Dagblaðið - 24.04.1981, Qupperneq 10

Dagblaðið - 24.04.1981, Qupperneq 10
10 frjálst, óháð dagblað Útgefandi: Dagblaöið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson. Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Slmonarson. Menning: Aöalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Asgrlmur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefónsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gísli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hókonardóttir, Kristjón Mór Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Porri Sigurðsson og Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjóri: Mór E.M. Halldórs- son. Dreifinyarstjóri: Valgeröur H. Sveinsdóttir. Ritstjórr Siðumúla 12. Afgreiðsla, óskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aðalsfm tilaðsins er 27022 <10 línur). Steingrímur er Lúðvíkstrúar Steingrímur Hermannsson sjávarút- /jj vegsráðherra hefur tekið trú á Lúðvík Jósepsson. Hann heldur því fram, að fiskiskipafloti íslendinga sé nokkurn veginn hæfílega stór. Og að ráðherra sið hefur hann skipulagt þessa missýn í reglugerð. í niðurstöðum endurnýjunamefndar fiskiskipa segir hins vegar: „Núverandi sóknarmáttur fiskiskipaflot- ans er of mikill, þótt hámarksafrakstri fiskistofna væri náð. Sóknarmáttur flotans þarf að minnka. Endurnýj- unarþörf . . . er lítil sem engin.” Steingrímur tekur ekkert mark á þessari nefnd sinni. Hann tekur ekkert mark á samtökum útgerðarmanna, sem benda réttilega á, að hinar miklu veiðihömlur sýni ljóslega, að fiskiskipaflotinn sé of stór. Hann tekur mark á Lúðvík einum. Samkvæmt nýrri reglugerð Steingríms á að reyna að halda sóknarmætti flotans svipuðum og hann er nú og stefna að örari endurnýjun bátaflotans en verið hefur. Sitthvað er gott í reglugerðinni, þótt heildarmynd hennar standist ekki. Til dæmis er rétt, að bátaflotinn er orðinn of gamall. Yngja þarf hann upp, meðal annars með aðstoð úreld- ingarsjóðs fiskiskipa, en þó á þann hátt, að hann minnki um leið. Um það fjallar ágætt frumvarp, sem liggur fyrir alþingi. Þá er einnig réti aðgefa innlendri skipasmíði sum þeirra tækifæra, sem felast í reglugerðinni, einkum kröfuna um samanburð innlendra og erlendra tilboða og kröfuna um, að innlendu tilboði verði tekið, ef verðmunur er lítill. Hitt er svo vafasamt að láta innlenda skipasmíði hafa algeran forgang að kvóta ársins, ef hún nær samningum við útgerðarmenn. Hætt er við, að þar verði um að ræða tilboð, sem útgerðarmenn geti ekki hafnað, ef þeim er mikið mál að fá skip. Forgangurinn að kvótanum er raunar skólabókar- dæmi um tilhneigingu stjórnmálamanna til að setja markaðslögmálin úr skorðum og valda á þann hátt þjóðhagslegu tjóni, sem getur orðið mun alvarlegra en vandinn, sem reglugerðin átti að leysa. Ofsagt er þó hjá talsmönnum útgerðarmanna, að reglugerðin stefni að algerri tilfærslu ákvörðunarvalds um endurnýjun fiskiskipa úr höndum útgerðar í hendur ráðherra, sem fari eftir meintri þörf fremur en fjárhagslegu bolmagni. Með reglugerðinni er ekki verið að taka kosti útgerð- armanna, heldur þrengja þá. Verið er að herða skil- yrðin, sem þeir verða að uppfylla til að komast yfir ný skip. Slík herðing er nauðsynleg, þegar flotinn er of stór. í heild má um hina nýju reglugerð Steingríms segja, að hún stefni að illskárra ástandi en nú ríkir, að hún stefni að stöðvun á afskaplega varhugaverðri stækkun flotans. Hún er skref í rétta átt, en aðeins eitt skref. Fyrir alþingi liggur mun raunhæfara frumvarp Kjartans Jóhannssonar og fleiri um, að taka verði úr umferð tvö tonn fyrir hvert eitt, sem bætt er við fiski- skipastólinn. Það frumvarp tekst mun betur á við vandann en regiugerð Steingríms. Frumvarpið miðar að hægfara minnkun flotans niður í hæfilega stærð og samfara yngingu hans til tæknivæddra og sparneytinna skipa. Hvort tveggja verður að fara saman að mati næstum allra, sem vit hafa á þessum málum. Steingrímur Hermannsson hefur hins vegar tekið trú á þá meinloku Lúðvíks Jósepssonar, að flotinn sé bara alls ekki of stór, alveg eins og það sé allt í lagi, að hver togari verði að sæta 150 skrapdögum á ári. Nýlendan Macao heff ur horff ið í skuggann af Hong Kong: Portúgalska nýlend- an Macao sýnir loks Irfsmark á ný — Fyrsti háskólinn reistur Í400 ára sögu nýlendunnar DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 1981. Kinverjar töldu að þeir hefðu það eitt upp úr að þiggja Macao frá Portúgölum að flciri munna þyrfti að fæða. Kornupp- skeran brást í vissum hérðum Kfna i ár og blasir hungursneyð við af þeim sökum. eru enn þann dag i dag mest áberandi byggingin í Macao. Macao varð þrátt fyrir hnignun- ina forvitnilegur staður fyrir ferðamenn, sem höfðust við á hinu heldur óvistlega Bela Vista hóteli, og einstaka rithöfundar sóttu staðinn heim og skrifuðu um hið sérstaka aðdráttarafl hans. I nýlendunni er leikhús með reisulegri byggingum þar sem nú er eingöngu boðiö upp á nektarsýningar. Þarna var á sínum tíma miðstöð gull- og demanta- smyglara og ennþá er efnahagur nýlendunnar mjög háður rekstri spilavítis sem opið er allan sólar- hringinn. Spilavíti þetta er mjög vel sótt af Kínverjum frá Hong Kong þar sem veðmál önnur en veðreiðar eru bönnuð. Dapurlegasta augnablikið i sögu Macao varð árið 1974 þegar Portúgalar tilkynntu kinversku stjóminni að hún mætti ef hún vildi, fá Macao aftur. Stjómvöld i Beijing tóku sér umhugsunarfrest en höfnuðu síðan boðinu. Sérfræðingar í málefnum Kína eru ekki á eitt sáttir um ástæður þess að Beijing-stjórnin hafnaði þessu „rausnarlega” boöi nýlenduherranna i Portúgal. Sumir þeirra segja að Kínverjar hafi ekki viljað hræða Hong Kong, en sennilegust er þó sú skýring, að Kínverjar hafi einfaldlega séð fram á, að þeir heföu það eitt upp úr því að þiggja Macao, að munnarnir sem þyrfti að fæða yrðu fleiri. í Portúgal þykir Macao engan veginn eftirsóknarverður staður og stjórnvöld í Lissabon eiga fullt i fangi með að fá menn í æðstu stöðurnar, jafnvel landstjórastöðuna. En nú kann breyting að vera í vændum. Skrifstofur.^hótel og íbúðarhúsnæöi eru í byggingu og staðurinn er að taka á sig nýtizkulegri mynd. Há- skólinn mun veita staönum vissa andlitslyftingu og áherzlan sem þar á að leggja á viðskipta- og hagfræði mun væntanlega skila sér í bættum efnahag nýlendunnar þegar fram líða stundir. Rætt er um að byggja þurfi flugvöll svo að íbúamir þurfi ekki eingöngu að treysta á flugvöllinn í Hong Kong. Það em því nokkur vormerki í lífi nýlendubúa eftir ákaflega langan vetur, þó breytingamar verði tæpast allar í einni svipan. Þaö er alltaf eitthvað merkilegt að gerast i Hong Kong, þessari kapítalisku nýlendu sem nágrennið við Kína setur jafnan talsvert mark sitt á. En hvað með hina litlu portúgölsku nýlendu, Macao, sem er aöeins í um sextíu kilómetra fjarlægð frá Hong Kong. Ef heimar enn þar væm spurðir frétta þaðan um þessar mundir, kæmi þeim vafalaust fyrst i hugann, að þar er nú verið að reisa háskóla, hinn fyrsta f sögu nýlendunnar. Reiknað er með, að háskólinn taki til starfa 1 haust. Rektor hefur verið ráöinn, Hsueh Shousheng nokkur frá Singapore og auglýst hefur verið í blöðum i Evrópu eftir kennaraliði. Það er furðulegt, aö elzta aðsetur Evrópumanna í Austurlöndum skuli bíða i meira en 400 ár eftir því að setja á stofn háskóla. I Hong Kong þar sem búseta Evrópumanna er þó ekki nema 140 ára gömul eru tveir há- skólar. En hinir portúgölsku verzlunarmenn sem gerðu Macao aö einhverri ríkustu borg í heimi litu aldrei á hana öðmvísi en sem góðan verzlunarstað. Þeir sendu börn sín í skóiaf Lissabon. Á hinum langa niðurlægingartima Macao virðist enginn íbúanna þar hafa haft i sér dug og þrek til að halda staðnum sæmilega við, hvað þá aö koma þar á fót háskóla. Jafnvel hin stórbrotna dómkirkja heilags Frá götu f Macao. Páls var aldrei endurbyggð eftir brunann áriö 1835 og rúsiir hennar

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.