Dagblaðið - 24.04.1981, Page 8

Dagblaðið - 24.04.1981, Page 8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 1981. i Erlent Erlent Erlent Erlent D Er Atlanta morð- inginn fundinn? — borgararéttindasamtök segjast hafa f undið morðingja a.m.k. sex þeirra bama sem myrt hafa verið í Atlanta á síðustu mánuðum Margir foreWrar i Atlanta eiga um sárt aö binda vegna morðöldunnar sem þar hefur gengið yfir á siðustu mánuðum. Borgararéttindasamtök í Atlanta í Bandaríkjunum greindu' frð því í gær að þau hefðu fundiö morðingja a.m.k. sex þeirra 25 blökku ung- menna sem látizt hafa á voveiflegan hátt þar í borg á síðastliðnum 21 mánuði. Roy Innis, formaður Core, sem eru samtök er berjast fyrir jafnrétti kyn- þáttanna, sagði á blaðamannafundi í gær að ef yfirvöld hefðu ekki gert viðhlítandi ráðstafanir innan þriggja sólarhringa mundu samtök hans taka manninn. „Maðurinn er geðveikur,” sagði Innis. Eftir fundinn átti yfirmaður rann- sóknarlögreglunnar á staðnum, John Glover, margra klukkustunda viöræður við Innis og mann þann sem veitti Core þær upplýsingar sem samtökin byggja fullyrðingar sínar nú á. Glover sagði að hin nýja staða í málinu væri „mjög athyglisverð” en neitaði aö tjá sig frekar um það. Innis, sem neitaði að nafngreina hinn grunaða eða þann sem veitti upplýs- ingarnar sagði: „Við höfum fundið þann hlekk sem mun rjúfa keðjuna.” Fullyrðingar Innis komu á sama tíma og rannsóknarlögreglan vann að rannsókn tveggja h'kfunda í ám Atlantaborgar í þessari viku. Hugmyndafrædingur Sovétstjórnarinnar kominn til Varsjár —fyrirætlanir Kremlverja jaf n óljósar ogáður Aðal hugmyndafræðingur Sovét- stjórnarinnar, Mikhail Suslov, kom til Varsjár i óvænta heimsókn í gær. Var heimsókn hans túlkuð á þann hátt af vestrænum sérfræðingum að Suslov, sem talinn er næst valdamesti maður Sovétríkjanna, ætti nú að koma stjórn á hlutina i Póllandi og styðja við bakið á þeim ráðamönnum þar í landi sem sporna vilja við þeim breytingum sem verkamenn hafa krafizt á undanföm- um mánuðum. Viðræður Suslovs við leiðtoga pólskra kommúnista viröast ekki hafa varpað neinu ljósi á hverjar fyrirætlan- ir Sovétmanna eru gagnvart „gagnbylt- ingaröflunum” í Póllandi. PAP-fréttastofan sagði aö viðræð- urnar hefðu verið innilegar. Fréttastof- an sagði að sovézka sendinefndin hefði fallizt á tilraunir pólska kommúnista- flokksins til aö styrkja stöðu sína og koma lagi á efnahag landsins. Einn af talsmönnum pólska kommúnista- flokksins sagði vestrænum fréttamönn- um hins vegar í gærkvöldi að Sovét- menn væru mjög óánægðir með stöðu mála i Póllandi um þessar mundir. Hann kvaðst vonast til að pólsku leið- togunum tækist að breyta ýmsum af hugmyndum Suslovs. Lech Walesa og félagar hans I Einingu á bæn við Leninskipasmiðastöðina í Gdansk þar sem umbótahreyfingin varð til. LESTA RRÆNINGINN VAR LÁTINN LAUS —Ronald Biggs f lýgur heim til Brasiliu ídag Hæstiréttur Barbadoseyja hafnaði í gær kröfu brezkra yfirvalda um að lestarræninginn Ronald Biggs yrði. framseldur til Bretlands þar sem hann á eftir að afplána þrjátíu ára fangeisisdóm. Biggs hefur þegar verið látinn laus úr gæzluvarðhaldi og mun hann fljúga heim til Brasiliu í dag með flugvél sem blaðamannasamtökin þar í landi hafa tekið á leigu. Stjórnvöld í Brasilíu sem voru mjög óánægð með að Biggs var fluttur úr landi á þann hátt sem raun ber vitni hafa látið ( ljós ánægju sína með niðurstöður hæstaréttarins. Yfirvöld í Brasilíu höfnuðu þvi árið 1974 að framselja Biggs til Bret- iands, á þeim forsendum aö hann væri faðir að barni sem brasilísk stúlka gekk með. Biggs hringdi i son sinn, sem nú er sex ára, strax og hann hafði verið látinn laus: „Ég sagði þér að ég kæmi fljótlega heim,” sagði sigrihrósandi lestarræninginn. Ronald Biggs ásamt hinum sex ára gamla synt sinum. Giscard sigur- stranglegastur —fyrri umferð f rönsku forsetakosninganna er núna um helgina Valery Giscard d’Estaing er lang sigurstranglegastur i fyrri umferð frönsku forsetakosninganna sem fram fer á sunnudaginn kemur. Siöustu skoðanakannanir sem leyfðar eru fyrir kosningamar benda tii að forsetinn fái 27 prósent atkvæða i fyrri umferðinni og að næstur honum komi frambjóðandi sósialista Francois Mitterrand með 23,5 prósent. Næstir þeim koma gaullistinn Jacques Chirac og kommúnistinn Georges Marchais með 17 prósent hvor. Augljóst þykir, að enginn frambjóðendanna fái yfir 50 prósent atkvæða i fyrri umferð þannig að kjósa verður að nýju milli tveggja efstu frambjóðendanna. Ef marka má siðustu skoðanakannanir stendur slag- urinn enn einu sinni á milli d’Estaing og Mitterrand. En þar sem mikill fjöldi kjósenda er ennþá óákveðinn gæti gr.ullistinn Chirac blandað sér í slaginn en hann hefur unnið mjög mikið á síðustu vikumar. Mitterrand segir hins vegar að óhugs- andi sé að vinstri maður verði ekki með í síðari umferð kosninganna. Sjálfur segist hann eini raunhæfi valkostur vinstri manna. Skoðanakannanir sýna, að mjög mjótt yrði á mununum milli hans og forsetans ef kosið yrði milli þeirra í síðari umferðinni. ■ Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram á sunnudaginn og benda síðustu skoðanakannanir til að forsetinn, Valery Giscard d’Estaing, fái þá flest atkvæði.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.