Dagblaðið - 19.04.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 19.04.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1980. atlögu. Biskup var settur í járn og færður í gæzlu lögreglu. Benzinn var rifinn í tætlur, stykki fyrir stykki. Lögreglan sagði að þvi verki loknu að fundizt hafi í bílnum fjórar sovézkar hriðskotabyssur, sprengiefni, hand- sprengjur og útbúnaður til að gera timasprengjur. ísraelsmenn sögðu að Capucci hafi játað fyrir lögreglunni að vera smyglari á vegum Al Fatah. Hann kvaðst gera þetta nauðugur. Fatah-menn hafi hótað honum öllu illu, jafnvel dauða. Yfirboðari biskups, Georg Hakim patríarki í Miðausturlöndum, for- dæmdi handtöku hans. Hakim sagði handtökuna lið í trúarofsóknum gyðinga. Capucci biskup er Sýrlendingur. Hann var þekktur fvrir harða and- slöðu við stefnu Ísraelsríkis. Kristnir Arabar voru uppistaðan i söfnuðinum, sem hann þjónaði. C'apucci hlaut fangeisidóm og var settur bak við rimla i ísrael. Þar var hann í 4 ár og margir reyndu án árangurs að fá hann lausan. Nafn hans var nefnt oftar en einu sinni i tengslum við flugrán og skæruhernað Araba í ísrael. Dómurinn hljóðaði raunar upp á 12 ára fangelsi. En fáir áttu von á þvi að honum yrði fullnægt. Sérstaklega óx trú vina hans á þvi að biskup yrði slcppt þegar Vatíkanið i Rónt gekk i ntálið. Menachim Begin forsætis- ráðherra sagði þá'aðbiskup væri frjáls ntaður um leið og páfinn færi l'ram á slikt í eigin persónu. Frelsið fékk biskupinn og fór úr landi. Hann fór til Líbýu til fundar við Gaddafi. I.ibýuleiðtoginn var spenntur fyrir þvi að hitta þennan atorkusama biskup. Gaddafi heiðraði þann gamla síðar nteir nteð þvi að gefa út frinterki með niynd af biskupi. -ARH. Kjallarinn Lúövík Gizurarson atvinnuleysi að ræða. Of mörg fiskiskip eru gerð út meðal annars til að halda uppi atvinnu. Framleiðsla i landbúnaði byggist á ntiklum opinberum styrkjum. Þótt ullariðnaðurinn fengi ferða- mannagengi, sem er i raun IO°/o uppbót, er varla hægt að tala um styrk. Ferðamannagengið er líklega raunhæfara en hið opinbera gengi, sem borið er uppi af sérstöðu og sér- rétti fiskiðnaðarins.sem nýtur góðra fiskimiða hér við land. Frjáls ferðamannagjaldeyrir er stórt spor til framfara. Þeir eru vonandi fáir, sem hcldur vilja skömmtun en frelsi. Undir aukinni sölu á ferðamanna- gjaldeyri þarf að standa með auknum útflutningi. Þetta er hægt að gera með þvi að veita ullariðnaðinum hæfilegan stuðning. l.úðvik Gizurarsnn hæstaréttarlögmaður. Margrét Þórhildur á fimmta tuginn! u Fyrrverandi krónprins- essa íslendinga fertug Margrét Þórhildur Danadrottning varð fertug á miðvikudaginn. Þessi kona, sem einu sinni var krónprins- essa okkar íslendinga en er nú ein af örfáum rikjandi drottningum i heiminum. Það er að segja drottning- um er teljast höfuð ríkisins. Þegar Margrét Þórhildur fæddist var ekki útlit fyrir að hún nivndi nokkurn tíma fá þann titil. Þá giltu í Danmörku lög þess efnis að konungs- ríkið erfðist aðeins i karllegg og Knútur föðurbróðir Margrétar var því krónprins. En þegar Margrét var loksins komin i heiminn eftir erfiða fæðingu var lögunum breytt ogerfist konungsrikið nú bæði í kven- og karllegg. Margrét er ástsæl meðal þegna sinna auk þess sem hún hefur unnið sér álit meðal erlendra þjóðhöfðingja sem hún hefur sótt heim. Hún hefur farið víða en sú ferð hennar sem hvað mesta athygli vakti i Danmörku var ferðin til Kína. Margrét fékk þar frá- bærar viðtökur og kom í Ijós að Kin- verjar kunnu ekki síður að meta kóngafólk en hverjir aðrir. Margrét er gift Hinriki sem kallaði sig greifa af Monpezat. Fróðir menn þóttust þó sjá nokkru eftir brúð- kaupið að sá titill væri ekki sannur og að Hinrik væri alveg laus við blátt blóð i æðum. Þetta virðist þó ekki hafa áhrif á almenning í Danmörku sem er hinn hlýlegasti við prinsinn. Þau hjónin eiga tvo syni, Jóakim og Friðrik. Þeir hljóta uppeldi sem líkast þvi sem börn almennings i Danmörku fá og lögð hefur verið áherzla á að þeir gætu lifað sem eðlilegustu lifi. Hin síðari ár hefur Margrét Þór- hildur lagt út á nýja braut. Hún helur teiknað myndir, aðallega í bækur, og þykir gera það frábærlega vel. I fyrstu teiknaði hún undir dulnefni en eftir að upp komst hver á bak við það væri teiknar hún undir sinu rétta nafni. Völd Margrétar eru í raun litil. Hún er fyrst og fremst sameiningar- tákn þjóðar sinnarog ferst henni það hlutverk vel úr hendi. Þó hún eigi að heita yfirmaður hins pólitíska leiks skiptir hún sér i rauninni litið af honum. Fylgist með á bak við tjöldin og bíður þess að röðin komi að henni að taka við afsögn forsætisráðherra og fela nýjum stjórnarmyndun. Á meðan stjórnin lafir getur Margrét verið róleg og teiknað sínar ágætu myndir. -DS. Margrét Þórhildur og Hinrik maður hennar á brúðkaupsdaginn. „Margt er skrýtið í kýrhausnum” Mottó Fengsæl vóru fjörbrot hans, fólkið óran lék við dans. Gáfnastór í gleðifans, Gunnar fór í átt til lands. Naut hafa sjaldan verið talin vits- munaverur hvað sem rétt er i þvi máli. Oft hefur þó mér og öðrum dottið þetta máltæki í hug og ekki síst í sambandi við stjórnmálaerjur okkar, þá má ekki undanskilja þá orrahrið sem á skall við myndun núverandi stjórnar. Ég fagnaði lausninni á því máli án þess að spá ’ neinu um afdrif stjórnar þessarar. Sjálfur hefi ég aldrei verið Gunnas- maður ogþckkihann ekkiaðöðru en því að hann mun ekki vanta gáfur, cn með þvi er ekki allt sagt, þótt íslendingar hafi löngum rómað slíkt. sannfæringu sinni, með því tel ég að þeir hafi haldið þingeið sinn og mót- mæli því að flokkseiður sé hærri gráða. Stjórnarmyndun Gunnars minnti á hans fræga föðurbróður Skúla Thoroddsen sem í nefndinni frægu stóð einn á móti afsali lands- réttinda vorra, og talið undir svik, en alþýðap haföi þá skýrari vöku en nú/felldi magakútana frá þingsetu í næstu kosningum, svo bræðingurinn rann út í sandinn. Mér þótti vænt um að Gunnar steig þarna spor inn i ætt sína. Hvernig sem fer með stjórn þessa, var þetta eini möeuleikinn sem til var. Hvað varð af hinum flokkunum, sem barðir hefðu verið saman var aðeins að hefta saman hund og kött. Var þjóðin ekki búin að fá nógan smjörþef af 2 þingum, sem A „Ég vil þakka þeim sjálfstæöismönnum, sem ekki fóru eiðavillt við síöustu stjórn- armyndun.” Aftur á móti hefi ég alltaf haft vakandi auga á öllu sem sker úr, jafn- vel þótt ég hafi ekki verið þvi sam- þykkur. Virði jafnvel þingmenn sem detta ofan á það að fara eftir njörfuð voru saman með landshorna- mönnurn, sem hlupu svo af skútunni, þegar mest lá við? Siðan rak skútuna stjórnlaust og eldisdýrið, verðbólgan, varð heimaalningur, en slík lömb Kjallarinn ■náðu mestum þroska. Mótherjarnir með'andshornamenninaá slefi reyndu að koma á sem mcstu öngþveiti til að hylja sín eigin alb;öp þegar stjórnar- taumarnir bærust þeim í hendur. Þessi Ijóta saga þarf að skrifast á lög- giltan skjalapappir svo „sporin hræði”. Ég vil þakka þeim sjálf- stæðismönnum sem ekki fóru eiðavillt viðsiðustu stjórnarmyndun. Allri alvöru fylgir oft snertur af gamni. Skrifin um þessa stjórnar- myndun hafa verið með þeim endemum að sumir strigakjaptar eiga þarásig heimaunna snöru snúna. Skilin í þjóðfélaginu Báðir eru þeir Gunnar og Geir há- ættaðir og mundu teljast til aðals- manna i stærri löndum. í Thoroddsen-ættinni bar Skúli skjöldinn hæst og Reykjahlíðarættin lagði á timabili til marga af ráða- mönnum þjóðarinnar. Hallgrímur, faðir Geirs, var orðlagður afbragðs- maður og þótti hann á timabili hlyti knésig í fjármálum, var þar áreiðanlega ekki um svindl að ræða. Mér hefur verið sagt, að Sambandið hafi þar hlaupið undir bagga og Hallgrímur staðið við allar sinar skuldbindingar. Þess er ég fullviss að hefði Hallgrímur lent í gjaldþroti, niundi hann hafa staðið uppi, Halldór Pjetursson slyppur og snauður, slíkur var hans drengskapur. Þetta er dregið fram aðeins til að sýna skilin í þjóðfélaginu. Nú til dags mun vart svo vitgrannur fjárafla- maður á hausinn fara að hann fríi sig ckki svelti. Það er ekki langt síðan maður las um Ijósmyndadreng, sem komst í gjaldþrot upp á 50—60 milljónir að sögn, skömmu síðar var hjalað um að meðreiðarsveinn hans væri að leggja í milljónafyrirtæki. Þegar ég vann á bæjarskrifstofu Kópavogs, var þar fjöldi fyrirtækja sem svo er kallað og fylgir h/f. Ég lenti i að kanna þessi mál. Allt var þetta rekið með tapi og á sumum stöðum erfitt að skynja hvort guð hefði skapað þessa hluthafa. Margt sem ég skrifaði hjá mér mundi nálg- ast doktorsritgerð. Ég vona bara að hin nýju hlutafélög bæti hér eitthvað Halldór Pjétursson, rithöfundur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.