Dagblaðið - 24.04.1981, Qupperneq 9

Dagblaðið - 24.04.1981, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent K Burton skor- inn á hálsi Richard Burton leikarinn heims- kunni gekkst undir skurðaðgerð á hálsi í gær og þótti aðgerðin takast vel. Burton, sem er 55 ára gamall, varð að hætta leik sínum í söngleiknum Camelot í síðasta mánuði vegna mikilla verkja í hálsi og öxlum. Það hlutverk hefði hann farið með síðastliðna tíu mánuði. Það var annar kunnur leikari, Richard Harris, sem leysti Burton af hólmi. 10,4 prósent atvinnuleysi í Bretlandi Atvinnuleysi jókst enn í Bretlandi þennan mánuð og eru nú 10,4 prósent vinnufærra manna atvinnulausir eða rúmlega 2,5 milljónir manna. Samtök iðnrekenda spá því að atvinnuleysingj- ar verði orðnir þrjár milljónir í árslok. Enn barizt íLíbanon Stórskotabardagar hófust á ný í Suður-Libanon í gær milli kristinna manna og palestínskra hersveita. í Beirút var vopnahléð hins vegar virt aðra nóttinaíröð. Brady skor- inn upp að nýju James Brady, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sem særðist mjög alvarlega á höfði í skotárásinni á Reagan forseta, gekkst undir nýja skurðaðgerð á höfði í gær vegna óeðlilegs þrýstings á hinn skaddaða heila hans. Dr. Dennis O’Leary, talsmaður George Washington sjúkrahússins, sagði aö aögerðin hefði tekizt vel. Framför Bradys þykir hafa verið með ólikindum miðað við að hann fékk kúlu i gegnum heilann. Útilokað er þó talið að hann nái fullri heilsu á ný. Norska kirkjan vill olíusölubann á S-Af ríku Utanríkismálanefnd norsku kirkj- unnar hefur skorað á norsk yfirvöld að fylgja eftir olíusölubanni til Suður- Afríku. Nefndin leggur áherzlu á mikilvægi þess að halda efnahags- tengslum Noregs og Suður-Afríku í al- gjöru lágmarki. Nefndin bendir á að nýlegar skýrslur sýni að þrátt fyrir loforð olíufélaga um að hlíta stefnu norskra stjórnvalda, fari fram umtalsverð sala Norður- sjávarolíu til Suður-Afriku gegnum milliliði og allt að 20% olíuinnflutnings landsins sé flutt með norskum tank- skipum. Sú kúgun sem meirihluti íbúa í Suður-Afriku býr við getur leitt til blóðugrar borgarastyrjaldar, segir nefndin ennfremur. Það er því nauð- synlegt að krefjast breytinga með frið- samlegum hætti, þar til allir þjóð- félagshópar búa við sömu mannrétt- indi. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI20235. Mikil spenna hefur verið á Norður-lrlandi siðustu daga vegna hungurverkfalls hins 27 ára gamla Bobby Sands og óttazt er að upp úr muni sjóða ef Sands lætur lifið en ekkert virðist nú geta komið I veg fyrir það. ÓTTAZT AÐ ÓEIRÐIR BRJÓTIST ÚT — Bobby Sands hef ur næstum tapað heyrn og sjón og búizt er við dauða hans innanörfárra daga Óttazt er, að miklar óeirðir muni brjótast út í kjölfar dauða IRA- mannsins og þingmannsins Bobby Sands sem veriö hefur í hungurverk- falli i Maze fangelsinu i Belfast siðastliðna 55 daga. Sands sagði vin- um sínum í gær, að hann hefði næstum tapað heym og sjón og kvaðst búast við dauða sínum innan þriggja daga. Spennan á Norður-írlandi hefur aukizt mjög siöustudaga þegarsýnt virðist að brezka stjórnin mun ekki ganga að kröfum Sands um aö hann verði meðhöndlaöur sem pólitiskur fangi. Sands kveðst staðráðinn í aö svelta sig til bana. öldungadeildarþingmaðurinn bandariski Edward Kennedy hvatti í gær brezku stjórnina til að finna lausn á málinu áöur en það væri um seinan. Bflamarkaöurinn Grettisgötu 12-18—Sími25252 Alfa Sud ’78. Rauður, ekinn 38 þús. km. Mjög fallegur bfll. Verð 53 þús. Daihatsu Charmant station 1979. Silfurgrár, ekinn aðeins 8þús. km, út- varp, snjód. + sumard. Sem nýr bill. Verð kr. 65 þús. Skipti á ódýrari bíl. Citroen CX 2400 Pallas 1978. Gull- fallegur, beinskiptur, ekinn aðeins 21 þús. km. Verð kr. 120 þús. Dodge Aspen (Special Edition) 1976. Rauður m/vinyltopp, 2ja dyra, ekinn aðeins 26 þús. km, 8 cyl. (318) m/öllu, stólar, Brougham innrétting, króm- felgur, rafmrúður, nýryðvarinn með feiti. Bill i algjörum sérflokki. Verð kr. 72 þús. Volvo 343 sjálfskiptur ’77. Brúnn, ek- inn aðeins 26 þús. km. Verð 60 þús. Honda Accord 1978. Brúnsanseraður, 3ja dyra. Ath. sjálfskiptur. Ekinn 26 þús. km. Verð 80 þús. Mazda 929 L 1979. Maron-rauður, ekinn 20 þús. km, snjód. + 'umard. Endurryðvarinn. Verð kr. 80 þús. Scout II ’74. Brúnn, 8 cyl. (304), sjálfsk. m/öllu, upphækkaður, driflok- ur. Góður jeppi. Verð kr. 58 þús. Skipti á fólksbil. SÉ BÍLLINN Á STAÐNUM, SELST HANN FLJÓTT Toyota Hiace 1976. Blár. Verð 47 þús. Peugeot 504 station 1978. Grænn, ek- inn 61 þús. km, útvarp, snjód. + sum- ard. (á felgum). Vcrð kr. 85 þús. Galant 1600 GL 1979. Rauður, ekinn 45 þús. km. Verð kr. 73 þús. Cherokee 1979. Brúnsanseraður, 4ra dyra, 6 cyl., sjálfsk. m/öllu, ekinn aðeins 30 þús. km. Verð kr. 150 þús. Toyota Starlet 1979. Rauður, 3ja dyra, ekinn 25 þús. km. Verð kr. 62 þús. Mazda 626 2000 coupé 1979. Drapp- litur, sjálfskiptur. Fallegur bill. Verð kr. 82 þús. Galant 1600 GL station 1980, blásans- eraður. Verð kr. 95 þús. Citroen GS Pallas c-matic 1978. Grænsanseraður, snjód. + sumard. (á felgum), ekinn 30 þús. km. Allur ný- yfirfarinn. Gullfallegur bill. Verð kr. 70 þús. Lada Sport 1979. Rauður, ekinn 39 þús. km, silsalistar o.fl. Verð kr. 65 þús. Datsun Cherry ’81. Gulllitaður, er sem nýr, ekinn aðeins 4 þús. km. Verð kr. 82 þús. Daihatsu Charade Runabout 1980. Siflurgrár, ekinn 9 þús. km (sem nýr). Verð kr. 68 þús.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.