Dagblaðið - 24.06.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 24.06.1981, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ1981. Veðrið 8páð er haegri suðaustan átt og skýj- uðu á Suður- og Vesturiandl en breytilegri átt og léttskýjuðu á Norður- og Austuriandi, f deg. Klukkan 6 var austan 1, skýjað og 9 stlg í Reykjavlc, austan 1, skýjað og 7 stlg á Gufuskálum, hssgvlðri, skýjað og 7 stlg á Gaharvtta, sunnan 1, látt- skýjað og 6 sdg á Gaharvlta, sunnan; 1, láttskýjað og 6 stlg á Akureyri, suð- vestan 2, láttskýjað og 6 stlg á Rauf-| artiðfn, norðaustan 1, skýjað og 3 stlg á Dalatanga, suðaustan 4, láttokýjað og 6 stlg á Hðfn og suðauston 4, skýjað og 9 stlg á Stórhöf ða. ( Þórshöfn var skýjað og 7 stlg, skýjað og 15 stlg í Kaupmannahöfn, skýjað og 14 stig f Osló og Stokk- hólmi, rignlng og 13 stlg f London, og. skýjað og 14 stig f Hamborg, Parfs og Madrld. Sveinn Bjarnason frá Hofi 1 öræfum, Ljósvallagötu 32 Reykjavík, lézt í Borgarspítalanum 22. júní sl. Slgurður Þ. Söebech, kaupmaður, Haukanesi 12 Garðabæ, lézt 1 Borgar- spítalanum 22. júní sl. Kjartan Steingrímsson, Miklubraut 66 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. júní kl. 10.30. Guðný Guðmundsdóttlr, sem lézt 14. júní sl., verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 25. júní kl. 13.30. Pálína Magnúsdóttir, Hraunbraut 44 Kópavogi, verður jarðsungin frá Foss-l vogskirkju föstudaginn 26. júní kl. 15. Guðni Örvar Steindórsson verður jarðsettur frá kirkju Óháða safnaðar- ins fimmtudaginn 25. júní kl. 15. Ólafur Geir Hauksson, sem lézt af slys- förum 19. júní sl., verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 26. júní kl. 14. Minningarathöfn um Víði Þór Ragn- arsson, Fannarfelli 4 Reykjavík, sem fórst með mb. Þernu ÁR 22, 20. marz sl., verður haldin í Dómkirkjunni laug- ardaginn 27.júní kl. 13.30. Iþróttlr Reykjavfkurmótið í knattspyrnu 1981 Miðvikudagur 24. júni MELAVÖLLUR Þróttur—Vikingur 1. fl. A kl. 20. íslandsmótlð f knattspyrnu 1981 Mlðvikudagur 24. júni AKRANESVÖLLUR lA-KR 1. deild kl. 20. smArahvammsvöllur UBK—FH kvennafl. kl. 20. KÓPAVOGSVÖLLUR UBK—KA 1. deild kl. 20. LAUGARDALSVÖLLUR Fram—Valur l.deild kl. 20. GRINDAVÍKURVÖLLUR Grindavik—Grótta 3. deild A kl. 20. HVERAGERÐISVÖLLUR Hveragerði —ÍK 3. deild A kl. 20. VARMÁRVÖLLUR Afturelding—Armann 3. deild A. kl. 20. NJARÐVÍKURVÖLLUR Njarðvík—Léttir 3. deild B kl. 20. STJÖRNUVÖLLUR Stjarnan—ÍR 3. deild B kl. 20. þorlAkshafnarvöllur Þór Þ —Víðir 3. deild B kl. 20. GRUNDARFJARÐARVÖLLUR Grundarfj.—Víkingur ó. 3. deild C kl. 20. HELLISSANDSVÖLLUR Reynir He.-Bolungarv. 3. deild C kl. 20. Arskógsstrandarvöllur Reynir A. —KS 3. dcild D kl. 20. ÓLAFSFJARÐARVÖLLUR Leiftur—Tindastóll 3. deiid D ki. 20. KAPLAKRIKAVÖLLUR Haukar—Grótta 3. fl. B kl. 20. KA—VÖLLUR KA—Þór 5. fl. D kl. 19. KA—Þór 4. fl. D kl. 20. Grandos MOCCA Frostþurrkað Fyndir AA-samtökin í dag miðvikudag verða fundir á vegum AA-samtak- anna sem hér segir: Tjarnargata 5 (s. 91-12010) kl. 12 (opinn), 14, 18 og 21. Grensás, safnaöarheimili kl. 21. Hallgrimskirkja kl. 21. Akranes (93-2540) Suðurgata 102 kl. 21. Borgames, Skúlagata 13, kl. 21. Fáskrúösfjörður, Félagsheimiliö Skrúður, kl. 20.30. Höfn, Hornafirði, Miðtún 21, kl. 21. Kefla- vik (s. 92-1800), Klapparst. 7 enska, kl. 21. Á morgun, fimmtudag, verða fundir í hádeginu sem hér segir: Tjamargata 5, grœna húsið, kl. 14. Útivistarferðir Föstud. kl. 20. Þórsmörk—Eyjafjallajökull, gist i húsi og tjöldum. Fararstj. Jón I. Bjarnason. Homstrandir 10.—18. og 17.—25. júli. Hoffellsdalur 8.—14. júlí. Dýrafjörflur 18.-24. júlí. Grœnland í júli og ágúst. Amarvatnsheifll á hestbaki, vciði. Sviss, Interlaken 18. júli, 2 vikur i Bern Oberland. Sumarferðalag Digranessóknar Eins og undanfarin ár efnir kirkjufélagið til eins dags safnaðarferðar og er hún fyrirhuguð sunnudag- inn 5. júli nk. Farið verður um Ámessýslu og komið í Hrunakirkju þar sem sr. Sveinbjöm Sveinbjamar- son messar. Þátttöku þarf aö tilkynna fyrir mánu- dagskvöldið 29. júni til Bimu i s. 42820, önnu i s. 40436 eða Elinarí s. 41845. Reykjavfkurdeild Rauða krossins Ekki komust allir að sem vildu á skyndihjálparnám- skeið deildarinnar í sl. viku, og verður þvi boðað til annars námskeiös á morgun, fimmtudag, ef næg þátttaka fæst. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu deild- arinnar Öldugötu 4. Visnavinir spila á Húsavfk og Dalvik Að undanförnu hafa Visnavinir verið á ferð um landið og komið viða viö og skemmt fólki með hljóðfæraleik sínum. En nú fer ferð þeirra senn aö Ijúka, annað kvöld munu þeir halda tónleika i fé- lagsheimilinu á Húsavik og hefjast þeir kl. 21.30. Á föstudagskvöld munu þeir halda sína siðustu tón- leika í ferðinni i samkomuhúsinu á Dalvík og hefjast þeir kl. 21. í Vísnavinum eru þau Aðalsteinn Sig- urðsson, Bergþóra Ámadóttir og Gisli Helgason.j auk þeirra kemur Texas-trióið fram en það skipa þeir Ingi, Eyvi og örvar. Flóamarkaður veröur á Hjálpræðishemum þriðjudag og miöviku- dag frá kl. 10—17. Verið velkomin. Skólaslit Vélskóla íslands í Reykjavík 23. maí 1981 Brautskráning nemenda Vélskóla íslands i Reykja- vik fór fram laugardaginn 23. maí. Um 350 nemendur stunduðu nám við skólann á liðnum vetri, i Reykjavik. Auk þess fór fram kennsla i Vélskóla- deildum á Akureyri, ísafirði, Vestmannaeyjum, Keflavík og Akranesi. Um 400 vélstjórar eru útskrifaðir á þessu vori með vélstjóraréttindi af ýmsum stigum en undir lokapróf gengu 80 nemendur í Reykjavjk. Árlegur kynningardagur skólans, Skrúfudagurinn, var haldinn að vanda og vár gestkvæmt. Þá gefst öllum tækifæri til aé kynna sér starfsemi skólans og er þetta tilvalilð tækifæri fyrir væntanlega nemend- ur og foreldra þeirra að heimsækja skólann. Gamlir vélstjórar koma gjarna og gæða sér á ljúffengum veitingum vélstjórakvenna en kvenfélagið Keðjan hefur kaffisölu í skólanum þennan dag. Árshátið skólans var haldin um kvöldið og var hún fjölsótt. Svokölluð starfsvika er nú orðin fastur liður í skólastarfinu. Þá eru nemendur sendir i náms- og kynnisferðir undir leiðsögn kennara til ýmissa fyrir- tækja og stofnana. Heimsóttar voru smiðjur og verkstæði. Hitaveita Reykjavíkur, Sementsverk- smiðjan á Akranesi, Áburðarverksmiðjan, Rannsóknarstofa iönaðarins að Keldnaholti, Land- helgisgæzlan, Þjóðminjasafnið, Handritastofnun, Veðurstofa íslands og auk þess fjölmörg einkafyrir- tæki. Móttökur allar voru forráðamönnum þessara fyrirtækja og stofnana til hins mesta sóma og skól- inn er þeim þakklátur fyrir samstarfið. 4. stigs vél-, stjórar fóru í náms- og kynnisfcrð til Danmerkur, Noregs og Englands er þótti takast hið bezta. • Á myndinni sést Sveinn G. Sigurjónsson vélstjóri afhenda skólastjóranum, Andrési Guðjöhssyni, myndastyttu af fyrrverandi skólastjóri, Gunnari Bjarnasyni. Getur þú veitt slösuðum menni skyndihjálp? Rauða-krossdeild Kópavogs gefur bæjarbúum og öðrum sem áhuga hafa kost á námskeiði i almennri skyndihjálp. Námskeiðið verður í Vighólaskóla og hefst þriðjudaginn 23. júni kl. 20.00. Það verður 5 kvöld, samtals 12 tlmar. Leiðbeinandi verður Guðlaugur Leósson. Meðal þess sem kennt verður á námskeið- inu er endurlifgun, meðferð brunasára, stöövun blæðinga úr sárum, meðhöndlun beinbrota og margt fleira. Á námskeiðinu verður reynt að veita sem mesta verklega þjálfun með raunhæfum verkefnum. Einnig verða sýndar kvikmyndir um almenna skyndihjálp, blástursaðferðina og áhrif kulda á 1 mannslikamann. Þátttaka tilkynnist i síma 45550 kl. 14—18, 22. og 23. júni. 1 Seyðisfjörður Umboðsmaður óskast frá 1. júlí á Seyðis- fjörð. Uppl. í síma 97-2428 eða 91-27022. mmiAm MEIRA UM SKRANBÚÐINA HENNAR ÖNNU Loksins þegar manni gefst kostur á að rakka niður dagskrá útvarpsins blessaðs er boðið upp á aldeilis ágæt- isdagskrá. Ég er harlg óhress með það. Niðurbæld reiði verður því að bíða innibyrgð enn um sinn. Annarsj átti sjónvarpið að fá skammirnarl enda hjakkar það mest i sama farinu. Hamingjan má vita hverjum um er að kenna, sjálfsagt bæði alþingismönn- um og starfsmönnum. Það vantar alltaf peninga til alls og alls staðar en það þarf líka meiri áhuga á að gera vel og nota það litla sem býðst. Mér ' er tii efs að sjónvarpið þyrfti að vera þetta „platsjónvarp” sem það er ef rétt væri haldið á spöðunum. En þetta lagast allt með nýja útvarpshús- inu ef það rís einhvern tímann upp úr mýrinni! En það var þetta með dagskrána í gærkvöldi. „Skemmtilega skran- búðin” hennar önnu Ólafsdóttur Björnsson var svo sannarlega galopin og vöruúrvalið mikið. Stefnan var greinilega að gefa öllum að smakka á kruðeríinu, smábiti fyrir hvern og einn. Það voru fréttir og fréttaágrip, þolanlegasti „Vettvangur”, popp- tónlist, nútimatónlist, kórsöngur,! leikrit, landshlutaútvarp frá Selfossi og „Óvænt endalok”. Þetta er hreint ekki svo litið þó ausið sé úr tómum, peningakassa, þið getið þetta ef vilj-; inn er fyrir hendi! Mikið er það sorglegt hvernig fréttatíminn í sjónvarpinu verður fyrir barðinu á blankheitum lands- manna. Loksins þegar upp er kominn fulikominn búnaður tU að taka við fréttamyndum utan úr heimi er ekki hægt að nota hann vegna þess að sUkt er of dýrt. Hvers á vinsælasta efni sjónvarps að gjalda? Það er hreint grínlaust að vera settur i að hlusta á hljóðvarp og horfa á sjónvarp i einu. Það hlýtur að enda með skipbroti. Það kemur sér betur að sjónvarpið er búið snemma. En einhvern veginn böðlaðist ég við að hlusta og horfa, náði mörgu nýti- legu en sleppti hinu. í sjónvarpinu bar „Óvænt endalok” hæst. Þeir þættir eru alltaf athyglisverðir. Samt var eitthvað skrítið með þennan. Annaðhvort er ég svona góður spæj- ari eða þá þátturinn þessi svona lé- legur — í það minnsta réð ég gátuna fyrir miðjan þátt. En aldrei gleymi ég kjötlærisþættinum sem sú fallega Susan George lék i hérna um árið! „Vegamál” voru á eftir. Þar voru engin óvænt endalok, endalaus logn- molla og leiðinlegheit. Ég var engu nær. En vel á minnst — það er rétt stefna að fá hreyfingu í svona við- talsþætti. Það er hins vegar ekkert sniðugt að standa upp og heilsa hverjum sem inn kemur með handa- bandi. Þeir Stefán Jón og Helgi gerðu þetta miklu betur hérna um daginn. Eftir að stillimynd var komin á sjónvarp reyndust tveir gómsætir bit- ar í hljóðvarpinu. „Fyrir austan fjall” í umsjón Gunnars Kristjáns- sonar á Selfossi kom skemmtilega á óvart. Þátturinn var að visu svolítið stirður en það kom ekkert að sök. Það er alltaf gaman að heyra um eitt- hvað sem gott er og vel gert úti á landi. Svo var það Hljóðbergið hans Björn Th. Þetta er ómissandi perla í hljóðvarpi enda ódrepandi. Ekki var nú verra að fá að heyra það fræga Synge stykki „The Playboy of the Westem World” flutt af ágætum leikurum úr Abbey-leikhúsinu í Dyflinni. Þetta leikrit varð eitt sinn fyrir óvægri gagnrýni og ekki sist þeirra sem aldrei sáu það á sviði. Slik eru líka oft örlög útvarpsins en ég fylgdist þó með i gærkvöldi. Jón Baldvin Halldórsson. Átak gegn áfengi Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur beint til aðildar- þjóða að reyna með öllum tiltækum ráðum að minnka heildameyzlu áfengis þar eð tjónið sem neyzlunni fylgir er í ákveðnu hlutfaili við hana. Fjölmargir aðilar hér á landi hafa tekið höndum saman um að vinna gegn vaxandi vanda af neyzlu áfengis og annarra vímuefna. Á þessu ári verður unnið undir heitinu Átak gegn áfengi. Markmiðið er að hafa áhrif til breytinga á viðhorf til áfengisneyzlu svo að heildameyzla minnki og úr áfengistjóni dragi. Samstarfsaðilar um Átak gegn áfengi munu með ýmsum hætti vekja athygli á vanda af vímuefna- neyzlu og nauðsyn þess að allir taki þátt í barátt- unni. Tekið skal fram aö öll félög og samtök, sem vQja leggja hönd á plóginn, em boðin velkomin til sam- starfs. Upplýsingar eru veittar í síma 19944. ÁÆTLUN AKRABORGAR Frá Akranesi Frá Reykjavik Kl. 8,30 11.30 14.30 ,30 Kl. 1 10,00 13,00 16,00 19,00 í apríl og október verða kvöldferðir á sunnudögum. — i mai, júni og september verða kvöktferðir á föstudögum og sunnudögum. — i júlí og ágúst verða kvöldferðir alla daga, nema laugardaga. Kvöldferðir eru frá Akraneei kl. 20,30 og frá Reykjavík kl. 22,00. Afgreiðsla Akranesi simi 2275 Skrifstofan Akranesi simi 1095 Afgreiósla Rvík simi 16050 Símsvari í Rviksimi 16420 Talstoðvarsamband við skipið og algreiðslur á Akranesi og Reykja- vik F.R.-bylgja. rás 2. Kallnúmer: Akranes 1192, Akraborg 1193, Reykjavik_1194. Minningarspjöld Haukafólagarl Munið minningarkort Minningarsjóðs Garðars Gislasonar. Kortin fást i Bókabúö Böðvars, Spari- sjóði Hafnarfjaröar Norðurbæ, Haukahúsinu og hjá Jóni EgUssyni og Guðsveini Þorbjörnssyni. Minningarspjöld Kvenfélags Háteigssóknar eru afgreidd í Bókabúð Hlíðar, Miklubraut 68, sími’ 22700. Hjá Guðrúnu Stangarholti 32, sími 22501.1 Ijigibjörgu, Drápuhlíð 38, sími 17883. Gróu, Háaleit i'isbraut 47, siqni 31339 og Úra- 6g skartgripaverzL Magnúsar Ásmundssonar, Ingólfsstræti 3, sími 17884./ Minningarkort Foreldra- og styrktarfélags Tjaldaness- | heimilisins, Hjálparhöndin fást á eftirtöldum stöðum: Biómaverzluninni Flóru, Únni, sími 32716, Guðrúnu, síma 51204, Ásu síma : 15990. Minningarspjold Blindrafólagsins fást á skrifstofu Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17, sími 38180 og hægt er að fá þau afgreidd með símtálj. Ennfremur eru þau afgreidd í Ingólfsapóteki, iðunnar apóteki, Hóaleitisapóteki, Vesturbæjarapóteki, Garðs apóteki, Kópavogsapóteki, Apóteki Hafnarfjarðar, Apóteki Kefiavíkur, Apóteki Akureyrar og hjá ÁstU Jónsdótturá Húsavík. ___ Happdrætti Vinningar hjá Krabbameinsfáiaginu Dregið hefur verið i vorhappdrætti Krabbameinsfé- lagsins. Vinningarnir, tólf talsins, féilu á eftirtalin númer: 112.626: Dodge Aries, sjálfskiptur, árg. 1981. 59.448: Ðifreið aö eigin vali fyrir 100.000 kr. 85.634: Bifreið að eigin vali fyrir 80.000 kr. 117.740: Bifreið að eigin vali fyrir 70.000 kr. 22.483, 41.122, 44.526, 47.619, 52.029, 53.994,, 82.380 og 147.390, hver vinningur: Tvö tíu gira reið- hjól, Schauff. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem þátt tóku í happdrættinu. Stuðnlngur ykkar er okkar vopn. Söf nin ÁSGRÍMSSAFN Bergstaflastræti 74: Safnið er opið alla daga nema laugardaga frá kl. 13.30—16.. Aögangur er ókeypis. Verðlaun fyrir algebrurannsóknir Sjóðurinn, Verðlaunasjóöur dr. phil. ólafs Daniels- sonar og Sigurðar Guðmundssonar, arkitekts, var stofnaður árið 1954 af frú Svanhildi Ólafsdóttur stjórnarráðsfulltrúa. Tilgangur hans er m.a. að verðlauna íslenzkan stærðfræðing, stjömufræðing eöa eðlisfræðing og skal verðlaununum úthlutað án umsókna. Verðlaun ölafs Daníelssonar hafa tU þessa hlotiö þeir dr. Leifur Ásgeirsson, prófessor (emeritus), dr. Trausti Einarsson, prófessor (emeritus), Þorbjöm Sigurgeirsson, prófessor og dr. Guðmundur Pálma- son, jarðeðiisfræðingur. Að þessu sinni hefur stjórn sjóðsins ákveðið að verðiauna dr. Jón Arason, dósent, fyrir framúrskar- andi rannsóknir i stærðfræði á sviði algebru og algebrurúmfræði. Verðlaun ólafs Danielssonar nema að þessu sinni kr. 12.000.-. Jón Arason er fæddur á Húsavik 1946, lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1965 og doktorsprófi við háskólann i Mainz 1974. Jón starf- aði fyrst sem sérfræðingur við Raunvísindastofnun Háskólans og hefur starfað sem dósent i stærðfræði við Háskóla íslands síðan 1978. Fjölmargar ritgerðir eftir Jón hafa birzt i erlendum stærðfræðitímaritum og hafa kenningar hans um femingsform vakið sér- staka athygli. í stjóm verðlaunasjóðsins em Guðni Guðmunds- son, Halldór Eliasson og Knútur Hallsson. GENGIÐ GENGISSKRÁNING Nr. 114 — 22. Júnl 1981 Feröamenne- gjaideyrir Eining kl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarflcjadollar 7,2*7 73*7 8,016 1 Steriingspund 14,425 14,4*8 15,912 1 Kanadadodar 6,039 6,06* 63*2 1 Dönsk króna 0J777 03*04 137*4 1 Norskkróna 13302 1,2338 13570 1 Sœnskkróna 1,4450 1,44*0 13939 1 Finnsktmarfc 1,6462 13489 1J149 í Franskur franki 13*20 13*66 1,4141 1 Balg. franki 0,1875 0,1981 0,0*91 1 Svlssn. franki 33329 33425 33*«* 1 Hollenzk florína 2,7606 2,7*82 3,0460 1 V.-þýzktmark 3,0701 3,0788 338*6 1 Ítölsklíra 0,00616 0,00*18 0,00880 1 Austurr. Sch. 0,4342 0,4364 0,4789 1 Portug. Escudo 0,1164 0,1167 0,1284 1 Spánskurpnsetí 0,0771 0,0773 0,0860 1 Japansktyen 0,0326* 0,03276 0,03697 1 irsktound 11320 11351 12378 SDR (sórstök dráttarróttindi) 8/1 8,4303 1 W.1, 8,4632 Simsvari vegne gengisskréninger 22190. í

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.