Dagblaðið - 24.06.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 24.06.1981, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ1981. Iþróttir Iþróttir Iþróttir jþróttir Iþróttir Stórleikir í kvöld Þrír leikir eru á dagskrá 1. deildar i knattspymu í kvöid. Á Skipaskaga keppa heimamenn við KR, Breiðablik og KA leika I Kópavogi og Reykjavíkur- liðin Fram og Valur glima á Laugardalsvelli. Allir leikirnir hefjastk ldukkan 20. Skagamenn hafa nú ekki skorað i fimm leikjum i röð eða i heiiar 450 minútur. Líkiegt má þó telja að þeir bæti úr þvi 1 kvöld er þelr mæta KR. KR-ingar hafa fengið á sig næstflest mörk i deildinni, 10, og. sldpa nú neðsta sæti deildarinnar. Þeir veröa að fara' að rifa sig upp ætli þeir sér að sleppa við fall og sigur i kvöld væri þvi kærkominn. Þetta ætti þvi að geta orðið baráttuleikur. Breiðablik og KA hafa aðeins einu sinni áður mætzt i 1. deild, það var árið 1978 og þá varð jafn- tefli, 2—2. Bæði liðin eru sldpuð baráttuglöðura leikmönnum sem gefa sig ekki fyrr en í fuila hnefana og markatala þeirra er mjög svipuð. Breiðablik verður að vinna til að halda sig i toppbaráttunni en KA-menn eru án efa ófúsir til að sjá af báðum stlg-i unum. í Reykjavik verður án efa rimma mikil. Fram vann fyrri leik liðanna i fyrra en Valur hinn siðari, en í gegnum árin hafa viöureignir Reykjavíkurlið- anna ávallt verlð spennandi. Staða Vals er þó mun sterkari nú, einkanlega ef haft er i huga að Fram tapaði 1—5 fyrir FH um síðustu helgi. Sá bandaríski fékk mikla sekt Bandariski tennisleikarinn John McEnroe var; dæmdur i 1500 dollara sekt fyrir framkomu sina i; fyrstu umferðinni á Wimbledon-keppninni á mánu- dag. Það kom honum reyndar ekki á óvart og hann bað um að hann yrðl strax sektaður á mánudags- kvöid. Hann sendl dómara 'leiksins heldur kaldar kveðjur. ; Wimbledon-keppnin hélt áfram í gær og þá voru mest kvennaleikir á dagskrá. Allar þekktustu kon- urnar komust i 2. umferð. Mesta athygli vakti að hin 14 ára Kathy Rinaldi frá Florida i Bandarikjunum komst í aðra umferö. Hún sigraði Sue Rollinson, Suður-Afriku, 6—3, 2—6 og 9—7 svo ekkl mátti; miklu muna. Hún er yngsta stúlka sem komizt hefur í 2. umferð. Hins vegar er yngsta stúika, sem leikið hefur i Wimbledon-keppninni, Mita Klima fráj Ástraliu. Hún var 13 ára þegar hún keppti þar árið! 1907. i Nokkrir karlaieikir voru á dagskrá í gær. Mest kom á óvart að argentinski tennisleikarinn kunni, Guillermo Vilas, bezti vinur Björns Borg, var sleginnj út. Hann tapaöl fyrir Mark Edmonson, Ástrallu, íj hörðum leik, 6—4, 6—1, 1—6, 4—6 og 6—3 svo sveifiur voru þar miklar. Annar kunnur kappi féll einnig út. Tom Okker, Hollandi, Tlm Wilkinson, Bandarikjunum, sigraði hann 7—5, 5—7, 6—4 og 7—6. Keppnin heldur áfram i dag í Wimbledon, út- borg Lundúna. Nýtt írskt met Coghlan ímflu — og þrír aðrir írar hlupu innan við fjórar mínúturl Hiauparinn frægi, Eamon Coghlan, setti nýttj írlandsmet i miluhlaupi á móti i Cork i gær. Hljóp vegalengdina á hinum góða tima 3:52.11 min. Hann átti i hörkukeppnl við landa sinn og miklnn keppi- naut, Ray Flynn, en tókst að hlaupa frá honum áj siðustu 80 metrunum. Flynn hljóp á 3:53.83 mín.j sem einnig er afbragðs árangur. Tvelr aðrir trarj hiupu miluna Innan við fjórar minútur, eða „draumamflu”. Frank O’Meara, sem stundar nám íl Bandarikjunum, varð þriðji á 3:58.83 min. og David! Taylor hljóp á 3:59.73 mín. Þetta er í fyrsta slnn, sem fjórir lrar hlaupa Innan við fjórar minútur i sama hlauplnu. Eamon Coghlan hefur verið ij fremstu röð hlaupara á milllvegaiengdum i nokkur ár. Hann á helmametið innanhúss i miluhiauplJ Árangur hans i gær er enn athygllsverðari fyrlr þá! sök að rlgning og hvasst var i Cork meðan hlaupið fórfram. Feyenoord lagði Penarol íMílanó Feyenoord sigraði Penarol frá Uruguay 1—0 i fimm liöa mótinu, sem staðið hefur yfir í Milanó að undanförnu. Elna markið skoraði varamaðurinn Peters 12 minútum fyrir ieikslok. Um 15.000 áhorf- endur sáu leikinn, sem þóttl óskemmtllegur. Uruguay-Iiðið lá lengstum i vörn og fór ekki að sækja fyrr en eftir mark Peters. En það var of seint i! rassinn gripið. Þetta var sjötti leikurinn í mótinu en þátt i því taka, auk Feyenoord og Penarol, Inter Milan, AC Milano og Santos frá Brasilíu. Lítið hefur verif skorað í þessum sex leikjum, eða einungis 11 mörk. Staðan í mótinu er nú þessi: Inter Milan Santos Feyenoord Penarola Milano 2 110 3—2 3 2 1 1 0 3—2 3; 3 111 2-2 3| 3 0 2 1 2—3 2; 2 0 11 1—2 1; Knötturinn hafnar í markinu hjá ÍBV án þcss að Páll Pálmason komi við nokkrum vörnum. Fast skot Ragnars Gislasonar utan vítateigs en Ragnar sést ekki á myndinni. DB-mynd S. Hins vegar fylgjast Vikingarnir Helgi Helgason og Ómar Torfason spenntir með. 14 -W “mí • i pTjP IITÍ 1 f aJ •íí'U :> ilil T. 1 I wK t 1 IfFOl „Þórsarar voru sterkari en við áttum von á” — sagði Ingi Björn Albertsson, þjálfari FH, eftir 1-0 sigur liðs hans ,,Ég er mjög ánægður með þessi úr- slit þvi Þórsarar voru sterkari en við áttum von á. Sigur okkar var ósann- gjarn en það er gott að hafa með sér bæði stigin suður,” sagði Ingi Björn Albertsson, þjálfari FH, eftir að lið háns hafði unnið 1—0 slgur á Þór á Akureyri. Eina markið skoraði Magnús Teitsson i siðari hálfleik, en Þórsarar hefðu verðskuidað sigur f þessum leik. Leikur Þórs og FH var mikill bar- áttuleikur. Heimamenn voru ákveðnari strax í byrjun, unnu flest skallaeinvígi og voru grimmari i boltann. Á 10. mín- útu kom fyrsta marktækifærið. Guðmundur Skarphéðinsson var kominn inn í vítateig, en nafna hans Kjartanssyni í liði FH tókst að bjarga í horn. Nokkrum minútum síðar skap- aðist mikil hætta við mark FH eftir aukaspyrnu Sigurbjörns Viðarssonar, en Viðar Halldórsson náði þá að senda knöttinn út af, Hafnfirðingum tU mik- ils léttis. Um miðjan fyrri hálfleik kom stungusending inn fyrir vörn FH. Hreggviður markvörður kom vel út á móti og náði að slá boltann frá áður en Guðmundur Skarphéðinsson náði til knattarins. FH-ingar áttu aðeins eitt almennilegt marktækifæri fyrstu 45 mínúturnar. Helgi Ragnarsson skaut þá hörkuskoti að marki Þórs en framhjá. Á 32. mínútu náðu Akureyringar að snúa vöm í sókn. Sigurbjöm sendi jarðarbolta inn á Guðjón Guðmunds- son en þrumuskot hans strauk mark- súluna. Þar skall hurð nærri hælum hjá FH. Jón Lárusson átti siðasta orðið fyrir hlé, er örn Guðmundsson gaf góða sendingu á hann. Jón skaut að marki en Hreggviður varði meistara- lega, náði að slá knöttinn yfir slá. Þórsarar hófu síðari hálfleikinn á sama hátt og þeir enduðu hinn fyrri, með mikiUi pressu á mark FH. En það voru þá Hafnfirðingarnir sem skoruðu á 55. mínútu. Ólafur Danívalsson tók þá sprett upp völlinn og sendi knöttinn á Tómas Pálsson. Tómas renndi knett- inum laglega inn á Magnús Teitsson og þótt Magnús væri í þröngu færi tókst honum að koma knettinum rétta boð- leið i markið. Eiríkur markmaður Eiríksson kom engum vörnum við enda sá hann lítið fyrir varnarmönnunum. Við markið fóru FH-ingar að láta meira að sér kveða en Þórsarar drógu sig örlítið aftar á völlinn og treystu á skyndisóknir. Á 62. minútu lék Ingi Björn upp að endamörkum og gaf fyrir markið á Viðar en Eirikur varði skot hans i horn. Þórsarar voru þó ekki dauðir úr öllum æðum enn. örn Guðmundsson komst upp að vítateig FH en skot hans hafnaði í varnarmönnum FH og Guðmundur Hilmarsson náði að hreinsa. Á síðustu mínútum munaði þó ekki miklu að Ingi Björn bætti við öðru marki FH. Hann fékk þá knöttinn í góðu færi og skaut að marki Þórs. Eiríkur náði að slá knöttinn í þverslá og þaðan hrökk hann aftur út á völlinn. Þórsarar léku sinn bezta leik á keppnistfmabilinu, þótt ekki nægði það til sigurs. Liðið var jafnt að getu en beztir voru Þórarinn Jóhannesson, sem var sterkur i stöðu miðvarðar, og bak- verðirnir Rúnar Steingrimsson og Sigurbjörn Viðarsson. Jón Lárusson ógnaði mjög og Nói Björnsson barðist vel. Guðmundur Kjartansson var mjög góður i vöm FH en þjálfarinn, Ingi Bjöm, átti einnig ágætan leik. Ólafur Danlvalsson átti s,pretti inn á milli og Tómas Pálsson var þokkalegur. Áhorfendur vom um 700 en leikið var á grasvellinum. -G.Sv. Finnskir lyftmga- menn keppa á Akureyri Vinabæjarmót i lyftingum verður i íþróttaskemmunni á Akureyri í kvöld. Mætast þar akureyrsklr iyftingamenn og finnskir, frá borginni Lahti. Þelr finnsku eru engir aukvisar, hafa innan sinna raða einn Norðurlandameistara og einn finnskan meistara. Þá er i för með þeim Aulis Pillonen en hann er Fimm lyftingamenn frá hvorum bæ keppa á mótinu i kvöld en þessa mynd tók G.Sv. af keppendum og Aulis Plilonen dómara á Akureyri. einn virtasti lyftingadómari á Norður- iöndum. Piilonen dæmdi á Ólympiu- leikunum i Moskvu og elnnig á siðasta heimsmeistaramóti. Keppnin verður með stigafyrirkomu- lagi, en fimm keppendur keppa fyrir Akureyri. Það eru þeir Haraldur Ólafs- son, Freyr Aðalsteinsson, Kristján Falsson og bræðurnir Garðar og Gylfi jGíslasynir. Lyftingamenn á Akureyri voru hinir bjartsýnustu á árangur í mótinu, kváðu metin mundu fjúka i kvöld. Vænta þeir þvi góðrar aðsókn- ar. -G.Sv. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNl 1981. 13 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I) Víkingar halda sfnu striki, sigruðu Vestmannaeyinga „Þetta var sanngjarn sigur en of lftili eftir gangi leiksins. Tveggja tU þriggja marka munur hefði gefið réttari mynd af gangi leikslns. Vikingur fékk mörg góð marktældfæri og svo munaðl ekki miklu að Vestmannaeyingar jöfnuðu á síðustu minútu lelksins,” sagði Þór Simon Ragnarsson, formaður Knatt- spyrnudeUdar Vikings, eftir að Vík- ingur hafði sigrað Vestmannaeylnga 1—0 í 1. deUd Islandsmótsins á Fögru- völlum f gærkvöld. Vfkingar halda sfnu striki f deildinni, unnu sinn sjötta sigur i átta leikjum, og hafa eins og stendur fjögurra stiga forustu. Það var ekki rismikil knattspyrna sem liðin sýndu á FögruvöUum í gær- kvöld. Víkingur þó áberandi betra liðið og eflaust hefði iUa farið fyrir Vest- mannaeyingum ef Valþór Sigþórsson Mexfltó-strákarnir sigruðu Brasflíu Unglingaiandslið Mexfkó vann afar óvæntan 4—1 sigur á BrasUfu og Spánn sigraði Bandarfkin 4—0 í Joao Have- lange keppl unglfngalandsiiða sem nú fer fram 1 Mexikó. Brasiliumönnum nægði jafntefU gegn Mexíkó til að komast í undanúr- slit keppninnar, en vanmátu andstæð- inga sína. Sigur Mexíkó var verðskuld- aður og Uðið sýndi beztu knattspyrnu keppninnar hingað tU. í undanúrslitum keppninnar leika Mexíkó-strákarnir gegn Paraguay og Spánn gegn Argentínu. Havelange sá sem keppnin er kennd við er sjálfur for- seti FIFA. hefði ekki átt stórleik i vörn IBV. Þá varði PáU Pálmason þrívegis mjög vel. Vissi þó reyndar lítið af þvi i eitt skipt- ið. Varð fyrir knettinum. Vestmanna- eyingar fengu aðeins eitt umtalsvert marktækifæri aUan leikinn. Á síðustu mínútunni. Þá munaði ekki miklu að Valþóri tækist að jafna en Vestmanna- eyingar verðskulduðu ekki stig í þess- um leik. Liðið var beinlinis slakt í heild. Víkings-Uðið átti af og tU góða leik- kafla og marktækifæri þess voru aU- mörg. En aðeins eitt var nýtt — bak- vörðurinn Ragnar Gíslason skoraði með föstu skoti i fyrri hálfleik. Óskar Tómasson, landsUðsmaður hér á árum áður, lék með Víkingsliðinu á ný og var óheppinn að skora ekki. Átti glæsi- skalla i stöngina innanverða á marki Vestmannaeyinga. Áhorfendur bók- staflega sáu mark en á einhvern hátt hrökk knötturinn út aftur. Þá skoruðu Víkingar um miðjan siðari hálfleikmn eftir að hafa sundurleikið vörn Vest- mannaeyinga en það var dæmt af vegna rangstöðu. Framan af fyrri hálfleiknum var mest miðjuþóf í góða veðrinu í Laugar- dalnum og það var ekki fyrr en á 20. min. að fyrsta markskotið sást. Helgi Helgason átti fast skot framhjá Vík- ingsmarkinu. Á næstu mín. munaði sáraUtlu að Víkingur næði forustu. Ingólfi Sveinssyni tókst á síðustu stundu að komast fyrir knöttinn þegar Lárus hafði leikið á Pál markvörð. Spyrnti frá en Óskar náði knettinum og- renndi honum til Þórðar Marelssonar, sem var innan vítateigs. Fast skot hans lenti i PáU og síðan var bjargað í horn. Nokkru siðar komst Óskar i gott færi inn við markteig ÍBV en spyrnti fram- hjá. Og sfðan kom sigurmarkið. Snjöll aukaspyrna Víkingur fékk aukaspymu ó41. mín. nokkru fyrir utan hUðarlinu vítateigs- ins. Vestmannaeyingar bjuggust við fyrirgjöf en Gunnlaugur Kristfmnsson, sem tók spyrnuna, renndi knettinum aftur til Ragnars Gíslasonar bakvarðar sem kom á fuUri ferð, og negldi knött- inn í netið með skoti rétt utan vitateigs, sem vöm og markvörður ÍBV réðu ekki við. Allt opið og Páll sá knöttinn allt of seint tU að geta bjargað. Framan af síðari hálfleiknum fengu Víkingar guUin tækifæri tU að gera út um leikinn. Óskar skallaði í stöng eftir glæsigjöf Lámsar frá vinstri kanti og 'síðan kom Hörður Sigurðsson í stað Óskars. Ekki munaði miklu að hann skoraði strax. Páll sló knöttinn af tám Lárusar en beint til Harðar, sem spyrnti framhjá opnu marki ÍBV. Skömmu síðár sendi Hörður knöttinn i markið hjá Páli eftir að Lárus og Þórður höfðu leikið á vörn ÍBV. Var dæmdur rangstæður. Á 79. mín. átti Hörður hörkuskot á mark ÍBV alveg út við stöng en Páll varði glæsUega í horn. Eftir hornspyrnuna spyrnti Heimir Karlsson yfir ÍBV-markið innan víta- teigs frír. Á 83. mín. lék Lárus laglega á tvo varnarmenn og spyrnti á markið innan vítateigs. Knötturinn rétt sleikti þverslána ofanverða. Lokamínúturnar voru Vestmannaey- ingar meira með knöttinn og á 89. mín. fengu þeir aukaspyrnu utan vítateigs. Ómar Jóhannsson lyfti knettinum yfir varnarmenn Víkings til Valþórs, sem brunaði inn í teiginn. Mark lá i loftinu, knötturinn kominn framhjá Diðrik Ólafssyni markverði, en á síðustu stundu tókst varnarmanni að spyrna frá nánast á marklinunni. Þetta var raunverulega eina marktækifæri ÍBV, þegar undan er skilinn skalli Hlyns Stefánssonar sem fór framhjá marki Víkings. Vörn Víkings var yfirleitt sterk í leiknum, það svo að litið reyndi á Dið- rik markvörð. Jóhannes Bárðarson var ofjarl Sigurlásar Þorleifssonar og sama er að segja um Magnús Þorvaldsson gagnvart Kára Þorleifssyni. Helgi Helgason mjög traustur leikmaður. Lárus Guðmundsson gerði á stundum skemmtilega hluti í sókninni en tókst ekki að skora að jiessu sinni. Þá voru Þórður og Ragnar sterkir, endurkoma Gunnlaugs og Óskars hefur styrkt Vík- ingsliðið. Lið ÍBV olli miklum von- brigðum. Sáralítið spil og framlínu- mennirnir sáust varla. Valþór algjör yfirburðamaður og sá eini sem reyndi að ná upp samspili. Dómari Vilhjálmur Þón-Vilhjálmsson. -hsim. Meistaramót Islands í fjölþrautum í julí Meistaramót ísiands i fjölþrautum fer fram & Laugardalsvellinum heigina 20.—21. júli og hefst keppni kl. 14 báða dagana. Hjá körlunum verður keppt i tugþraut en i sjöþraut hjá kon- unum. Skráningargjald er kr. 15 og verður það að greiðast áður en keppni hefst. Þeir sem hug hafa á að verða með í mótinu eru beðnir að snúa sér tii Sig- fúsar Jónssonar sem fyrst. Samhliða fjölþrautunum verður keppt í nokkrum greinum hjá körlum. 100 m hlaupi, langstökki, kúluvarpi og 400 metra hlaupi á laugardeginum og á sunnudeginum verður keppt í 110 m grindahlaupi, spjótkasti og 1500 metra hlaupi. Gabriel höggdeyfar íslandsmót 1. deild á Laugardalsvelli — aðalleikvelli BIKAR- OG ÍSLAIMDSMEISTARAR1980 FRAM - VALUR í kvöld kl. 20. Valinn verður maður leiksins PÉTUR ORMSLEV var valinn maður síðasta heimaleiks.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.