Dagblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980. r————————-■ Skattamálin: JAFNRETTH) RISTIR , EKKIDJUPT „Skattgreiðandi kona” hrlngdi: Nú er alltaf verið aö tala um jafn- rétti í skattamálum og að konur eigi að greiða sína skatta sér. En ekki rist- ir jafnréttið nú djúpt. Ég þurfti að fara niður á Skattstofu til að athuga hvað ég hefði i skatt og mætti þangað með mín persónuskilríki og önnur nauðsynleg gögn. En hvernig sem leitaö var fannst ekki mín skattskrá. Það var ekki fyrr en ég sagði nafn bónda mins að hægt var aö upplýsa mig um hvað ég ætti að greiða mikið í skatt. Mér fannst það hálfhart að í miðri umræðunni um jafnrétti í skattamál- unum er skattskrá hjóna ennþá flokkuö undir nafni eiginmannsins en ekki nafni beggja eins og vera ætti ef jafnrétti væri í raun. Flytjum húsin I Árbæjarsafni niður i Hljómskálagarð, er tillaga bréfritara. Árbæjarsafnið í Hljóm- skálagarðinn Hrifinn hringdi: í nýjasta tölublaði Vikunnar er viðtal við Hrafn Gunnlaugsson, þar sem rætt.er um þá hugmynd hans að. flytja húsin úr Árbæjarsafni niður i Hijómskálagarð. Mér frnnst hug- myndin aiveg stórsnjöll og vildi lýsa yfir fyllsta stuðningi við hana. Árbæjarsafnið er svo langt út úr að miklo færri fara þangað en áhuga hefðu. Með því að flytja húsin niður í Hljómskálagarð mætti slá tvær flugur i einu höggi, llfga upp á mið- bæinn og koma almenningi í betri snertingu við þessi gömlu og fallegu hús. Þessa hugmynd mætti einhver stjórnmálafiokkur eða „þrýsti- hópur” gjarnan taka upp á sína arma, hún er það góð að hún á það skilið aö verða að veruieika. Bréfritari segir slökkviliðið nota bandariska sendiferðabila til sjúkraflutninga „sem virðast fyrst og fremst vera hannaðir með það fyrir augum að vel fari um þá sem þeim aka”. Hinar afgerandi fímm mínútur Unnar M. Andrésson slysafræðingur skrifar: t framhaldi af grein minni í DB hinn 1. þessa mánaðar iangar mig að vekja máls á þremur staðreyndum sem höfða beint til skyndihjálpar og fyrstu viðbragða á slysstað, eisn og það litur út hjá okkur i dag. Fyrsta staðreynd Kennsia i skyndihjálp og sjúkra- flutningum er og hefur alltaf verið á frumstigi á tslandi. Þessu ræður sér- vizka og skilningsleysi þeirra sem með þau mál fara. Frumstigið hefur ekki fengið aö þróast með samtiðinni og hefur því dregizt aftur úr og er nú orðið að fornaldar vinnubrögðum (samanber sjúkraflutninga i Reykja- vík). Við notum bandaríska sendi- ferðabíla til sjúkraflutninga, sem virðast fyrst og fremst vera hannaðir með það fyrir augum aö vel fari um þá sem þeim aka. í sjúkrarými þess- ara bifreiða er afar fátt sem koma mætti að gagni á slysstað, nema ef nefna mætti súrefnistæki og sog- dælu. Tvö legupláss eru i bilum þessum og eru þau afar ólik. Annað er gömui (forgömul) járnkarfa sem þannig er hönnuð að þegar hinn sjúki er kominn ofan í hana og inn i bílinn er hann gjörsamlega einangraöur frá allri hjálp og umönnun, þvi engin leið er að komast að honum nema eiga á hættu aö siasa sjálfan sig. Þetta kemur til af því að höfuð sjúklingsins verður að snúa aftur (hönnunargalli) og þrengslin, sem skapast af hinu leguplássinu, koma í veg fyrir að hægt sé að komast til hans. í stuttu máli, hönnun þessara bifreiða er fárájileg og stenzt engan veginn þær kröfur, sem gerðar eru til slíkra bíla i nútima þjóðfélagi. önnur staðreynd Þeir sem sjá um og aka sjúkrabif- reiðum hérlendis eru ófaglærðir menn sem annars vegar eru „skikk- aðir” í starfið eða gera það í sjálf- boðavinnu. Hver tekur á sig ábyrgð- ina fyrir þessa menn, verði þeim á mistök? Er minni fyrirhöfn að þagga niður mistökin en að sjá þessum mönnum fyrir menntun og þekkingu á því sem þeir cru að fást við og koma þannig í veg fyrir þau? Hvað eigum við að gera við fullkomna sjúkrabila, með nýjasta og fullkomnasta tækni- búnaði, ef enginn kann með þá að fara? Svona stangast hlutirnir á. Þriðja staðreynd Skyndihjálparkennsla fyrir al- menning er yfirborðskennd og gagns- litil þegar hún lendir í höndum sérvitringa, sem snúa megintilgangi hennar, að veita skyndihjálp, upp i að brýna fyrir fólki hvað það má ekki gera á slysstaö. Þetta leiðir aðeins til þess að fólk þorir ekki að veita þá litlu hjálp sem það kann. En jafnvel þótt kennslan væri full- kominerekki þar með sagt að nám- skeið yrðu betur sótt en hingað til. Þvi miður er það alltof útbreidd skoðun meðal manna að skyndihjálp- arkunnátta sé algert aukaatriði sem nánast aldrei þurfi til að grípa. Fólk sem hugsar þannig gerir sér ekki grein fyrir því að það sjálft getur komizt i þá aðstöðu að standa gjörsamlega vanmáttugt og horfa á líf fjara út þar sem örfá ákveðin handtök Oærð á skyndihjálparnámskeiöi) hefðu kannski bjargað því. Skyndihjálp er ekki eitthvað sem aðeins ákveöinn hópur fólks á að kunna, hún er öllum nauðsynleg. Það sem mest háir útbreiðslu skyndihjálpar hér á landi er að hún kostar peninga. íslendingar eru ekk- ert hrifnir af því að henda peningum sínum ,,í óþarfa” og þar sem skyndi- hjálp hefur talizt til óþarfa hingað til er ekki von að útbreiðsla hennar gangi vei. Raddir lesenda L0KAATH0FN- INA AFTUR Á SKJÁINN „Glápari” skrifar: Um daginn var í Dagblaðinu óskað eftir því að frönsk kvikmynd, sem sýnd var í sjónvarpi um verzlunar- mannahelgina, yrði endursýnd. Nú langar mig til að fara fram á að kvik- myndin, sem sýnd var þessa sömu helgi, Hin þrjú andlit Evu, verði einnig endursýnd. Annars var dag- skrá sjónvarps þessa mestu ferða- helgi ársins góð og væri vel þess virði að fleiri dagskrárliðir, sem þá voru sýndir, væru endursýndir. .■<-----—m ■ Opnunaratriði ólympiuleikanna I Moskvu þótti einkar glæsilegt en „glápari” vill láta endursýna lokaat- höfnina. í leiðinni langar mig til að biðja sjónvarpiðað endursýna myndina frá lokaathöfn ólympíuleikanna í Moskvu, sem sýnd var á mánudags- kvöld. Hún var fyrir unga sem aldna en þar sem myndin var sýnd seint um kvöldið, sýningu hennar lauk ekki fyrr en um hálftólf, þá efa ég að mörg börn hafi séö hana. Finnst mér það skaði þar sem sýningin var óvenju glæsileg og litskrúðug.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.