Dagblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 1
6. ÁRG. - FIMMTUDGUR 14. ÁGtlST 1980 - 183. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMULA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI ll.-AÐALSÍMI 27022. * \ Tillögur ef nahagsnef ndar stjórnarliða: KOMMISS- ARAKERFK) AFNUMID — búizt við harðri andstöðu bænda við tillögurnar um skerðingu búvöruhækkunarinnar — óvíst um samþykki í þingflokkunum Afnám „kommissarakerfisins” er eitt aðalatriðið í tillögum efna- hagsnefndarinnar, sem ríkisstjórnin tekur til meðferðar í dag. Hugmynd nefndarinnar er að leggja Fram- kvaemdastofnun niður og láta ein- stakar „deildir” hennar starfa sjálfstætt. Sjóðir eins og Byggðasjóður og Framkvæmdasjóður mundu starfa sem sérstofnanir með forstjórum, sem ekki ættu að vera fulltrúar stjórnmálaflokkanna. Nefndarmenn eru efins um, að ríkisstjórnin og þingflokkarnir samþykki þessa mikilvægu breyt- ingartillögu þeirra. Nefndarmenn búast við harðri andstöðu bændasamtakanna við tillögum nefndarinnar um róttækan niðurskurð á þeirri búvöruverðs- hækkun, sem ætti að verða 1. sept- ember. Ætlunin er að skerða einkum aðra liði en launalið bóndans í því efni. Tillögur nefndarinnar eru um mun róttækari niöurskurð á hækk- un búvöruverðs, en alþýðuflokks- stjórnin gekkst fyrir 1. desember í fyrra, og mætti þá harðvítugum • mótmælum bændasamtakanna. Einnig um þetta eru nefndarmenn eftns um, að þingflokkar stjórnar- flokkanna muni fallast á tillögurn- ar. Bændasamtökin eiga marga öfluga fulltrúa í þingflokkunum. Nefndin leggur til, að núgildandi kerft við ákvörðun búvöruverðsins verði afnumið, „sjálfvirkni” þess lögð niður. Þess í stað komi beinir samningar ríkis og bænda um verðið. Vinnslustöðvarnar verði teknar út og afgreiddar með sér- samningum. HH Kampakétir afnahagsnafndamiann komu saman til fundar i gssr og luku ttltttgugarð sinni til rikisstjómarinnar. I byijun fundar sagðl Ólafur Ragnar Grimsson brandara um brazka réð- harra, við góðar undirtsktir. Fré vlnstri: Bjaml Elnarsson, Jón Ormur HaHdórsson, formaður nafndarinnar, Ólafur Ragnar og Þrttstur Ólafsson. — Ljósm.: Ragrurr Th. Trúlegt er að Jóni Sigurðssyni hafi líkað velþessi pilsaþytur á A usturvelli, ekki síður en öðrum veg- farendum. Völlurinn er vel tilþess fallinn að bregða á leik, aðeins ef menn gæta að blómum og öðru skrauti. DB-mynd Magnús Hjörleifsson. Kovalenko dvelur ,rM £ —hefurféngiðþriggja Ulm wm fClflllI mánaða dvalarléyfi „Kovalenko getur fengið flótta- mannavegabréf, samanber samþykkt Sameinuðu þjóðanna frá 1951 þar að lútandi. Honum er síðan frjálst að fara hvert, sem hann vill,” sagði Árni Sigurjónsson hjá útlendinga- eftirlitinu. Dómsmálaráðuneytið ákvað í gær að veita Victor Kova- lenko hæli sem pólitískum flóttamanni á íslandi. Fær Kovalenko dvalarleyfi á íslandi í þrjá mánuði. Að sögn Árna Sigurjónssonar er það alveg samkvæmt venju að veita Kovalenko þriggja mánaða dvalar- leyft á íslandi. „Þetta er hinn venju- legi „prósess”, en síðan sækja út- lendingar venjulega um framlengingu ádvalarleyfisínu,” sagðiÁrni. Enn er ekki vitað hvar Kovalenko dvelur, en Árni sagði að hann væri nú frjáls ferða sinna og hvíldi engin leynd yfir honum lengur. Að undan- förnu hefur Kovalenko dvalið í sveit. r r KAUPMENN OGASIA STUFANA „Við förum i dag á fund með Fram- leiðsluráöinu og spyrjumst fyrir um það hvar kjötið sé ef það er til. Við treystum á þeirra hjálp og ef við finnum kjöt munum við reyna að fá það í búðirnar,” sagði Jónas Gunnars- son, formaður félags Matvörukaup- manna. Stjórn félagsins hélt i gær fund og mætti á hann Jónas Bjarnason varafor- maður Neytendasamtakanna. Jónas mætti sem einstaklingur en ekki af hálfu samtaka sinna. Jónas var sam- mála kaupmönnum um þá ályktun sem þeir hafa gert um að kjötið sé þjóðar- eign vegna hinna miklu neiðurgreiðslna á þvi. Neytendur i Reykjavík ættu jafnmikinn rétt á því og aðrir. Alþýðusambtutd íslands er á sama máli. Ásmundi Stefánssyni fram- kvæmdastjóra félagsins og fulltrúa í kaupgjaldsnefnd hefur verið falið að kanna hvort kjötið er til og ef svo er ekki ætlar ASÍ að neita að taka niður- greiðslurnar inn í vísitölu. -DS. Sjá um kjötmálið á bls. 9. Hættvið Leftina að eldinum: TAP UPP Á HUNDR- UÐ MILUONA KR. —óvíst hvort myndin verður tekin hér ári. Það eru yfirmenn í Hollywood sem ráða þvi,” sagði Gisli ennfremur. „Engir formlegir samningar hafa verið geröir um ráðningu leikara hér á landi, nema hvaö Róbert Arnfinnsson fór utan í eina viku vegna myndarinnar.” Búið var að taka á leigu íbúðarhús á Hvolsvelli fyrir töku myndarinnar, en það hefur gengiö til baka nú. Það er óskaplegur kostnaður sem búið er að leggja i undirbúning, en margt af því vonumst við til að geta hagnýtt okkur þegar myndin verður tekin. Til dæmis var mikill kostnaður í sambandi við dýrin. Þau hafa nú verið í lengri tíma í sóttkvi og ég er búinn að fá heila bók sem i eru heilsufarsskýrslur hvers fils. AUur sá kostnaður sem farið hefur í dýrin er ónýtur, en þetta er kostnaður ,,i~g hu.i wm,i. ou iv6Ja u... ...u.i uppáum 100milljónir,”sagðiGisli. myndin verði tekin hér á landi á næsta -ELA. anæstaári , Við höfum neyðzt til að fresta töku myndarinnar þar sem við erum komnir i tímaklemmu. Skipið sem sækja átti dýrin í myndina var komið til Eng- lands. Það eru þrir bandarískir leikarar 1 aðalhlutverkum myndarinnar sem hafa veriö í þjálfun lengi, en vegna leikaraverkfallsins hjá stærstu kvik- myndafélögum i Hollywood fá þeir ekki leyfi til að leika í myndinni. Við höfum auðvitað ekkert við dýrin að gera hingaö til lands, því i þeim atriðum sem taka átti eru bæði dýr og menn,” sagði Gísli Gestsson, umboðs- maöur 20th Century Fox hér á landi, i samtali við DB í morgun. 1 gær var Ijóst að ekkert yrði úr kvikmyndun á myndinni Leit að eidi sem taka átti hér á landi i lok ágúst og í september.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.