Dagblaðið - 24.04.1981, Síða 11

Dagblaðið - 24.04.1981, Síða 11
/V DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 1981. Háskólinn og stundakennarar 11 \ í tilefni af verkfallsaðgerðum stundakennara nú fyrir skömmu er ekki úr vegi að velta fyrir sér hverjar eru orsakir þess, að til þessara aögerða var gripið, og i hverja sjálf- heldu málefni Háskóla íslands eru komin. Eins og fram hefur komið þá er nú um helmingur allrar kennslu i Háskólanum i höndum stunda- kennara. Hefur þetta hlutfall farið hriðvaxandi á undanfömum árum, þar eð fjölgun fastra kennara hefur ekki haldist i hendur við aukiö framboð námsleiða og aukinn nemendafjölda. Stundakennurum má skipta i þrjá meginflokka, starfs- menn rikisstofnana, sem taka að sér kennshi sem aukastarf, starfsmenn einkafyrirtæja eða sjálfstætt starfandi menn sem kenna og hóp manna, sem hefur stundakennslu að aðalstarfi. Sjónarmið þessara þriggja hópa eru að sjálfsögðu allólik. Flestir munu sammála um það, að ákveðinn hluti kennslunnar sé i höndum stundakennara t.d. 25%. Heppilegt er að geta leitað út fyrir skólann til sérfræðinga á ákveðnum sviðum til þess að fá þá til að kenna slna sér- grein. Ekki er heldur viö þvi að búast að hægt sé að hafa starfandi við Há- skólann sérfræðinga f öllum þeim greinum sem kenndar eru. En jafn- framt er ljóst, að þegar allt að helmingur kennslunnar er orðinn í höndum stundakennara þá er komið i óefni. Að þvi er ég best veit þá hefur Há- skólinn ekki mótað neina stefnu 1 þessum málum og er það eflaust ein af orsökunum fyrir þvi hvemig komið er. Á undanförnum árum hefur námsbrautum verið fjölgað mjög við Háskólann og kennsla hafm i fjölmörgum fræðasviðum án þess að tryggt væri að nægjanlegur fjöldi fastra kennara væri fyrir hendi. Rétt væri að Háskólinn markaði þá stefnu að ekki skuli tekin upp kennsla i nýj- um námsbrautum fyrr en tryggt væri að ráðnir yrðu fastakennarar til að kenna 2/3 hluta kennsiunnar. Jafn- framt yrði ákveðið aö sama marki skuli náð á næstu fimm árum fyrir allar þær námsbrautir, sem nú eru kenndar við skólann. Verði þvi marki ekki náð veröi viðkomandi náms- braut lögð niður. Margir munu eflaust telja þetta róttækar tillögur en Háskólinn hlýtur að verða að gera ákveðnar kröfur til sjálfs sin til þess að tryggja gæði þess náms, sem boðið er upp á. Jafnframt ætti aö setja þau takmörk á stunda- kennslu einstakra manna, að enginn stundakennari kenndi meira en sem svarar einni námsgrein á viku, eða 6 fyrirlestra eða jafngildi þeirra 1 annarri kennslu. Þessar tvær aðgerðir ættu að tryggja að ekki yrðu lengur neinir sem hefðu stunda- kennslu sem aðalatvinnu. Eigi að tryggja til lengdar gæði kennslu við Háskólann þá er ljóst að koma verður i veg fyrir það að upp komi stétt manna sem hafi þaö að aðalatvinnu að vera stundakennarar. Nauðsyn þess aö í háskólakennslu fari saman rannsóknir og kennsla dregur enginn i efa. Skammtíma sjónarmið rikis- valdsins má ef til vill skiija þar eð það er ódýrara að ráða stunda- kennara til kennslu en fastakennara. Kjallarinn GeirA. Gunnlaugsson En sé það metnaðarmál okkar að hér sé háskóli, sem .standi undir nafni, þá hlýtur það sjónarmið að ráða, að meginhluti kennsiunnar sé i höndum fastakennara, sem stundi bæði rannsóknir og kennsiu. Að vlsu hef ég oft á undanförnum árum efast um það að vilji ráðamann sé sá aö hér sé raunverulegur há- skóli. Gott sé að geta sagt að hér sé háskóli en helst engu skuli til kostað til þess, að hann standi undir naf m. Uppiýst hefur verið að um það bil helmingur allrar stundakennslu er inntur af hendi af starfsmönnum opinberra stofnana. Að öllu jöfnu þá skila viðkomandi starfsmenn 40 stunda dagvinnu og kenna siðan i aukavinnu. Einungis starfsmenn Há- skólans og stofnana hans fá auka- vinnuna greidda sem yfirvinnu, ailir aðrir opinberir starfsmenn fá kennsluna greidda sem dagvinnu, þótt þeir hafi þegar skilað 40 stundum og vinnuveitandinn sé i raun einn og hinn sami, ríkið. Ég er þess fullviss að slíkt liðst ekki á hinum almenna vinnumarkaði. Eða leyfir verkalýðsfélagið á Eskifirði t.d. að starfsmanni, sem vinnur i hraöfrystihúsinu hjá Aöalsteini Jónssyni á daginn og fer að vinna i útskipun á mjöli úr loðnuverk- smiðjunni um kvöldið, sé þá borgað dagvinnukaup. Nei, slíkt væri aldrei leyft. Þaö er í raun furðulegt hve lengi þessir starfsmenn rikisins og samtök þeirra hafa sætt sig við það að skila ríkinu miklu meira en 40 stundum i dagvinnu. Lög um 40 stunda dag- vinnu voru samþykkt og hlýtur að vera kominn timi til þess aö rfkið sjálft verði að fylgja þeim lögum eins og aðrir atvinnurekendur. Geir A. Gunnlaugsson, prófessor. 0 „Eigi að tryggja til lengdar gæði kennslu við Háskólann verður að koma í veg fyrir að upp komi stétt manna sem hafí það að aðal- atvinnu að vera stundakennarar.” Ný viðhorf til Blönduvirkjunar Á allra síðustu vikum hafa komið fram merkilegar athuganir sérfræð- inga á Blönduvirkjun. Þessar rann- sóknir sýnast geta orðið grundvöllur að samkomulagi um þetta viðkvæma mál. Aðalniðurstaðan er sú, að Blöndu- virkjun geti orðið fyllilega eins hag- kvæm og áætlað hefur verið, þó að miðlunarlón hennar verði minnkað um nærri helming, með þvi eina skil- yrði að fyrri áfangi Fljótsdalsvirkjun- ar komi á undan Blönduvirkjun. Þessi lausn flýtir því jafnframt að viðunandi öryggi náist í orkuvinnslu- kerfi iandsins. Það er sannarlega ekki vanþörf á að útskýra þessa óvæntu og furðu- legu niðurstöðu, og við vonum, að í þeim hugleiðingum verði ekki hallað réttu máli. Það sem nú vantar tilfinnanlegast i orkuvinnslukerfi landsins eru stórar vatnsmiðlanir því að án þeirra koma nýjar virkjanir að takmörkuðu gagni. Menn munu vera sammála um, að auk þess sem lokið verði við Hraun- eyjafossvirkjun, þurfi á næstunni að veita drjúgu vatni úr ýmsum Þjórsár- kvíslum til Þórisvatns, auk þess sem rými vatnsins verði aukið um allt að 75% og ennfremur verði gerð stífla í Þjórsá og Tungnaá við Sultartanga til þess að auka hagkvæmni Búrfells- virkjunar. Þá fyrst komi til nýjar virkjanir, og stóra spurningin er þá, hvort Blönduvirkjun eða Fljótsdals- virkjun verður fyrr fyrir viiiriu, þvi utan eldvirkra svæða koma vart aðr- ar virkjanir til greina. En þar sem vatnsmiðlunarþörfin verður þá enn mjög brýn, er nauðsynlegt, að fyrri virkjuninni fylgi allmikil vatnsmiðl- un. Hér er komið að kjama þessa máls: Fljótsdalsvirkjun og 1000 œrgilda land í Húnaþingi Ef byrjað væri á Blönduvirkjun, þýðir þetta, að varla yrði komist hjá að fylgja þeirri tilhögun, sem helst hefur verið til umræðu fram að þessu, að mynda yfir 400 gígalltraión fyrir ofan Reftjarnarbungu og vestur um Kolkuflóa. Ef fyrst væri tekinn fyrir fyrri áfangi Fljótsdalsvirkjunar, horfir málið öðru visi við. Þar verður tiltölulega mikil vatnsmiðlun, um ....— það er ekki deilt. En þegar hún væri komin í gagnið, sýnir það sig með út- reikningum á áratuga rennsiisskýrsl- um, að í Blönduvirkjun, sem á eftir kæmi, væri hreinlega ekki nauðsyn- legt að hafa miðlunina eins stóra og fram að þessu hefur verið ætlað. Um 200 gígalítra lón fyrir austan Sandár- höfða væri þá ákjósanleg iausn, og stækkun þess lóns kæmi varia til greina sem skynsamleg framkvæmd fyrr en nokkrar fleiri stórvirkjanir væru komnar í viðbót, sennilega ekki fyrr en eftir aldamót. Með þessum hætti mundi Blanda skila um 6% minni orku en með stóra lóninu, en hún yrði lika ódýrari sem þeim litla mismun næmi, og vel það. Með þessu væri hlíft landi, sem hefur um 1000 ærgilda beitarþol. Þessi röksemd ein sér gerbreytir öllu viðhorfi til þessara mála. En ekki er nóg með það. Lítum nú að- eins á, hvaða áhrif það hefði á öryggi orkuvinnslunnar í landinu, hvor röðin væri valin, Bianda — Fljóts- dalsvirkjun eða Fljótsdalsvirkjun — Bianda. Virkjanafræðingar telja, að úr fullum núverandi miðlunarlónum megi fá um 16% árlegrar orku- vinnslu. Þetta þykir allt of litið eins og best sást á hinum nýliðna harða vetri. Með fyrirhuguðum miðlunum á Þjórsársvæði hækkar þessi tala í 21 hundraðshluta. Komi Biönduvirkjun næst eykur hún þetta miðlunarhlut- fall í 23 eða 24% eftir því hvort minna eða stærra lónið væri valið. Með því að láta Fljótsdalsvirkjun, fyrri áfanga, koma á undan Blöndu kæmist miðlunarhlutfailið þá strax í 30. Þegar Blönduvirkjun væri svo komin tii viðbótar væri, eins og áður segir, engin ástæða að hafa miðlun hennar öliu meiri en 200 gígalítra lón við Sandárhöfða og þar með mundi miðlunarhlutfallið á landinu haidast áfram i 30 sem nálgast mjög þá tölu, sem er talin hæfileg hér á landi. Þannig væri því flýtt um jafn mörg ár og það tekur að virkja Blöndu að landsmenn geti búið við sæmilegt öryggi í orkumálum. Og þess má geta í leiðinni, að jafn nauðsynlegt er, að Fljótsdalsvirkjun komi á undan virkjun við Sultartanga, ef stefna skal aö auknu öryggi í orkuvinnslu. Síðari áfangi Fljótsdalsvirkjunar á eftir Blödnu mundi svo enn hækka miðlunarhlutfallið um 3. Leyndardómur samspilsins Mönnum finnst nú kannski að þessi röksemdafærsla tninni á töfrabrögð eða sjónhverfingar. Hvers vegna nýt- ist rennsiið i Blöndu svo miklu betur eftir aö Fljótsdalsvirkjun er komin í gagnið? Skýringin liggur í hringteng- ingu háspennulínanna á iandinu. í stað þess að Blanda ein þurfi að vera sjálfri sér nóg að verulegu leyti um rennsli, bæði sumar og vetur, getur hún svo að segja samið við Fljóts- dalsvirkjun um verkaskiptingu. Fljótsdalsvirkjun mundi þá hlifa afl- vélum sinum á sumrin og safna vatni í óða önn á hálendinu, en fengi Blöndu á meðan til að renna tiltölu- lega ört fram hjá Sandárhöfða. Lánið yrði svo borgað aö vetrinum, þegar Blanda fengi að mala í ró og næði, en austan lands væru hjólin látin herða á sér að sama skapi. Þótt þetta sé yfirborðsleg skýring, ætti hún að gefa nokkra innsýn í leyndar- dóma þessa samspils. Eins og við gátum um áður, er auð- vitað hugsanlegt að á næstu öld yrði hagkvæmt að stækka Blöndulón, og þvi er ekki að leyna, að á hálendinu þurfa miklar vatnsmiðlanir að koma til í framtiðinni. Ákvarðanir um margar þeirra verða erfiðar vegna eyðingar á lífríki sem er einmitt hvað blómlegast i þeim iægðum, sem helst koma til greina til vatnsmiðlunar. Hins vegar verður þá oröið öllu betra svigrúm en nú til aö velja þessum £ . í staö þess aö Blanda ein þurfí að vera sjálfri sér nóg aö verulegu leyti um rennsli, bæði sumar og vetur, getur hún svo að segja samið við Fljótsdalsvirkjun um verka- skiptingu... ” Kjallarinn Jónas Tryggvason miölunum staði viða um land, vegna bættrar hringtengingar raforkunnar og stærra kerfis en nú er. Og jafnvel þótt seinna þyrfti að drekkja Kolku- fióa og öðrum svæðum þar um slóðir, sýnist það vera ástæöulaust, að ekki sé sagt þjösnalegt, að flýta að óþörfu þeirri landeyðingu. Þakkarvert að mann hafa haldið ró sinni Það kann að þykja undarlegt, að hugmyndir eins og þær sem hér hefur verið lýst, skuli ekki hafa komið fram fyrr því að ekki er ástæða að efast um hæfUeika og reynslu þeirra sérfræð- inga sem hafa fjallað um þessi mál. Skýringin á þessum drætti er auðvit- að sú hvað þessi viðfangsefni eru viðamikil og margslungin. Af þvi má aftur ráða, hvað það er óviturlegt, að teknar séu skyndiákvarðanir í siikum málum, og sist af öllu i baráttuhita. Það er því þakkarvert, að ráðamenn skuli hafa haldið ró sinni og beðið þess, að málið yrði þrautkannað frá sem fléstum hliðum. Jafnframt sést á þessu, hvað það er hyggileg stefna að hafa í hvert sinn úr nokkrum virkj- anakostum að velja svo aö hægt sé að tengja þáá hagkvæman hátt. Aö fórna metnaöi sfnum dregur ekki úr sœmd Við skulum nú víkja nokkrum orðum að þýðingu Blönduvirkjunar fyrir atvinnulif héraðsins. Sú er reynsla Rangæinga að þrátt fyrir góðar tekjur meðan á virkjanaskorpu stendur getur tímabilið á eftir orðið erfitt og mestu skiptir að hugsa fyrir því. Spurningin er hvort ekki er nauðsyniegt að ieggja grundvöll að þessari nýju atvinnustarfsemi áður en upplausnarástand virkjunartimabils- ins byrjar. Þau ár sem líða þar til virkjun hefst þurfa þvi siður en svo að fara til ónýtis. Seinkun virkjunar- innar getur meira að segja haft þann Páll Bergþórsson kost í för með sér að verkinu verði dreift á lengri tíma en ella ýmis undir- búningur framkvæmda verði hafinn áður en fyrri áfanga Fljótsdalsvirkj- unar lýkur og farið nógu hægt í sak- irnar til þess að héraðsmenn komist yfir sinn hluta af verkinu án þess að vanrækja að búa í haginn fyrir fram- tíðina. Á þessu ættu stjórnvöld að hafa skilning enda gæti siik tilhögun orðið að sumu leyti hagkvæm frá þeirra sjónarmiði. Þá væri þessi tími kjörinn til tilrauna með uppgræðslu sem hefur komið til tals í því skyni að bæta að nokkru leyti þaö land sem virkjunin kaffærir. Auk þeirra röksemda, sem áður eru taidar og við álitum að skipti sköpum um hvaða virkjanaröð skuli valin má enn nefna fleiri atriði. Nátt- úruverndarráð hefur bent á þá reynslu, sem hefur fengist af auknu vetrarrennsli í Þjórsá, sem hefur leitt til aukinna fióða og ísahranna neðan til í ánni. Líkur eru á að hliðstæð fyrirbæri gætu átt sér stað neðan til í Blöndu ekki síst niður við Blönduós. Þeirri tilhögun, sem hér hefur verið rædd, fylgir að dregið verður úr vetr- arrennsli Blöndu miðaö við fyrri áætlanir og þar með ætti þessi hætta að minnka. Rétt er þó að nefna að af þessu mundi leiða nokkuö aukið vetr- arrennsli í Fljótsdal en það hefur ekk- ert óhagræði í för með sér vegna vatnsmiðlunar í Lagarfljóti. Það er einiæg von okkar að sú vitneskja, sem sérfræðingar hafa nú aflað i þessum efnum, verði notuö til að leysa farsællega og viturlega þá heitu deilu sem virkjun Blöndu hefur vakið upp. Ef til vill þurfa allir aðil- ar, fyrir norðán, sunnan og austan, að fóma nokkru af metnaöi sínum til þess að svo megi verða en ekki mundi það draga úr sæmd þeirra af mála- lokum. Jónas Tryggvason Páll Bergþórsson, veðurfræðingur.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.