Dagblaðið - 24.06.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 24.06.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ1981. 5 Nýtt mál Björns á Löngumýri til dómstóla: „DÓMSTÓLAR SKERIÚR UM HVAÐ ER TRIPPIOG HVAÐ GRAÐHESTUR” BÚNAÐARBANKINIM - SELJAHVERFI Búnaöarbanki íslands leitar að húsnæði til leigu til bráðabirgða fyrir nýtt útibú bankans í Selja- hverfi í Reykjavík, Seljaútibú. Leigutími 1—3 ár eða eftir framkvæmdahraða við fyrirhugaðan miðbæjarkjarna í Seljahverfi þar sem útibúinu er ætlaður framtíðarstaður. ®bi)naðarbanki vy ISLANDS Skipulagsdeild : Austurstræti 5, simi 25600. Tvö útlend blöð um Island: Fallegt land og fólkið sér- lega hugrakkt Á fjörur okkar rak nýlega tvö blöð, ætluð ferðamönnum úti í hinum stóra heimi. Annað blaðið er eingöngu helgað íslandi og hitt birtir grein um ísland. Og af því að okkur finnst allt svo merkilegt, sem skrifað er um okkur, blöðuðum við nokkuð í þessum ritum. Blaðið, sem eingöngu er helgað fs- landi, heitir Conference and Incent- ive PLANNER. Það er gefið út af Starker og sonum í London og rit- stjóri þess er Caroline Cooke. í blaðið rita bæði útlendingar og fs- lendingar. Sem dæmi um síðarnefnda hópinn má nefna Kjartan Lárusson, Skúla Þorvaldsson (hótelstjóra á Holti) og Emil Guðmundsson (hótel- stjóra á Loftleiðum). Eins og sést bezt af nafni blaðsins er það einkum skrifaö fyrir ráö- stefnufólk.ísland er fyrst og fremst kynnt sem ráðstefnuland. En einnig er fjallað um náttúru landsins, sögu þess og fegurð. Og fólkið. Það fær ekki slaka dóma. Það á að vera ein- staklegahugað og er Vestmannaeyja- gosið og öll viðbrögð í því nefnt sem dæmi. Sagt er að þjóðin sé sjálfstæð og eigi auðvelt með að laga sig að nýjum aðstæðum. Hún sé kannski seintekin en þegar útlendingar kynn- ist henni sé tekið á móti þeim opnum örmum. Miklaður er áhugi hennar á eigin sögu og sagt að menn séu eins heima f henni og því sem gerist nú á dögum. Hitt blaðið heitir Travel Holiday og er gefið út af Travel Magazine fyrirtækinu í New York. 1 því blaði er fimm síðna grein með myndum frá íslandi. Þar lýsir Dave Houser ferð sinni og félaga sins hringinn í kringum landiö og ferð á Snæfells- nes. Houser er afskaplega hrifinn og segir að þau orð sem venjulega séu notuð til að lýsa fegurð nægi hvergi nærri til að lýsa íslenzkri fegurö. Landiö sé paradis náttúruskoðcnda þar sem það sé óspillt og landslag fjölbreytilegt. Svolítið finnst höfundi dýrt sumt sem hann rekst á og nefnir sem dæmi verðið á mat á grillstöðum við þjóðveginn og á bílaleigubílum. En fegurð landsins, gæði hestanna og ævintýri þau sem bíði fólks séu háa verðsins virði. -DS. Ráðherrarnir og Albert mættu ekki Ráðherrarnir og Albert Guðmundsson mættu ekki á þing- flokksfundi sjálfstæðismanna í gær, að sögn Ólafs G. Einarssonar for- manns þingflokksins. Ólafur sagði að þeir hefðu allir verið boðaðir. Skilaboð hefðu borizt frá Pálma Jónssyni landbúnaðar- ráðherra sem kvaðst ekki geta mætt. Ekki hefði heyrzt frá hinum. Ólafur sagði að þaö væri ekki nýtt að stjórnarliðar mættu ekki á þing- flokksfundum. „Þeir hafa ekki troðiö okkur um tær á þingflokks- fundum í vetur,” sagði hann. Eggert Haukdal mætti á fundinum í gær. Mikið var rætt um efnahagsmálin á fundinum. Þá voru vinnubrögð í læknadeilunni gagnrýnd. Sitthvað fleira var á döfinni. -HH. „engin lög á íslandi eru svo vitlaus að þau telji þetta tvennt eitt og hið sama” „Svo vitlaus lög eru ekki til á íslandi að trippi teljist laus graðhestur, þó full- orðinn graðhestur reki það út úr hesta- girðingu og tekur þá ekki tillit til þó hann reki trippið á land nágranna eig- andans,” sagði Björn Pálsson á Ytri- Löngumýri i Húnavatnssýslu er DB ræddi við hann um hið nýja graðfola- mál sem tengist honum. Annað mál hans, svipaðs eðlis frá 1979, er enn ódæmt í Hæstarétti, en þangað barst það 1. júní 1979. „Auðvitað höfða ég mál út af þess- ari nýju rekistefnu því hér er hvorki um graðhest né lausagönguhross að ræða. Dómstólar verða aö skera úr um það hvað er trippi og hvað er graðhestur,” sagði Björn Pálsson. „Annars er það alveg furðulegt hvað þessi svokölluðu hestamannafélög eru að stússast i. Ég held að þeir, sem kalla sig hestamenn, séu jafnvel allra manna heimskastir um hesta. Annars vegar eru þetta yfirleitt menn, sem hafa lítið að gera, og hins vegar strákbjálfar sem þykir fínt að standa í einhverjum svona félagsskap,” sagði Björn. Björn Pálsson bætti við: „Það er nú þannig komið að formaður hesta- mannafélagsins hér heimtar bara að þetta trippi, sem hann kallar graðhest, sé selt á uppboði. Það þyrfti nú að siða svona kjána.” Björn sagðist hafa haldið að það trippi, sem hér um ræddi, væri merar- trippi. Það hefði gengið i hestagirðingu með móður sinni fram til þess að full- orðni stóðhesturinn rak það út úr girð- ingunni yfir á lóð nágranna Björns, Kristjáns í Stóradal. „Kristján rak trippið í hús og vildi ekki afhenda mér nema ég léti gelda það fyrst. Auðvitað eru trippi gelt tveggja vetra. En dýralæknir var hér ekki við og dýrt að taka hann annars staðar frá. Mig vantar líka graðfola. Ég held að ég leysi þetta trippi út og láti það vaxa í fola og graðhest. Það eru allir vitlausir í þetta hjá mér,” sagði Björn. „En þeir sem nú hafa spýtt þessu máli suður í blöðin og ætla nú að láta ókynþroska trippi á uppboð sem grað- fola, þeir auðvitað borga allan kostn- aðinn fyrir rest.Ég fer í máli við þá og þá kemur auðvitað það rétta í ljós,” sagði Björn. Ekki náðist I Kristján I Stóra- dal þar sem hann var að heiman í ferða- lagi. -A.St.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.