Dagblaðið - 24.04.1981, Síða 3

Dagblaðið - 24.04.1981, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 1981. I gjöminga- veðri — að aka” Jónas Jónsson skrifar: Brekknakoti, í byrjun apríl 1981 Verstu byljir og áhlaup 1 náttúru íslands okkar hér fyrri voru oft nefnd , .gjörningaveður” og eðlilega talin ,,af hinu illa”. Nú virðast „gemingar” taldir eitthvað jákvætt — og meira en bað — helzt göfug list. — „öllu má nú nafn gefa!” sagði kerlingin. „Gerningaspjall” nefndist þáttur einn í Ríkisútvarpinu okkar seint í gærkvöldi. Ég íagði eyru við i upphafi en fljótlega hefi ég líklega lent í gerningaveðri og „úti að aka”. — hugleiðingar um nýlist Ég heyrði hópinn þarna (í út- varpinu) tala um merka menn og þjóðkunna, eins og meistara Kjarval og snillinginn Jón 1 Möðrudal. Skildi#t mér að þeir myndu 1 fremstu röð „gerninga”-listamanna. Var til sannindamerkis sagt frá því að Kjar- val hefði einhverju sinni komið að og inn 1 vinnustofu sína ásamt einhverjum „Velsjáandi”, tekið ofan hatt sinn og hvolft úr ruslafötu sinni í hann, en sett hana upp sem höfuðfat! Síðan sömu leið til baka: ruslið í fötuna, koll sinn í hattinn! — Þetta virtist talið einstakt listaverk — af „geminga”-tagi! — Sumum ■ ------------------------------------------- Áhorfendur fylgjast af miklum áhuga með gjörningi: vatn sýður i hraðsuðukatli. Var banatilræðið við Reagan gjörningur aldarinnar? DB-mynd: Einar Ólason. kann nú að finnast að þessa „list” gæti hver gamansamur meðalglópur íslands á táningsaldri framið! (Var mig farið að dreyma?) Nei, ég heyrði sagt frá manni sem langaði svo til að mála „abstrakt”, en þorði ekki, —• víst vegna almennings-álits. En svo missti hann vitið og fór þá að mála „abstrakt”. En ekki náði ég svo langt að ég vissi hvort hann úr því var (af hópnum) úrskurðaður listamaður 1 „gemingum”. En svo var að heyra að á því ylti hvort hann eða hún, þú eða ég, þyrði að framfylgja lönguninni — hvað sem almenningsálitið segði hvort skapað yrði listaverk I gerningum eða ekki! Var ég „úti að aka?” eða . . . Ég náði a.m.k. til tækisins og rauf sambandið. En þar með hefi ég e.t.v. misst af „rúsínunni i pylsuendan- um”! Eftir á varð mér að hugsa, spyrja: Mun hann Jón, sem með hógværð og látleysi kom sér — 1 hinni miklu Ameríku — í aðstöðu til að lyfta byssu og skjóta fjórum skotum á heimsins valdamesta mann — og hans öfluga fylgdarlið — hvað sem hver sagði og hugsaði, ekki þar hafa skapað aldarinnar frægasta listaverk 1 „gerningum” á þessari plánetu? Sjónvarpið okkar virtist hrifið! Kannske mættum við fá að sjá það, einu sinni enn undir nóttina ef ein- hver gæti lært af þvi— „listina”. Sæluvika Skagfirðinga: Frábær hljómsveit — þökkum fyrir skemmtunina Sæluvikugestir skrifa: Við skelltum okkur á Sæduviku Skagfirðinga, þessa margumtöluðu. Þama var ýmislegt til skemmtunar, leikrit, kvikmynda- sýningar, dansleikir og fl. Við byrjuðum á því að fara á dansleik, á þriðjudagskvöldið, með hljómsveit Geirmundar. Þetta kvöld komu líka fram skemmtikraftar, þeir: Ómar, Bessi og Raggi Bjarna, sem að okkar mati héldu stemmning- unni uppi svo ekki sé meira sagt. Á fimmtudagskvöld voru dansarnir auglýstir og mættum við aftur í Bifröst. Þá er þar ný hljómsveit sem heitir Umrót. Er ekki að orðlengja það að þessi hljómsveit var alveg frábær og stóð hún sig vel í gömlu dönsunum. Þykir okkur furðu sæta að hljómsveitin skuli bara hafa spilað á einum dansleik. Við viljum þakka hljómsveitinni Umrót fyrir alla skemmtunina og vonumst til að geta skemmt okkur með henni aftur. Takk fyrir okkur og góða daga Umrót. Raddir tesenda Spurning dagsins Hvernig Ifkar þór tónlistin hór í Austur- stræti? Arnar Ingólfsson, milli skipa: Hún mætti vera meira róandi. S. Jóhann Danielsson, á sama sldpi og Arnar: Það er alveg nauðsynlegt að hafa tónlist hér, en hún mætti vera þyngri og taktfastari. Hjalti Jónsson: Sem betur fer heyri ég hanaekki. Halldór Jónasson blikkskurðartæknir: Ég tek ekki eftir henni. Gufllaug Slgurðardóttir ritari: Mér finnst húnveraalvegágæt. Hreinn Halldórsson innheimtumaður: Ég er nú úr sveit og hef bara aldrei heyrtannaðeins.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.