Dagblaðið - 24.06.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 24.06.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ1981. 3 Kvíðir þú sjónvarpsleysinu? Vestri skrifar: Ofangreinda fyrirsögn má sjá i dagblöðunum ár hvert áður en sjón- varpið islenzka fer í frí. Eru þá veg- farendur gjarnan teknir tali og spurðir þessarar spurningar. Venjulega eru þetta almennir, full- friskir borgarar á förnum vegi eða við störf sín hingað og þangað. — Svör þeirra eru nokkuð dæmigerð um þaö áhugaleysi og það vanmat sem landsmenn hafa á ísienzka sjón- varpinu. Dæmi: „Nei, ég hlakka til.” — „Nei, því að það er orðiö frekar lélegt.” — „Nei.hreint ekki, ég les eða geri eitthvað annað.” — „Ne- hei, alis ekki, því ég horfi yfirleitt frekar lítið á sjónvarpið.” — Þessi svör eru reyndar tekin upp úr einu dagbiaði sem sýnishorn. En hafa blöðin farið á elliheimilin, sjúkrahúsin — og i heimahús þar sem fólk er sem ekki hefur neina mögu- leika á að veita sér aðra afþreyingu en sjónvarpið, þótt hörmulega lélegt sé? Það fengjust áreiðanlega önnur svör en hér að ofan greinir. Gamalt fólk og annað, sem ekki á heiman- gengt yfirleitt, er furðu lostið yfir þeirri svívirðu aö loka sjónvarpinu. Og nú er lokunin smám saman að lengjast, nú um viku, næst verður það áreiöaniega allur ágúst lfka. Og sennilega verður það svo allt sumarið. Sjónvarpið er nú ekki á neinu til- raunastigi lfkt og fyrstu árin, þótt sjónvarpsefnið gæti sagt til um annaö. — Á sínum tima kom sú til- laga fram einhvers staðar að sjón- varpið sýndi svo sem eina biómynd á hverju kvöldi yfir þennan „lokunar- tíma”, svona rétt til þess að láta fólk fá eitthvað fyrir afnotagjaldið, og sýndi að það gleymdi ekki þeim sem bundnir eru við sinn samastað allt árið þótt sjónvarpsfólk fari í fri. En ónei, slíkt kemur þeim í útvarpsráði ekki til hugar. Þeir fria sig allri ábyrgð af skyldum viö gamla og sjúka. Það voru hinir sjúku sem þó allra fyrstir urðu sjónvarps aðnjótandi á íslandi, þegar varnarliðsmenn á Keflavíkurflugvelli gáfu sjónvarps- tæki tii afnotá fyrir sjúklinga á sjúkrahúsum. Kannski eru þeir i útvarpsráði að hefna sín á gamalmennum og WWPWi oooooooo OOOOQOOO 00oooooo oooooooo oooooooo OQOOOOOO oooooooo oooooooc OOOOOOOC oooooooc OOOOOOOO oooooooc OOOOoooc Flestir eru mjög ánægðir með að sleppa víð sjónvarpið, en hvaö um gamla fólkið? spyr Vestri. sjúklingum fyrir þann tima sem Keflavíkursjónvarpsins naut við á sjúkrahúsunum, löngu áður en rfkið tók upp á þvi, illu heilli, að reka sjón- varp sem er þvi gjörsamlega ofviða og kastar höndunum til efnisvals og dagskrárlengdar. Sl. sunnudagskvöld stóð dagskrá til kl. 22.15 — góð dag- skrá það! Burt með íslenzka sjón- varpið að fullu með núverandi fyrir- komulagi og upp með Keflavikur- sjónvarpið! Óþarfa hæverska Guðni Baldursson skrifar: Mér hnykkti við þegar ég las í dag- skrárkynningu Dagblaðsins á föstu- daginn að sýna ætti um kvöldið mynd um kynvillinga í lögreglunni í San Francisco. Þar sem ég vissi ekki hver Wicker var, en hann er þekktur brezkur sjónvarpsmaður (þessi kurt- eislegi, sköllótti), einsetti ég mér að horfa á þáttinn, ákveðinn að skrifa lesendabréf út af myndinni. Nú vitum við, sem sáum myndina, að ekki er ástæða til þess að kvarta yfir henni en mér fmnst að það eigi að Á láta heyra i sér einnig fyrir það sem vel er gert. Mér þótti vel til fundið að kalla þessar lögreglukerlingar kyn- villinga og þótti gaman að sjá hvernig hægt var að nota þær til þess að fást við litvillinga (í öllum tónalitunum) og þjóðvillinga (sem ráða ekki við einföldustu ensku, i San Francisco!) þegar þeir voru ýmist að stinga seðlum að eða nappa seðlum frá kynvillingunum. Þýðandinn var óþarflega hæverskur að sleppa að þýöa svar kynvillingsins i framsæti lögreglubílsins, þegar Wicker spurði hvemig brugðizt væri við henni í lögreglustarfinu: They ask if I’m a dvke or something. Dagurinn, 19. júni, var hnyttilega valinn. IWhÍcKErTkALIFORNÍU—sjónvarp í kvöld kl. 21,15: I dvke (fr -d/'(^n hermapRrodite) 1. the manmsh, swaggerlng, cigarJ •“""Jjuffing lesbian 2. (pe/) any gay woman "You'd turn queer too, if your mother was a dyke. ’ _ SAN FRANCISCO |— konumar standa sfe ekkort sífturw toteiwijjnjjL Hjól hvarf frá Kjalamesi Um helgina hvarf svart karlmanns- reiðhjól frá Sætúni á Kjalarnesi og eru þeir sem geta gefið upplýsingar um það hvar hjólið er niðurkomið beðnir um að hafa samband við Dag- blaðið i sima 27022. Hjólið er af gerðinni Gimondi, fimm gira karlmannsreiðhjól, með 24 tommu gjörð. Drengurinn sem á hjólið hafði aurað saman fyrir því með ærinni fyrirhöfn og er tjónið því tilfinnanlegt ef hjólið kemur ekki í leitirnar. NYR SYNINGARSALUR NOTAÐIR BILAR Seljum í dag: SAAB 96 71,2ja dyra, Ijósbrúnn SAAB 96 72,2ja dyra, Ijósbrúnn SAAB 99 73,2ja dyra, gulbrúnn, ekinn 66 þús. km SAAB 99 74,4ra dyra, dökkblár, ekinn 141 þús. km, SAAB 99 77,2ja dyra, Ijósblár, ekinn 68 þús. km SAAB 99 78,2ja dyra, rauður, ekinn 68 þús. km SAAB 900 79,3ja dyra, brúnn, ekinn 28 þús. km SAAB 900 EMS 79,3ja dyra, Ijósblár, ekinn 33 þús. km SAAB 99,1980,4ra dyra, sjálfskiptur, dökkrauður, ekinn aðeins 2700 km. TOGCUR HR SAAB UMBOÐIÐ BILDSHÖFÐA 16. SIMI 81530 Spurning dagsins Notar þú strsstisvagna? Roger Lutley llffræðlngur: Já, ég nota þá stundum. Slgurflur Ingvarason liffræðlngur: Það kemur fyrir en samt hefur það minnk- að mikið þar sem ég er nýbúinn að fá mér bíl. Kolbrún Kristinsdóttlr rannsóknar- maður: Nei, aldrei. Sigurður Magnússon Uffræðingur: Já heilmikið. Yfirleitt á hverjum degi. Björg Einarsdóttir, vlnnur á Keldum: Já, þaðgeriég. Jóhann Engilbertsson: Já, en ekki mjögmikið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.