raun og veru,” sagði Ingólfur. / Þegar togarinn kom til löndunar á miðvikudag var hann kyrrsettur og hafa viðræður staðið síðan milli Meitilsins og Vélstjórafélagsins. ,,Ég fæ ekki betur séð en lausn sé fengin á málið.” sagði Ingólfur. „Þeir hjá Meitlinum hafa í dag fengið vélstjóra með réttindi í stað hins réttindalausa. Við hjá Vélstjórafélaginu höfum verið að reyna að draga úr vinnu rétt- indalausra manna og þetta er liður í því. Það hefur verið of mikið af undanþágum og væri hægt að fá réttindamenn ef eftir því væri gengið. Ég gat t.d. án nokkurs fyrirvara fengið tvo ágæta menn með réttindi sem Meitilsmenn gátu valið úr. Þetta mál er til komið að frumkvæði félagsins og okkur ber skylda til þess að sjá til þess að réttindamenn fái notið sinna réttinda. Ég fæ því ekki annað séð en togar- inn geti farið strax út með hinn nýja réttindamann og réttindamanninn sem fyrir var. Hvor þeirra verður 1. vélstjóri veit ég ekki og blanda mér ekki i. Þeir eru jafningjar og verða að ganga frá því sjálfir.” -JH. Skákminjasafn verðurtil: „Aðskotahlut- ur”fjarlægður úrÞjóðminja- safninu ,,Þetta borð hefur verið hálfgerður aðskotahlutur hér á Þjóðminja- safninu,” sagði Einar S. Einarsson for- seti Skáksambands íslands er DB hitti hann að máli á Þjóðminjasafninu i gær þar sem hann ásamt nokkrum öðrum forystumönnum úr skákhreyfingunni var að sækja skákborðið sem þeir Bobby Fischer og Boris Spassky tefldu við um heimsmeistaratitilinn í skák árið 1972. Skákborðið verður nú flutt í húsa- kynni Skáksambands íslands að Laugavegi 71 og verður þar miðpunkturinn í skákminjasafni sem ætlunin er að koma þar fyrir. „Það kom i ljós i vetur að skák- borðinu hafði verið komið fyrir í geymslu og það var ekki lengur til sýnis á Þjóðminjasafninu,’ vigði Einar. „Það ti laðist síðan svona til milli Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar og mín, að það væri eins vel geymt hér.” Einar sagði að nú væri unnið að þvi að safna ýmsum munum úr íslenzkri skáksögu á safnið og þannig hefði Skáksambandið t.d. gert ráðstafanir til að fá skákskriftarblöð úr einvigi þeirra Spasskys og Fischers send hingað en þau hafa verið i vöizlu FIDE í Amsterdam. -GAJ. Skáksambandsmenn bera skákborð þeirra Fischers og Spasskys út af Þjóðminjasafninu í gœr. DB-mynd Bjarnieifur. 800 milljónir til bjargar: R1KH) RÐSIR OUU- MÖL HF. ÚR RÚSTUNUM —fyrirhugað að hlutafé Framkvæmdasjóðs verði 300 milljónir, sveitarfélaganna 200 milljónir og ríkið yfirtaki 300 milljóna söluskattsskuld „Það er erfitt að segja til um hvort nægileg verkefni verða framundan,” sagði Björn Ólafsson, bæjarráðs- maður i Kópavogi og stjórnarmaður í Olíumöl hf„ í gær er DB ræddi við hann um framtíðarverkefni Olíu- malar hf. Svo sem DB hefur margsinnis greint frá er Olíumöl hf„ nánast gjaldþrota fyrirtæki og skuldir þess, hátt á annan milljarð króna. Fyrir- tækið er eign margra sveitarfélaga og er Kópavogur stærsti eignaraðili. Nú eru hins vegar líkur á þvi að fyrir- tækinu verði bjargað. Fjármálaráð- herra hefur verið heimilað á fjár- lögum að breyta 300 milljóna sölu- skattsskuld í hlutafjáreign rikissjóðs í fyrirtækinu. Málið hefur verið lagt fyrir fjárveitinganefnd og er búizt við afgreiðslu hennar á málinu eftir helgina. Björn sagði að Framkvaemda- sjóður hefði og ákveðið að lána sveitarfélögunum, sem að Olíumöl hf. standa, 200 milljónir króna. Þá myndi Framkvæmdasjóður sjálfur kaupa hlutabréf fyrir 300 milljónir króna. Talið er að ríkisstjórnin sé jákvæð i málinu og samþykki hún þetta eru þar með komnar 800 milljónir króna. Árið í fyrra var að sögn Björns mjög óvenjulegt. Þá voru aðeins framleidd 30 þúsund tonn af olíumöl i stað 75 þúsunda tonna árið á undan. i ár er gert ráð fyrir a.m.k. 60 þúsunda tonna framléiðslu. Þó er erfitt að segja til um það magn vegna þess hve fjárhagsáætlun sveitar- félaga er seint á ferðinni. Björn Ólafsson sagði að með þessari fyrirgreiðslu rikisins væri fyrst og fremst verið að verja sveitar- félögin gegn stórfelldum fjárútlátum og stuðla að samfelldri framleiðslu. Nánast enginn gæti tekið við hlut- verki Olíumalar í fljótu bragði. -EVI. frfálst, áháð dagblað LAUGARDAGUR 19. APRlL 1980. Ýmsir urðu af ferming- arveizlum — vegna landburðar affiski Mikið var um fermingarveizlur á Eskifirði á sunnudaginn og jafnframt var landbutður af fiski. Komu stærri bátarnir með 35—55 tonn, þ.e. Vöttur með 35, Votaberg með 54 tonn og Sæljón með 55 tonn af mjög góðum fiski. Var þetta einn bezti róðurinn í vetur en fiskirí hefur verið heldur tregt í vetur. Langt er að sækja en aflinn var sóttur i Meðallandsbugt. Minni bátarnir öfluðu einnig vel í vikulokin og lönduðu á laugardag og sunnudag. Það var því mikið að gera við að verka í salt og skreið og unnið fram á nótt aðfaranótt sunnudags. Því gátu margir sem boðið var í fermingar- veizlur ekki mætt. En veizlurnar voru mjög fullkomnar og skrautlegar og veitt af mikilli rausn. -Regina, Eskifirði/A.St. Rússneskum vísindamönn- um synjað um rann- sóknir hér I gær ákvað framkvæmdaráð Rannsóknaráðs ríkisins að synja fram- komnum beiðnum rússneskra vísinda- mannahópa um leyfi til rannsóknar- leiðangra um ísland i sumar. Ástæða synjunarinnar er að rúss- neskir vísindamannahópar sem hér hafa dvalizt á undanförnum árum hafa ekki staðið við gefin loforð um skýrslugjafir og skil á sýnum o. fl. Ráðið tók fram i ályktun sinni að synjun þessi tæki aðeins til sumarsins í ár. Beiðnir um leyfi til rannsóknar- leiðangra í framtíðinni yrðu teknar fyrir til afgreiðslu þegar þær bærust. -A.St. Dagblaðsbíó á morgun í Dagblaðsbiói klukkan þrjú á • morgun verður sýnd gamanmyndin Kærasta að láni. Myndin er í litum en ekki með íslenzkum texta. Sýningar- staður er Hafnarbíó.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.