Dagblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. ÁGOST 1980. Franskur doktor sem heimsækir ísland á hverju ári: HYGGST NÚ GEFA ÚT EIRÍKSSÖGU RAUÐA —á f rönsku. Útgefandi í Parfs sýndi bókinni áhuga Menntaskólann við Hamrahliö. Þar lærði ég iíka töluvert, sérstaklega af kennurunum sem voru mér mjög hjálp- legir. „ísland ekki frönsk nýlenda" Svo kom sá tími að ég átti að fara í herinn en mér er meinilla við allt sem viökemur hernum. í Frakklandi er það þannig að menn eiga möguleika á að fara til útlanda að vinna í staðinn fyrir að fara í herinn. Þó er ætiazt til að þeir fari til Afríku, í gömlu nýlendur Frakk- lands. Þar sem fsland er ekki ein af gömlu nýlendum Frakklands veittist mér það hins vegar erfitt. Ég þurfti að fá leyfi frá yfirvöldum og þetta haust var ég alltaf að fara til Parísar til að tala við fólk. Með hjálp franska sendi- ráðsins hér og góðs manns sem starfar sem yfirmaður í hernum var mér þetta kleift. Árið 1975 fór ég heim til aðgiftast og ári síðar kom ég hingað með konu mina. Þá störfuðum við bæði í Kerl- ingarfjöllum, ég kenndi á skíði og hún vann I eldhúsinu. Sumariö 1977 er eina sumarið sem ég hef ekki komið hingað, en þá fór ég til Noregs. Ég vinn þannig vinnu að það er gott að fá frí en auð- vitað verður maður að sýna einhvem árangur af þessum ferðalögum hingað og ég vona aö ég geri það með bókinni. Ég vil ekki fyrir nokkurn mun að íslendingar sjái bókina, ég er hræddur um að þeir muni hlæja að henni,” segir Gilbert brosandi og bætir síðan við: „Hef hugsað mór að setjast hór að" ,,Ég hef alltaf verið heppinn, alltaf fundið rétta menn á réttum tíma. Tii dæmis hélt ég að ég gæti ekki komizt hingaö í sumar, en hér er ég fyrir al- gjöra tilviljun. — Hefur þú kannski hugsað þér að setjast að hérna? ,,Já, svo sannarlega hefur mér dottið það í hug og það ætla ég að gera áður en dóttir min verður sex ára, en hún er tveggja ára núna. Konunni minni finnst gaman að vera hérna, en hún talar ekki nógu mikla islenzku. Þegar okkur var t.d. boöið til fólks hér byrjaði sam- kvæmið yfirleitt á ensku en þegar iíða tók á kvöldið voru allir farnir að tala islenzku og þá skiidi hún ekki neitt.” Lýðveldið og ísland — Hvað er það helzt sem heillar þig áíslandi? ,,Það er ákaflega margt hér sem heillar mig en oft kem ég hingað bara til að slappa af frá stjórnmálum heima. Ástandið I Frakklandi núna er ákaflega slæmt og pólitikin er alltaf að verða verri og verri. Þó að heita eigi að við búum við lýðveldi þá er ekkert lýðveldi í Frakklandi. Útvarp og sjónvarp fá ekki að segja hvað sem er. Þau eru bundin við stjórnina, hvað er leyfilegt og hvað ekki. Ég man eftir að tekið var viðtal við mig í sjónvarpið heima um ýmislegt varðandi námsmenn. Þegar ég kveikti á sjónvarpinu um kvöldið var ekki minnzt orði á þetta viðtal. Ég hringdi og spurðist fyrir um af hverju þetta stafaði og svarið, sem fréttamaðurinn gaf mér, var: Ég get ekkert að þessu gert, þetta er aðeins skipun sem ég verð að hlýða. Ég held að flestir Frakkar óski þess að forsetinn falli i næstu kosningum, sem verða á næsta ári. Hér á landi finnst mér lýðveldið í hávegum haft og þið hafíð ekki eins stranga stjórn og við. Það er einhvern veginn gott að komast í nýtt andrúmsloft og það geri ég með því að koma hingað til lands,” sagði Gilbert Reinisch. Stúd- entaóeirðir og röng stefna frönsku stjórnarinnar hvað varðar menntamál er greinilega hitaefni í Frakklandi ef marka má andúð Gilberts í þeim efn- um. En vonandi á Gilbert eftir að fræða vini sína í Frakklandi um landið sem hann hefur heimsótt á næstum hverju ári síðan 1971. - ELA Beztað faraað öllumeð gát ,,Hann er viðsjárverður þessi heimur. Bezt að fara að öllu með gát. Ég ætla að líta vel í kringum mig áður en ég fer út úr húsinu mínu. Kapp er bezt með forsjá. ” Daman heitir Hadda. Hún er ein úr barnahópnum sem er á barnaheimili Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, Stekk. Þýðir Eirlkssögu Við fréttum af þvi að Gilbert væri að þýðaEiríkssögurauða úr islenzku yfir á frönsku og vakti það áhuga okkar á þessum franska íslandsvini. „Ég hef verið að þýða þessa sögu mér til gam- ans. Þetta er skemmtileg saga og mig langaði íil að vinir mínir í Frakklandi gætu einnig lesið hana,” sagði Gilbert. „Mágur minn, sem er góður teiknari, hefur telknað myndir við söguna, en það var alls ekki ætlun mín að gefa hana út. Fyrir tilviljun hitti ég útgefanda í París sem sagðist gjarnan vilja gefa bókina út og frá þeim málum ætla ég að ganga þegar ég kem aftur heim. Ég vil þó að það komi fram að ég er ekki atvinnumaður I þessu,” sagði Gilbert á sinni frábæru íslenzku sem hann sagöist hafa lært af krökkum sem hann kenndi áskíðum. DB-mynd: Helgi Már Halldórsson. ,,Ég kom hingað fyrst árið 1971 og þá alveg óvart. Vinur minn hafði ferð- azt mikið um Skotland og þar hafði hann hitt fólk sem sagði honum geysi- lega mikiö frá íslandi. Hann kom siöar til mín og sagði mér írá íslandi. Við ákváðum að fara til þessa lands ásamt nokkrum öðrum félögum. Þegar við vorum á ferð um landið hittum við fólk sem benti okkur á að fara til Kerlingar- fjalla, sem við gerðum. Þar hitti ég Valdimar örnólfsson skíðakennara og fékk ég þá strax áhuga fyrir að koma hingað og kenna á skíði,” sagði Gilbert Reinisch, franskur doktor í eðlis- og stjarnfræði, í samtali við DB. Gilbert hefur komið hingað til lands á næstum hverju ári síðan 1971, enda ísland og íslendingar hans aðaláhugamál. Þjálfaði skíðafólk f Rey kjavfk Gilbert Reinisch býr í Nizza og þar starfar hann á raunvísindastofnun. ,,Ég er alls ekki með kíkinn uppi allan daginn og horfi á stjörnur, eins og margir halda,” segir hann. „Starf mitt felst helzt I aö reikna jöfnur á tölvur og fleira sllkt. Ég bjó hér eitt sinn i tvö ár og þjálfaði skíöafólk í Reykjavik fyrir „Mágur minn hefur tviknað myndir með sogunni en ég er hræddur um að Islendingar myndu hlæja að henni,” segir Frakkinn Gilbert Reinisch meðal annars um þýðingu sina á F.gilssögu rauða. DB-mynd Sig. Þorri. Ármann, ÍR og KR. Þetta var mjög skemmtilegur timí og ég lærði islenzk- una fljótt af krökkunum því þeir gerðu kröfur til min. Þeim leiddist auövitað að tala alltaf ensku og svo voru ekki allir sem töluðu hana. Á timabili kunni ég þó einungis skiöamál en gat ekki beðiö um brauð úti I búð. Það varð til þess að ég fór að hugsa mig um hvort ég ætti ekki að fá mér annað starf. Þá byrjaði ég að kenna frönsku, bæði við Menntaskólann I Reykjavík og

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.