Dagblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980. .5 Bæjarráðsmenn í Keflavík og Njarðvíkum styðja við bakið á utanríkisráðherranum: VIUA EINDREG- IÐ FÁ HELGU- VÍKURGEYMANA — yfirherstjórn NATO hef ur málið til athugunar Bæjarráðsmenn í Keflavík og Njarðvík vilja eindregið að áformum um byggingu oliugeyma við Helguvík fyrir bandaríska herinn á Miðnes- heiði verði hrint í framkvæmd hið bráðasta. Niðurstaða af sameiginleg- um fundi bæjarráða beggja kaup- staða var á þá leið að skorað er á stjórnvöld að „kvika ekki frá ráð- gerðum framkvæmdum í Helguvík.” „Forráðamenn bæjarfélaganna hér hafa lengi knúið á um að losna við eldsneytistankana, sem eru alveg við byggðina,” sagði Steinþór Júlíus- son bæjarstjóri í Keflavík við DB. Að sögn Helga Ágústssonar hjá Varnarmáladeild utanríkisráðu- neytisins eru 19 tankar af alls 43 elds- neytistönkum hersins staðsettir mjög nálægt byggð í Keflavík. Ástand tankanna var kannað á síðasta ári af sérfræðingum hersins og Siglinga- málastofnunar rikisins. „Rannsókn- armenn mæltu með ströngu eftirliti með tönkunum og nákvæmu viðhaldi. Viðbrögð Bandaríkja- manna voru þau að taka suma þeirra úr notkun og kosta miklu til viðgerða á öðrum,” sagði Helgi Ágústsson. Hann kvaðst ekki telja að mengunar- hætta vegna tankanna væri yfirvof- andi nú enda vel með þeim fylgzt. Sérstök nefnd, sem Benedikt Gröndal þáverandi utanríkisráðherra skipaði 4. október 1979 til að kanna leiðir til úrbóta í eldsneytisgeymslu- málum hersins hefur eindregið lagt til að reistir verði nýir birgðageymar i Helguvík, eins og komið hefur rækilega fram í fréttum. Kostnaður við byggingu geymanna, sem eiga að vera niðurgrafnir, og við hafnargerð í Helguvik er áætlaður 80—90 milljónir dollara (ca. 45 milljarðar króna). Skal harin greiddur af Banda- rikjastjórn og NATO. Ólafur Jó- hannesson utanríkisráðherra er fylg- ismaður þess að hugmyndirnar verði að veruleika sem fyrst og telur að á- kvörðunarvald sé í hans höndum. Málið þurfi því ekki að leggja fyrir ríkisstjórnarfund til ákvörðunar. Al- þýðubandalagsráðherrar hafa mót- mælt þessu sjónarmiði og vilja að ríkisstjórnin í heild fjalli um málið. Svo er að skilja sem Gunnar Thor- oddsen forsætisráðherra sé sömu skoðunar og Alþýðubandalagsráð- herrarnir, þar sem málið sé svo stórt í sniðum, sem kostnaðartalan gefur hugmynd um. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist ekki fyrr en 1982. Eins og er, hefur yfirherstjórn NATO málið til skoðunar. Búizt er við að næsta skref verði öflun fjár til hönnunar á fram- kvæmdum. Bæjarráð Keflavíkur og Njarð- víkur hafa nokkrum sinnum bent stjórnvöldum á mengunarhættu sem vatnsbólum á Suðurnesjum stafar af gömlu olíugeymum hersins og krafizt úrbóta. Þá segir svo í ályktun sam- eiginlegs fundar bæjarráðanna nú nýverið: „Mörg undanfarin ár hefur öllu eldsneyti sem notað er vegna farþega- flugs frá Keflavíkurflugvelli, verið ekið um Reykjanesbraut frá Reykja- vík og Hafnarftrði. Akstur þessi hef- ur valdið miklu sliti á Reykjanesbraut og skapar mikla slysahættu á þjóð- veginum.” -ARH. Stefán Friðriksson við bátinn sinn, Stakkafell frá Sauðárkróki. DB-mynd FH. „RÆKJUVEIÐIN BORGAR SIG EKKI” —segir rækjusjómaður á Sauðárkróki „Nei, þetta borgar sig ekki, blessuð veriði. En þegar maður hefur á annað borð valið sér það hlutskipti að vera sjómaður er ekki svo gott að breyta til þegar illa árar,” sagði Stefán Friðriks- son skipstjóri, sem við hittum við bát sinn er lá við bryggjuna á Sauðárkróki. Stefán var að dytta að rækjuvörpunni og ætlaði að þvi loknu að sigla út á miðin að ná í meira af rækju. „Það er tólf tíma stím á miðin og tekur veiðiferðin svona 4 sólarhringa. Það er óvenjulegt. Eftir því sem olian kostar hefur maður ekkert upp úr þessu,” segir Stefán. Bátur Stefáns, Stakkfellið, er 42 tonna og er á vetrum notaður til drag- nótaveiða. Þá er veiddur æðri fískur en rækjan. Fiskur sem ekki er deilt um hvort finni til sársauka líkt og gert var með rækjuna í sjónvarpi á dögunum. En er nóg af fiski í sjónum? „Það hefur aldrei verið meira af fiski í sjónum en núna,” segir Stefán. „Ég er alveg sannfærður um það. Fiskifræðingarnir eru alltaf svartsýnir Sextán ára drengur varð undir drátt- arvél á Hellnum á Snæfellsnesi í fyrra- dag og fór hann úr mjaðmarlið við slysið. Var drengurinn fluttur til læknis l Ólafsvík, og síðan með flugvél suður til Reykjavíkur. Hann liggur nú á Landspítalanum og er líðari hans góð eftir atvikum. og verða að vera það. En það er nógur fiskur.” Þegar Stefán er á hinum æðri fiskveiðum leggur hann uppi í heima- plássi sínu, Sauðárkróki, en rækjuna verður hann að sigla með til Skaga- strandar þar sem er rækjuvinnsla. -DS. Slysið varð með þeim hætti, að drengurinn, sem var að hjálpa til við heyskap, stóð aftan á beizli dráttar- vélarinnar. Féll hann fram fyrir sig og lenti undir öðru afturhjóli dráttar- vélarinnar. í fyrstu var óttazt að hann hefði fótbrotnað, en betur fór en á horfðist. -SA/HJ, Hellissandi. Varð undir dráttarvél Nýkomið Teg. 24 Utír. Rautt eða blátt rúskinn Stæröir 36-40 VerO kr. 24.370 Teg. 36 Litír: Lilla/fjólublátt eða svart/blátt rúskihn StærOir 36-40 VerO kr. 24.370 Teg.4166 Utur RauttleOur Stærðlr 36—41 VerOkr. Teg. 3426 Utír: Rautt hvRt eða svart leOur StærOlr: 36-41 VerO kr. 22.960 Teg. 4106 Utír: Svart eða beige rúsklnn Stmrðir 36-41 VerO kr. 22*60 Teg. 3402 Utur: Svart rúskhtn StærOk 36-41 Verð kr. 22.960 Teg. 3414 'Utur: Dökkblátt rúskktn StærOk 36-41 VerOkr. 22.960 Teg. 4414 Utur: Hvltt leOur StærOk 39-41 VerO kr. 22.960 Teg.4229 Utur: Hvitt leður StærOk 3-6 1/2 VerO kr. 26.850 Teg. 4246 Utur: BieOct / vinrautt rúskinn eða blátt rúskinn StærOk 3-7 i 1/2 stæröum VerO kr. 26.860 Teg. 4421 Litur: BieBfrautt rúsklnn Stærðk 36-41 Verð kr. 22.960 Teg. 4111 Utur: Svart rúskinn StærOk 36-41 VerO kr. 22.960 Teg. 4448 'Utur: Svart rúsklnn Stærðir 36-41 VerO kr. 22.950 Teg.3406 Utur: Beige leður Stærðk 36—41 VerO kr. 22.960 Skóverzlun Þórðar Péturssonar Laugavegi 95 — Sími 13570

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.